Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983. 3 væri að öllum likindum ekki öm að sjá í Islandsbyggðum nú. Áriö 1964 var eitrun fyrir refi bönnuð og nú mun arn- arstofninn vera þrjátiu til þrjátíu og fimm pör auk stakra fugla og fimmtán til tuttugu ungfugla. Árlega komast upp um fimmtán ungar og hefur stofn- inn vaxið nokkuð síðan 1960. Nú eru að- alheimkynni amarins við Breiðafjörð og á Vestfjöröum og nokkur pör verpa við Faxaflóa þar sem emir hurfu alveg á tímabili. Getur orðið allt að fertugur Islenski haföminn er talinn til haf- arnarættkvíslarinnar Haliaeetus, en til hennar teljast átta tegundir sem lifa við sjó eða vötn víða um heim. Sá þekktasti þeirra — auk hafamarins — er hvíthöfðaöminn í Norður-Ameríku, en það er sá fugl sem er í skjaldar- merki Bandaríkjanna. Þessiremir eru ekki taldir til hinna eiginlegu ama, Aquila, en af þeim má nefna gullörn- inn, Aquila chrysaetus, í Noregi og Skotlandi. örninn er með allra stærstu ránfugl- um, kvenfuglinn, assa, er ávallt stærri en karlfuglinn. Vegur hún um fjögur til sjö kíló og getur orðið yfir metri á lengd, en karlöminn er sjaldnast lengri en sjötíu og fimm sentímetrar og er þyngd hans á bilinu þrjú til fimm kíló. Vænghaf arnanna er yfir tveir metrar en getur orðið allt að tveir og hálfur metri. Helstu auðkenni hafarnarins eru annars vegar ófiðraðir fætur, sem er einstakt meðal ránfugla, og hins vegar stél fuglsins sem er hvítt og fleyglaga. Annars er f ullorðinn örn dökk-móleitur á lit en mun ljósari á höfði og hálsi þar sem fiðrið er Ijós-mógrátt eða hvít- grátt. Þá em augu og nef amarins gul svo og fætur hans. örninn nær hvað hæstum aldri í fuglarikinu. Við eðlilegar aöstæður getur hann oröið allt að fjömtíu ára gamall en meðalaldur hans mun vera rúmlega þrjátiu ár. öminn er ekki matvandur fugl og fær hann fæðu sína með ýmsum hætti. Hann veiöir sér til matar, étur hræ og rænir stöku sinnum bráð frá öðmm fuglum. Fiska veiðir hann með því að fljúga lágt og grípa þá við yfirborðið en stingur sér yfirleitt ekki á kaf. Fuglar era oftast teknir þeim að óvörum eða hann þreytir þá á sundi með því að neyða þá til aö kafa í sífellu. Einnig tekur hann fugla á flugi, svo sem fýl, meö því að renna sér á þá úr háalofti. Fæðuval amarins hefur talsvert ver- ið rannsakað bæði hérlendis og svo á Grænlandi og í Noregi. Hafa þessar rannsóknir aðallega farið fram um varptímann og sýna þær að megin- þorri fæðunnar eru fiskar og sjófuglar af ýmsum tegundum. Af þeim fiskum sem fundist hafa við arnarhreiður er mest um hrognkelsi og ýmsa laxfiska og em hrognkelsi einkum áberandi hérlendis. Af fuglum sem örninn legg- ur sér til munns má nefna fýl, lunda og máfa og er það nokkuð breytilegt eftir staðháttum hversu stór hluti fæöunnar hver tegund er. Þá er því ekki að neita að æðarfugl er allstór hluti fæðunnar en þá ber að hafa í huga að æðarstofn- inn hérlendis er um hálf milljón fugla en amarstofninn ekki nema í hæsta lagi hundrað fuglar. Þannig er fráleitt aö ætla aö veiðar amarins hafi nokkur áhrif á stofnstærð æðarfugis. Hins veg- ar hefur öminn oft verið sakaður um að spilla æðarvarpi með því að fæla fuglinn í burtu. Þannig gerir örninn oft usla í æðarvörpum, og er hann flýgur yfir varplönd, ærist fuglinn og æðurin fælist af eggjunum sem hættir þá viö að ofkólna og verða fúl. En ernir geta fæsta fugla tekið á flugi því að þeir em seinir á sér og þungir í snúningum. Þess vegna flýr allt fyrir þeim, því að þaö sem á jörðu situr er dauðadæmt ef öm ber þar að í veiðihug. Þær athugan- ir sem hafr verið gerðar á þessu benda til þess að varpið minnki ekki, heldur færi æðurin sig f jær amarvarpinu. Ekki er hægt að láta þess ógetið að stundum finnast lambsleifar viö amar- hreiöur. Hafa menn því oft dregið þá ályktun aö örninn hafi orðið lömbunum að bana. I flestum tilfellum mun þetta vera rangt. Hefur öminn þá tekið lömb sem þegar vom dauö eða afar máttfar- in og nær dauða af vesaldónii. Vitað er að örninn hiröir hræ hvar sem hann nær í þau og þar sem alltaf er talsvert um að lömb drepist af ýmsum orsökum um buröinn er líklegast aö lambsleifar |sjá næstu opnu íslenski haförninn er fimur tlugtugl pott nann viröist oft nokkuð þung- lamalegur þegar hann er að hefja sig tíl flugs. Eitt af sórkennum hans er mikið vænghaf sem sóst greinilega þegar hann iðkar svifflug sitt á breiðum beinum vængjum sinum. Þrátt fyrir arnarnafn sitt telst haförninn ekki tíl hinna eiginlegu arna, en er sennilega skyldastur gleðum. Nánari vitneskju um einkenni og háttu is- lenska hafarnarins er að vitja i textanum sem hér gefur að lita á siðunum. fíétt þóttí að greina litillega frá þessum merkilega ránfugli íslandsbyggðar i þessu blaði þvi að nú einmitt um þessar mundir er að klekjast út ný kyn- slóð arnarunga sem landið eiga að erfa, eða hvað! Pinotex ^ Pinotex Góð fúavörn Með Pinotex verður gamalt tré sem nýtt og nýtt endist lengur. extra PIIMOTEX þetta sterka tríó í fúa- vörn. PINOTEX hefur í áratugi verið meðal bestu fúavarnar- efna í heiminum. MEÐ VISINDALEG- UM RANNSÓKNUM hefur tekist að framleiða fúavarnarefni sem góða vöru í vörn gegn sýklum og gróðri sem sækja í tré. HEILBRIGÐUR VIÐUR er undirstaða góðs húss. Með réttri notkun Pinotex frá byrjun er sú undirstaða tryggð. ÁFERÐ OG LITIR: PINOTEX grunhur - PINOTEX struktur — PINOTEX extra mynda tríó sem býður upp á ótrúlegt úrval lita og áferða. PINOTEX er vönduð framleiðsla UTSÖLUSTAÐIR: fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.