Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 21. MAÍ1983. 15 „Já, heyrðu, þetta er úr Tosca, hérna iÞjóðleikhúsinu '57. Ég var fenginn sérstaklega frá Höfn tilað koma fram inokkrum sýningum. Þarna má sjá Guðmund Jónsson og Guðrúnu Á. Símonar." „Þetta er úr uppfærslu Tosca i Kaupmannahbfn. Það var sama árið og hún var sett upp i Þjóðleikhúsinu hér. Ég fékk þriggja vikna frífrá Kaup- . mannahafnaróperunni til að syngja hér heima. Það er Dorothy Larsen, fræg söngkona, sem með mér er. Það voru bara tvær óperur sem ég söng í hér heima á þessum árum, Tosca og Rigólettó. Hertogann i Rígó- lettó söng ég nefnilega oft, þótt ég hataði hann útaflifinu." „Heyrðu, þetta er lika úr Tosca. Eftir einhverja sýninguna afhenti Guðlaugur Rósinkranz, þáverandi þjóðleikhússtjóri, mérþennan voðalegajarðarfararkrans. Égmanekkert fyrirhvað." „Og hér er enn ein úr Tosca og þetta er Kristinn Hallsson, sem með mór er." „Þetta er sviðsmynd úr Bohéme. Ég held að það hafi verið eitthvert huggulegasta og skemmtilegasta hlutverkið sem ég fékkst við. Annars fannst manniþað skemmtilegast sem maður var að fást við hverju sinni." „ Við erum þarna að halda þennan fina middag með dömunni, alveg auralausir! Þetta er úr Bohéme. Eg kom stundum heim þessi ár min erlendis og söng þá gjarnan. Ég hélt meðal annars nokkrar söng- skemmtanirnar i Gamia biói. Og þangað kom alltaf Ríkharð Thors, eða að minnsta kosti fjölskylda hans. Á minum námsárum skorti mig aldrei fé, en ég held samt að fólk myndi aldrei fara út iþetta, efþað vissi, hvað þetta er erfitt. Það má aldrei slá slöku við og það segir sig sjálft að það eru ekki tóm gullkorn sem maður ber á borð fyrir fólk á löngum ferli." „Þetta var skemmtilegur timi úti i Höfn. En ef ég væri orðinn tvitugur aftur núna, veit ég sannarlega ekki hvað hefði orðið úr mór. Rétt áður en óg fór út tilsöngnáms var ég orðinn sveinn á rakarastofu. Ég gleymi aldrei fyrsta kúnnanum sem ég fékk. Hann kom þarna uppábúinn inn á rakarastofu Kjartans Ólafssonar i Hótel Heklu. Þetta var á laugardegi og maðurinn ætlaði að eyða helginni á Þingvöllum. Hann settist i stól- inn, ég var með hnifinn og byrjaði að raka manninn. Hann var með ein- hverja krampakippi íandlitinu og skyndilega var eins og andlitið kæmi á móti mér og áður en ég vissi af stóð hnífurinn fastur í tanngarði mannsins! Það varð auðvitað ekkert af Þingvallaferðinni og ég kon. að máli við Kjartan og sagði honum að ég héldi að rakaraiðnin væri ekkert fyrir mig. Og hann var mér alveg sammála! "

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.