Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 48
79090 SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS *J^AAUGLÝSINGAR Z/vZa SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 Símsvari á kvöldin og um helgar Q# #"| 1 RITSTJÓRN OOO 1 1 SÍÐUMÚLA 12—14 Gæsluþyrla: Sótti slasaðan sjómann íÝmi Þyrla landhelgisgæslunnar TF-RAN sótti slasaöan sjómann um borö í tog- arann Ými frá Hafnarfiröi laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Sjó- maðurinn haföi slasast alvarlega á hendi og þurfti aö komast fljótt í, læknismeðferð. Togarinn var staddur djúpt út af Reykjanesi þegar óhappið varö og sigldi strax í áttina til lands. Þyrlan kom á móti togaranum og var hinn slasaöi híföur um borö í þyrluna. Þyrlan lenti rétt eftir klukkan átta viö Borgarspítalann. Feröin gekk í alla staöi vel. Flugmenn voru þeir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson. -JGH. MIKIÐ UM SINUBRUNA Sinubrunar voru margir í Reykjavík um helgina og þurfti slökkviliöiö í Reykjavík aö fara í fimm útköll vegna þeirra. Sérstaklega mun hafa veriö mikið kveikt í á laugardag, en þaö var síöasti dagurinn sem leyfilegt var aö kveikja í .sinu. Kngin meiri háttar óhöpp munu hafa orðið í þessum sinubrunum. -JGH. Sumarbústaður brann í morgun Gamall sumarbústaöur viö Norð- lingabraut, skammt frá Elliöavatni, brann til kaldra kola í morgun. Þegar slökkviliðið í Reykjavík kom aö bústaðnum laust fyrir klukkan sjö í morgun var skúrinn aö mestu brunninn. Eldsupptök eru ókunn. JGH. Stal myndavél Rúöa í verslun Mats Wibe Lund viö Laugavegil78 var brotin aöfaranótt laugardags og teygöi rúðubrjóturinn sig inn eftir myndavél sem kostar um 40 þúsund krónur. Leigubílstjóri sá til þjófsins og tilkynnti lögreglunni um hann en hann mun ekki hafa náðst. -JGH. Frá og meö 1. maí hækkar áskriftar- verö DV í kr. 210,00 á mánuði. Verö blaðsins í lausasölu verður kr. 18,00 eintakið, nema Helgarblaös, sem kostar kr. 22,00 eintakið. Grunnverö auglýsinga verður kr. 126,00 hver dálksentímetri. LOKI Það viðraði skikkaniega 1. maí, aldrei þessu vant — enda voru hátíðahöld- in innanhúss. Fatlaðir settu mikinn svip á 7. mai gönguna i gær en þar gengu þeir undir fána Sjálfs- hjargar og kröfuspjöldum um jafnrétti. Með þátttöku sinni i göngunni náðu fatlaðir einnig i stig i Norrænu trimmlands- keppninni. Sú keppni hófst i gær og meðal keppnisgreina þar er hjólastolaakstur og ganga. -klp/DV-mynd S. /'■' samkoniunni i Launardalsh* ' ' gær. DV-mynd < St jómarmy ndunarviðræður: Kratar og Fram- sókn í sigtinu Líkur benda til að Geir Hallgrims- son, formaður Sjálfstæöisflokksins, muni nú einbeita sér að viðræðum viö Framsóknarflokk og Alþýðuflokk um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Geir ræddi viö Vilmund Gylfason á laugardag og í gær ræddi hann, ásamt Ragnhildi Helgadóttur og Salome Þorkelsdóttur, við þingflokk Kvennalistans. Þar meö hefur hann lokiö fyrstu umferð tilraunar sinnar til myndunar meirihlutastjómar, meö viöræðum viö forystumenn allra flokka. Horfið var frá því ráöi aö kjósa nefnd til samráös meö formann- inum. Þess í stað mun þingflokk- urinn koma saman á hverjum degi meðan viðræöur standa yfir, eöa oftaref þörfþykir. Þingflokkurinn kom saman í gær eftir viðræöurnar við Kvennalistann. Þar mun ofangreindur möguleiki hafa þótt líklegastur til árangurs. Ekki eru þó allir þingmenn Sjálf- stæöisflokksins bjartsýnir á aö þessi tilraun takist. Sjálfstæðis- mönnum mun þó þykja vænlegra aö hafa Alþýöuflokkinn meö í stjórn ásamt Framsóknarflokki, bæöi til aö endurtaka ekki stjómarmynstrið frá 1974 og til aö tryggja áhrif innan verkalýöshreyfingarinnar. Mörgum krötum mun hins vegar ekki litast á aö vera í stjórn þar sem seta þeirra skiptir ekki máli fyrir þingmeirihluta stjómarinnar. „Viö yrðum þá eins og dula sem hægt væri að kasta burt,” sagöi einn þing- manna Alþýöuflokksins. -ÓEF. Þingfíokkur Sjálfstæðisflokksins hittist daglega nú meðan á stjórnarmyndunarviðræðunum stendur. Myndin var tekin áþingflokksfundiigær. DV-mynd GVA Sigurvegarinn Sigríður Gröndal og söngkennarinn hennar, Sieglinde Kahman, ánægðar með úrslitin. DV-myndBj. Bj. Jöfn söngkeppni ísjónvarpi: SigríðurGröndal fertil Cardiff Sigríöur Gröndal bar situr úr býtum í söngkeppni sjónvarpsins sem haldin var á laugardagskvöldið. Keppt var í beinni útsendingu í sjónvarpssal. Sigríöur hlaut sem vinning þátttöku- rétt í söngvakeppni sem haldin veröur í Cardiff í Wales í j úlí . Elín Osk Oskarsdóttir varö í öðru sæti. Aöeins eitt stig skildi þær Sigríði aö. Um þriðja sætiö varö hörö keppni því eftir að atkvæöi höfðu verið greidd í hinni 5 manna dómnefnd voru þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Sigrún Val- geröur Gestsdóttir nákvæmlega jöfn. Þegar greidd höföu veriö atkvæöi aftur um þau varö þaö hins vegar Júlíus sem hreppti þriðja sætiö. Önnur verðlaun vora 5 þúsund krónur og þau þriöju 3 þúsund krónur. Kristín Sædal Sigtryggsdóttir hreppti fimmta sætiö í keppninni og Eiríkur Hreinn Helgason þaösjötta. Alls höföu 13 söngvarar tekið þátt í undankeppni, þessir 6 unnu þar til þátttöku í úrslitunum sem voru á laugardaginn. _os. LeifurBreiðfjörð íúrslit Listaverk eftir glerlistainanninn Leif Breiöfjörð hefur veriö valið í úrslitakeppni Fragile Art 1983, sem er stærsta samkeppni glerlistamanna sem haldin er. Alls tóku 366 listamenn hvaöanæva úr heiminum þátt í þessari keppni en aðeinsl9komustíúrslit. -EA. 1. maí: Vel heppnuð hátíðahöld 1. maí hátíöahöldin fóra vel fram um allt land í gær enda veður gott alls staöar. I Reykjavík hófust hátíöahöldin meö því aö gengin var kröfuganga frá húsi Alþýðusam- bands Islands við Grensásveg að Laugardalshöll, þar sem dagskrá dagsins fór fram. Ræður fluttu þeir Snorri Konráðs- son, varaformaður Félags Bifvéla- virkja, Albert Kristinsson, fyrsti varaforseti BSRB, og Gunnar Tryggvason, formaður Iönnema- sambands Islands. Að auki komu fram þau Kristín Olafsdóttir, Guö- mundur Hallvarðsson, Kolbeinn Bjarnason, Ársæll Másson, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Jón Júlt'us- son, Jón Hjartarson, Þursaflokk- urinn o.fl. Taliö er aö um þrjú þúsund manns hafi sótt samkomuna í Laugardalshöllinni en eitthvaö færra hafi tekiö þátt í göngunni. Aö sögn lögreglunnar fór þetta allt mjög vel fram. -sþs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.