Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Loft lævi bland-
/ð i Líbanon eft-
ir samkomulagiö
Sýrlendingar loka vegum og rjúfa símalínur
en 5 manns létu lífið í skærum ígær
Fimm létu lífið í tvennum aðskildum
átökum sem urðu í Líbanon í gær þar
sem spenna hefur magnast að nýju eft-
ir undirritun samkomulags Israela og
Líbanon um brottflutning Israelshers.
Samvisku-
fangarí
Pakistan
Mannréttindasamtökin í Pakistan
segja að ekki færri en níu fangar hafi
verið píndir til dauða í pakistönskum
fangeisum frá því Z5a U1 Haq hershöfð-
ingi rændi þar völdum fyrir sex árum.
Ennfremur segir í skýrslu frá samtök-
unum að ekki færri en 375 manns væru
nú í haldi, sem yröu að teljast sam-
viskufangar og er þeim gefiö ýmislegt
að sök, allt frá hermdarverkum til
nautgripaþjófnaðar.
Talsmaður stjórnvalda sagði aö ekki
væri rétt sagt frá staðreyndum í
skýrslunni. I mars síöastliönum sögðu
stjórnvöld að samviskufangar í land-
inu væru aðeins átta eöa níu talsins og
að enginn þeirra hefði verið pyntaður.
Vestrænir sendimenn í Pakistan telja
sumir að fjöldi samviskufanga sé mun
meiri en segir í skýrslu Mannréttinda-
samtakanna.
Landamæravörður í varðturni fylgist
með mannaferðum yfir Berlínarmúr-
inn.
Samkomulagið kemur ekki til fram-
kvæmda á meðan Sýrlendingar hafa
enn milli 40 og 50 þúsund manna herlið
í Líbanon, en Sýrlendingar hafa neitaö
að ganga inn í samkomulagið þar sem
það fullnægi ekki skilmálum þeirra og
Palestínuaraba.
Það sló í brýnu í Trípólí milli PLO-
skæruliða og herskárra múslima en
ekki hefur frést hvað olli. Fjórir lágu
þar eftir í valnum. Trípólí er á því
svæði sem sýrlenska herliðið hefur á
valdi sínu.
Fyrr í gær hafði einn fallið og tíu
særst í skærum sem urðu milli Líban-
onhers og shiite-múslima sem höföu
uppi mótmæli við undirritun sam-
komulagsins.
Sýrlendingar létu ekki lengi standa á
viðbrögðum sínum við undirritun sam-
komulagsins og stöðvuðu alla umferð
um þjóðveginn milli Beirút og
Damaskus. Sums staðar voru skornar
niður símalinur, og leikur grunur á
því, að Sýrlendingar eða PLO-skæru-
liðarhafigertþað.
I höfuðborginni sjálfri ríkti annars
meiri kyrrð en vant er, en brynvarðir
vagnar voru á þönum um götur borg-
arinnar í eftirliti því að almennt hafði
verið búist við mótmælaaðgerðum. — I
Líbanon einskoröastmótmælaaðgerðir
ekki við kröfugöngur og slagorðaspjöld
heldur einkennast þær meir af skothríð
og sprengjum.
Flugræningi gríp-
ur til fallhlífar
Korpóráll úr íranska flughernum
stökk í fallhlíf út úr flugvél yfir
flugvellinum í Muscat, höfuðborg
Oman, í fyrradag. Hann hafði rænt
íranskri herflugvél en ekki fengiö
leyfi til lendingar þegar kom aö
flugvellinum. Yfirvöld í Oman
sögöu aö maðurinn, sem heitir
Mohammed Hassan Arjomandi,
hefði þegar gefið sig á vald yfir-
valda þegar hann kom niöur. Hann
var handtekinn fyrir aö hafa komið
til landsins ólöglega.
Brasilíumenn
skuldugir upp
fyrirhaus
Brasilia greiddi 12,6 milljarða doll-
ara í vexti af erlendum skuldum sínum
árið 1982. Samkvæmt skýrslu seðla-
banka Brasilíu jafnar það sig með
næstum35 milljónir doUara á dag. Ein-
vörðunguívexti.
Greiðslujöfnuður BrasiUu gagnvart
útlöndum hefur verið með miklum
halla sem komst upp í 16,3 mUljarða
dollara í fyrra úr 10,6 miUjörðum árið
1981.
BrasiUubanka reiknast svo tU að er-
lendar skuldir þeirra hafi komist upp í
83,3 mUljarða doUara árið 1982. — Af
því eru 69,6 miUjarðar meðaUöng eða
lengritíma lán en 13,6 miUjarðar
skammtímalán tU verslunar og sér-
stakra framkvæmda.
Brasilíubanki tekur ekki aUar er-
lendar skuldir landsmanna inn í út-
reikning sinn og reUcnast sérfræðing-
um svotU að erlendar skuldir Brasilíu-
manna séu alls um 90 mUljarðar doll-
ara.
DÆMDUR FJAR-
VERANDITIL
DAIIÐA NÍTJÁN ÁRA
Austur-þýskur landamæravörður, tjaldímaíífyrra.hefurveriðdæmdur
sem skaut einn starfsbróður sinn tU tU dauöa í fjarveru sinni af dómstóli í
bana þegar hann flúði vestur yfir jám- Austur-Beriín.
Klifraði upp hús
og stökk niður
Grímuklæddui maður, með bláa
hárkollu og í bláum búningi, klifr-
aði upp eftir 71 hæðar húsi í
Houston í Texas í fyrradag. Þegar
hann var kominn upp undir þak-
brún stökk hann niður en hafði þá
áöur fest á sig fallhlíf. Hann kom
niður á þaki bílageymslu þar sem
lögregluþjónar handtóku hann fyr-
ir að hafa verið á ferð um einkaeign
annarra án leyfis.
Maðurinn neitaöi aö segja blaða-
mönnum til nafns, en kallaði sig
„Blue bandit”. Hann sagði aö sér
liði stórkostlega eftir stökkið.
Klaus Decker, þá nítján ára gamaU,
var að strjúka yfir landamærin við
þorpið Sommersdorf þegar Eberhard
Knospe ætlaði að stöðva hann. Decker
hæfði hann fjórum skotum með vél-
byssu.
Um mál hans var f jaUað af austur-
þýskum herrétti og gagnrýndi sak-
sóknarinn vestur-þýska réttvísi harka-
lega fjrir alltof vægan dóm. DómstóU,
sem fjaUar um mál afbrotaunglinga,
dæmdi Decker í fimm ára f angelsi.
Jafnframt var vestur-þýska stjóniin
gagnrýndi fyrir að neita að framselja
manninn austur yfir aftur sem sagt
var að stríddi gegn alþjóðalögum og
gæti orðið öðrum hvatning tU eftir-
breytni.
Yfir„ Olf Man River"
Kanadíski œvintýramaðurinn Jay Cochrane
varð að gefast upp við að ganga yfir Miss-
issippi-fljótið á línu sem strengd var yfir fljótið.
Þegar línan fór að sveiflast til missti hann fyrst
jafnvœgisstöngina og hékk síðan eins og letidýr
í línunni þegar lögreglubátur kom að og bjarg-
aði honum. íbúar New Orleans urðu því af
þeirri ánœgju að sjá Cochrane Ijúka gönguferð
sinni.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og Ólaf ur B. Guðnason