Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR 2. MAl 1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur . Lesendur
,, Það þarf enginn að segja mér að konurnar verði verri en fráfarandi ráðherrar, " segir bréfritari og leggur
til kvennastjórn.
Konur myndi stjóm!
Torfærumótorhjól
hrellir Fáksmenn
Ragnar Tómasson skrifar fyrir hönd
Fáks:
Sunnudaginn 24. apríl ók ungur piltur á
háværu torfærumótorhjóli á yfir 100
km hraöa eftir mjóum reiðveginum er
liggur frá Rauðavatni aö Geithálsi.
Mikii umferö ríöandi fólks vará vegin-
um og virtist sem hraöakstrinum væri
beinlínis ætlaö að valda ringulreiö
meðal hrossanna. Ökumaður var frek-
ar hár ungur maöur en hjóliö, sem var
grænlitað, var auökennt meö orðunum
Fox á hliöum. Ábendingar um öku-
mann eru vel þegnar í síma Fáks
30178.
Þennan sama dag varö Fákskona
fyrir því aö ekið var á hest hennar svo
alífa varöhestinn.
Fáksfélagar hafa áhyggjuraf þeirri
„Fáksfélagar hafa áhyggjur af
þeirri hættu sem umferð hesta og
ökutækja skapar hverju öðru,"
segir bréfritari og bendir á nýieg
dæmi þar að lútandi.
hættu sem umferð hesta og ökutækja
skapar hverju ööru. Er hér meö skorað
á alla vegfarendur, akandi sem ríö-
andi, að sýna fyllstu aðgæslu.
0669—8379 hringdi:
Nú, þegar 9 konur setjast á Alþingi
Islendinga, þykir mér sjálfsagt aö þær
myndi saman stjóm. Þær eru jafn-
margar og t.d. ráöherrar vinstri
stjórnarinnar ’78—’79 og gætu skipt
meö sér embættum á svipaöan hátt og
ráðherrarnir í þeirri stjóm gerðu.
Eölilegt teldi ég að þær sem elstar eru í
hettunni skipi veigamestu embættin.
Eg held aö þetta myndi leysa marg-
an vandann og það þarf enginn aö
segja mér aö konurnar veröi verri en
fráfarandi ráöherrar.
Kvenforsetanum hefur gengiö vel
að selja fiskinn og þaö ætti ekki aö
veröa verra meö9 kvenráöherra!
Hringormurinn
6931—3256 skrifar:
Islendingar sendu til Spánar saltfisk,
kryddaöan hringormum. En Spánverj-
um fannst þetta vond sending og
endursendu hana. En þaö er annar
hringormur sem þjáir íslenskt efna-
hagslíf og hefur gert um árabil. Stund-
um er þessi hringormur nefndur verö-
bólga. Stundum vísitölukerfi. Þessi
hringormur snýst hring eftir hring og
hagar sér þannig. Varan hækkar —
þess vegna á kaupið aö hækka. Og þess
vegna á aö fella gengið og þess vegna
hækkar varan. Svo heldur þetta
áframhring eftir hring eftir hring. Þaö
er með þennan hringorm aö eftir
hverja hringferð stórgræöa hálauna-
mennirnir en kjör láglaunafólks
versna aö sama skapi. Spánverjar
heimta hringormalausan saltfisk. Viö
eigum aö heimta hringormalaust efna-
hagskerfi — afnema hringormakerfið.
Nú þykjast framsóknarmenn ætla
aö drepa hringorminn í áföngum (aö
hugsa sér!). En reynslan er búin aö
sýna að svona niöurgangur magnar
bara hringorminn. Þaö er ekki hægt að
lækna krabbamein í áföngum meö
mörgum smáskuröaðgerðum. Þaö
veröur aö óperera s júklinginn og skera
meinið burt í heilu lagi — í einni að-
gerö.
Nýlega hefur hálaunafólk fengiö
8000 króna mánaðarlega veröbætur. Ef
stjórnin lætur hringorminn snúast einn
hring þann fyrsta maí, bætast 12000
krónur mánaðarlega í pyngju hálauna-
manna og veröa þeir þá á fáum mán-
uðum búnir að tryggja sér 20000 kr.
verðbætur úr hringormaspilakassan-
um meöan láglaunafólk fær 2—3
þúsund kr. bætur. Og svo eiga verö-
bæturnar aö hækka á þriggja mánaöa
fresti — meö prósentugöldrum. Þetta
endar meö því aö fámenn yfirstétt
veröur eins konar mannæta í hring-
ormakerfinu þar sem vinnandi fólk er
svipt lífsafkomu sinni.
Þaö er stórfuröulegt aö verkalýös-
hreyfingin skuli svona lengi hafa hald-
iö hlíf iskildi y fir, .hringorminum.
«30da7a'I IC
innif. 22fm
26fm;
3*m. '
y IjHm. ~
j§É Söluu”boð 0n :
.... II
£SOo.
:°°°.
pff5o°.
2?1-000.
J®®000.
336.000
VELJUM ÍSLENSKT! VELJUM ÍSLENSKT! VELJUM ÍSLENSKT!
Maður eyðir 1/3 af ævinni í svefn og hvíid. Forsenda þess að vakna hress
og endurnærður að morgni er að sofa á góðri og hæfilega stífri dýnu.
Vaknir þú þreyttur og lerkaður skaltu aðgæta dýnuna þína.
Ef hún er orðin slakleg hringir þú í okkur og við munum sækja hana að
morgni. Sama kvöld færðu hana sem nýja og næsta morgun vaknar þú
sem nýr og hressari maður!
Ef dýnan er lúin og áklæðið Ijótt
þá lát okkur vita í síma.
Listavel skulum við lag'ana og fljótt,
— þú lagast á örskömmum tíma!
Framieiðum einnig nýjar dýnur eftir máli.
DÝNU- OG BÓLSTURGERÐIN
Smiðjuvegi 28 202 Kópavogi, sími 79233..