Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 14
14 ■" 11 "1 1 1,, 11 " .....1 Úr fjölskyldualbilmmu: DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983. LITIÐIIM OXLIHEB STEFANO ISLMDI Hann söng sig inn í hug og hjörtu Islendinga. .. og Dana og reyndar allra sem heyröu til hans fyrir nokkrum áratugum. Hann er fæddur árið 1907 að Krossanesi í Skagafirði. Um tvítugsaldur lagði hann land undir fót og fór suður. Og þaðan lá leiöin til Italíu, Þýskalands, Frakk- lands og Danmerkur. Maðurinn er Stefano Islandi, eins og hann kallaði sig, ööru nafni Stefán Guðmundsson. Af hverju Islandi? ,,Æ, þaö var aldrei hægt aö fá þetta Guðmundsson rétt skrifað eða lesið,” svarar söngvarinn. ,,Ég fór aö hugsa um aö taka upp eitthvert listamannsnafn. Ég hugsaði mikið og datt svo í hug Islendingur — Stefán Islendingur, já, hvers vegna ekki? Það varð úr, örlítið breytt að vísu, Stefano Islandi. Svona lista- mannanöfn mega nefnilega ekki vera of stórkostleg, þá stendur maður ekki undir þeim.” Stefán var um 25 ára skeið meira og minna við óperuna í Kaupmanna- höfn. Það var ’36 sem hann fyrst söng þar við óperuna og ’66 kom hann alkominn heim. Þá kenndi hann söng en hætti því fljótlega. „Ég sagðist einhvem tíma vera kominn heim til að deyja. Þessu var slegið upp í blöðum en hér er ég enn. Mér er farið að leiðast þófiö! ” Viö spurðum Stefán hvort hann syngi enn. „Nei, það geri ég ekki. Reyndar er orðið langt síðan ég gerði það. Enda er ég orðinn 77 ára gamall og það væri laglegt ef maður færi að taka uppáþvíaösyngjanúna!” — En hvernig líður dagurinn hjá þér? „Nú, ég les mikið, allt sem ég ■kemst yfir og svo fer ég eins oft í göngutúra og ég get þótt gigtin sé f arin að verða mér f jötur um f ót. ” Við lítum í fjölskyldualbúm Stefano Islandi alias Stefáns Guð- mundssonar. -KÞ ■ ’ ÉSH 1 ■ WHmM íiií I * 8f ■ 'i' „Eg veit svo sannar/ega ekki hvað hefði orðið úr mér væri ég aftur orðinn tvítugur!" Stefán ís/andi giuggar i gamlar myndir. <D V-myndir G VA). „Þarna er ég gamli Faust hjá Kaupmannahafnaróperunni. Það var skemmtilegt hlutverk og eitt af minum fyrstu hjá óperunni. Ég byrjaði minn söngferil hjá Karlakór fíeykja- vikur, sem þá var stjórnað af Sigurði Þórðarsyni. Það var eftir að ég kom suður og ég man að fólk var alltafað segja ég væri siöskrandi! Einhverju sinni fórum við ísöngferðalag til útlanda og Magnús Jónsson, prófessor, var söngstjóri. Ég heyrði hann einu sinni segja að það væri synd að strák- greyið gæti ekki farið í söngnám og þar átti hann við mig. Svo þegar heim var komið var ég kallaður á fund fííkharðs Thors, forstjóra og vinar Magnúsar. Erindið var að spyrja mig hvort ég vildi læra að syngja. Hvort ég vildi! Og hann kostaði mig svo til náms alla tið." „Þetta er úr Madame Butterfly. fíeyndar byrjaði ég og end- aði minn feril á hlutverkinu þvi. Á mínum ferli söng ég ekki nema i 16 til 18 óperum þvi að það var alltaf verið að endur- taka þær aftur og aftur." „Sviðsmynd úr Don Carlos. Hvort daman, sem hjá mér er, var fræg á sínum tima? Ja, fræg og fræg, öll viljum við vera fræg, er það ekki? Ég man ekkert hvað hún hét þessi. En á fjölunum i dönsku óperunni var ekki notað nema það skásta sem náðist i, enda var þetta aðalóperuhúsið i Skandinaviu." „Ég er i Werther þarna og það var ein sú siðasta ópera sem ég söng i i Kaupmannahöfn. Ég átti að vera tvitugur maður þarna, laglegt það! Þetta var hlutverkið sem maður var bú- inn að biðja um allan timann en fékk það ekki fyrr en þarna." „Ég er i hlutverki Don José i Carmen á þessari mynd, árið 1940." ,Og þessi. . . já. Þetta er Cavalleria fíusticana.' j ■f: i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.