Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL fræðinni." DV-mynd Bj. Bj. Berglind Bjömsdóttir: „ÞÓTTI DAL(TK> VÆMIN ÞEGAR ÉG KOM HEIM” Var þrjá vetur í skóla á Flórfda og er að læra f rönsku „Ég tala ensku, svo er ég að læra frönsku. Síðan er það bara það sem ég er að læra í skólanum, danska,” segir Berglind Bjömsdóttir sem er 15 ára og stundar tungumálanám, meðal annars, í frístundum sínum. ,,Þú hefur búiö eitthvaö erlendis? Já, þegar ég var 10—12 ára var ég á vetuma í skóla í Flórída, pabbi var að vinna þar. Síðasta árið í skólanum gat ég lært frönsku. Þegar ég kom heim þá vildi ég ekki gleyma því sem ég haföi lært. Þá fékk ég að fara í tíma í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Þar var ég fyrir jól í fyrra en varð að hætta því að kennslan fór fram á svo erfiðum tíma fyrir mig. I vetur hef ég verið í Námsflokkunum. Hvað ertu komin langt í frönsku? , ,Ég get lesiö pínulítið. ’ ’ Varstu ekki farin að hugsa á ensku eftir þessa þrjá vetur í skóla á Flórída? „Jú, ég lærði allt á ensku og kunningjamir vom allir enskir.” Gerirðu það kannski ennþá ? „Stundum þegar ég er að tala við mömmu og man ekki orð þá nota ég enskt. En þaö var mest í fyrra. Þetta er svo fljótt að gleymast. Mér finnst ég hafa gleymt enskunni dáh'tið. Kennar- inn minn talar meö breskum hreim. Síðasta sumar fór ég út og gömlu vinkonunum mínum fannst ég tala með breskari hreim heldur en ég gerði áður.” Hvað er skemmtilegast við að læra tungumál? „Að geta lesið eitthvað og skihð. Mér finnst það miklu mikilvægara að fá æfingu í að tala heldur en málfræð- inni.” Shut up Berglind segir frá því hvernig þau vom látin læra franskar setningar utan að í skólanum á Flórída. Hún segir að námiö hérna sé allt öðmvísi. Krakkarnir úti séu komnir miklu lengra en hún læri heldur ekki frönsku á hverjum degi hér eins og þar. „Ég hugsa að ég geti ekki lært trönsku næsta ár,” segir hún. „Þá em samræmdu prófin. ” Hvernig finnst þér íslenskan eftir að hafa lært ensku, frönsku og dönsku? „Islensk málfræði er erfið. Það er fljótlegra að læra enska málfræði.” Langar þig til að læra fleiri mál í framtíðinni? „Mig langar að fara sem skiptinemi til Frakklands. Upphaflega ætlaði ég að læra spænsku úti en svo var það ekki hægt. Ég kom svohtið seint inn á árinu því að ég vildi ekki missa af réttunum í sveitinni og mér var ráðlagt að fara frekar í frönsku.” Talið berst að því hvort ekki hafi verið erfitt að koma inn í ókunnugt málsamfélag. Berglind kunni töluvert í ensku þegar hún byrjaði í skóla er- lendis og hafði oft farið til Flórída áður. Mamma hennar rifjar í því sam- bandi upp eitt fyrsta skipti sem Berg- lindtalaðiensku. Þær voru í heimsókn hjá fólki sem mamma Berglindar hafði veriö hjá sem skiptinemi. Berglind var fjögurra I Sigrún Laxdal: „Sanskrít er heillandi tungumál” Hef ur lært sanskrít, frönsku, spænsku, tyrknesku... Sigrún Laxdai i stofunni. Það þarf ekki að koma á óvart þegar inn er komið að húsmóðirin er að læra sanskrít því á heimiiinu eru margir framandi hiutir og minjagripir frá indiandi og viðsvegar að úr heim- inum. D V-m ynd Bj. Bj. „Það er erfitt að tala um að kunna tungumál þótt maður hafi lært þó nokkuð í þeim,” segir Sigrún Laxdal þegar hún er spurð hvað hún kynni mörgmál. „Eg þykist geta talað Noröurlanda- málin og ensku, frönsku og spænsku og eitthvað í þýsku. Einu sinni lærði ég líka dáhtið í portúgölsku, ég er nú næstum búin að gleyma henni. Latínu lærði ég í menntaskóla. Eftir stúdents- próf hélt ég áfram námi í frönsku, bæði hérna við háskólann og við Sorbonne í Frakklandi. Ég hafði hka ýmislegt annað aö starfa, ég varð húsmóöir. Þá lagði ég námið á hilluna og tók það upp aftur fyrir nokkrum árum. Þá byrjaði ég á spænsku og varð fyrsti nemandinn sem lauk prófi í spænsku frá Há- skóla Islands. Mér fannst forvitnilegt að bera saman frönskuna og spænskuna og sjá skyldleikann. I framhaldi af því fór ég í málvísindi. Þar hóf ég nám fyrir þremur árum og hef lokiö prófi í almennum málvís- indum. I málvísindunum kynntist ég ýmsum tungumálum. Til dæmis var kennd tyrkneska og gerð margra annarra tungumála eins og til dæmis baska- mála, indíánamála og austurlenskra mála svo eitthvað sé nefnt en sanskrít varð aðalviðfangsefni mitt enda heih- anditungumál.” Geturðu sagt okkur örlítið um sanskrít og hvaöa hagur er okkur aö hún sé kennd við Háskóla Islands? „Sanskrít er fornindverska og er af indóevrópskum stofni eins og íslenskan. Með því að rýna í sanskrít má sjá hvernig norrænt mál var á eldra og jafnvel forsögulegu stigi þar sem íslenska og sanskrít eiga sam- eiginlegan uppruna, en sanskrít er á mun eldra stigi en íslenskan og því nær upprunalega máhnu indóevrópsku. Þetta er sambærilegt við það að til dæmis Danir og Norðmenn koma tU Islands tU að læra um sín eigin mál þar sem íslenskan hefur varðveitt mun betur f ornar myndir málsins. ” Við biðjum um að fá að sjá hvernig sanskrít er skrifuð. Sigrún sýnir okkur þá bók eftir sig. BA ritgerðina sína í málvisindum sem háskólinn hefur gefiö út og notuð er við kennslu í sans- krít. I henni hefur Sigrún yfirfært ind- verska letrið Devanagari yfir á okkar letur og samið orðasafn úr sanskrít á íslensku. Hvaða mál talarðu best? „Ég kann frönsku best næst íslensk- unni.aðégheld.” Ferðast mikið Eru tungumálaðaláhugamálþitt? „Ég hef haft ýmiskonar áhugamál. Ég stundaöi mikiö hestamennsku áöur fyrr og ferðaðist mikiö um hálendi Islands. Svo hef ég málað, prjónaö og saumað og ferðast mikið erlendis. Maðurinn minn, Sturla Friöriksson, er náttúrufræðingur. Hann er aöih að alþjóöa náttúruverndarsamtökunum og við höfum feröast mikið í þágu þeirra. Til dæmis til Suöur-Ameríku og Suðurskautslandsins. Viö höfum einnig heimsótt mörg ríki Afríku og Asíu. I Afríku: Botswana, Kenýa, Suður- Afríku, Swaziland og Ródesíu en í Asíu má nefna Indland, Nepal og Bhutan. Það vildi svo til að á ferð í Indlandi frétti ég fyrst að sanskrít væri kennd við Háskólann á íslandi en það var ekki þess vegna sem ég fór að læra sanskrít heldur í sambandi við nám mitt ímálvísindum. Indverjum þótti mikið til þess koma að sanskrít væri kennd hér við háskól- ann.” Er ekki nauðsynlegt að vera ófeiminn til að kasta sér út í aö tala erlendtungumál? ,,Jú, það háir mjög mörgum. Þeir eru hræddir um að þeir hafi ekki nógu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.