Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Side 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sautján þúsund börn blindast árlega í Bangla- desh Að minnsta kosti 17 þúsund börn missa árlega sjónina í Bangladesh vegna þess að þau fá ekki nóg A-víta- mín, samkvæmt því sem heilbrigðis- ráðherra Bangladesh segir. „Hér verður strax að grípa til rót- tækra ráöa áður en meiri vandræöi hljótast af,” sagði Shamsul Huq hers- höfðingi á heilbrigðisráðstefnu sem stendur yfir þessa dagana í Dhaka. Hann sagði aö næringarskortur væri valdur að því aö 285 þúsund börn á aldrinum eins til fimmtán ára bættust í hóp þeirra sem náttblindir kallast. Byggist þessi fullyrðing á skýrslu sem Helen Keller-stofnunin í New York vann fyrir Bangladesh um blindu hjá 'ÍWÍ.í . Ur síðustu heimsókn páfa til heimalands sins. Hann kemur að þessu sinni ekki til Gdansk og fær ekki tækifæri til að messa á Sigurtorginu í Varsjá en engu að siður má búast við að milljónir manna fyigi honum á ferðum hans. börnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur látið málið til sín taka og tekið höndum saman við stjórn Bangladesh til þess að vinna bug á þessu vanda- máli. Beltin bjarga Ný löggjöf í Bretaveldi, sem skyldar ökumenn og farþega í bifreiðum til að festa um sig öryggisbelti, hefur fækkað dauðaslysum í umferðinni um helming. Lög þessi voru sett fyrr á þessu ári og voru mjög umdeild. Einn sérfræðingur í umferðarmálum segir aö lögin bjargi að minnsta kosti einu mannslífiá dag. Samkvæmt lögum ber ökumönnum og farþegum í framsæti að festa öryggisbeltin frá og meö áramótum og liggur viö 50 punda sekt að öörum kosti. Um leið og lögin voru sett breytt- ist mynstur umferðarslysa stórlega. A svæðinu kringum borgimar Birmingham og Coventry fækkaði slysatilfellum vegna umferðarslysa um 22% á fyrsta mánuðinum. Tveir létu lífið og 68 meiddust illa en á sama tíma í fyrra létust fjórir og 90 slösuðust illa. Um það bil þrjár milljónir manna búa á svæðinu. 1 Edinborg, höfuðborg Skotlands, létust tveir í umferðarslysum í febrúar en níu í sama mánuði í fyrra. Ferð páfa um Pólland Pólsk yfirvöld hafa nú gert opin- berar ferðaáætlanir fyrir heimsókn Jóhanns Páls páfa til Póllands í næsta mánuöi. Samkvæmt hinum opinbera áróðri mun heimsóknin sýna í verki hið góða samband og samvinnu sem ríkir milli kirkju og ríkis. En undir niðri er töluverð spenna milli kirkjunnar og kommúnistaflokksins, bæði vegna þess aö ekki hefur gengið of vel með sam- vinnuna undanfarið, og vegna þess hversu gjörn yfirvöld eru til þess að grípa til ofbeldis. Samkvæmt hinni opinberu áætlun mun páfinn koma til átta borga í Pól- landi og búist er við að milljón manns komi til að heyra hann syngja messu Hvað lítur páfi slíkum hornaugum? Það er víst að honum líst ekki á ástand- iðí Póliandinú. Breski njósnarlnn Prime. Nú segir bresk kona að breska öryggis- þjónustan ætli að hafa bana að blóraböggli í því máli. undir beru lofti. En í Varsjá fer messan fram á íþróttavelli, en ekki á Sigurtorginu þar sem hann messaði í sinni síðustu heimsókn. Þar urðu síðan uppþot þegar lögregla reyndi að stöðva sífellda endurbyggingu blómakrossins sem upphaflega var til minnis um Wyszinski kardinála, en varð að tákni hinnar óvirku andstöðu gegn her- lögunum. Það kemur ekki fram í ferðaáætlun páfa eins og hún hefur verið kynnt blaðamönnum hvort hann muni hitta þá tvo Pólverja sem umheimurinn sér sem tákn hinna andstæðu afla í Pól- landi, þá Jaruzelski hershöföingja og Walesa. Páfinn mun ekki fara til Gdansk þar sem hin óháðu verkalýðs- samtök Eining urðu til, en hann mun koma til tveggja staða þar sem uppþot hafa orðið oft eftir að herlög voru sett, Wroclaw í Vestur-Póllandi og í iðnaðarútborg Kraká, Nowa Huta. Vinkona njósnara Dorothea Barsby, kona frá London sem verið hefur í felum síðustu viku, hélt blaðamannafund í gær og neitaði alfarið að hafa hylmt yf ir með sovéska njósnaranum Geffrey Prime. Prime hafði gefið nafn Barsby sem með- mælanda þegar öryggislögreglan rannsakaði feril hans. Upp komst um njósnir Primes af slysni á síðasta ári þegar hann var undir lögreglurannsókn vegna meintra kynferðisafbrota. Hann hefur verið dæmdur til 35 ára fangelsis fyrir afbrot sín. Barsby, sem er 34 ára gömul, var í framboði fyrir Ihaldsflokkinn í sveitar- stjómarkosningum fyrir nokkrum dög- um. Hún sagði blaðamönnum að hún væri aðeins valin blóraböggull öryggis- þjónustunnar, sem vildi nú kenna öðr- um um njósnir Prime og komst undan ámæli fyrir það að hafa ekki gripið hann fyrr. „Það eina sem þeir hafa fram að færa er að þetta sé mér að kenna, ekki þeim,” sagði hún. „Eg á að taka að mér hlutverk fórnariambsins. Bresk yfirvöld segja að ekkert frekar verði gert í málinu. Ingmar Bergman leikstjóri leggur Ewu Fröling lífsreglurnar við töku eins atriðis í myndinni Fanny og Alexander. BERGMAN HAMPAÐ í KVÖLDSTUND í SÆNSKA SJÓNVARPINU Sænski leikstjórinn Ingmar Berg- myndina Fanny og Alexandér. Sú man hefur sagt að kvikmyndin kvikmynd er sögð sameina öll hans Fanny og Alexander veröi hans síð- stílbrögð, hugrenningar og til- asta mynd. Leggja ekki allir trúnað finningar sem birst hafa í myndum á það en sænska sjónvarpið gerði sér hans. Sýndar voru svipmyndir úr það að tilefni til þess aö helga Berg- ýmsum atriöum myndarinnar og man og myndum hans drýgstum eins fréttamynd af töku hennar og hluta dagskrárinnar eitt kvöldiö í vinnslu. vikunni. Sleginn var botninn í kvöldiö meö Fyrst var klukkustundarlangt því að sýna Bergman-myndina viötal viö Bergman sjálfan um Andlitið frá því 1958.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.