Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR21. MAl 1983. Á leið niður skipastigann. Siglt milliþrepa i stiganum. Það var mikil umferð á skurðinum og oft voru margir bátar samferða iskipastiganum. Áætlunarferðir eru um skurðinn frá Gautaborg til Stokkhólms. Hér er eitt skipið, Sandön, með ferða- menn innanborðs. ¦*¦' >"<3fe „Hún rekst í," hrópaði maðurinn og skipaði konu sinni að ýta skútunni frá hrjúfum steinveggnum. Konan rauk upp til handa og fóta og ýtti í vegginn og sparkaði. Hún notaöi útlimi sina eins og fríholt, sem eiga annars að verja skútur hnjaski við bryggjur ef með þarf. Vatnið fossaði inn í skipastigann svo maöurinn varð að öskra á konu sína, vegna hávaðans, aö verja farkostinn. Það var greinilegt að hann hafði átt konuna miklu lengur en skútuna og því fannst honum ekkert tiltökumál þótt hún rispaði sig á höndum og fótum, bara ef skútan bjargaðist frá þvi að rekastívegginn. Eg var á skútu eins og þessi hjón og við áttum það sameiginlegt að vera á ferðalagi á Gautakanal. Svíar eru mjög stoltir af þessum skipaskurði sín- um og hafa i gegnum tíðina oft nefnt hann eitt af undrum veraldar, nánar tiltekið undur númer átta. Eftir honum er hægt að sigla frá Gautaborg, yfir þvera Svíþjóð til Stokkhólms, eða frá Kattegati í vestri til Eystrasalts i austri. Það er ekkert einsdæmi að sjá atvik eins og lýst er hér á undan á Gautakanal. Þaö þarf kunnáttu og öryggi til að koma farkostinum klakklaust um skurðinn og þá sérstaklega að fara skipastigana. Hæöarmunur er oft mik- ill milli þrepanna í stiganum og vatnið fossar af miklum krafti í þrepin, þannig að það tekur ekki nema stutta stund að komast á milli þeirra. Einnig þarf áhöfnin að vera slarkfær i lang- stökki og jafnvel hástökki, því í hvert sinn sem komið er að þrepi í stiganum og beðið er eftir því að vatnsborðið verkum sænska málarans Bruno Lilje- fors. Hann málaði undurfallegar myndir og sótti viðfangsefni sín í nátt- úruna. En við höfðum ekki mátt vera seinni að sjá myndir Liljefors, því dag- inn eftir lásum við um það í blöðunum aö verðmætustu myndum hans hefði verið stolið úr höllinni. Þær voru skorn- ar úr römmunum og þegar gæslumenn komu á staðinn, héngu rammarnir einir eftir á veggjunum. Þjófarnir höfðu leynst í höllinni um nóttina.'enda víst enginn vandi því í henni eru mörg hundruð herbergi. Þeir höfðu komist undan með því að renna sér mörg hundruð metra niður eftir hallarveggj- unum á kaðli sem hékk út úr einum glugganum. En þeir höfðu myndirnar ekki lengi undir höndum, því þeir voru gómaðir stuttu síðar. Myndirnar sem þeir stálu voru metnar á tugi þúsunda sænskra króna, enda Liljefors einn þekktasti listamaður þeirra S vía. Það er eins og maður sé kominn langt aftur í aldir, þegar maöur heim- sækir Lácköhöll. Það eina sem minnir mann á nútímann er maturinn á veitingastaðnum í höllinni, en staður- inn sjálfur er nákvæmlega eins og veitingasalir voru á miðöldum, hús- gögnin, tjöldin á veggjunum, sem eru grófir og hvítkalkaðir. ISOáragamail skipaskuröur Eftir nokkurra daga siglingu á Van- ern var stefnan tekin í austur og siglt til Sjötorp, sem er bær við Gautakanal, þann hluta sem siglt er um til Vattern. 1 þorpinu blöktu þjóðfánar hinna ýmsu landa við hún. Þegar við renndum aö bryggju, þá kom til okkar maður og Mikill hæðarmt hlaðinn veggui gamall. ÁTTCNI UNDO VERALD hækki, þarf að stökkva í land með land- festar og binda bátinn. Þá er einnig nauðsynlegt að kunna nokkra hnúta, því ekki þýðir að binda bátinn þannig að ekki sé auövelt að losa hann. Það hefur komið fyrir að ferðalangar í skuröinum hafa lent í því að binda bát- inn vel og vandlega í skipastiganum á niðurleið, þannig að þegar vatnsborðið lækkar, þá dinglar farkosturinn i lausu lofti, ef ekki eru höfð snö'r handtök. Þá kalla gárungarnir skuröinn oft skilnaðarskurðinn. Þegar álagið er of mikið á áhöfninni, endar skemmti- ferðin oft með miklu rifrildi, þannig aö skipherrann situr einn eftir og konan og bö'rnin, eða aðrir í áhöfn, hafa tekið sér f ar með næstu lest heim til sín. Sigftá málverkasýningu Skútan okkar, sem hafði veriö gefið hið rammislenska nafn Hekla, á heimahöfn í Mariestad. Bærinn er við suð-austur hornið á Vanern. Þaöan var lagt upp í siglingu um vatnið, áður en haldið var i Gautakanal. Stefnan var tekin í vestur og siglt um Ekens skerja- garðinn. Þar eru ótal Iitlar eyjar, sem hægt er að varpa akkerum við og fara í rannsóknarleiðangra um. I skerja- garðinum er mjög skemmtileg skútu- höfn við Lacköhöll. Hluti hallarinnar var byggður á 13. öld og þar bjuggu greifar og fyrirfólk allt fram á 20. öld. Höllin er nú hið skemmtilegasta sýnis- horn um það hvernig aðallinn í Svíþjóð bjó fyrr á öldum. Hún er mjög glæsileg með turnum sínum og ótal herbergj- um, sem eru búin glæstum húsbúnaði, mörg hundruð ára gömlum. I höilinni er nú ýmsar listsýningar og þegar við heimsóttum hana stóð yfir sýning á var afskaplega leiður yfir því að eiga ekki íslenska fánann til að draga að húni, en hann sagði að þessu yrðum við að bæta úr og útvega sér fána, sem var gert. Nú skyldi lagt í skurðinn og við sigld- um inn í fyrsta þrepið í skipastiganum. Það var einmitt þar sem aumingja konan, sem ég sagði frá hér í upphafi, barðist við að halda skútunni frá hrjúf- um steinveggnum, þegar vatnið foss- aði inn í stigann og lyfti skútunum upp ínæstaþrep. Það er engin furða þó Svíar segi að skurðurinn sé eitt af undrum veraldar. Hann er samtals rúmlega 190 kíló- metra langur og það eru 150 ár siðan hann var vígöur, en það gerði Karl XIV., Jóhann, konungur árið 1832. Byrjað var að huga að framkvæmdum við skurðinn árið 1800, en verkið hófst tíu árum síðar. Stjórnandi þess var Baltazar von Platen, en hann var skip- stjóri og haföi siglt um heimsins höf og f ræðst ýmislegt um skipaskurði á f erð- um sínum. Verkið hófst við þann hluta skurðarins, sem tengir Vanern við Kattegat. Alls eru þrepin i skurðinum 64 talsins. Hæstur er hann við Haj- storp, sem er bær milli Vanern og Vatt- ern, tæplega 92 metrar yfir sjávar- máli. Þau rúmlega 20 ár sem framkvæmd- ir við skurðinn stóðu yfir unnu um 60 þúsund manns við hann og skiluðu samtals 7 milljónum dagsverka. Um 8 milljón kúbikmetrar af jarðvegi voru grafnir upp, en einnig þurfti að sprengja leið gegnum klappir, gera hafnir, stíflur og byggja skipastiga. Vanern er í um 40 metra hæð yfir s jávarmáli, en til þess að komast yfir í Vattern þurftum viö að fara enn Krakkarnir i Karlsborg eru hér að koma seglskútunum sinum á flot, en krökkt er af svona skútum meðfram öllum skurðinum. Texti og íii vmlir: Katrín Pálsdóttir Stökkið i lant binda með ski

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.