Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 21. MAI1983. Sigurður Halldórsson, bóndi frá Skarðshlið. Hann varð beint vitni að vald- niðslu og yfirgangi sýslumannsins Páls Briem i Austur-Eyjafjallahreppi á árunum 1890 til 1895. Þá atburði skráði hann niður skömmu eftir að þeir gerðust, og er frásögn Sigurðar birt hór á síðunum. og lagðist í rúmiö. Hún var líka orðin gömul og lúin og búin margt að reyna. Hún átti dóttur, sem þá var gift kona. Hún kom til mín grátandi og sagði mér að mamma sín væri lögst í rúmið og ætti svo bágt. Hún væri alein heima, búið að taka næstu nágranna hennar fasta, svo að enginn gæti hjálpað henni. Spurði hún mig hvort ég mundi vilja skreppa til hennar og tala við hana og lofaði ég því. Svo fór ég til hennar, og var hún þá ósköp mædd og óróleg. Hún sagði mér, að þeir segðu, að Pétur væri búinn að meðganga ein- hver ósköp og mætti nærri því geta hvort hún myndi ekki vita af því líka: „þeir segja mér ekki hvaö þaö er, þú átt að segja okkur það en við ekki þér," segja þeir. Svo sagði hún mér að hún vissi um eina kind sem þau hefðu tekið og eru mörg ár síðan. Við áttum svo bágt og hvergi hægt að fá björg. „Eg má líklega ekki ráðleggja þérneitt, sagði ég, en þó ætla ég að gera þaö. Eg held, að þér sé bezt að meðganga og segja satt, því þar sem sýslumaðurinn er eins strangur og hann er við alsak- lausa þá má búast við að hann verði strangur við þig, aumingja útslitinn kvenmann, þar sem þú ert sek. Eg held aö þú veröir rólegri ef þú gjörir það." Og ég er viss um að sú von mín brást ekki. Alit í eymd og volæði og allar bjargir bannaðar Eg held mér sé óhætt að segja það, að þetta voru þær einu manneskjur sem sekar fundust af öllum þeim fjölda sem tekinn var fastur og settur í gæzluvaröhald, ég held óhætt að segja við lítinn kost. Og svo þegar loksins aö þeir máttu fara heim var þeim bannað að fara út úr hreppnum. Nokkrir af þeim voru ráðnir til sjóróðra úti í Vest- mannaeyjum. Ekki máttu þeir fara þangað. Það voru skrifaðar upp þessar fáu skepnur þeirra og hjá sumum hús- in líka, allt var kyrrsett, það mátti segja að allt væri eymd og volæði og allar bjargir bannaðar. Ég reyndi að hugga fólkið eins og ég gat, og ég von- aðist eftir að allt mundi lagast, en því miöur rættist þaö ekki. Eg skrifaði amtmanni og tjáði honum, hvernig far- ið væri með hreppinn, en það hafði enga þýðingu, hefir aö líkindum trúað öðrum betur en mér. Flestir af þeim sem teknir voru voru bláfátækir og all- tr fátækir svo það voru æði litlir matar- skammtarnir hjá þessu aumingja fólki þennan vetur. Eftir sumarmál fór ég út í Vest- mannaeyjar, og haföi með mér nokkra af þeim mönnum, sem bágast áttu. Við tepptumst þar í fjóra daga, en ekki vorum við fyrr landfastir en að maður kom frá Þorvaldseyri og okkur sagt að sýslumaður sé kominn og hann skipi mér og þeim „seku" mönnum, sem ég hafði farið með út í Eyjar, að fara taf- arlaust upp að Þorvaldseyri. Þegar við komum þangað, er komið kvöld. Þá er kallað á mig inn, en ég segi hinum að fara heim, því að þeir þurfi víst að fara að sofa og hvíla sig, þar sem við vorum búnir að vaka svo lengi. Þegar ég kem til sýslumanns, þá byrjar hann á því að segja við mig: „Þú fórst að fara með þessa sakamenn til Vestmannaeyja." Eg segi „það er satt". Þá segir hann: „Varstu ekki búinn að heyra, að ég "ar búinn að banna þeim aö fara út úr hreppnum?" Jú, en ég trúði því ekki." Þá segir hann: „Af hverju gastu ekki trúaðþví?" Eg segi: „Eg veit aðþú ert strangur við fangana þína, en því trúi ég þó ekki, að þú vildir helzt aö þeir dæju úr hungri í kofum sínum." Þá segir hann: „Þeir áttu aö fara til hreppstjórans." Eg segi: „Það voru þeir búnir að gera, en voru jafnsoltnir fyrir því eftir sem áður." Þá segir hann: „Er það satt, Jón hreppstjóri?" Þá segir Jón: „Það er nú farið að minnka hjá mér líka." Sýslumaður segir: „Það var ekki ráölegt að fara með þá til Eyja einmitt um þann tíma sem póstskipið er á ferð." Þá segi ég: „Er sýslumaðurinn svo grunnur, að hann hugsi aö þessir aumingjar fari að strjúka? Ég skal segja sýslumannin- um það, að vel getur skeð, að hann frétti það, að þeir veslist upp í kofum sinum heima, en hann fréttir það aldrei, að þeir fari aö strjúka úr landi. En hvernig sem þessu er nú varið, þá hugsa ég að mér væri þetta leyfilegt. I vetur, þegar þú varst búinn að taka alla feðgana í Steinum fasta og konan lögst í rúmið, þá skrifaðir þú mér bréf sem varaoddvita og sagöir mér að sjá um heimilið, og því hugsaði ég, að ég mætti eða jafnvcl ætti að hugsa um fleiri heimili sem eru stödd í sama eymdarskapnum. Og svo er ég nú kom- inn með þá heim aftur, og þá getur þú farið með þá eins og þú vilt, og þér þykir sem bezt." Svo var mér sagt að fara, en ekki mátti ég fara heim. Leggjum eld í kofa- skömm sýslumanns! Þetta var á laugardagskvöldi. Þegar fréttist daginn eftir, að ég var ekki kominn heim, sendir Einar bóndi á Raufarfelli skyndiboð um hreppinn og biður ýmsa menn að finna sig. Eftir skamma stund var kominn stór hópur manna, og var efni fundarins, að þeir skyldu ekki láta þá skömm eftir sig liggja að láta hann Sigurð í Skarðshlíð vera lengi innibyrgðan á Þorvaldseyri og væri einna bezt að leggja eld í kofa- skömmina og drífa sýslumann út yfir Markarfljót. Fundurinn var snemma á sunnudegi og ætluöu þeir að gjöra þetta á mánu- dagsnóttina. Nú fréttist þetta fljótt að Þorvaldseyri, og þá var ég viss um að þeir voru töluvert hræddir. Þeir sendu út að Holti og báöu prófastinn að fara austur að Raufarfelli og reyna aö af- stýra þessum ósköpum. Prófastur á stað og ríður í einum spretti austur að Raufarfelli. Þegar hann kemur þang- að, er enginn maður úti, svo hann ber að dyrum hjá áðurnefndum Einari. Það er komið til dyra, þá er Einar að lesa húslestur svo próf astur bíður úti, þangaö til Einar kemur út. Nú fer prófastur að tala við hann og spyrja hvort það sé satt, sem hann hafi frétt, að þeir ætli að ráðast á sýslumann. Þá segir Einar: „Já, komið hefir þaö til orða, og þó aö það verði kannske ekki í þetta sinn, þá máttu segja sýslumanni það, að ef hann heldur áfram þessu verki, sem hann byrjaði á strax og hann kom í sýsluna og sem þér er eins kunnugt um og mér. Þetta hefur geng- ið í allan vetur og ég held að sumarið ætli að byrja líkt. Hann kom hingað í hreppinn eins og hvert annað illhveli og tekur hvern af öðrum alsaklausan, sem ekkert hafði honum til saka gjört. Er það furða, þó mönnum sárni að sjá þessa aumingja bláfátæka, sem eru aö berjast fyrir lífinu með ærlegu móti, vera drifna upp að Þorvaldseyri og vera kvaldir þar öllum kvölum? Eða þykir þér þaö merkilegt af honum að fara að taka hann Sigurð Halldórsson fastan, undir eins og hann var land- fastur, fyrir það að hann fór með þessa menn til Eyja? Eg held aö hafi verið hyggilegra fyrir sýslumann að fara eftir því sem Sigurður hefir sagt hon- um, heldur en hatast við hann, en ég held að hann hafi aldrei Sigurð undir þótt hann sýnist ekki fara hart. Já, prestur minn, skilaðu kveðju minni til þeirra og segðu þeim, hvað ég sagði þér." Svo kvaddi prófastur og fór, kom að Þorvaldseyri á heimleiö og hefir víst sagt söguna, því þegar prófastur var farinn var mér sleppt, en sá ekki sýslumann. Eg kom til Einars á Raufarfelli. Þá sagði hann mér hvað hann sagði við prófast og áður er ritað. Eg segi: „Ekki hefir ykkur verið alvara að brenna kofagreyið." Þá brosir hann og segir: „Ekki núna, heldur gjörðum við þetta til aö vita hvort þér yrði ekki sleppt og hvað þeim mundi verða viö." „Brennumönnum" smalað að Þorvaldseyri Á mánudaginn var heldur en ekki mannareið um héraðið, því nú var far- ið að smala þeim og reka að Þorvalds- eyri, sem þeir héldu að hefðu verið upphafsmenn að samkomunni daginn áður. Nú var að heyra, að þeim fyndist þeir hafa nokkurt verkefni að glima við. Þaö sagði mér maður, sem kom að Þorvaldseyri um morguninn og talaði við þá. Þeir sögðu honum að nú skyldu Eyf ellingar þó sjá að til væri lögregla í Rangárvallasýslu, en hvernig sem því hefir nú verið varið, þá var öllum sleppt nema einum. En eftir því sem þeir sögöu sjálfir, þeir sem teknir voru, þá hefir víst verið nokkuð einkennilegt samtalið í húsinu á Þorvaldseyri þann dag, og ekkert heyrðist um það síðar. En þessi, sem ekki var sleppt, var piltur um tvítugt, bezti drengur og efnilegur. Hann var einkastoð móður sinnar, sem var bláfátæk ekkja, og yngri systkina. Þeir höfðu heyrt, að hann hef ði átt að vera nokkuö orðhvat- ur á nefndum fundi. Nú fer sýslumaður að spyrja hann hvað hann hafi sagt á fundinum. Þá segir piltur: „Það var nú ekki mikið, sem ég sagði. Eins og þið vitið, á ég heima á sama bæ og fundurinn var. Svo þegar allir voru komnir saman, f ór ég þangað og heyri, að þeir eru að tala um hvað þeir eigi að gjöra við sýslumann, þegar þeir séu búnir að taka hann. Þá segi ég: „Á ég að segja ykkur það? Þið skuluð reyna að ná stóra pokanum hreppstjórans (það var strigapoki, sem þeir létu búa til, ef einhver yröi óþægur af þeim sem teknir vorú, þá skyldi hann í pokann, Jón Hjörleifsson reiddi pokann og var því ýmist kallaöur Jón með pokann eða poki) og láta sýslumann i hann og binda svo pokann upp á hest, fara með hann út yfir Markarfljót, láta hann á vestri bakkann og skrifa svo á pokann; Sá á fund sem finnur, og ef þið hittið einhvern á leiðinni, skulið þið kalla upp og segja: „Gettu hver er í pokanum." Svo fór ég inn í bæ og vissi ekki, hvaö gjörðisteftirþetta." Þessum manni var haldið allt vorið á Þorvaldseyri. Þar mátti hann þræla og róa þegar sjóveður var, og þá fiskaðist vel, og hirti Þorvaldur þetta allt, en móðir hans og systkini bjargarlaus heima, og varð hún aö fá af hreppnum til að lifa af. Veturinn eftir stefndi móðir hans sýslumanni fyrir sátta- nefnd, en sá sem ekki kom á sáttaf und- inn var Páll Briem. Svo skrifaði hún suður og bað um setudóm, en því var ekki sinnt. Dúsaði skjálfandi og sársvangur í útihúsi í f imm vikur Það var bóndi í Steinum sem hét Jón Valdason. Hann var tekinn eins og fleiri alsaklaus og látinn vera í gæzlu- varðhaldi á Þorvaldseyri fimm vikur og hafður uppi á lofti í útihúsi, alltaf í sömu fötunum sem hann var í þegar hann var tekinn, fékk illt og lítiö að borða. Þarna varð hann að vera skjálf- andi af kulda og sársvangur f imm vik- ur samfleytt. Þrír synir hans voru hjá honum, allir innan við tvítugt, þeir voru allir teknir, sá yngsti síðast. Hann var aö reyna að gegna skepnunum. Hann var tekinn einn morgun í rign- ingu, forugur og blautur, frá því starfi Sjá næstu síðu OWRAR FŒREPFERDIR MEÐ FILIGLEIÐUM! Átján eyjar og hundrað þoxp Öllum íslendingum, sem hafa heimsótt Fœreyjar, ber saman um að þangað sé gaman að koma. Landslagið er ekki aískaplega ólíkt því íslenska. Aðaleyjarnar 18 eru grasi vaxnar frá íjöruborði upp í íjallstinda, en á eyjunum eru 100 þorp og bœir. Fœreyingar eru ákaflega gestrisnir og því góðir heim að sœkja. Þeir halda íast í ýmsa gamla og góða siði, dansa og syngja upp á gamla mátann, klœðast þjóðbúningi til hdtíðar- brigða og stunda kappróðra. Sórstakt íerðatilboð í tilefni opnunar Norrœna hússins í Fœreyjum bjóða Flugleiðir sórstakt verð á Fœreyja-íerðum. Miðað er við 4ra daga dvöl í Fcereyjum með brottför írá Reykjcrvik. Verð kr. 6.680.-, en þá er miðað við flugferðir, gistingu í 3 nœtur á hinu nyja vistlega Hotel F0royar í 2]a manna herbergi og morgunverð. Flugvallaskattur er innifalinn en ekki íerð frá ilugvelli til Þórshafnar. Þétta tilboð stendur til 15. júlí n.k. Fœreyjaferð er ódýr og einíöld fyrir alla, - og ekkl veldur tungumálið erfiðleikum! Upplysingar um Fœreyjaíerðir Flugleiða fást hjá söluskriístofum og umboðsmönnum Flugleiða og einnig hjá íerðaskrifstofunum. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu télagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.