Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983 Flest af því er af hinu góða og mun því leiöa gott eitt af sér. Júní: Fyrstu dagarnir fara hægt af stað, en svo gerist ýmislegt sem á eftir að hafa áhrif á f ramtíð þína og það góð áhrif! Og þótt þú sért í sumarskapi og látir hverjum degi nægja sína þjáningu er ekki verra að þú hugir aðeins að f ramtíð- inni með þetta í huga. Júlí: Allt gengur þér í haginn. Þú nýtur þessara daga og hvílir þig frá amstri daglega stritsins. Nú er líka tími fyrir róman- tíkina og eins og allt annað lofar hún góðu! En einhver vandræði kunna þó að stinga upp kollinum, senni- lega vegna þriðju persónu semkemuríspilið. Ágúst: Þú þarft að leysa vandamálin. Þessi eru af þeim toga að þau þurfa að leysast fljótt og vel. Þú nærð tökum á þeim og ró ræður á ný. Þegar þú lítur til baka til sumarsins minn- ist þú skemmtilegs sumars í góðum hópi fjölskyldu, vina og kunningja. Sérstaklega ánægjulegur tími fer í hönd hjá þeim sem fæddir eru undir merki drekans. Þú átt sérstak- lega auðvelt með að um- gangast fólk nema aðra dreka og hrúta! Framtíðin virðist björt. Júní: Loksins tekst þér að losna undan oki hvers- dagsleikans og þér opnast nýr heimur. Þú kynnist mörgu skemmtilegu fólki sem sumt hvert á eftir að hafa áhrif á þig í náinni framtíð. En gættu að hverja þú umgengst, það eru ekki allir sem þeir sýn- ast! Júlí: Það gætir einhvers óöryggis hjá þér. Þú neyð- ist til að breyta áður ákveðnum áformum. Eng- in ástæða er þó til að láta hugfallast því þú kynnist persónu sem þú annars hefðir ekki kynnst. Gættu heilsunnar vel. Ágúst: Þegar líður á mánuðinn verður þú sífellt ánægðari með lífið og til- veruna. Þú átt góða vini sem hvetja þig til dáða. Og þú horfir b jartsýnn f ram til vetrarins sem í hönd fer. Allt útlit er fyrir að pyngjan þyngist allveru- lega! A þér að taka réttu ákvörðun- ina. Ágúst: Einhver ljón verða á vegi þínum. Eitt- hvað, sem þú hefur fast- lega reiknað með bregst. En ekki eru öll sund lokuð. Þú færð í staðinn eitthvað annað sem þú ert miklu ánægðari með! Aftur kemst ró yfir tilveruna og allt fellur í ljúfa löð. Gættu þó heilsunnar og f járhags- ins vel. 4fc óvarlega í návist ó- kunnugra. Maður veit aldrei hvað það gæti leitt af sér. Ástin blómstrar og fjárhagurinn vænkast. Sem fæstar breytingar virðist kjörorð þeirra, sem fæddir eru undir merki bogmannsins, fyrir sumar- ið. Þetta er ekki líkt bog- manninum en nú er hann orðinn leiður á öllu tilstandi ogþráirrólegheit. Júní: Þessa daga er til- breytingaleysið allsráð- andi og þér finnst það á- gætt, enda nýtur þú sólar og sumars eins og best verður á kosið. Síðustu daga mánaðarins verður þú þó að taka ákvörðun í mikilvægu máli. Og öllu skiptir.að vera samstarfs- fús. Júlí: Þú ert ekki einn í heiminum og nauðsynlegt er að hafa einhver tengsl við fólk. Þegar allt kemur til alls ertu heldur ekkert á móti þvi. Þetta f ólk hjálpar Anægjurfkt sumar stend- ur fyrir dyrum hjá fólki sem er fætt undir merki steingeitarinnar. Þú þráir hvíld frá amstri dagsins og það tekst þér svo sannar- lega. Júní: Þessa daga verður að veruleika áform sem þú og þínir hafa lengi talað um. Skemmtilegur tími fer í hönd og þú skalt ekki hugsa um neitt nema sjálf- an þig og þína nánustu! Þú áttþaðskUið! Júlí: Selskapsljónið í þér fær útrás þessa daga! Varaðu þig nú samt á því að taka skemmtanalífið of geyst! Ánægjulegir dagar fara í hönd og engin vara- söm ský virðast á himni! Águst: Þú skalt fara gætilega og forðastu að tala Vatnsberar ættu að taka lífinu með ró þetta sumar- ið. Einhver óróleiki mun gera vart við sig en koma mun í ljós að óþarft er að gera úlfalda úr mýflugu. Júní: Þessi mánuður fer hægt af stað. En er á líður kemst rót á tilfinningalífið sem getur haf t mikil áhrif á framtíðina. Láttu ekki til- finningasemi ná tökum á þér, vertu yfirvegaður og þannig nærðu mestum árangriílífinu. Júlí: öldur tilfinninga- lífsins hefur enn ekki lægt. En náinn vinur kemur þér til hjálpar og þú kemst að niðurstöðu og friður og ró færist yfir á ný. Ferðalag er á næsta leiti sem verður eftirminnilegt. Ágúst: Þér býðst tæki- færi sem þig hefur lengi dreymt um. Nú getur þú hrint í framkvæmd áf orm- um sem þú lengi hefur haf t í huga. Þú kynnist persónu sem á eftir að skipta sköp- um í lífi þínu. Gættu heils- unnar og f járhagsins. Fyrir þá, sem fæddir eru undir merki fiskanna, gæti sumarið orðið eitthvert það besta er þeir haf a lif að. En gættu þín þó ef þú stofnar til nýs kunningsskapar. Það getur heppnast en líka orðið mistök ef ekki er rétt aðverkistaðið. Júní: Þér býðst tækifæri sem þú hefur lengi vonast eftir. En ekki skaltu samt gera þér of miklar vonir og þú skalt hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur á- kvörðun. Láttu þetta ekki koma niður á fjölskyldunni. Fjölskyldan ætti að eyða sumarleyfinu saman. Það gæti orðið skemmtilegt! Júlí: Nú kemur í ljós hver er vinur í raun! Það eru skemmtilegir dagar framundan, selskapslífið og rómantíkin blómstra. Þér gengur allt í haginn. Ágúst: Einhverjir erfið- leikar virðast vera á næsta leiti. En ef að líkum lætur og rétt er á málum haldið rætist úr og betur fer en á horfðist. Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur. Það leiðir aldrei gott af sér. Mundu að metnaður er góð- ur og blessaður, svo framarlega sem hann er ekki á kostnað fjölskyld- unnar. LítiS dýrari en sóluð dekk, en mikiu endingar- betri... og gleymum heldur ekki öryQQinu! Nú fást bæði Bridgestone radial og diag- onal hjólbarðar hjá hjólbarðasölum um land allt. BRIDCE STONE á ISI a n d i BÍLABORG HE Smiöshöföa 23, sími 812 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.