Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 14
14
DV. MÁNUDAGUR 2. MAl 1983.
IV. grein:
Þörfín ástjómarskrá
Höfundar þessa greinaflokks um stjórnskipun og stjórnarskrá eru Halldór Gudjóns-
son, Jónas Gislason, Páll Skúlason, Sigurdur Líndal, Vilhjálmur Árnason og
Þórdur Kristinsson. Þeir skrifa undir höfundarnafninu Lýdur. Ekki verdur frá því
skgrt í hvert sinn hver er höfundur einstakra greina en vid lok skrifanna verður þad
gert.
Ef litið er til sögunnar er ljóst aö
stjómarskrá sérhverrar þjóöar legg-
ur þær línur sem stjórna á eftir,
m.ö.o. kveöur hún á um þá stjórn-
hætti, sem taldir eru best hæfa þjóö-
inni — hún geymir þær reglur sem
allar aðrar reglur samfélagsins miö-
ast viö. Hún er undirstaðan; hin rök-
lega forsenda sem gengið er út frá.
Spurning: Hvaöa stjórnhættir
hæfa þjóö best? Svar við þessari
spumingu er ekki eitt fyrir allar
þjóöir, heldur eitt fyrir hverja um sig
aö öllu jöfnu — og ræöur ýmislegt
svarinu. Hver eöa hverjir em þaö
sem taka sér fyrir hendur aö semja
stjórnarskrá og hvert er takmark
hans eöa þeirra? Er hún gerö af fús-
um og frjálsum vilja allrar þjóö-
ar? Af valdaaöila til aö tryggja
eigin hagsmuni? Meö vilja þjóöar, en
af hópi manna sem ekki bera hag
allrar þjóöar fyrir brjósti? Eöa á ein-
hvern annan hátt? — Allar þessar
spumingarem siöferöilegs eðlis.
Þjóðin setur
sér reglur
Unnt er aö halda því fram aö
stjórnarskrá eigi að lýsa almennt
viöurkenndum stjórnunarháttum
eöa stjórnskipan þjóðar sem mótast
hafa sögulega. I lýöræöissamfélagi
felur svariö í sér, í víöum skilningi,
að þjóð vilji lúta tilteknum reglum
sem hún setur sér sjálf og sem kveöa
á um tiltekin réttindi hvers og eins og
meö hvaða hætti samfélaginu sé best
stjómaö. I stjómarskrá lýðræðis-
ríkis em þá settar þær reglur um
réttindi manna og skyldur sem telja
verður aö eigi aö komast næst því að
allir séu sammála um. Menn eru
ekki aö afsala sér réttindum í hendur
þriöja aöilja, þeir em aö sammælast
um reglur sem eiga að tryggja rétt
allra — og reglur sem þeir telja aö
beri aö viöhafa svo aö samfélaginu
sé sem „best” stjómaö út frá
„hagsmunum” allra manna samfé-
iagsins. Ef hins vegar er um einveldi
að ræöa — eða einhverja aöra mynd
fámennisstjóma — felur svar viö
spumingunni í sér aö líklegast er að
stjómarskrá sé ekki samin meö hag
þjóöar aö leiöarljósi, heldur ráöi sér-
hagsmunir þess er setur hana. I slíku
tilviki er stjómarskrá sett þjóöinni
af einhverjum öömm en henni
sjálfri. Þjóöin er þá ekki aö sammæl-
ast um eitt eöa neitt, henni em settir
kostir, sem hún verður aö lúta —
væntanlega í krafti valds sem tíöum
styöst viö ofbeldi. í skilningi lýöveld-
isins er hún aö afsala sér réttindum í
hendur þriöja aöilja. Afsal af þessu
tagi getur einnig orðið meö þjóö, sem
kennir sig viö lýðræði, eins og ég vék
aö í hugvekjunni um réttarríkiö;
þegar smáir eöa stórir hagsmuna-
aöiljar laga stjórnarskrána eftir
þröngum sérhagsmunum sem þeir
vitandi eöa óafvitandi sjá ekki út
yfir. En þá getur þjóöin sjálfri
sér um kennt, því aö lýörétturinn á
einmitt að koma í veg fyrir að slík
brot séu framin gegn henni. Hún hef-
ur þennan rétt og veröur mikilvægi
hans seint nægilega ítrekaö. Þjóð má
aldrei láta það henda sig aö sofa
hannafsér.
Má/fræði
stjórnmálanna
Þörf þjóöar fyrir stjómarskrá er
aö ýmsu leyti hliöstæö þörf tungu-
máls fyrir málfræöi. Tungumál lýtur
kerfi reglna um þaö hvernig á að
beita því ; slíkt kerfi kallast mál-
fræöi. Mikilvægur hæfileiki manns-
ins, og sá er greinir hann hvaö skýr-
ast frá öörum skepnum, er aö hann
getur sett sér reglur og fariö eftir
þeim; og hann getur brotiö þessar
Um
stjórnskipun
og
stjórnarskrá
reglur. Menn geta talaðtungumál án
þess endilega aö geta vitnað beint til
reglnanna, sem þeir fara eftir, þ.e.
talið þær upp eöa rakiö þær. Málið er
þeim eölilegt og til að koma hugsun
sinni á framfæri, sem er forsenda-
mannlegra samskipta, veröa þeir að
lúta ákveönum reglum um skipan
setninga o.s.frv.
Þaö er einkum tvennt sem er
mikilvægt í þessu samhengi: Mál-
fræðin kemur til sögunnar eftir aö
málið er oröiö til, hún er nauðsynleg
leiö til aö varðveita máliö, verja þaö
breytingum; m.ö.o. er hún umgerð,
sem verður aö vera, ef málið á ekki
smám saman aö týnast. Og þaö sem
ef til vill er mikilvægara í samlíking-
unni viö stjómarskrá er aö málfræði
einnar tungu gegnir því hlutverki aö
skera úr um hvern þann ágreining
sem upp kann aö koma um beitingu
málsins. Hún gerir grein fyrir réttri
og rangri beitingu þess og er leið-
beinandi um það hvaö er gott mál og
vont , hún bindur ekki efni málsins,
né útilokar breytingar á því. Mál-
fræði er málinu eins og stjórnarskrá
stjórnmálunum í víöri merkingu;
engum rétti er afsalaö, heldur er
sammælst um aö hlýöa reglum. I
málfræöi birtist almennt samkomu-
lag um þaö hvemig tala á máliö — í
stjórnarskrá á aö koma fram al-
mennt samkomulag um þaö hvemig
stjórna beri samfélagi. Og á sama
hátt og mál heldur áfram aö lifa lítið
breytt vegna þess aö þaö lýtur til-
teknum reglum, þá heldur lýöræöis-
legt samfélag áfram að vera til ein-
ungis ef í gildi eru almennt viður-
kenndar undirstööureglur um at-
hafnir manna innan þess.
Stjórnhættir
og stjórnmál
Stjómarskrá kveöur á um stjóm-
hætti samfélags; stjórnmál eru
iðkuð innan ramma stjórnháttanna.
Þessi greinarmunur er mikilvægur í
þeim skiiningi að stjómarskrá setur
stjórnmálum leikreglur — stjórn-
hættina; allar geröir stjómmála-
manna eiga aö miðast viö þær reglur
sem stjómarskráin kveður á um.
Brot á reglum stjórnarskrárinnar er
brot á stjórnháttum þeim er þjóö hef-
ur sammælst um aö miöa viö; slíkt
brot er því brot gegn þjóöinni. 1 lýö-
ræðisríki er starf stjómmálamanns-
ins einkum þaö aö fara meö tvenns
konar vald eftir fyrirmælum stjórn-
arskrár; löggjafarvald og fram-
kvæmdavald. Dómsvaldiö og stjóm-
málastarfsemi er hins vegar tvennt,
en eins og stjómmálin er dómsvaldið
iökaö innan ramma stjórnháttanna;
rót þess býr í stjórnarskránni og þar
er kveðið á um hlutverk þess og tak-
mörk. Brjóti iðkendur stjórnmál-
anna þær stjómskipunarreglur, sem
kveðið er á um i stjórnarskrá, kemur
til kasta dómsvaldsins aö dæma hinn
brotlega — eftir þeim viömiðunar-
reglum sem því em sett í stjómar-
skrá. Um nánara hlutverk og tak-
mörk hinna einstöku valdsþátta
verður rættsíöar.
Við sjáum aö stjórnarskrá
lýðræöisríkis er ekkert einnar nætur
tjald. Henni er ætlaö aö lýsa veiga-
miklum þáttum í hugarfari, lífsskoö-
unum og markmiöum þjóöar; hver
hún telur meginréttindi sín og skyld-
ur; hvemig hún telur sig best mega
búa í sátt og samlyndi og meö hvaöa
hætti samstjórn sé best borgið;
m.ö.o. vitnar hún um það á hvem
veg þjóö vill lifa lifi sínu sem þjóö.
Ljóst er aö viö veröum aö gera okkur
grein fyrir efninu ef viö viljum ræöa
þaö af einhverju viti. En ýmislegt
virðist einmitt skorta á aö iðkendur
stjórnmálanna kunni yfirleitt aö
ræöa um þau efni sem þeir telja sig
þó vera aö fjalla um. Umræöan um
stjórnarskrá verður aö hæfa efninu,
hún verður aö vera hafin yfir vett-
vang dagsins og þá togstreitu um
vindinn sem einkennir málatilbúnaö
stjómmálamanna. Sú togstreita hef-
ur þegar oröiö okkur of dýrkeypt.
Menn verða aö gera sér ljóst að
stjórnarskrá þjóöar — og reyndar öll
málefni er snerta samfélagið í heild
— er ekki tæki til vísvitaðra breyt-
inga, ekki kaupslag á torgi hégóm-
ans.
Lýður.
ÞRÍEYKIVIÐ MAGSTRÆDE
—Sýning þriggja ungra íslendinga í Kaupmannahöfn
I kringum Strikiö í Kaupmanna-
höfn em margar þröngar en fallegar
götur þar sem hægt er aö ráfa um
stundum saman, skoöa gamalt múr-
verk, verklega gluggakarma og
snyrtilegar skreytingar, — umhverfi
sniöiðmeö meistarahöndum utan um
manneskjuna. Meöal þessara gatna
em Snaregade og Magstræde þar
sem rekja má slóðir fslendinga fyrr
á öldum. I seinni tíö er Magstræde
þekkt fyrir „Huset”, samkomustaö
unglinga. Viö hliðina á því er búiö að
endurlífga lítiö gallerí og heitir þaö
einfaldlega Magstræde 18, sem er
lágur lókall og flangur niöri í kjaflara.
Dagsljós f ellur þar inn langt og mjótt
ef þaö gerir þaö nokkurn tímann.
Þetta er staður fyrir smágerva list-
muni, innilegar ígmndanir í mynd-
list, — ekki stóraryfirlýsingar.
Fleíri en ein vídd
Ekki em Islendingar enn hættir að
koma viö á þessum slóðum því aö um
þessar mundir stendur yfir í gallerí-
inu sýning þriggja ungra myndlist-
armanna sem allir stunda nám í
Hollandi, í Amsterdam og Haag, aö
því er mér er sagt. Þremenningarnir
heita Siguröur Ármannsson, Jón Sig-
urpálsson og Guömundur Thorodd-
sen. Á sýningu þeirra sem hófst um
miðjan apríl og stendur til 5. maí
eru á fimmta tug mynda: teikning-
ar, grafík, vatnslitamyndir og verk
þar sem blandað er saman tveimur
víddum.
Nú hef ég ekki áreiðanlega
vitneskju um þá stemmningu sem nú
ríkir í hollenskri myndlist. En séu
verk þessara ungu lærisveina aö ein-
hverju leyti vitnisburður um hana
sýnist mér sem hin ljóöræna
konseptkúnst sé óðum aö víkja fyrir
annars konar og heföbundnari ljóö-
rænu. Sem sagt, fomar dyggðir hafa
veriö teknar upp á ný, efniviðurinn
er pappír, blek og vatnslitir, hinn fer-
kantaöi flötur ræöur ríkjum, mynd-
rými er ofur læsilegt. I burtu eru út-
reikningar, hálfkveðnar vísur í
blönduðu efni og ljósmyndaðar frá-
sagnir. En allt eru þetta getgátur.
Draumar í
landslagi
Þaö sem ég vildi sagt hafa er aö
verk þessara þriggja eru í heildina
séö afar aögengileg, lógísk og jafnvel
„fallega” ljóöræn. Myndefniö er aö
mestu landslag meö og án
manneskjunnar, tjáningin er hóg-
vær, ekki alltaf „pottþétt” — enda
eru listamennirnir enn í startholun-
um, — þó ætíð einlæg og einarðleg.
Við opnun á sýningunni í Magstræde 18 í Kaupmannahöfn. Yst til vinstri er Rikke, önnur eigenda gállerísins, síðan
Gerður, kona Tryggva Úlafssonar listmálara og Jón Sigurpálsson myndlistarmaöur. Fremst sést í hönd á
Tryggva Ólafssyni.
Myndlist
Aðalsteinn
Ingólfsson
Eftir Sigurö Ármannsson eru
þama svart/hvítar teikningar af
draumkenndu landslagi, ásamt með
rústum. Af þessum verkum stafar
ýmiss konar spumingarmerkjum,
ekki síst vegna þess hve myndimar
láta lítiö uppi. Hvað er þaö sem á eöa
á ekki aö gerast í þeim? Og á hvaöa
leið er feröalangur sá sem myndirn-
argeröi?
Jón Sigurpálsson viröist líklegastur
þremenninganna til aö vera í snert-
ingu viö hina „nýju” strauma í
evrópskri málaralist. Ekki er litriki
fyrir aö fara í myndum hans, en þó
er eitthvað kunnuglegt viö ókennileg-
ar fígúrur hans og athafnir þeirra í
myndrýminu.
Myndræn gangvirki
Þó má vel vera aö ég leiti langt yfir
skammt, — aö aödraganda þessara
mynda sé aö finna í Hollandi sjálfu, í
verkum Pieters Holstein.
Guömundur Thoroddsen sýnir
grafíkmyndir af landslagsstemmum
og landslagi sem viröist stillilegra en
margt þaö er gert er á því sviöi á
íslandi. Stemmur hans em kyrrlát-
ar, hreinsaöar af öflu óviökomandi,
kristaltærar. Meö því aö stilla saman
fleiri en einni slíkri stemmu er sett-
ur í gang aöeins flóknari myndrænn
sjónleikur, — og meö því aö bæta við
þáer þrívíðum skúlptúrum (í epoxí?)
sitt hvorum megin, fer enn fleira
aö gerast. Þó mér sé ekki allsendis
ljóst hvernig atburöarásin er hugs-
uö í síðastnefndu myndunum. þá
þykir mér metnaður þeirra lofa
góðu.
AI/Lundi