Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 21. MAI1983. 13 æðarmunur er milli þrepanna. Hér sést gamall, veggur i einu þrepinu, en hann er um 150 ára DA R >AR hærra, því þar erum viö í um 90 metra hæö yfir sjávarmáli. I þeim hluta Gautakanal, sem tengir þessi tvö stærstu vötn Svíþjóðar eru því mörg þrep í skipaskurðinum, alls 21, en þessi hluti skurðarins er um 66 kílómetra langur. Fyrstu tíu kílómetrana var í mörg horn að líta, því þá þurfti að fara í gegnum 8 þrep í skurðinum. Þegar ð í land undirbúið og kaðallinn tilbúinn til að neð skútuna. skútan rann inn i þrep í stiganum, var stokkið í land og hún bundin, þannig að nú þurfti að grípa til langstökks og jafnvel hástökks, því vatnsborðið í þrepunum var ekki alltaf í ákjósan- legri hæð, miðað við bakkann. En það eru ekki bara þrepin í skipa- stiganum, sem verða á leið skútufólks- ins í Gautakanal. Fjöldinn allur af brúm er á leiðinni, og þær þarf að opna fyrir umferðinni í skurðinum, sem hef- ur forgang fram yfir bílana. Hrað- brautin milli Gautaborgar og Stokk- hólms liggur yfir skurðinn við bæinn Lyrestad. Þar þurftu óþolinmóðir bíl- stjórar að bíða eftir því að skúturnar færu í gegn, áður en hraðakstur gæti haldið áfram milli þessara tveggja borga. Meðfram öllum skurðiniim eru ótal gestahafnir. Þar er aðstaða mjög góð og hægt er að fá alls konar fyrir- greiðslu. Hafnirnar eru allar við litla notalega bæi, sem eru meðfram skurðinum, sumir eru á stærð við Akureyri. Þarna er hægt að skreppa í land, kaupa sér í kvöldmatinn, fara í bió, leikhús, eða bara sitja úti á kaffi- húsum og skoða mannlif ið. A kvöldin sigldu skúturnar ein af annarri inn í gestahaf nirnar. Það er al- veg bráðsniðugt, hvað skútueigendur hugsa mikið um hvar skúturnar þeirra eru framleiddar. Þegar Hekla kom í höfn, þá var yfirleitt móttökunefnd á hafnarbakkanum til að heilsa upp á Is- lendingana, sem höfðu komið alla þessa löngu leið yfir hafið. Sérstaklega voru þeir glaðbeittir á svip, sem áttu eins skútu og Hekluna, en hún er smíð- uð í Finnlandi og er af gerðinni Sun- wind. Við þurftum bókstaflega ekkert að gera, bara sigldum upp að og svo tóku aðrir við og bundu farkostinn. Svo komu spurningarnar, hvað við hefðum eiginlega verið lengi á leiðinni frá Is- landi og hvort við hefðum fengið vont í sjóinn. En þegar sannleikurinn kom í ljós, að við hefðum lagt upp frá Marie- stad, þá urðum við ekki eins merkileg fyrir bragðið og Sunwind eigendur ekki einsstoltirásvip. En það er fjörugt líf i gestahöfhun- um. Þar er grillað á þiljum á kvöldin, fólki boðið í heimsókn í næstu skútu, skrafaö og skemmt sér. En það er ekki sama hvort þú ert á hraðbát eða skútu. Það er eins og skútueigendur haldi saman og vilji sem minnst við hrað- 'bátaeigendur tala. Við urðum vör við þetta strax i skurðinum. Þá var veifað til okkar úr öllum skútum og auðvitað veifuðum við til baka, en við kunnum ekki reglurnar, við veifuðum öllum, bæði hraöbátum og skútum og hrað- bátafólkið var stund að átta sig á þessu, en þegar það sá íslenska fán- ann, þá hefur þaö auðvitað haldið að Islendingar væru sérstaklega vingjarnlegtfólk. Siglingí sveitasælu Það er skemmtileg tilf inning að sigla eftir skurðinum, eftir að hafa verið nokkra daga á siglingu um Vánern, þetta stærsta vatn Svíþjóðar. Uti á miðju vatninu sést ekki til lands og það er alveg eins og maður sé úti á rúmsjó. Viðbrigðin eru því mikil að sigla eftir skurðinum og vera i kompaníi með kúm og öðrum húsdýrum, sem eru á beit á bökkunum. Maður siglir um í sveitasælu, í gegnum akra, skóga og lítilþorp. Upphaflega var það ákveðið að við sigldum eftir Gautakanal alla leiö til Stokkhólms. En við vorum fljót að breyta áætlun, völdum heldur að fara rólega og stoppa sem viðast, þannig að við komumst ekki lengra en til Karls- borgar, sem er bær við Váttern. Það var ekki nokkur leið að vera á hraðferð þarna í sveitasælunni. Skerjagarðarn- ir í vötnunum eru einnig stórkostlegir, ég tala nú ekki um í bliðskaparveðri og glaða sólskini, og það er einnig hægt að renna fyrir f isk í vötnunum. I Karisborg við Váttern er nokkuð merkilegt virki. Það á sér skringilega sögu. Karlsborgarvirki var ætlaö mikilvægt hlutverk i varnarkerfi Svía þegar það var byggt. Svíar vildu efla varnir sínar eftir að hafa farið hrak- farir fyrir Russum og misst Finnland i hendur þeirra árið 1809. Russar höfðu mikinn f lota á Eystrasalti og Svíar sáu sitt óvænna og vildu efla varnir sinar. I stað þess að hafa hersveitir við landa- mæri ríkisins og strandir, var sú ákvörðun tekin að leggja áherslu á varnir þess landsvæðis, sem er í i Karlsborgarvirkið er mikið og rammgert, enda átti það að vera óvinnandi, þegar það var gert á sinum tima, með margföldum virkisveggjum. kringum vötnin tvö. Þar skyldi byggja mikið virki og auðvitað átti að nota Gautakanal sem samgönguæð og verja hana vel. Tekin var ákvörðun um það árið 1819 að hefjast handa við bygg- ingu Karlsborgarvirkis. Þar átti að hafa mikla vopnageymslu og mikið herlið og virkið skyldi óvinnandi. Ein- mitt á þessum árum var verið að byggja Gautakanal og hann var for- sendan fyrir því að Karlsborgarvirki var byggt. Með því að hafa skurðinn og virkið, var Svíþjoð óvinnandi fyrir óvininn úr austri. En þessar miklu framkvæmdir tóku langan tíma og þegar virkið var f ullgert árið 1909 haf ði margt breyst og það var orðið úrelt. Svíar höfðu flutt varnir sínar út að ströndum landsins og að landamærum. Það var erfitt fyrir menn í þá daga aö imynda sér þá tækni og miklu breytingar sem áttu eftir að breyta svo miklu. Virkið og skurðurinn, þessi miklu mannvirki, urðu því úrelt um það leyti sem þau voru fullgerð. Gauta- kanall varð fljótt allt of mjór og lítill og Karlsborgarvirkið varð allt of stórt og óþarft. Það má með sanni segja að maður sigli ekki aöeins í sveitasælu á Gauta- kanal, heldur siglir maður einnig í gegnum söguna. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt aö kynnast landi og þjóð mjög vel á svona ferðalagi. I hverri höfn eru merkilegir hlutir að skoða, jafnt fyrir þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Svíþjóðar og einnig fyrir þá sem hafa áhuga á nútímanum. Hægt er að hverfa margar aldir aftur í tímann t.d. í Lacköhöll og Karls- borgarvirki, eöa skoöa glæsilegar vör- ur í verslunum, kristal, fatnað og hús- gögn, svo eitthvað sé nefnt. En skemmtilegast er að komast allra sinna ferða á skútu og kynnast skútu- fólkinu, sem þarna er á ferð um vötnin og skurðinn frá næstum öllum heims- hornum. Margir og ólíkir fánar blakta við hún á þeim skútum og bátum sem fara þarna um. sölumet f leiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING málning'i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.