Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983. /Kusíur-Ei^af^ullmnálin og fariö meö hann aö Þorvaldseyri, og sýslumaöur fer aö spyrja hann hvort hann viti ekki hvort foreldrar hans eða nágrannar hafi stoliö einhverju sem honum væri kunnugt um, en þegar hann neitar því, veröur sýslumaöúr ill- ur og skipar aö fara meö hann út í hest- hús, og þar var hann látinn vera til kvölds, en er þá sóttur, og þá spyr' sýslumaöur hann hvort hann viti nú ekki meira en í morgun. Drengurinn gat varla talað, því að hann skalf svo mikiö, en segir: „Nei, mér var ekkert sagt í hesthúsinu.” Svo var öllum föng- unum haldiö í gæzluvarðhaldi. Konan var ein heima, vissi ekkert hvaö gjöröist á Þorvaldseyri, var veik- byggö og lagöist í rúmiö og þá skrifaöi sýsiumaöur mér aö ég ætti aö sjá um heimilið og gat um þaö í bréfinu, aö hann gæti ekkert sagt um hvenær feðg- arnir mundu losna. Ég fór út aö Þor- tekur hann áöumefndan Jón Valdason, bónda í Steinum, og fer meö hann að Þorvaldseyri, setur hann þar í gæzlu- varðhald, og ég held aö þaö sé óhætt aö segja aö ekki var vægð hjá Magnúsi. Jón var byrgður inni í kofa einum, einn daginn setti hann þá fótinn í gluggann og komst út og ætlaði þá aö hlaupa til mín. Þá fór sýslumaöur ríöandi meö menn meö sér og náöu þeir honum þeg- ar hann var hálfnaður á leiðinni. Sýslu- maður setti utan um hann reipi í nafni sínu og kóngs og teymdi hann heim aö Þorvaldseyri, sýslumaöur ríðandi, Jón gangandi og mennirnir, sem á eftir ráku, ríöandi. Ekki batnaöi vistin hjá Jóni eftir þetta. Nokkru seinna komu synir Jóns sem voru 4, ruddust inn til sýslumanns og sögöu við hann: „Ef þú sleppir ekki honum fööur okkar þá er það á þinni ábyrgö hvaö af hlýst, og ef þú hlýðir okkur ekki þá standa ekki all- fór eitt sinn í kaupstaöarferð út á Eyr- arbakka, en daginn sem hann kom heim var svo mikil rigning aö hann varö gegndrepa. Þegar hann er kom- inn heim aö túngaröi, koma báöir flengríöandi, Páll Briem og Jón Hjör- leifsson, og taka Guömund fastan, svo hann veröur aö sleppa klyf jahestinum, og fer hann heim. Guömundur fór úr skinnsokkunum og hellti úr þeim, því að þeir voru fullir af vatni, og lét þá á túngaröinn. Svo varö hann aö fara meö þeim aö Þorvaldseyri, og þegar þang- aö kom, var hann látinn inn í blautt og forugt hesthús. Þetta var nálægt kl. 10 f.m. Þarna er hann látinn vera þangað til um dagsetur, þá er vitjað um hann og liggur hann þá svona til reika í allri forinni á hesthúsgólfinu nær dauöa en lífi. Nú er hann samt borinn inn í bæ, háttaður og lagður upp í rúm. Svo var mjólk hituð og brennivín látið í hann og Guömundi bróöur hans. Olafur segir: „Sem betur fer veit ég þaö ekki, og ég vona aö þeir, sem vilja segja satt um hann, veröi mér samdóma.” Sýslu- maður var ekki ánægður meö þetta og setur Olaf í skonsu, þar sem var brotin rúöa móti veörinu, en úti var vestan gaddbylur svo gusurnar stóöu inn á hann. Þarna var hann fram á nótt. Hann heyrir hláturinn ööru hverju til þeirra, þar sem þeir sitja viö vín- drykkju. Þegar komiö er langt fram á vöku heyrir hann aö gengið er fyrir dyrnar. Þá kallar hann út, og þá er opnað, og er þaö Þorvaldur. Þá segir Olafur. „Eg sé aö ég muni vera hér fangi. Eg er búinn aö skjálfa hér í allan dag og þarf nú víst ekki mikiö meira til aö deyja úr kulda. Þiö ráöiö gjöröum ykkar.” Þá mátti hann fara heim. Hann komst heim með veikum mætti, þegar hann fór frá því. Hann hefur ver- iö búinn aö selja nóg upp í málskostn- aöinn. Þessar ær voru fram yfir, og þetta uröu ævilok þeirra. Þaö var heldur köld aökoma hjá aumingja Guömundi eftir tugthúsvist- ina, konan liggjandi í rúminu og barnið yfir henni, báöar grátandi, búiö aö selja þessar fáu skepnur og engin björg nema þaö sem kom úr kúnni sem Báöur gaf þeim. Hann reyndi þó aö vera kyrr á jörðinni meöan konan lifði, sem var stutt eftir þetta, en þegar hún var dáin kom hann barninu til vanda- lausra matvinnunga, en sjálfur fór hann á hreppinn, bilaöur á sál og lík- ama, og andaðist svo gamall og ég held óhætt aö segja saddur lífdaga. Einn dag rétt eftir nýáriö komu sýslumaöur og Jón hreppstjóri fleng- ríöandi austur aö Hrútafelli. Annar bóndinn þar hét Þorsteinn en hinn .Syslumnðtirinn kom hingað í hreppinn eins oq onnað illhveli og tekur hvern af öðrum alsak- lausan, sem ekkert hafði honum til saka gjört. Er það furða, þó mönnum sórni að sjó þessa aumingja blófátæka, sem eru að berjast fyrir lifinu með ærnu móti, vero drifna upp oð Þorvolds- eyri og vera kvaldir þar óllum kvölum, " segir meðal annars i frásögn Sigurðar Halldórssonar af atburðunum undir Eyjafjóllum fyrir siðustu aldamót. Myndin sýnir yfir Austur-Eyjafjallahrepp. D V-mynd: G VA valdseyri og ætlaði út aö Steinum, en þegar ég kom þangaö, þá er þar kom- inn bóndinn Magnús í Steinum, sem nú býr á Klausturhólum (sonur Jóns hreppstjóra), og er aö tala viö sýslu- mann um heimili Jóns Valdasonar og segir aö konan liggi dauöveik í rúminu og nærist á engu. Þá segir sýslu- maöur: „Þaö eru eintómar kenjar, hún er ekkert veik, þaö er bezt að hella ofan í hana mjólk.” Þá segir Magnús: „Þaö veröur einhver aö gjöra annar en ég, ég gjöri þaö ekki.” Þá segir sýslu- maöur: „Þaö er ekkert annaö en gauöarskapur.” Eg baö Magnús fyrir heimiliö. Magnús og hans kona voru bæöi mynd- arleg og ágætis menn í alla staði, fyrir þeirra hjálp batnaði Þuríöi (svo hét konan). Svo stefnir Jón Valdason sýslumanni fyrir sáttanefnd, en sýslumaöur mætir, ekki á sáttafundinum. Þá skrifaði Jón til Reykjavíkur og baö um mann sem gæti haldið málinu áfram, en Jón fékk ekkertsvar. Mál þetta dagaöi uppi í valdstíö Páls Briem, en var tekið upp af Magnúsi Torfasyni, sem var settur sýslumaður í Rangárvallasýslu eftir Pál og virtist litlu skárri en forveri hans í starfi. Skömmu eftir aö hann kemur í sýsluna ir ómeiddir er héöan út fara. Viö látum nú ekki reka okkur eins og trippi í hest- húsin á Þorvaldseyri, eins og þegar viö vorum krakkar. Það er naumast aö viö fáum sýslumanninn, Rangæingar.” Þá var Jóni sleppt og þaö er sem ég sjái alla feðgana þegar þeir gengu út frá ráöinu, hvergi hræddir hjörs í þrá, og ekki þoröi sýslumaöur að taka þá eftir þetta en oft fékk Jón hreppstjóri orö aö heyra eftir þetta hjá Jóni Valda- sýni, og þaö komst svo langt aö Jón Hjörleifsson stefndi Jóni Valda- syni fyrir sáttanefnd, en þeir sættust ekki, svo kom það fyrir sýslumann, og eftir því er ég komst næst, þá held ég aö réttarhöldin hafi veriö nokkuö ein- kennileg hjá Magnúsi. Svo dæmir hann Jón Valdason sekan, en hann áfrýjar dóminum, svo fór dómurinn fyrir landsyfirrétt. Þá er Jón Hjörleifsson sá seki og á aö borga Jóni Valdasyni 30 kr., ég held aö þessar krónur heföu mátt vera fleiri. Liggur hann þá í allri forinni á hesthúsgólfinu nær dauða en lífi Svo vikiö sé aftur aö valdstíö Páls Briem þá bjó um þær mundir bóndi í Yzta-Bæli, sem hét Guömundur. Hann reynt aö koma því ofan i hann. Svo smáhjarnaöi hann við, en oft óskaöi Guðmundur eftir þetta, aö hann hefði dáiö í hesthúsinu heldur en veröa aö líða þaö sem á eftir kom. Þegar hann fór svolítiö aö hjarna viö, fóru þeir að spyrja hann um ýmis- legt, sem þeir héldu aö hann hefði stol- iö, en þegar hann meögekk ekkert, voru sótt vinnuhjú hans, sem voru þrjú aö tölu, og spurö sitt í hverju lagi, hvaö eftir annað, en allt til einskis. Þeim var sagt, aö Guðmundur væri búinn að meöganga svo og svo mikið, þaö var sama, þau sögöust ekkert vita um þaö, og þau vissu ekki til, aö hann heföi tek- iö neitt eða komið meö ófrjálst að heimilinu. Svo fóru þeir heim til hans og yfirheyrðu konu hans, sem þá var í rúminu. Hún var oftast liggjandi, því aö hún var yfirfallin í sullaveiki. Hún meögekk ekkert. Þau áttu telpu, tíu ára. Hana yfirheyröu þeir og spuröu ít- arlega. Þeir leituöu smásmugulega þjófaleit, allt árangurslaust. Guömundur átti bróöur sem Olafur hét og bjó í Hrútafellskoti, bezti maöur. Hann sóttu þeir. Hann var oröinn nokkuö fulloröinn og veill fyrir brjósti. Sýslumaöur fór aö spyrja hann, hvort hann vissi ekki um ein- hverja óráövendni viðvíkjandi var nokkra daga á róli, lagðist svo og dó eftir viku. Dæmdur alsaklaus í sjö mánaða tugthús Eg man ekki hvaö Páll Briem dæmdi Guömund mikið en Landsyfirréttur dæmdi hann í 7 mánaöa tugthús. Guðmundur fór alsaklaus í tugthúsiö um haustið, en um voriö auglýsir hreppstjóri, Jón Hjörleifsson, aö eigi aö vera uppboö á fénaöi Guðmundar. Þá fer Báröur Bergsson í Ytri-Skógum til hreppstjóra og biður hann að lofa sér að borga honum málskostnaö Guö- mundar í peningum, en því neitar hreppstjóri, og eru seldar kýr, hross og fé. Bárður bóndi í Skógum, sem áöur er minnst á, kaupir kú og tvö hross og gef- ur Guðmundi. Svo kom Guðmundur heim nokkru seinna, þaö var mánuöi eftir uppboöiö. Nokkrum dögum eftir þaö þá var hann að eigra úti um hag- ann, þá varð honum litiö til fjárhússins og sá að það var byrgt, en þegar hann opnaöi þaö, sér hann ellefu ær dauðar, liggjandi á gólfinu. Jón hreppstjóri fékk menn til þess aö smala ám Guðmundar og reka þær inn morgun- inn sem uppboöiö var, hann seldi sein- ustu kindurnar og gekk seinast um húsiö, en hefur ekki haft húsíö opiö, Tómas, þeir áttu báöir jörðina sem þeir bjuggu á, var fööurleifö þeirra. Sýslumaöur vill hitta Þorstein, þaö er þá erindiö aö biöja hann um hús, því aö hann þurfti aö yfirheyra Tómas mág hans. Þorsteinn vísar honum á hey- hlööu og segir: „Eg held aö þaö sé búiö að gefa það mikið úr henni, að ég held aö þiö komist þar fyrir. ” Svo er Tómas sóttur og þeir fara allir í hlööuna og eru þar nokkuð lengi. Þegar þeir koma út fara þeir á bak, þeir voru meö laus- an hest, Tómas fer á bak honum og fara allir út aö Þorvaldseyri. Enginn veit neitt um erindiö, en enginn von- aöist eftir góöu, og var þaö af því aö maöur vissi ekki hver næstur yröi fyrir því aö vera tekinn fastur. Eg held samt aö enginn heföi trúaö því aö þaö yröi fariö meö hann Tómas á Hrútafelli, eins og farið var meö hann. Eg var á næsta bæ viö hann í 16 ár, og hugsaði ég að öllum væri vel viö þau hjón. Nú er Tómas á Þorvaldseyri en eftir 2 daga kemur Jón hreppstjóri að Hrútafelli og vill finna Katrínu, konu Tómasar, hann heilsar henni vingjarn- lega eins og vant var. Katrín var lengi vinnukona í Eystri-Skógum áöur en hún giftist og kom sér þar vel og hélst svo vinátta milli þeirra. Jón segir henni, aö sýslumaöur hafi beöið sig aö DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983. 9 skreppa til hennar, og segja henni aö maðurinn hennar sé búinn aö sverja rangan eiö og veröi nú víst aö fara í tugthúsið og vera þar í fimm ár eöa lengur, og aö líkindum afber hann þaö ekki. „Heldur þú að þú hugsir um aö halda áfram búskap?” Hún gat.naum- ast komið upp oröi fyrir gráti og segir: „Eg hefi líklega um annað að hugsa núna fyrst um sinn heldur en þaö hvort ég bý eöa bý ekki,” og gengur inn í bæ. — Ég er viss um þaö, aö ef nokkrum manni hefir verið vorkunn þá var Katrínu og börnum hennar þaö eftir þetta. Þaö var ekki svo vel aö hann mætti vera heima, heldur var honum haldiö í ströngu gæzluvaröhaldi allan veturinn, fyrst á Þorvaldseyri, svo í Eystri-Skógum, á þeim bænum sem hann vildi sízt vera, en um sumarmál fékk hann aö vera heima nokkurn tíma, og þá sagöi hann okkur hvernig þaö gekk til í heyhlöðunni. Sýslumaöur byrjaði þá á því aö spyrja hann hvaö oft hann færi á fjöru og hvaö oft væri farið frá honum til jafnaöar á ári á fjöru. Þá sagöi Tómas: „Þaö man ég ekki, ég er hér fæddur og hefi hér alltaf veriö. Eg vil spyrja sýslumann hvort hann geti ætlast til þess aö ég muni það.” Því ansar hann ekki en spyr nú Tómas hvort hann viti ekki um ein- hverja í kringum sig sem séu að stela annaðhvort af f jöru eöa annars staöar. Þá segist Tómas hafa sagt aö sér þyki þetta nokkuð einkennilegar spurning- ar, en það er eins og meö fyrri spurn- inguna aö ég veit þaö ekki. Þá spyr sýslumaöur hann hvort hann vilji sverja þaö, þá segist hann segja: „Mér þykir ólíklegt aö sýslumaöur krefjist þess, aö sé fariö aö brúka svardaga viö svona mikinn hégóma.” Þá skipar sýslumaöur honum að sverja og Jóni hreppstjóra aö halda uppi á honum hendinni og fóru svo meö hann út aö Þorvaldseyri, eins og áður er sagt, og segja nú að hann sé búinn aö sverja rangan eið! Eg gat um þaö aö hann fékk aö vera heima um sumarmálin, en þaö var ekki lengi, því nú var hann fluttur að Skála undir útfjöllum, þar var hann fram eftir sumrinu. Um voriö voru fermd nokkur börn í Eyvindarhólum, þá þjónaöi því prestakalli Kjartan prófastur í Holti. Tómas átti einn drenginn, sem fermast átti. Þá var Tómas á Skála, næsta bæ viö Holt, og bað hann prófast aö lofa sér til kirkju þegar börnin yrðu fermd, en þaö þoröi prófastur ekki fyrir sýslumanni og lof- aöi honum því ekki aö fara. Ekki man ég hvað langt var komiö fram á sumar, þegar hann fékk aö fara heim, en svo var hann ekki tekinn úr því. Tómas baö sýslumann aö lofa sér aö velja sér svaramann en þaö leyfði sýslumaöur ekki. Ekki man ég hvaö mörg ár sýslu- maður dæmdi hann í tugthús. Hann áfrýjaöi dóminum. (Eg skrifaöi bréf undir nafni Katrín- ar, konu Tómasar, og skýröi frá hvern- ig búiö væri að fara meö Tómas og sendi suður án þess aö sýslumaður vissi.) En sá dómur varö þannig: Sýslumaöur gjörði ekki Tómasi rétt og því bezt aö hvors annars brot fallist í faöma, en þeir veröi báöir lausir viö hegningu en Tómas skal borga allan málskostnað, sem varö á þriöja hundr- aö krónur. Eg hefi ekkert vit á dómum, sem ekki er von, en einkennilegur þykir mér þessi dómur. Þaö sjá allir aö sýslumaöur byrjaöi meö ranglæti við Tómas og hélt því meöan á málinu stóö, en Tómas braut á engan máta móti sýslumanni. Mér finnst að þaö hefði verið hreinast, ef um sakir var aö ræöa, aö þeir heföu báöir tekið út sitt straff og að minnsta kosti báöir borgað málskostnað. Hvernig sem þetta var, voru þó þessir stríösdagar Tómasar á enda. Honum leiö vel eftir þetta, var virtur og elskaður eins og áöur. Börnin komust upp, uröu góðir og myndarleg- ir menn, giftust öll og líður vel, Katrín hætti ekki aö búa og Jón Hjörleifsson fékk ekki jöröina. Eignir ólöglega yfirfærðar til að hafa fyrir málskostnaði Þaö var ein jörö í hreppnum sem hét Rauðsbakki. Hún var lítill partur úr Stóru-Borgareigninni, Jón Hjörleifs- son átti þennan jaröarpart. Þá bjó þar kvenmaöur sem Margrét hét, þá búin aö búa þar í 10 ár. Hún tók þar við jörö- inni eftir fööur sinn, sem bjó þar í mörg ár. Nú var hann kominn á ní- ræöisaldur, lagstur í kör og búinn að vera blindur í mörg ár. Hann hét Þor- steinn. Hann átti son sem Magnús hét. Hann andaðist á bezta aldri frá 4 börn- um, öllum ungum. Þá tók afi þeirra þau og ól þau upp sem sín börn, og svo Margréti eftir aö hún tók viö jörðinni. Þegar þessi saga gerðist voru börnin upp komin og tvö farin þaðan en tvö voru enn hjá föðurstystur sinni, annaö hét Þorsteinn en hitt Herdís, bæöi myndarleg og dugleg. Jöröinni fylgdi svolítill fjörudeill. Þá bjuggu á Stóru-Borgartorfunni sjö og voru þessir jarðarpartar bæði litlir og ónýtir, sem von var á, því allt bezta Stóru-Borgarland er komiö í sjó, og nú, 1920, búa þar ekki nema þrír. Þaö var þá regla undir Austur-Eyjafjöllum, aö þegar margir bjuggu á sömu jöröinni, þetta 5—8 búendur, þá mátti hver sem fór á fjöru hirða leiguliðagagn og eiga þaö, því aö það var ómögulegt aö skipta einni spýtu, sem ekki var lengri en 2—4 álnir, á milli margra. Sumir fóru aldrei á fjöru, sögöu aö sér þætti þaö ekki tilvinnandi, og sögöu þá vel aö því komna sem eitthvað höföu upp úr því aö fara, sem nenntu. Ég heyröi aldrei meöan ég var undir Fjöllunum, sem voru 16 ár, að þaö kæmi nokkurt þras eöa óvild milli ábúenda út af fjörureka. Áöur nefnd Margrét á Rauðsbakka lét nokkuð oft fara á fjöru, því aö þar var stuttur fjöruvegur, og hún hafði ekki annan í þær feröir en Þorstein bróöurson sinn. Einu sinni fann hann 4ra álna langan planka, en þá fann hann ekkert annað, svo að hann reiddi hann fyrir framan sig heim, en næst þegar Jón Hjörleifsson kemur þangað sýnir Margrét honum plankann og sagöi að Þorsteinn hefði reitt hann heim. Þá segir Jón: „Þaö var vel gert. Ég ætla aö fara með hann heim til mín; ” og fór meö hann austur að Skóg- um. Nú líða mörg ár og plankinn var aldrei nefndur þangað til aö nú kemur Páll Briem og Jón Hjörleifsson, þeir fara báðir inn í baðstofu aö rúmi Þor- steins gamla, taka upp bók og skrifa hann nú Þorstein bónda á Rauðsbakka og lýsa hann nú þjóf aö áðurnefndum planka og yngri Þorstein sömuleiöis fyrir aö hafa reitt hann heim og ýmis- legt fleira, sem var á líkum grundvelli byggt. Þorsteinn gamli gat ekkert sagt, aumingja karlinn, orðinn svo hrumur, aö hann gat varla reist höfuö- iö frá koddanum, og svo gekk alveg yfir hann, en yngri Þorsteinn ætlaöi aö reyna aö segja eitthvaö en það var ekki tekiö til greina. En ekkert var þetta nefnt viö Margréti. Svo fóru þeir sýslu- maöur í burtu. Skömmu síöar kemur hreppstjóri Jón Hjörleifsson aö Rauös- bakka og skrifar upp hús og skepnur Margrétar undir nafni bóndans, Þor- steins Jónssonar á Rauösbakka, og allt kyrrsett. Nokkru eftir þetta kom ég aö Rauðsbakka og viö fórum aö tala um þessar aöfarir sýslumanns og eitt af því sem ég sagöi var það: „Ekki skil ég í því aö það sé rétt aö vera aö skrifa upp eignir Margrétar undir þínu nafni, Þorsteinn minn, og þó er þaö auðskilið, því þar ætlar hann sér aö hafa máls- kostnaðinn þar sem þeir vita aö þú átt ekkert.” Þá segir Þorsteinn: „Ekki getur það heitiö aö ég sé ríkur, ekki á ég annað en bjórinn sem hangir á þess- um aumingja likama, sem má heita aö ekki sé annaö en beinin, og þótt sýslu- maður fari að hiröa hann, þá held ég aö honum veröi svo lítiö úr honum, því aö ég er svo útsteyptur í kláða, aö hann verður allur aö götum.” Ekki hugsaði ég aö þetta kæmi fyrir, Hjörleifur er dáinn, Valgerður er dáinn, sonurinn lifir. ,,Og svo kærir þú hann blindan, liggjandi í rúminu fyrir þjófnaö" Páll Briem var ekki búinn aö ljúka viö þessi verk sín meöan hann var sýslumaður Rangæinga, svo aö Magn- ús Torfason, sem fékk sýsluna eftir hann, varö aö taka við öllu draslinu ókláruöu af Páli og var eitt af því að innkalla allan málskostnaö. Þegar hann heimtaði hann af Margréti á Rauðsbakka þá neitaöi hún aö borga. Jón hreppstjóri á nú aö selja þar eftir skipan sýslumanns áöur uppskrifaöar eignir. Svo auglýsir hann að eigi aö vera uppboö á Rauösbakka. Svo kom uppboðsdagurinn og komu þangað nokkrir menn. Þá sagöi ég: „Ekki veit ég hvernig þér er háttaö, hreppstjóri, aö fara svona meö fólkið á Rauös- bakka, eins og mér hefir sýnst vera góö vinátta milli ykkar. Þorsteinn gamli geröi þaö fyrir þig og þína aö fara frá Drangshlíð aö Rauösbakka, margfalt verri jörö, til þess aö systir þín og mágur gætu fengiö hana, og hafa þau Þorsteinn og Margrét dóttir hans gjört þér allt til vilja, sem þau hafa getaö. Og svo kærir þú hann blind- an, liggjandi í rúminu, og börn hans fyrir þjófnað, ég held óhætt aö segja al- saklausan.” Þá varö hann illur og sagöi: „Þú ræðst á mig þar sem ég er í embættis- erindum, þér er langbezt aö ákæra mig.” Svo byrjar hann uppboöiö en allir þögöu, enginn bauö í neitt. Svo nokkru seinna er enn auglýst uppboð á Rauðs- bakka, og á þaö uppboö komu Magnús Torfason sýslumaöur, Jón Hjörleifsson og Þorvaldur Bjarnason, bóndi á Þor- valdseyri. Sýslumaður bauö upp en Jón og Þorvaldur keyptu. Margrét skaut máli sínu til Reykjavíkur, og var þaö dæmt svo, aö sýslumaður heföi gert órétt og þeir sem keyptu ættu aö skila því aftur. Þorsteinn yngri átti eitthvað af skepnum, sem hann seldi í sinn máls- kostnaö, en þegar Margrét borgaöi ekki fyrir fööur sinn, þá var Magnúsi sýslumanni ekki ráöafátt; nú lét hann Þorstein yngri borga þaö líka og geröi hann þaö. Svo fór hann til Reykjavíkur um vorið, sagöist ómögulega geta ver- 'iö í Rangárvallasýslu, læröi trésmíði, kom sér mjög vel en dó á bezta aldri. Nokkrum árum síöar, þegar hann var farinn, varð Margrét aö hætta búskap og fara til vandalausra. Svona gekk þaö fyrir í Austur-Eyja- f jallahreppi þau herrans ár 1890—1895, þaö voru eitthvað náiægt 20 manns, sem sýslumaður dæmdi í tugthús, en óhætt aö segja margir 20 höföu um sárt aö binda, sem nærri má geta, þar sem margir þeirra voru vinir og vanda- menn og margir þeirra búnir aö líöa pyntingar eins og þeir sem dæmdir voru. Öll sú mæöa, atvinnumissir og marg- ir erfiðleikar, sem af þessu leiddi, er óútlýsanlegt, og þar á ofan aö borga allan málskostnaö, sem var æöi mikill. Ég er viss um aö margir heföu fariö á vonarvöl ef Mýrdælingar heföu ekki hlaupið undir baggann og lánað þeim, og sérstaklega Halldór Jónsson í Vík, hann kom þar fram eins og hann var vanur, alltaf til góös. Um þessar mundir kom maöur til hans og segir við hann: „Aldrei færöu þessa pen- inga, Halldór, sem þú ert aö lána Fjallamönnum.” Þá segir Halldór: „Það eru þá mínir peningar en ekki þínir.” Þaö voru margir sem voru ókunnug- ir undir Eyjafjöllum og þekktu ekki þessar aöfarir sýslumanns og alókunn- ugir öllum málavöxtum. Þeir voru að hrósa honum fyrir röggsemi og dugn- aö. Já, hann var nógu duglegur og valdsmannlegur, þegar hann var aö eiga viö börn og gamalmenni og aöra semhann aöengagátuafsérhrint.” — Á þennan hátt lýkur frásögn Sigurðar Halldórssonar frá Skaröshlíö af atburðunum í Austur-Eyjafjalla- hreppi og yfirgangi og valdníöslu sýslumannsins þar, Páls Briem. Þetta brot úr Islandssögunni frá árabilinu 1890 til 1895 hlýtur að teljast merkilegt og gefa nokkra hugmynd um bágborið líf þjóöarinnar á þessum tíma. Af þess- ari einstöku heimild Siguröar Hall- dórssonar, sem hér er fyrst birt opin- berlega á prenti, má sjá hvílíkt ógnar- vald veraldlegir yfirmenn hafa getað tekið sér á fyrri tímum og hversu þegn- arnir hafa veriö berskjaldaöir fyrir ýmsum duttlungum þeirra. Hér er þó ekki verið aö leiöa líkum aö því að sýslumenn landsins á umræddum tíma hafi almennt veriö þvílíkir drambs- seggir og téöur Páll, en hitt þykir sýnt aö sitthvaö hefur verið bágboriö í stjórnkerfi þjóðarinnar á þessum ár- um fyrst slíkir menn og Páll hafa feng- iö aö starfa óáreittir af hálfu landsyfir- stjórnarinnar. -SER. BÍLASÝNING KVARTMÍLUKLUBBSINS verður haldin dagana 21.—22. og 23. maí í nýju húsnæði Gúmmívinnustofunnar, Réttar- hálsi 2 Árbæjarhverfi. Sýningartími alla dagana kl. 14-22. Fjöldi sérútbúinna kvartmílu- bíla, glæsilegra götubíla, sögu- legra fornbíla, torfærubíla, keppnis- og götumótorhjóla. GÚMMÍVINNU STOFAN HF. Hjólbarðaviðgerðir. Hjólbarðasala. Hjólbarðasólun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.