Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Qupperneq 35
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983' 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL ára og var ein meö hundi sem gelti aö henni. Hún öskraði: „Þegiöu” en ekkert gekk. Skyndilega sagði hún „Shut up” og hann steinþagnaði. Kröftug byrjun. „Það hefur hún lært hér heima, líklega af sjónvarpinu,” segir móðir hennar. Var ekki erfitt að byrja í skólanum úti? „Mér fannst kennarinn minn fyrsti ekki alveg skilja þaö aö ég skildi ekki það sem hann var að segja. Svo kom þetta náttúrlega.” Hvað meö íslenskuna? Hefurðu ekki lært mikið í íslensku á því aö vera í sveit? „Jú, orðaforðinn þar er öðruvísi og þaö eru mörg orð og orðtök sem ég nota bara þegar ég er í sveitinni.” Hvaða tungumáli eru spenntust fyrir? „Eg er eiginlega hrifnust af frönsku. Annars er ég ekki búin að hugsa svo mikiöumþað.” Amerískir krakkar Talið berst að amerískum krökkum og andanumþar. Þóttirðu ekki svakalega amerísk þegar þú komst heim f rá Flórída ? „Þaö fannst öllum ég vera svo væmin,” segir Berglind og hlær. „Eg var svo hneyksluö á stelpunum þegar ég kom út. Þær voru svo væmnar. Þær gengu með veski og langar neglur, naglalakkaðar og málaðar 10—11 ára. Mér fannst það svo asnalegt. Síðasta irið var ég oröin dálítið væmin í mér. Eg var ekki svona slæm: (Berglind leikur ameríska stelpu sem segir) Ahai! Eg heyrði það svona utan aö mér að ég þætti dálitið væmin. ” Það hefur þótt minnka? ,»Já” Við kveðjum Berglindi sem hefur jassballet, orgelnám, skíði og hesta- mennsku sem áhugamál, fyrir utan tungumálanámið. góöan framburð og málið hljómi ekki nógu vel. En aöalatriðið er að geta tjáð sig. Mér finnst gaman að tala við fólk, heyra annarra álit og kynnast menn- ingu framandi þjóða. Eg met það meira en hvort framburðurinn er alveg fullkominn. Eg hef líklega lagt meiri áherslu á að skrifa mál rétt heldur en að tala þau.” Hefurðu dvalist langdvölum erlendis annars staðar en í Frakklandi? „Já, í Kanada. Svo hef ég farið í ferðalög. Farið land úr landi. Heimsótt öll lönd Evrópu vestan járntjalds allt norður á Svalbarða.” Finnst þér þú hafa náð dálitlu af tungumálunumá þessumferðalögum? „Það er ágæt æfing. Það er gott að æfa sig í tungumálum á ferðalögum með því að hlýða á tal fólks í heimlandi þess þá er maður ósjálfrátt að hugsa á málinu og er þá kominn nokkuö áleiðis. Swahili Sigrún safnar kennslubókum í tungu- málum. Þar má finna kennslubækur í japönsku, persnesku, tékknesku, grísku, arabisku, rússnesku, gaeh'sku, tyrknesku, kínversku og swahili. Þá er hún með orðabók yfir 26 tungumál sem hún hefur gaman af að skoða og bera saman. Blandarðu aldrei saman til dæmis frönsku og spænsku? „Nei, ég kann þaö mikið í frönsku. Það er heldur að ég taki til láns úr frönskunni þegar ég tala spænsku. Eg hef alltaf forðast það þó að ég kunni eitthvað í erlendum tungumálum að nota erlend orð þegar ég tala íslensku. Mér finnst ekki fara vel á því að nota mikið af erlendum slettum þó að ég sé ekki á móti málþróun. Málið verður aö vera bam síns tíma til að geta þrifist. Ég er á móti allt of mikilli málvönd- unarstefnu sem kemur í veg fyrir að máhð þróist á eölileganhátt.” Hvað segiröu um íslenskuna eftir allt þetta tungumálanám ? „Mér finnst íslenskan fegursta máhð. Hún má jafnvel kallast sígilt tungumál þar sem hún er fomtunga norrænna manna.” Hvaöa tungumál ætlarðu að læra næst? „Næst langar mig til að læra swahiU.” „Eins og að hlusta á músík að heyra ítölsku” Hver var kveikjan að því að þú hófst ítölskunám? „Það er kannski ekki neitt eitt. Italska er faUegt mál. Eg fór til ItaUu í sumarfrí og mér fannst ég ekki komast í samband við landið og þjóðina eða menninguna. Eg ákvað eiginlega, þegar ég kom tU baka úr þeirri ferð, að fara að læra ítölsku,” sagði B jami Zophoníasson. Hvað ertu búinn að vera að læra lengi? „Eg er búinn að vera að dunda við þetta liklega síöan 75 meðhléum. Ég byrjaði að læra héma í námsflokkun- um og málaskólum. Síöan fór ég til Flórens og var þar í skóla. Var þar partúr sumri.” Þú hefur orðið hrifinn af landinu? „Já, þaö er kannski ekki bara máUð sem ég hef áhuga á heldur bara ítölsk menning og ítalskt þjóðUf. Mér finnst gaman aö horfa á ItaU, hvernig þeir hegöa sér. Það er eins og að fara i leikhús og horfa á Dario Fo. Það kemur aUt út. Þeir byrgja ekki hlutina inni. Maður verður var við að þama er fóik. Hvað það hugsar og gerir.” Ert þú ekki eins og ísjaki innan um ItaU, hávaxinn og ljóshærður? „Þeir em nú nokkuð hávaxnir í Flórens. En maður varð átakanlega var við þaö að maður hugsaöi öðru- vísi. Maður hegðaði sér öðmvísi en þeir.” Hefur þú ekki lært ýmislegt fleira en ítölsku í gegnum námið? „Jú. Á þessum skóla sem ég var á úti í Flórens tók ég til dæmis kúrsus í matargerð. Fólkiö hérna heima hjá mér naut þess þegar ég kom heim. Svo lærði ég listasögu og fleira. Meirihluti þeirra sem stunduðu nám við skólann var ungt fólk. Annars var það á aldrinum frá 17 ára og upp í sjötugt. Þetta var yfirleitt fólk sem var að læra sér til skemmtunar. Fannst ItaUa og ítalska vera áhugaverð. Italir náðu því ekki að fólk væri að þessu sér til skemmtunar. Ef fólk vill komast að þeim verður það að læra tungumáUð. Þeir kunna Utið annað en eigið tungumál. Þó að kennaramir væm með doktorsgráðu í ítölskunni þá töluöu þeir lítið annað. Itölum fannst það skrýtið að vera að læra mál og sérstaklega það að eyða sumarfrunu sínu í tungumála- nám. Sérfræðingur í pizzu Hvað lestu á itölsku? „Eg kaupi stundum ítölsk blöð og les. En ég myndi nú ekki segja aö það séu bókmenntir. Við fórum til ItaUu í sumar, fjöl- skyldan og ég held að fólkið hafi fengið meira út úr þeirri ferð heldur en ef ég hefði ekki kunnaö ítölsku.” Við komum aftur að mat- reiðslunáminu. : „Já, þarna er matur sem maður fær ekki á venjulegum veitingastað. Maður bjó til spaghetti í höndunum. Og fleiri rétti. Til dæmis pizzu. Eg var sérfræðingur í henni þegar ég kom til baka,” segir Bjami og brosir. Hvemig tök hefurðu á máUnu núna? „Eg get talað við ItaU. Eg held Tungumálanám Umsjón: Sigurður G. Valgeirsson náttúrlega ekki uppi samræöum um póUtik eða menningarmál á itölsku.” Hver var aðdragandinn að því að þú fórst út á námskeið? Mér fannst ég vera farinn að staöna hér heima og auk þess hafði ég bara áhuga á að fara til Italíu og skoða mannlífið og þetta var kjörin leiö til þess.” Heilaleikfimi Italir eru miklu opnari en við? „Að horfa á Itaia þegar hann er að horfa á sjónvarp, ég tala nú ekki um kappleiki. Það er miklu skemmti- legra að horfa á fólkið í kringum sig á ItaUu heldur en nokkum tíma kappleikinn. Maður verður miklu meira var við mannlifið á ItaUu. Það er vafalaust veðursins vegna og svo hafa þeir bara aðra skapgerð.” Ertu í ítölskunámi núna? „Það má segja að ég hafi verið í hléi undanfarin tvö og hálft ár. Eg átti ekki samleiö meö mínum hópi hér. En ég á vafalaust eftir að fara aftur til Italíu til aö læra. Mér þætti annaðósennilegt.” Hvað um önnur tungumál? „Eg get ekki státað af öðru en þessari hefðbundnu kunnáttu í ensku og dönsku. Þýskunni hins vegar hef ég keppst við að gleyma. Hún er alveg sérlega leiðinlegt tungumál. Áður en ég byrjaöi að læra itölsku þá var einhver italskur framhaldsþátt- ur í íslenska sjónvarpinu. Ekki sér- lega skemmtilegur þáttur. En ég hlustaði á hann fremur en horfa á hann. Mér fannst þetta bara eins og aö hlusta á músík að heyra ítölskuna. Eg hugsa aö þátturinn og þessi upphaflega ferð mín til Italíu hafi orðið kveikjan að því að ég fór að læra ítölsku.” Hún hefur höfðað til þín? „Já‘, einhvem veginn. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég hafi kannski verið Itali í fyrra lífi. Það er stór spurning. Svo er gaman að læra. Þetta er heilaleikfimi.” Hvað hefur námið tekiö mikinn tíma? „Eg held að ég hafi komist upp í mest 4—5 tíma í viku. Svona beinlínis.” Bjami Zophonfasson: Bjarni meó Davið son sinn i fanginu. Davið er lika hrifinn af ítaliu og getur beðið um is og talið upp að fimmtán á itöisku, svo eitthvað sé nefnt. DV-mynd Bj.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.