Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983. Andlát Oddur Kristjánsson frá Hjarðarbóli lést 8. maí 1983. Hann fæddist 15. júli 1903. Foreldrar hans voru hjónin Ragn- heiður Benediktsdóttir og Kristján Þorleifsson. Oddur kvæntist Kristínu Ölafsdóttur en hún lést fyrir tveim ár- um. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið. Oddur starfaði lengst af hjá Sambandinu, fyrst í frystihúsinu Herðubreiö og síðan sem forstöðumað- ur skinna- og húðamóttöku og dún- hreinsunarstöðvar á Kirkjusandi. Út- för Odds verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Guðrún Helgadóttir andaðist í sjúkra- húsi Vestmannaeyja 17. maí. Þuríður Ingibjörg Guðjónsdóttir Ljungblad frá Ingjaldssandi, andaðist í sjúkrahúsi í Dayton, Tennessee, 13. apríi. Útförin hefur farið fram. Gyða Tómasdóttir, Drafnarstíg 2, sem andaðist 7. maí, verður jarösungin frá Fossvogskirkju á morgun, 19. maí, kl. 13.30. Ellert Kjartan Arnfinnsson frá Brekku í Langadal, sem lést í Hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 12. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstu- daginn 20. maí kl. 15. Júlíus Helgason rafvirkjameistari, Engjavegi 19 Isafiröi, er andaöist 11. maí, verður jarðsunginn frá tsa- fjarðarkirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 14. Olga Biering, sem lést 10. maí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 19. maí kl. 13.30. Ólafur Jónsson, fyrrverandi sima- maður, Háagerði 55, sem andaðist að heimili sínu 10. þ.m., veröur jarðsung- inn frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 19. maikl. 13.30. Golf Þrjú mót hjá GR Á fimmtudaginn fer fram keppni um Ameson-skjöldinn hjá Golfklúbbi Reykja- vikur og hefst keppnin kl. 17. Undirbúningskeppni um hvítasunnubikar- inn verður háð á Grafarholtsvellinum 21. maí og hefst keppnin kl. 9. Sunnudaginn 22. mai fer fram opið öldungamðt sem hefst kl. 13. Tilkynningar Námskeið að Laugarvagni Trimm í frrtíma — Trimm á vinnustað Eitt af meginverkefnum Iþróttasambands Islands er að örva alla landsmenn til auk- innar líkamsræktar og útivistar. Trimmnefnd ISI vinnur að þessum málum og hefur gert sl. 10 ár. Meðal verkefna núverandi Trimmnefndar er að ná samstarfi við stjórnendur og starfs- mannafélög stofnana og fyrirtækja um að hvetja starfsfólk til að stunda trimm í frítím- anum og þar sem aðstaða er til, að starfsfólki verði gefinn kostur á léttum örvunaræfingum á vinnustað í stuttum hléum. Sem lið í þessu verkefni hefur nefndin í hyggju að efna til námskeiðs fyrir væntanlega leiðbeinendur í almennings íþróttum — trimmi. Námskeiðið verður í Iþróttamiðstöð ISt að Laugarvatni dagana 24. júní—1. júlí nk., þar sem öll aðstaða er mjög ákjósanleg. Aætlaður kostnaður er kr. 3.000.- pr. mann. Markmiö námskeiðsins er að veita þátttak- endum undirstöðu þekkingu til þess aö leið- beina og stjórna örvunaræfingum á vinnustað og/eða í frítímum. Hugmyndin er sú að fyrirtæki og/eða stofnanir hvetji áhugasamt starfsfólk sitt til þess að sækja námskeiðið og jafnvel greiða kostnað þess, með þaðí huga aö sá hinn sami stjórni svo örvunaræfingum á vinnustað, endurgjaldslaust, öllum til ánægju og hags- bóta. Vegna undirbúnings er nauðsynlegt að skrá þátttakendur sem fyrst, og eigi siðar en 1. júní nk. Trimmnefndin vonast til að fulltrúar eða stjórnendur fyrirtækja stofnana eða starfs- mannafélaga hafi samband við skrifstofu ISI í síma 83377, en þar eru veittar allar nauðsyn- legar upplýsingar. Vinningshafar á Sólarkvöldum Samvinnuferða — Landsýnar Sólarkvöldum Samvinnuferða-Landsýnar er nú lokið i bili. Voru kvöldin að venju hin líflegustu, sambland af ferðakynningu, skemmtiatriðum, dansi og ódýrum veislu- mat. Sólarkvöldin voru haldin víða um land auk hinna vikulegu skemmtana á Súlnasal Hótel Sögu. Alls fékk Samvinnuferðir— Landsýn um 4.500 gesti til kvöldverðar á Sólarkvöldunum og gilti hver aðgöngumiði jafnframt sem happdrættismiði. Nú hefur verið dregið í aðgöngumiðahapp- drættinu og kom ferðavinningurinn upp á miða nr. 5.115. Handhafi miðans getur vitjaö vinnings síns á skrifstofunni í Reykjavík eða hjá viðkomandi umboðsmanni og bíður hans ferðavinningur í leiguflugi Samvinnuferöa- Landsýnar 1983 að verðmæti kr. 36.000.00. Kennarar frá Grindavík sigruðu í spum- ingakeppni aðildarfélaganna. Fékk hver þátt- takandi í sigurliðinu tvo farmiða til sumar- húsanna í Hollandi. Gabriel Tacchino einleikari hjá Sinfóníunni A tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands, sem Jean-Pierre Jacquillat mun stjóma í Há- skólabíói nk. fimmtudagskvöld, verður Choralis, hljómsveitarverk eftir Jón Nordal, flutt í fyrsta sinn á tslandi. Verk þetta var á sínum tima pantað af hljómsveitarstjóranum og seilósnillingnum Rostropovits og frumflutt undir hans stjórn í Washington í vetur sem leið. Vakti það mikla hrifningu og fóru gagn- rýnendur amerískir um það slíkum lofs- orðum, að fá íslensk tónverk hafa fengið jafn- góðar viðtökur erlendis. A þessum tónleikum S.I., sem eru næstsíð- ustu áskrifendatónleikar þessa starfsárs, kemur fram einn glæsilegasti pianóleikari Evrópu í dag Frakkinn Gabriel Tacchino og mun hann leika píanókonsert nr. 2 eftir landa sinn Camille Saint-Saéns. Síðast á efnisskránni er svo Sheheresade, sinfónísk svíta um efni úr Þúsund og einni nótt eftir Rimsky-Korsakoff, en hún er eitt þekktasta og vinsælasta verk þess meistara og mikið eymayndi þeim, sem unna litríkum hlj ómsveitartónsmíðum. Dagur án ofbeldis — næsta skref 1 framhaldi af undirskriftasöfnun um Dag án ofbeldis 4. maí sl. verða haldnir á vegum Samhygðar rabbfundir næstu daga. Efni fundanna verður: Friðarstefna og afnám ofbeldis, næsta skrif í átt til þjóðféiags án ofbeldis. Næstu fundir verða haldnir fimmtudag og föstudag næstkomandi kl. 8.30 báða dagana, að Laugavegi 29 (bakvið Brynju). Samhygö. Erindi um ísrael Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður flytur erindi og svarar fyrirspumum um nýafstaðna för sína til tsraels á opnum fundi, sem félagið Island-tsrael, gengst fyrir í Safnaðarheimili Langholtskirkju (uppi) fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30. Jóhanna var í hópi blaðamanna, víðsvegar að úr heiminum, sem ísraelska utanríkisráðuneytiö bauð til landsins til að kynna sér ástand og horfur, eftir stríðið í Líbanon. Síðar á fundinum verða veittar upplýsingar um dvöl á samyrkjubúum í Israel. Aðalfundur félagsins Isiand-Israel var haldinn nýlega og var Eirika A. Friðriksdóttir kjörin formaður. Island-Israel. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise í Reykjavík Endursýnir, vegna mikilla vinsælda, mynd-, ina: Lily, elskaðu mig („Lily, aime-moi”) sem gerð var árið 1974 af Maurice Dugowson. Leikarar em þau Patrick Dewaere, Rufus, Jean-Michel Folon og Zouzou. Myndin verður sýnd í E-sal Regnbogans þann 18. og 19. maí kl. 20.30. Allar myndir kvikmyndaklúbbsins eru sýnd- ar með enskum skýringartextum. Nánari upplýsingar í síma 23870 og 17621/2. Páfagaukur tapaðist Hvítur páfagaukur fannst við Elliðaárnar fyrir tæpum hálfum mánuði. Upplýsingar í síma 83682. í gærkvöldi - í gærkvöldi Náttúrulífið blívur Veöur er oröið svo gott, a.m.k. sunnan heiöa, aö erfitt eraösitja yfir sjónvarpinu í kvöldsólinni. Þaö er til muna hollara aö bregöa sér út meö skóflu og flikka upp á garðinn, eigi menn garö á annað borö. Ef ekki, þá má spaösera meö heimilishundinn. En standi þannig á, aö menn kom- ist ekki út, má nokkuð treysta því aö náttúrulífsmynd er aö finna á dag- skrá sjónvarpsins. Þaö er næstbesti kosturinn. I gærkvöldi var þaö bresk heimildarmynd frá smáeyjum í Karabíahafi. Þar er menningin að eyöa því sem eytt veröur eins og víöa annars staðar. Fíllinn Blámann hefur nú runnið sitt skeiö. Mín börn hafa haft gaman af ævintýrum fílsins og vonandi muna forráöamenn sjónvarpsins eft- ir yngstu áhorfendunum. Rétt er aö geta tveggja þátta í út- varpinu á þriöjudögum, þótt fluttir séu síödegis en ekki á kvöldin. Þetta eru þættirþeirra dr. Þórs Jakobsson- ar og Olafs Torfasonar. Dr. Þór fer á undan meö Spútnik sinn og fjallar um ýmis vísindi. Þátturinn er ávallt fróðlegur og var þátturinn í gær eng- in undantekning. Rætt var viö Ragn- ar Stefánsson jaröskjálftafræðing og var sá fróöleikur góö viöbót viö frá- sagnir DV af skjálftarannsóknum aö undanförnu. Sjóndeildarhringur Olafs Torfasonar á Akureyri kemur næstur á eftir spútniknum. Olafur er þægilegur útvarpsmaður og hefur gott lag á að finna óvenjuleg efni við útvarpstækin síödegis á þriðjudög- um. Þýska löggan Derrick var góö að vanda. Sakamálaþættir eru gott efni og tilbreyting aö fá þátt frá ööru landi en engilsaxnesku -Jónas Haraldsson. Fyrirlestur hjá Geðhjálp Geðhjálp, félag geðsjúkra, aðstandenda þeirra og velunnara, gengst fyrir mánaðar- legum fyrirlestrum um geðheilbrigðismál og skyld efni. Fyrirlestramir eru haldnir á geðdeild Landsspítalans í kennslustofu á III. hæð. Næsti fyrir lestur verður fimmtudaginn 19. maí 1983 kl. 20. Ingólfur Sveinsson, geðlæknir talar um streitu í daglegu lífi. Fyrirlestramir em bæöi fyrir félagsmenn svo og alla aðra, sem áhuga kynnu að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspumir um umræður verða eftirfyrirlestrana. Úrslit kosninga- getraunar FRI Úrslit úr kosningagetraun Frjálsiþróttasam- bands tslands liggja nú fyrir, en sambandið efndi til hennar, sem kunnugt er, fyrir alþingiskosningaraar í april. Eftirtalin fimm númer höfðu þingmannatölu ailra flokka rétta og em því sigurvegarar getraunar- innar: 43262 62159 83888 92029 92977 Kærufrestur vegna getraunarínnar er til 25. mai næstkomandi. Fyrirlestrar í sal Austurbæjar- skólans. Hér á landi er nú staddur Bertil Ekström, en hann hefur mörg undanfarin ár haldið fyr- irlestra víða á Norðurlöndunum, Kosmík vís- indi Martinusar. Martínus þessi var danskur maður, sem ritaði fjölda bóka þar sem hann skilgreinir eðli tilverunnar og þau grandvall- arlögmál sem allt líf byggist á. Af skiljanleg- um ástæðum snerta þessar kenningar því öll svið okkar meðvituðu jafnt sem hinnar ómeð- vituðu tilvera. Einlægum sannleiksleitendum og öðram þeim sem leita vitsmunalegra út- skýringa á grandvallarþáttum tilverunnar þykir eflaust forvitnilegt að kynna sér þessar hugmyndir nánar. Bertil mun halda níu fyrir- lestra hér á landi og verður þriðji fyrirlestur- inn haldinn á morgun, miðvikudag, kl. 20 í Austurbæjarskólanum. Nefnist hann „Det evige livs opretholdelse — Spiralkredslöbet — det kosmiske dögn — reinkarnation.” Samhygð — rabbfundur í Kópavogi um friðarstefnu Samhygðar og afnám ofbeld- is verður í kvöld kl. 20.30 í samskiptamiðstöð Samhygðar, Kársnesbraut 2, á móti Blóma- skálanum. Aðalfundur Aðalfundur Félags islenskra rithöfunda verður haldinn að Hótel Esju fimmtudaginn 19. maí 1983 kl. 20 (kl. 8 síðdegis). Dagskrá: 1. Fundarsetning (skipun fundarstjóra). 2. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar. 3. Minnst látinna félaga. 4. Inntaka nýrra félaga. 5. Skýrsla formanns. 6. Reikningarfélagsins. 7. Stjórnarkjör og kosning endurskoðenda. 8. önnurmál. Félagsmönnum er bent á að mjög nauðsyn- legt er að þeir mæti á aöalfundi til að ræða um og ákvarða hagsmunamál sín í framtíðinni. Stjórnin. Símaþjónusta AA-samtakanna AA-samtökin hafa byrjað starfrækslu síma- þjónustu. Þangað geta þeir hringt, sem eiga við áfengisvandamál að stríða og leitað ráða. Sömuleiðis aðstandendur þeirra. Símanúmer þessarar þjónustu er 16373 og er símaþjón- ustan opin alla daga frá kl. 17—20. HULL/Goole: Jan.................. 16,5,30/5, 13/6,27/6. ROTTERDAM: Jan..................17/5,31/5,14/6,28/6. ANTWERPEN: Jan................18/5,1/6,15/6,29/6. HAMBURG: Jan.................20/5,3/6,17/6,1/7. Helsinki: HelgafeU....................11/5,10/6. LARVIK: HvassafeU...........24/5,6/6,20/6,4/7. GAUTABORG: HvassafeU...........25/5,7/6,21/6,5/7. KAUPMANNAHÖFN: HvassafeU...........26/5,8/6,22/6,6/7. SVENDBORG: Pacific LUy.......................10/5 HelgafeU....................17/5,16/6. HvassafeU....................27/5,9/6. DísarfeU..........................2/6. AARHUS: HvassafeU...............12/5,27/5,9/6. HelgafeU.........................17/5. DísarfeU..........................2/6. CLOUCESTER, MASS.: SkaftafeU...................21/5,21/6. HALIFAX, KANADA: SkaftafeU...................23/5,23/6. Happdrætti HSÍ Vinningsnúmer í happdrætti HSteruþessi: 002,078,192,207,316,380,521,923,942,986. Vinningarnir eru sólarlandaferð með Sam- vinnuferðum-Landsýn (í leiguflugi) að verð-_ mœti kr. 20.000,00 hver. Vinninga má vitja á skrif stofu HSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal. ÍK 3. flokkur heldur kökubasar að Hamraborg 9, föstudaginn 20. maí kl. 14. Komið og kaupið kökur með hvítasunnu- kaffinu. Velunnarar félagsins, sem vUdu gefa kökur, hafi samband í síma 40646 Anna, 40010 Vigdís og 40756 Rannveig. Lýríkur týndur Kötturinn Lýríkur er týndur frá heimili sínu í Drápuhlíð 30. Fressinn er svartur með hvíta snoppu, bringu og loppur. Þá er hann með svarta ól um háls sér. Finnandi vinsamlega hafi samband við eigendur í sima 22692 eða komi honum i ofangreint húsnúmer. Hallgrímskirkja Náttsöngur í kvöld kl. 22. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Harðar As- kelssonar organista. Hjól tapaðist A föstudaginn sl. var ungur piltur fyrir því óláni að tapa hjólinu sínu fyrir utan íþrotta- húsið Ásgarð í Garðabæ. Þetta er svart og silfurlitað drengjahjól. Þeir, sem einhverjar upplýsingar geta veitt, eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 42518. Málfreyjudeildin Björkin Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 18. maí að Hótel Heklu og hefst hann kl. 20.30. Gestir velkomnir. Ferðalög Útivist Kvöldganga 18. maí kl. 20. Hengill — Valaból. Létt fjallganga. Verð kr. 120. Farið frá BSI (benzínsölu), í Hafnarfirði v. Kirkjugötu. Sjá- umst. Ferðafélagið Utivist. Útivist Hvítasunna 20.—23. maí. 1. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Gönguferðir við allra hæfi. Margt að skoða, t.d. Dritvík, Arnarstapi, Lóndrangar. Kvöld- vökur. Góð gisting á Lýsuhóli. Sundlaug. Hitapottur. 2. Þórsmörk. Engum leiðist með Utivist í Þórsmörk. Góð gisting í nýja skálanum í Básum. Kvöldvökur. 3. Mýrdalur. Skoðunar- og gönguferðir við ailra hæfi. Góð gisting. 4. Fimmvörðuháls. Jökla- og skíðaferð. Gist í fjallaskála, ágætir fararstjórar í öllum ferðum. Upplýs- ingar á skrifstofu Utivistar, Lækjargötu 6a, sími 14606 (símsvari). Sjáumst. Útivist Á hvítasunnudag verður farin skemmtileg leið í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð, skoðaðir Hvassahraunskatlar, sem era sér- kennilegir litlir gervigígar eða hraundrýli. Gengið austan Afstapahrauns að Lamba- felli og í gegnum Lambafellsgjá, sem er stór- kostleg hraunspranga er klýfur fjallið að endilöngu. Létt og þægileg ganga. Annan dag hvítasunnu verður gengið á Skarðsmýrarfjall á Hellisheiði. Stóra Skarðs- mýrarfjall (530m) tilheyrir Henglasvæðinu, sem Utivist kynnir sérstaklega í ár. Þar er víða f jölbreytt og áhugavert landslag, hér við bæjardyr Reykvíkinga. Lagt er af stað í báðar þessar ferðir frá Umferðamiðstöðinni að vestanverðu. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Utivistar, Lækjargötu 6a, sími 14606, (simsvari utan skrifstofutíma). Ferðafélag íslands Ferðir um hvitasunnu, 20.—23. maí (4 dag- ar): 1. Þórsmörk: Gönguferðir með fararstjóra daglega. Gist í Skagfjörðsskála. 2. Þórsmörk—Fimmvörðuháls—Skógar. Gist í Skagfjörðsskála. 3. Gengið á öræfajökul (2119 m). Gist í tjöld- um. 4. Skaftafell. Gönguferðir með fararstjóra í þjóðgarðinum. Gist í tjöldum. 5. Snæfellsnes—Snæfellsjökull. Gengið á jökulinn og tíminn notaður til skoðunar- ferða um nesið. Gist í Arnarfelli á Arnar- stapa. Farmiðasala og aUar upplýsingar á skrif- stofunni, öldugötu 3. Takmarkaður fjöldi í sumar ferðirnar. Tryggið ykkur farmiða tímanlega. Ferðafélag Islands. Afmæli 80 ára er í dag, 18. maí, Guðni Brynjólfsson, Tjarnargötu 6 í Keflavík. Hann ætlar að taka á móti gestum. sínum á heimili sinu og eiginkonu sinnar, Þórhildar Sölvadóttur, eftir kl. löídag. Leiðrétting Þegar Jónas heitinn frá Hriflu valdi blaði sínu nafnið „Ofeig” var víst hverjum manni ljóst hvað honum bjó í hug — að minnsta kosti öllum þeim sem eitthvað þekktu til Ljósvetninga- sögu hinnar fornu. Því miöur varð sú misritun í kjallaragrein gærdagsins' um þetta efni, að þar var sagt að engum manni hefði verið þetta ljóst, sem vitanlega er hin mesta firra og skal það hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á mistökunum. -BH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.