Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 2
2
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983.
Krístna heimsþingið um líf ogfrið:
Skorar á kirkjudeild-
ir að vinna að f riði
Kristna heimsþingiö um líf og friö
var haldið í Uppsölum, Svíþjóð, dag-
ana 20.—23. apríl sl.
Þingið sóttu nær 160 manns,
kirkjuleiðtogar og sérfræðingar í af-
vopnunarmálum, frá öllumkristnum
kirkjudeildum.
Frumkvæði að ráðstefnunni átti
Olav Sundby, erkibiskup Svía, en
aðrir höfuðbiskupar Norðurlanda
boðuðu til fundarins meö honum, þar
á meðal hérra Pétur Sigurgeirsson
semsóttiþingiö.
I fundarlok var samþykkt ályktun.
Segir þar m.a. „Tilkoma kjarnorku-
vopnabúnaöar hefur innleitt nýtt
ógnartímabil. Hingað til hafa menn
aðeins haft takmarkaða getu til eyði-
leggingar þess sem fyrir er, en nú
getum við í fyrsta sinn í sögunni
þurrkaö út siðmenninguna sem þró-
uðhefur veriðumliönaraldir..
I lok ályktunarinnar er áskorun til
kirkjudeilda í tólf liðum um að boða
frið og efla líf. M.a. eru kristnir
menn þar hvattir til að taka ekki
þátt í samstarfi sem miðar að undir-
búningi kjamorkustyrjaldar, að efla
uppeldi til friðar, að boða Jesú Krist í
orði og verki sem líf og friö heimsins,
að styðja við bakið á einstaklingum,
stjórnmálamönnum og hópum sem
vinna að friðarstörfum. Að styðja
stjórnmálamenn í friðarviðleitni,
styðja rétt þeirra sem losna við her-
þjónustu af samviskuástæðum,
vinna fylgi almennings við málstaö
friðar og réttlætis, að hvetja til stöð-
ugrar bænar fyrir friði og að hvetja
kristna menn til að kanna möguleika
á að mótmæla kjamorkuvopnabún-
aði á friðsamlegan hátt með því að
óhlýðnast borgaralegum fyrir-
skipunum.
Ályktuninni lýkur ó eftirfarandi:
„örlög mannkynsins hanga á blá-
þræði. Viö stöndum frammi fyrir val-
inu milli lífs og dauða. Við missum
samt ekki vonina. Hún felst í hinum
upprisna Frelsara, konungi lífsins,
sem sigraði dauðann með sínum
eigin dauða. Afl hinna öfiugu mun
ekki skelfa okkur. Stórbrotin verk-
efni efla okkur til dáða. Við örvænt-
um hvergi. Við munum biðja og
starfa í trú, von og kærleika.”
ás
Einn hinna mörgu báta sem stunda úthafsrœkjuveiðar i sumar heldur á miöin. Þetta er hinn margumtaiaOi
Einar Benediktsson BA sem mikið hefur verið i fráttum á undanförnum mánuðum.
DV-mynd VJ isafirði.
SÝNINGARFERÐ
MEÐ
SÍÐUSTU
LAPPANA
Síðustu Lapplanderbílarnir frá Volvo verða seldir
næstu daga á sérstöku verði, aðeins 198.496.00
krónur (gengi 6/5 '83, óyfirbyggðir). Kristján
Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður meðtvo
glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna
víðsvegar um landið.
Aldrei annar
eins fjöldi á
úthafsrækju j
Um tuttugu bátar verða gerðir út |
á úthafsrækju frá Isafirði nú í
sumar, er það mesti fjöldi sem í
áður hefur stundaö þessar veiðar.
Veiöisvæðið er aðallega norður af
Homi og á Sporðagrunni,alveg úti
við miðlínu, og eru bátamir um 12
tímaámiðin.
Aflinn hefur verið góður, þetta
15—20 tonn eftir fjögurra daga
veiðiferö. Núerkominnísyfiraðal-
veiðisvæðið og því hefur afli verið
tregari síöustu daga. Rækjan sem
veiðist þama er mjög stór og góð,
það eru um 150 stykki í kílóinu sem
þykirmjöggott.
VJ. ísaf.
Mezzoforte:
Hljómleikaför um
Bretland haf in
„Ef einhver heldur að þetta sé ein- ar til fjórum sinnum í Hollandi og
hver dans á rósum þá er það mikill Belgíu en síöan verður haldið til
misskilningur. Við ætlum að reyna Bretlands og leikið þar næsta hálfa
þennan hlut í sex mánuði og sjá svo árið.
hvemig gengur,” sagðiSteinar Berg Steinar sagði að feröin væri stórt
um hljómleikaferö Mezzoforte um og mikið dæmi fjárhagslega og
Bretland sem hófst með utanför margir væm um kökuna á mörkuö-
þeirra félaga i gærmorgun. umerlendis.
Mezzoforte byrjar á að leika þrisv- -SGV
Kristján sýnir Lapplander Turbo meö vökvastýri,
læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka
möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er
einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram-
kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla
þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri.
Kristján sýnir Lappana:
18. maí Akureyri
19. maí Sauðárkrókur
20. maí Blönduós
Hughes-þyrlan getur iyft allt að eínu tonni ikrók. Hún lyftir þvi venjulegum fólksbil.
Albína fær
nýja þyrlu
Ný þyrla, TF-FIM, hefur bæst i flug-
flota landsmanna. Þyrluþjónusta
Albínu Thordarson flytur þyrluna, sem
er af gerðinni Hughes 500D, inn nýja
frá Bandarík junum.
Þyrlan er búin 375 hestafla þotu-
hreyfli. Hún getur flutt fimm menn,
flugmann og fjóra farþega. Farflug-
hraði hennar er um 240 kílómetrar á
klukkustund, meö flotholtum, en
nokkm meiri án þeirra.
Albína ótti áður litla þyrlu af
Hughes-gerð en hún eyðilagðist, sem
kunnugt er, í brotlendingu við sjón-
varpshúsið við Laugaveg i fyrra.
-KMU.
VELTIR HF
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200