Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Kvenréttindakona er ekki sérlega hrifin af fegurðarsamkeppnum.
„Fegurðarsamkeppnir
oggripasýningar”
—af svipuðum toga
Kvenréttindakona
bringdi:
Eina feröina enn láta ungar og
huggulegar stúlkur plata sig til þess
að þiggja fé fyrir að sýna líkama
sinn. Eg hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að fegurðarsamkeppni sé af
sama toga og gripasýningar. Að
mínu mati samrýmist það ekki
mannlegri reisn að spranga um á
sviði og láta siðan aðrar manneskjur
dæma likama sinn.
Sumir halda því fram að skömm-
inni skárra sé það framtak frammá-
manns hér í bæ að hafa fegurðar-
samkeppni fyrir bæði kynin. Eg
stend á því föstum fótum að þetta sé
til vanvirðu bæði fyrir karla og konur
aö taka þátt í svona.
Að lokum vil ég hvetja til þess að
fegurðarsamkeppnir verði lagðar
niður.
„7 vagninn
var týndur”
—kvartað yfir strætisvagnaf erðum
íHafnarfirði
Sigurbjörg Sveinsdóttir skrifar:
Eg vil bæta lítils háttar við þá gagn-
rýni sem kom fram á Landleiðir hér í
Dagblaðinu-Vísi fyrir nokkru, en áður
hef ég gagnrýnt Landleiðir í einu
Hafnarf jarðarblaðanna, Vegamótum.
Þegar ég fer með vögnunum í vinnu
á morgnana fer ég með 7 vagni sem er
fyrsti vagn að morgni. Eg ætla aö
benda Ágústi Hafberg, framkvæmda-
stjóra Landleiða, á það að kynna sér
hvað vagnamir eru missnemma á ferð
og þar er ekki miöaö við þegar færð er
misjöfn heldur í venjulegri færð.
Eg tek vagninn á Reykjavíkurvegi
við verslunina Málm, þar er vagninn á
tímanum frá kl. 7.04 til 7.14 og jafnvel
seinna. Það fer eftir því hver ekur
vagninum hverju sinni. Einn morgun
í vetur kom enginn vagn kl. 7 og þegar
Vífilsstaðavagninn kom kl. 7.20 var
spurt um 7 vagninn og svarið var:
hann er týndur og þegar nánar var'
spurt svaraði vagnstjórinn að sá sem
aka átti hefði ekki mætt.
Ber Landleiðum ekki skylda til að
hafa fólk til taks ef forföll verða, svo
það fólk sem notar vagnana komist á
réttum tíma til vinnu? Um bilanir á
vögnunum og aðrar tafir ætla ég ekki
að ræða að sinni.
Eg skora á það fólk sem notar vagn-
ana að staðaldri að láta til sín heyra og
knýja fram úrbætur á þessum málum
hið snarasta.
Hafa ekki fengið
bikarínn sinn
Lárus skrifar:
Hið unga félag IK í Kópavogi hefur
lagt mikla áherslu á uppbyggingu
yngri flokkanna í knattspyrnu hjá
sér og ætlar sér stóra hluta þar á
komandi árum.
Strákarnir í ö.flokki sýndu t.d.
hvað þeir kunna og geta á eftirminni-
legan hátt í héraðsmóti UMSK í
innanhússknattspyrnu í vor. Þar
sigruðu þeir í S.flokki A, B og C og
þeir sigruðu einnig í 4.flokki B og í
6.flokki A.
Helsti keppinautur þeirra í Kópa-
voginum, Breiðablik.sigraði aftur á
móti í 6.flokki B og 6.flokki C en ekki í
6.flokki A eins og þó segir í frétta-
bréfi UMSK af þessu móti. Strákarnir ísjötta flokki í ÍK eru ekki ofhressir yfirþviað erkifjendurnir i
Þeir litlu úr IK voru allt annaö en Biikunum skuii enn hafa bikarinn undir höndum.
ánægðir með þá frétt og líka hitt að Hann er í umsjá Blikanna en þar
þeir hafa enn ekki fengið bikarinn viija þeir síst af öllu að hann sé
sem um var keppt í þessum flokki. geymdur.
VIKAN er komin út
næsta
b/aðsölustaö
BLAÐSÖLUBÖRW!
Komið á
afgreiðsluna
Þverholtí 11