Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Qupperneq 17
DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983.
17
Bílar
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
VOLVO760GLE
í reynsluakstri:
STOLT
VOLVO
STEVDin
FVItlR
SÍMJ
Þegar Volvo 760 kom á markaö á
síðasta ári var þar kominn bíll, sem
ætlaö var aö hasla sér völl á nýjum
markaði, einkum aö keppa viö minni
geröir bandarískra bíla. 1 reynslu-
akstri á dögunum kom þetta vel fram
og er augljóst aö hér hefur Volvo tekist
aö koma m'eð bíl sem svarar öllum
kröfum þeirra sem áöur vildu ekki sjá
neitt nema bandariska bíla, og þó eru
nokkur tromp eftir uppi í erminni.
Ihaldssamir Volvoaödáendur hafa
haldið því fram að hér hafi veriö
gengið of langt. Hin klassíska Volvo-
lína hafi verið látin lönd og leiö og hér
séu fyrst og fremst bandarísk áhrif
sem eru látin ráöa. Vissulega er 760
bíllinn hkur til aö mynda K-línunni frá
Chrysler, þó finnst mér nóg standa
eftir til að Volvohönnunin standi undir
nafni.
Einn með öllu
Þaö má segja aö í stuttu máli sé
lýsing á búnaöi bílsins sú aö þetta sé
„einn meö öllu”. Þaö hefur ekkert
veriö sparað til aö búa bílinn sem best
úr garöi og það sjónarmiö haft aö
leiðarljósi að á meðan á akstri stendur
þurfi ökumaður ekki að teygja sig eftir
neinu. Þau stjómtæki sem mest eru
notuð eru í minnstri fjarlægð, og eins
og í mörgum nýrri bíla, er mælaborð-
inu snúiö aö hluta aö ökumanninum.
Mælaboröiö sjálft er mjög læsilegt og
vel búið mælum. Utihitamæli er síðan
hægt aö fá sem aukabúnað og er gert
ráö fyrir honum í mælaboröinu sjálfu.
Þar til viðbótar eru mörg
viövörunarljós til enh frekari
glöggvunar.
Rúöur eru rafdrifnar og jafnframt
hægt að stýra þeim f rá sæti ökumanns.
Læsing á hurðum er miðstýrð þannig
aö sé bilnum læst þá læsast allar huröir
jafnt. Sem aukabúnað er hægt að fá
sjálfvirka loftræstingu. Þá er með
einum stillirofa hægt aö velja það hita-
stig sem óskaö er og þá sér búnaðurinn
umaöhalda því.
Sætin hafa löngum verið eitt af
aðalsmerkjum Volvo. Þeir hafa lagt
mikiö upp úr hönnun þeirra, ekki bara
þægindanna vegna heldur jafnframt
vegna þess að þaö er mikilvægt frá
öryggissjónarmiði aö ökumaöur og
farþegar sitji vel. Hægt er aö stilla
sætin á 16 mismunandi vegu og til auk-
Aö innan er hönnunin eins og best verður á kosið. Stjórntæki aögengileg og útsýni
mjög gott, því lítið er um „blind” horn.
Vélaraflið er nægilegt V—6 vél, 155 hestöfl DIN og síðar verður einnig hægt að fá 6
strokka turbo diesel.
Voivo 760 GLE, stolt Volvoverksmiðjanna. Óneitanlega ber hann mikinn svip af þeirri þróun sem átt hefur sér stað
undanf arin ár í bandariskum bílaiðnaði, en heidur samt „volvosvipnum” að hluta.
inna þæginda eru bæði framsætin
upphituö þannig að á köldum vetrar-
morgni er þægilegt að hefja aksturinn.
Sætin eru altauklædd, en síðan er hægt
aö fá sem aukabúnaö leöursæti. Meö
Volvo 760 er hægt aö fá mjög fullkomið
hljómkerfi, þ.e. útvarp meö kassettu
og er hægt að stilla tæki fyrirfram inn
á þær útvarpsstöðvar sem óskað er.
Þetta atriði er kannski ekki mikilvægt
hér í einfaldleika okkar í útvarps-
málum, en kemur sér vel í þeim
löndum sem vart verður þverfótað
fyrir útvarpsstöövum. Jafnframt er
hægt aö fá tónjafnara og
hljóðstýribúnað til viöbótar viö tækið.
Góðir aksturs-
eiginleikar
I akstri kemur Volvo 760 GLE
nokkuö á óvart. Aksturseiginleikar
bílsins standast vel þær kröfur sem
hægt er aö gera. Bíllinn sem reynslu-
ekið var er á sérstökum hraðaaksturs-
dekkjum, „low-profile”, sem gera
hann harðari, því dekkin fjaöra lítið,
en gefa gott grip á bundnu slitlagi.
Fjöðrunin er stíf, óþægilega stíf á
stundum, því íslenskir þjóövegir, þótt
með bundnu slitlagi séu, eru þaö óslétt-
ir aö fjöðrun þarf að vera góð þannig
að ekki fari illa um þá sem í bílnum
sitja. Afturhjólaupphengjan er þannig
úr garöi gerö að í akstri á malarvegi
hagar bíllinn sér líkt og sjálfstæð
f jöörun væri en með þeim kostum heils
öxuls aö hjólamillibil og sporvídd helst
óbreytt. Þar sem ekiö var á malar-
vegum fannst ekki aö bíllinn hefði
tilhneigingu til aö undir- eöa yfirstýra
sem kallaö er, þaö er að leita útúr eða
innúr beygju, heldur fylgdi veginum
vel. Taka verður fram aö dekkin semá
bílnum voru henta ekki til aksturs á
grófum malarvegum.
Sjálfskiptingin kemur vel út í akstri
og ekki vottar fyrir seinum viö-
brögöum eins og var í sjálfskiptu
Volvounum hér áður fyrr. Rafstýrður
yfirgírinn hentar vel í þjóðvegaakstri
og með því aö styöja á hnapp sem er á
hlið gírstangarinnar er skipt úr og í.
Vélaraflið er meira en nóg með 155
hestöfl undir vélarhlifinni og þrátt
fyrir háan snúningshraöa er lítill
hvinur frá vélinni. Viö hærri hraöa er
það vindhljóöið sem heyrist frekar en
vélar-eða götuhávaði.
Farangursrýini er ágætt en þröngt að
komast að því miðað við fyrri gerðir
Volvo.
DV-myndirGVA.
Rými í bílnum er mikið, bæði að
framan og aftan. Sætin eins og fyrr
sagöi vel heppnuö og f ramsætin stillan-
leg eftir óskum hvers og eins. Pláss í
farangursrými ágætt en heldur lítið op,
þannig aö sumum finnst að þar sé
afturför frá fyrri bílum Volvo sem hafa
haf t stórt, .skottlok’ ’.
Niðurstaöa reynsluakstursins er sú
aö hér hefur Volvo vissulega komiö
fram með bíl sem stendur þeim
bandarísku síst aö baki og hefur þar að
auki nokkur aukaspil í erminni. En bíll
eins og Volvo 760 GLE, sem sannar-
lega má kalla „bíl með öllu”, er ekki
gef inn því hann kostar á götuna 635.400
(miöaðviðgengi5.4. ’83) ogmeðleöur-
sætum og sóllúgu auk sjálfvirka loft-
og miðstöðvarkerfisins kostar bíllinn
680.000. Þetta eru vissulega miklir
peningar en menn fá jafnframt mikið
fyrir peningana sína.
Margir eiginleikar bílsins nýtast
aldrei til fulls á íslenskum vegum, og
menn veröa að gera það upp við sig
jafnt við kaup á bíl sem þessum og
öðrum hvaöa akstur er aöallega
fyrirhugaður og velja þá hjólbarða í
samræmi við það.
-JR
Aksturseiginleikar eru góðir á bundnú slitlagi jafnt sem möl. í beygjum fylgir bíll mjög vel.
Volvo 760 GLE
Lengd: 4785 mm
Breidd: 1760 mm
Hæð: 1410 mm
Vél: B28E, V-6 strokka, 2849 rúmsentimetrar, 156 DIN hestöfl við 5700 sn
ámín.
Gírkassi: Fjögurra gíra sjálfskipting (4. gír rafstýrður yfirgír)
Bremsur: Tvöfalt kerfi, diskabremsur mcð hjálparafli á öllum hjólum.
Stýri: Tannstangarstýri, aflstýri, snúningsradíus 9,9 metrar.
Verð: 635.400 (gengi 5.4.’83)