Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983. Um lokunargjöldin hjá Raf magnsveitunni: Hissa á ósvífni ríkisstarfs- manna Rafmagnsveitunnar —segir Áslaug Pétursdóttir í Grundarf irði „Ég er alveg hissa á ósvífninni hjá ríkisstarfsmönnum hjá Rafmagnsveit- unni,” sagöi Áslaug Pétursdóttir í Grundarfirði í samtali við DV. „Þeir búa til gjöld á fólkiö eins og lokunar- gjald upp á 450 krónur. Ef menn eru með múður við að greiða þá f járhæð er bara lokað fyrir rafmagnið. Hér varð maður fyrir þessu hinn 11. maí. Hann var búinn að borga raf- magnsreikninginn á eindaga, 19. apríl, en neitaði að borga lokunargjaldið þar sem þeir höfðu aldrei lokað. Þá komu þeir 2 eða 3 og lokuöu umsvifalaust 11. maí vegna gjaldsins. Ekki nóg með það heldur var líka lokað hjá nokkrum sem búnir voru að borga löngu fyrir eindaga. Þeir opnuðu með semingi eftir að þeim hafði verið sýnt f ram á að reikningamir vora löngu greiddir. Þeir lokuðu líka hjá fólki sem var með nýfædd böm og sjúklinga og á manneskju í ljósalampa með raf- magnsloka,” sagðiÁslaug. JBH. Lokunargjald án þess að til lokunar komi: Ergjald fyrir lokunaraðgerðir — segir Sigríður Ólaf sdóttir, innheimtust jóri Raf magnsveitna ríkisins „Þetta er gjald fyrir lokunaraðgerð- ir,” sagði Sigríður Olafsdóttir, inn- heimtustjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins, þegar hún var innt skýringa á lokunargjaldi því sem nokkrir aðilar í Grundarfirði hafa fengið og sagt var frá í DV í gær. Þar kom fram aö fólk hefur fengið 450 króna lokunargjald á reikninga sem ekki hafa verið greiddir á eindaga. Hefur engu skipt hvort til lokunar hefur komið. „Viö túlkum þetta þannig,” sagði Sigríður, „að við teljum okkur hafa kostnað af þessum reikningum vegna þess að þeir eru greiddir löngu eftir eindaga.” Hún sagði einnig að þessu hefði verið beitt meira vegna erfiðleika í innheimtu. Rafmagnsveiturnar hefðu ekki dráttarvexti en reyndu að bæta sér það upp á þennan hátt. „Við túlkum þetta sem lokunaraðgerðir í víðum skiln- ingi.” Talsvert mun hafa verið um þessi lokunarg jöld víðar en í Grundarfirði en Sigríður sagði engar kærur hafa borist vegna þeirra. Fólk hafi þó látið í sér heyra. Enn hafi ekki til þess komið aö neitað væri aö greiða lokunargjöldin. JBH r 17. maí Þjódhátídardagur Nord- manna var í gær, / 7. maí. Af því tilefni fóru Norð- menn á íslandi í skrúð- göngu urn vesturbœinn i Reykjavík og umhverfis Tjörnina. Á myndinni má sjá göngufólk á leið frarn- hjá Háskólanum, medal annars sendiherra Noregs á íslandi, Annemarie Lorentzen, með barnavagn á undan sér. DV-mynd GVA. HELSTU TJALD- STÆÐUM LOKAÐ Nú mun orðið ljóst að öllum helstu tjaldstæðum á Suðurlandi verður lokað um hvítasunnuhelg- ina. Land er víðast hvar nýkomið undan snjó og illa undir þaö búið að taka við fjölda manna. Þórsmörk veröur lokuö fyrir öðrum en þeim sem eru á vegum ferðafélaga og mun lögregla sjá til þess að því banni verði framfylgt. Að sögn lögreglunnar í Ámes- sýslu er með öllu óhugsandi aö tjalda á ÞingvÖllum og hjá Laugar- vatni vegna bleytu og hefur því verið ákveðið að loka tjaldstæðum þar. Mikil óregla var í Húsafelli um hvítasunnuna í fyrra og mun lög- reglan í Borgarnesi fylgjast vel með því að þar tjaldi enginn sem ekki hefur fengið til þess leyfi hjá sýslumanni. Einnig hefur verið ákveðið að loka tjaldstæðum í Þjórsárdal og Árnesi. EA ÚTIVIST: Sexferðir um hvíta- sunnuna Ferðafélagiö Utivist efnir til fjögurra helgarferða og tveggja dagsferða um hvítasunnuhelgina. Lagt verður í lengri feröirnar föstudagskvöldið 20.maíog verður farið í Þórsmörk og Mýrdal svo og á Fimmvörðuháls og Snæfellsnes þar sem jafnframt verður gengið ó Snæfellsjökul. Á hvítasunnudag verður farið í göngu um hraunið fyrir sunnan Hafnarfjörð. A annan dag hvíta- sunnu verður gengið á Skarðsmýr- arfjalláHellisheiði. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Utivistar. EA Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Maður sem hef ur nógan tíma Þegar forystumaður fyrir tíu manna þingflokki Alþýðubanda- lagsins fær heimild til myndunar meirihlutastjórnar, liggur alveg ljóst fyrir, að ekki er verið að fela honum þetta til að hann myndi ríkisstjóm því það getur hann ekki. Hins vegar er það orðin venja, búin til af forsetaembættinu, að fela kommúnistum stjómarmyndanir, þvert ofan í venju annarra lýðræðis- landa, þar sem kommúnistar hafa þó verið að ná meirihluta á þjóðþingi eins og ó ítalíu. Hér þykir henta, af æðsta valdi landsins, að gefa Svavari Gestssyni og Alþýöubandalaginu nokkurt tækifæri til fjölmiðlasnakks flokknum til framdráttar, því annað verður þetta ekki. Það stendur nefni- lega enn óhaggað, að þótt lýöræðis- ríki verði að umbera kommúnisma, telja þau ekki fært að veita þeim for- sjá fyrir lýðræðinu. Til þess era þeir of yfirlýstir andstæðingar þjóðskipu- lags sem veitir þeim, sjálfu sér sam- kvæmt, leyfi til að naga rætur þess. Forsetaembættið á íslandi er eina embættið á Vesturlöndum, sem veitir sér þann munaö aö fela komm- únistum tilraunir til myndunar ríkis- stjórna, samkvæmt kenningunni að allir þingflokkar eigi að fá að reyna. Það þýðir í raun, að engum er ætl- andi að mynda ríkisstjórn í fyrstu umferð. Annars staðar er yfirleitt hafður sá hóttur á, að þeim sem taldir era líklegastir til að geta myndað stjórn er falið að gera til- raunina. Við einir þjóða höfum efni á einskonar hringferðum í þessu efni. Sú regla á meðal annars þátt í þeim erfiðleikum, sem nú er við að etja, og hófust með myndun rikisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens fyrir þremur áram, en tilraun tO stjórnarmyndun- ar var einmitt ekki í hans höndum, þegar öðrum tókst að fleyga Sjólf- stæðisflokkinn. SérkennUeg er sú yfirlýsing Svavars Gestssonar, að hann ætli sér góðan tíma í viðræður. Steingrímur Hermannsson lýsti yfir að hann tæki sér f jóra daga og fékk þó hringingar, þar sem spurt var hvemig gengi. Ef- laust hefur Geir HaUgrimsson fengið hringingar lika, þótt hann værí ekki nema rúma viku að þreifa fyrir sér. Hinn góði timi Svavars Gestssonar gæti þess vegna staðið alveg fram að 1. júní. Hann er sá fyrsti sem reynir stjómarmyndun, sem tekur sér allan þann tima, sem hann telur sig þurfa, frir og frjáls undan oki timasetninga Steingríms og Geirs, sem eflaust hafa einblint á dagsetninguna 22. maí, en þá þurfa ákvarðanir varð- andi vísitöluna að liggja fyrir skeUi ekki tuttugu prósent bylgja yfir með verðhækkunum og gengisfeUingu og öðra því, sem viö höfum verið vön að fá í hausinn á þriggja mánaða fresti aðundanförau. Það er alveg augljóst hvert stefnir með þcssum hætti. Vitað er að Al- þýðubandalagið hefur verið á móti skerðingu vísitölunnar. Fram- sóknarmenn fengu að vita af þessari áráttu í stjómarsamstarfinu og hún ríkir enn í Alþýðubandalaginu eins og böl alkóhólistans. Svavar Gests- son er nú kominn á vettvang sam- kvæmt ósk forseta. Hann mun að sjálf sögðu tala við forystumenn allra flokka og það verður mikið japl og jaml og fuður. Það er spá Svart- höfða, að þegar Svavar verður kom- inn vel fram yfir þau tímamörk, sem augljós eru, eigi að bjarga einhverju 1. júní, muni hann lýsa yfir að tUraun hans hafi „mistekist”. Yfirlýsing hans um að fá frestun á holskeflunni er ekki trúverðug. Hún hefði áreiðanlega verið reynd af þeim Steingrími eða Geir, hefði hún verið talin fær. Aftur á móti er þetta góður f jölmiðlamatur í stöðunni. Nú verður á það látið reyna hvort Svavar Gestsson einn getur það sem hann neitaði að gera í ríkisstjóra dr. Gunnars. Hlýði launþegahreyfingin herra sinum í einu og öUu, þá þarf auðvitað ekki að vera að mynda rikisstjórair. Svavar Gestsson getur þá orðið sá Stalín, sem launþega- hreyfingin setur aUt sitt traust á. Og þá verða frestirnir ekki einn mánuður heldur hundrað þúsund mánuðir og aUir með öfugum for- merkjum. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.