Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 4
DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983. Haferninum hefur víöast hvar verið útrýmt úr Evrópu á síðustu öklum og áratugum. Hans gætír þó ennþá í nokkrum mæli viO strendur Noregs, Eystrasalts og á Balkanskaga. Þé aru heimkynnihans einnig viö vestur- strönd Grænlands, í Litlu-Asíu og um gjörvöll Sovátríkin. Og siðast en ekki sist á Íslandi, en hterustaðir hans hérlendis eru nú einkum viO útkjélka Vestfjarða, á Barðaströnd og nokkrir ernir dvelja við Faxaflóa. Alls telf- ast nú um éttatíu ernir á Islandi, en fyrr á öldum tölclust þeir ibesta falli um þrjúhundruð. ÖRiVfiViV fremstur fugla! þær sem fundist hafa í hreiðrum séu þannigtilkomnar. I gömlum þjóðsögðum er víða frá því greint að ernir hafi ráðist á ungbörn eða jafnvel stálpaða krakka, drepið þau og haft sér til matar. Mun þetta vera í öllum atriðum rangt enda er það sannað að ernir hræðast menn mjög og forðast að vera í návist þeirra. Líklegt er að þessar drápssögur arna á börn- um hn fi komið i'ú af því aö jafnan hafa unglingar hræðst arnarferðir og er þvi borið við aðörninnliafi veriö notaður sem eins konar grýla á ungu kynslóð- ina á árum áður meðan ernir voru enn-. þá talsvert algengir í sveitum lands- ins. Yngri unginn drepinn af þeim eldri... Ernir eru fastheldnir við gamla varpstaði og verpa oft áratugum saman á sömu slóðum eða lengur. Venjulega eiga þeir fleiri en eitt hreið- urstæði á varpstöðvum sínum og verpa össurnar því ekki alltaf í sama hreiður frá ári til árs. Hefur reynslan kennt þeim eins og mörgum öðrum fuglum að betra er að skipta um hreiður eða jafnvel að búa til ný heldur en að verpa í hreiður frá liðnu ári vegna óværðar- innar sem hrjáir bæði unga og full- orðna í gömlu hreiðrunum, til dæmis flær og lýs sem oftast veðrast ekki til f ulls úr hreiðrunum á einum vetri. Snemma á vorin fara ernirnir að dytta að gömlum hreiðrum eða að gera ný. Er talið að össurnar annist þetta starf að mestu. Hreiðrið er oftast dyngja eða hrúga og er undirlagið úr þangi, hrísi og lurkum alis konar. Að innan er hreiðrið fóðrað meö mosa eða öðru mjúku efni. Hreiðurstaðir arnar- ins eru af ýmsum gerðum en jafnan ut- an alfaraleiða manna og búfjár. Stund- um er hreiðrið á syllu í bröttum hömr- um en oftast þó á kletti eða stapa í fjallshlið. Einnig verpa ernir oft í hólmum eða hraunhólum. Hérlendis verpa ernir um sumar- mál eða í maíbyrjun ef illa árar, mjö'g sjaldan síðar. Eggin eru oftast tvö en geta orðið þrjú, stundum aöcins eitt. Þau eru ekki mjög stór, mun minni en ætla mætti af svo stórum fugli að vera. Þau eru hvít á lit og jöfn til endanna. Utungun hefst um leið og fyrra egginu er verpt og klekst það því fyrr út. Þetta verður til þess að annar unginn (ef þeir verða tveir, sem oftast vill verða) er eldri og stærri og tekst honum þá oft aö ná í bróðurpartinn af fæöunni sem for- eldrarnir koma með. Því kemur það fyrir að yngri unginn svelti til bana og jafnvel hendir það að hann sé drepinn af þeim eldri. Þetta er þó engan veginn algilt og oft komast báðir ungamir á legg, einkum ef fæðuskilyrði eru góð. Talið er að kvenfuglinn hafi mestan vanda af útungun eggjanna. Karlinn leysir hana þó af hólmi við og við, eink- um snemma á morgnana, en litla eirð ku hann hafa til þess að liggja á eggj- unum lengi. Er því matmálstími frúar- innar oft í stysta lagi. Ekki er talið að bóndinn færi björg í bú fyrr en ungarn- ir eru komnir úr eggjunum en þá ligg- ur hann heldur ekki á liði sínu. Ungarnir eru litilfjörlegir fyrst framan af ævinni. Arnarungi nýskrið- inn úr egginu vegur aðeins um níutíu grömm. Þurfa þeir mikillar umönnun- ar við fyrstu vikurnar. Þeir eru í dún- fiðri allt að því fimmtíu daga og eru í hreiðrunum um tíu vikna skeið áður en þeir verða fleygir. Þð yfirgefa þeir ekki hreiðrin fyrr en löngu eftir að þeir eru orðnir sjálfbjarga. Fyrst framan af sofa þeir í hreiðrunum um nætur enda eru þeir lengi undir umsjá for- eldranna sem kenna þeim ítarlega allt sem að veiðiskap lýtur og vel uppöldum arnarunga ber að læra. Er þessi náms- tími aö minnsta kosti fimm vikna lang- ur. Að honum loknum er talið að foreldrarnir reki ungana á brott og geri þá útlæga úr næsta nágrenni sinu. Hérlendar athuganir virðast benda til þess að fjölskyldan haldi hópinn fram á útmánuði næsta vetur og slíti þvi ekki samvistum fyrr en fariö er að vora. Er þetta eðlileg aðlögun að stað- háttum þegar hafður er í huga hinn kaldi og langi vetur sem hér á landi ríkir. Þrátt fyrir þessa foreldraást ís- lenskra ama þykir sýnt að fyrsti vetur- inn sé ungum ákaflega erfiður og er vitað til þess að margir ungarnir lifa hann ekki af. Er dánartiðni arnarunga mjög há, og það ásamt því að amar- hjón verpa að jafnaði ekki árlega stuðl- ar að því að vöxtur stofnsins er mjög hægur. Meöan arnarf rúin liggur á eggjunum verður hún að sjá fyrir sér sjálf, eins og þegar hef ur verið drepið á, en þegar ungamir eru komnir úr eggjum sínum fer bóndinn að draga björg í bú. Lætur hann þá greipar sópa hvar sem æti er að finna. Siðan tekur assan við vistun- um og sundrar ætinu og matar ungana á meðan þeir geta ekki séö um sig sjálfir. Fyrst í stað gefur hún þeim helst fiskmeti en kjöt fá þeir ekki fyrr en þeir eru farnir að stalpast og verða svotilsjálfbjarga. Ominn fær ekki á sig fullkominn f ull- orðinslit fyrr en hann er kominn á kyn- þroskaskeið sitt en ungfuglar verða ekki kynþroska fyrr en á sjötta aldurs- ári. A fyrstu lífdögum sínum er amar- unginn mógrár á lit en allf öllitur. Þeg- ar hann vex úr hreiðri hefur hann náð ryö-móleitum lit. Þá er hann og dökkur á höfði og hálsi með stélið mósvart, augun dökk og nefið svarblátt. Að þessu leyti er amarungi auðþekkjan- legur frá fullorðnum erni. Gjammandi krí, krí, krí, eða djúpt geltandi krá Islenski haförninn var áður út- breiddur um alla Evrópu en sést ekki lengur í mestu þéttbýlislöndunum eins og Bretlandi eða Frakklandi og langt er komið að útrýma honum úr Svíþjóð. Heimkynni amarins eru nú auk Is- lands, vesturströnd Grænlands, Nor- egsstrendur suður á Mæri, slæðingur við Eystrasalt, á Balkanskaga, Litla- Asía og síðan öll Sovétríkin þver og endilöng austur á Kamts jatka. Eins og áöur greinir finnast þeir fáu ernir sem enn lifa á Islandi nær ein- vörðungu við Barðaströnd og á utan- verðum Vestf jaröakjálka. Þó er örninn einnig farinn að sjást sums staðar við Faxaflóa en þar voru heimkynni hans áður en honum tók að fækka svo mjög sem raun varð á á síðustu öldum. Gef- ur þetta tilefni til að ætla að islenska haferninum fari nú talsvert fjölgandi. Bjartsýnisvonir eru þð ekki raunhæfar i því tilliti þvi ekki er taliö að eminum hafi fjölgað hérlendis á síðasta áratug nema í hæsta lagi um einn tug fugla. Teljast islenskir hafemir nú umþessar mundir vera um áttatiu talsins. Rétt þykir að undirstrika sérein- kenni islenskra hafarna i lokin og þau atriði sem aðgreina þá frá ó'ðrum f ugl- um sem dvelja hér á landi allt árið um kring. Þeir ferðamenn sem koma til með að eiga leið um heiiríkynni arnar- ins á næstu vikum og vilja sjá islenska haföminn berum augum skal bent á að leggja vel á minnið þau tvö atriði sem greina haf örninn frá öllum öðmm fugl- um en það er hvítt og fleyglaga stélið, sem sést vel þegar fuglinn er á flugi, svo og ófiðraðir fætumir. Þá er flug- mynstur amarins að nokkru leyti sér- stakt. Þegar hann hefur sig til flugs virðist hann ákaflega þungur á sér en þegar hann hefur náð vindi undir báða vængi er hann gjarn á að iðka svifflug á miklum breiðum og sést þá mikið vænghaf hans greinilega. Nær hann oft mjög mikilli flughæð með þessu móti. Þegar örninn er í veiðihug sveimar hann um skimandi í lítilli hæð og hremmir bráð sína jafnan við yfirborð láös eða lagar. Kemur hann þá á gífur- legum hraöa, bráð sinni algjörlega að óvörum, og gleypir hana oftast í einum bita. Eru þetta að jafnaði stórkostleg- ar aðfarir og þykir mönnum heillandi að verða vitni að þeim. Loks er að geta amarraddarinnar. Hún er ákaflega hrjúf og ber með sér gjammandi „krí, krí, krí" eða dýpra, geltandi „krá". Að svo mæltu lýkur þessu greinarkorni um islenska haföminn, konung háloft- anna eins og hann hefur oftlega verið nefndur. -SER tók samun. (heimildir meðal annars fengnar úr grein KJartans G. Magnússonar og Olafs K. Nielsen um ránfugla og uglur í áttunda riti Land- verndar, úr Árbók Feröafélags Islands 1939, Fuglabók Almenna bókafélagsins og Stóru fuglabókFjblva.) AÐ LOSA GEYMSLUNA EÐA BÍLSKÚRINN SMÁAUGLÝSING Í LEYSIR VANDANN Þaö má vel vera að þér finnist ekki taka því að auglýsa allt það, sem safnast hefur i kringum þig. En það getur lika vel verið að einhver annar sé að leita að þvi sem þú hefur f;. lið i geymslunni eða bílskúrnum. OPIÐ: Mánudaga — föstudag kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—14. Sunnudaga kl. 18—22. SMÁAUGLÝSIIMGADEILD ÞVERHOLTM1 SÍMI 27022 ATH: Lokað hvítasunnudag, opiðannaníhvítasunnu kl. 18—22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.