Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983. 19 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Bresk kvikmynda- ger ð í mikl inn blónia Breska kvikniyndastofnunin hefur undanfarin ár stutt fjárhagslega við bakið á fjölmörgum sjálfstæðum kvikmyndager ðarmönnum með göðum árangri. Einn þeirra er breska konan Sa I ly Potter sem kvikmyndaði hér á landi 1981 myndina GOLD sem frumsýnd verður fljötlega Bretar í heimsókn Miðaö viö kvikmyndaáhuga okkar Islendinga og hve kvikmyndum eru gerð góð skil á síöum dagbíaðanna, fór undarlega lítið fyrir fréttum af leið- angri breskra kvikmyndagerðar- manna árið 1981 undir forystu leik- stjórans Sally Potter. Þessi hópur dvaldist hérlendis til að kvikmynda fyrstu mynd Potters í fullri lengd sem nú er á klippiboröinu og gengur undir vinnuheitinu GOLD. Verður hún frum- sýnd á næstu mánuðum. GOLD er sér- stæð mynd aö mörgu leyti. I fyrsta lagi er hún algerlega gerð af konum og er þetta fyrsta breska myndin sem þann- ig er unnin. Myndin er kvikmynduð á svarthvíta filmu og var kvikmynda- tökukonan Babette Mangolte sérlega fengin til verksins frá Bandaríkjunum þar sem hún er búsett. Sjónvarpið hjálpar Breska kvikmyndastofnunin er ríkis- stofnun og því eins og flestar þannig stofnanir svelt peningalega séð. Árið 1981 varð þó töluverð breyting á. Þá hóf starfsemi sína í Bretlandi ný sjálf- stæð sjónvarpsstöð „Channel Four”. Þessa nýju rás vantaði efni af háum gæðaflokki og bauðst þvi til að styrkja Bresku kvikmyndasto&iunina gegn því að fá að sýna myndir hennar síðar meir fyrir sína áhorfendur. BK tók til- boðinu fegins hendi og fékk meira fjár- magn til umráða en nokkru sinni fyrr sem myndi auka til muna framleiðslu- kostnaðmynda BK. Myndin sem braut ísinn En hvaða myndir eru það sem BK hefur fjármagnað undanfarin ár og hafa gengið svona veL Fyrsta myndin sem reglulega sló í gegn var RADIO ON sem Christopher Petit leikstýrði 1979. Myndin fjallar um náunga sem vinnur við litla innanhúss útvarpsstöð í kexverksmiðju í London. Dag nokkurn fréttir hann að bróöir hans hafi fundist látinn í íbúð sinni í Bristol. Hann fer að kanna málið og kemur þá margt óvænt upp á yfirborðið. Christopher Petit, sem er fyrrver- andi kvikmyndagagnrýnandi TIME OUT tímaritsins, naut góðrar aöstoðar Wim Wenders við gerö myndarinnar en hann tók að sér að vera aðstoðar- framleiöandi. Einnig lagði David Bowie sitt af mörkum en tónlist hans kemur mikið við sögu í myndinni. Það sem gerði myndina svona vinsæla var m.a. hve mikið hún höfðaði til unga fólksins sem alltaf hefur verið stærsti hluti k vikmyndahúsagesta. Það er ekki oft sem erlendir kvik- myndagerðarmenn leggja leiö sína til Islands til að nota stórbrotið landslag og náttúru landsins sem baksvið í myndir sínar. Þó hafa nokkrar erlend- ar myndir veriö teknar hér á landi, flestar að hluta til, þótt ein og ein hafi verið kvikmynduð að öllu leyti hér á landi. Hér má nefna myndir eins og SÖLKU VÖLKU sem Svíinn Ame Mattsson leikstýrði áriö 1954 og BROÐUR MINN LJONSHJARTA sem einnig er sænsk mynd, leikstýrð af Olle Hellbom. Áriö 1967 voru Danir hér á ferð og kvikmynduðu RAUÐU SKIKKJUNA og einnig var þýska myndin um SIGURÐ FÁFNISBANA tekin að nokkru leyti hér á landi, m.a. við Dyrhólaey og Skógafoss, á Þing- völlum og íSurtsey. Ekki má heldur gleyma öllum þeim sjónvarpsstöövum sem sent hafa kvik- myndagerðarmenn til Islands, bæði til heimildarmyndagerðar eða vinnslu á framhaldsþáttum eins og BBC þáttun- um RUNNING BLIND sem unninn var upp úr samnefndri bók Desmond Bagley. Einnig hefur oft staöið til að kvikmynda stórmyndir hér á landi en áætlanir þar að lútandi hafa yfirleitt runnið út í sandinn á síðustu stundu. Er skemmst að minnast þess þegar kvikmyndagerðarfélagið Twentieth Century Fox ætlaði aö vinna myndina LEITINA AÐ ELDEMUM að nokkru leyti hérlendis. til sýninga í almennum kvikmynda- húsum við góða aðsókn. Þessum stórhug BK má líkja við til- raun til aö koma á framfæri vönduöum og góðum myndum sem framleiddar eru af óháðum kvikmyndagerðar- mönnum þ.e. þeim sem ekki eru á samning hjá stóru kvikmyndafélögun- um eða sjónvarpi og hafa þannig oftast lokaorðin varðandi fullvinnslu viðkom- andi myndar. Þessi tilraun hefur lofað góðu þótt nú séu ýmis teikn á lofti sem benda til þess að fleiri vilji fá bita af kökunni þar sem nokkrar myndir hafa skilað hagnaði. þeir ynnu viö þær myndir sem BK f jár- magnaöL með sérstökum kjörum. Nú var leyfilegt að nota færri tæknimenn við gerö kvikmynda en almainir samn- ingar sögöu fyrir um, leyfilegt var að nota starfsmenn og tæknimenn sem ekki voru í viðkomandi stéttarfélagi og starfsfólkið tók lægri laun en tíðkaöist gegn því að fá greitt samkvæmt taxta ef myndin skilaöi einhverjum hagnaði. Þetta atriði varðandi launin er í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu BK að borga öllu starfsfólki sömu laun sem vinnur aö kvikmyndagerð. Þótt ekki Aðalhlutverkin eru í höndum Colette Laffont, sem hafði áöur leikið í 30 mín- útna mynd að nafni THRILLER sem Pottergeröi 1979, og svo Julie Christie. I samræmi við þann anda sem rikti meöal kvikmyndagerðarfólksins, þá þáði Christie sömu latn fyrir leik sinn og aðrir leikarar í myndinni þrátt fyrir frægð sína og auknar líkur á betri aö- sókn að myndinni vegna þátttöku hennar. Breska kvikmyndastofnunin Annaö mikilvægt atriði varðandi GOLD er að hún er fjámögnuð af Bresku kvikmyndastofnuninni (British Film Institute) og að myndin er gerð af óháöum kvikmyndagerðar- mönnum. Á undanförnum árum hefur BK virkað sem mikil lyftistöng fyrir sjálfstæða breska kvikmyndagerð meðan aðsókn að kvikmyndahúsum hefur hríðfallið í Bretlandi og stóru kvikmyndagerðarfyrirtækin hafa al- veg gefist upp á að gera kvikmyndir þarlendis. Stórhluti þeirra mynda sem BK hefur f jármagnar hefur hlotið mik- ið lof á kvikmyndahátíðum og í sumum tilfellum hafa myndirnar verið teknar önnur mynd sem hefur notiö mikilla vinsælda er THE DRAUGHTSMAN’S CONTRACT sem Peter Greenaway leik- stýrði 1982. Þetta er þriðja myndin sem Greenaway gerir fyrir BK og sú sem mest var lagt í. Myndin gerist 1691 og fjallar um ástarsamband hefðar- frúar og teiknara sem hún fékk tfl að teikna myndir af landareign þeirra hjóna, sem gjöf til eiginmanns síns. Atriði úr myndinni Burning An lllusion sem fjaiiar um kynþáttavandamálið i Bretiandi. Þótt kvikmyndaframleiösludeild BK hafi verið stofnuð 1951 þá tók hún ekki fjörkipp fyrr en 1976 þegar Peter Sainsbury varð yfirmaöur hennar. Til ársins 1976 hafði BK aðallega fjár- magnaö stuttar listrænar myndir og byrjendaverk ungra og efnilegra leik- stjóra enþessarmyndirhlutulítiðfjár- magn og voru yfirleitt ekki í það háum gæðaflokki að almenn kvikmyndahús heföu áhuga á að taka þær til sýninga. Breyting til batnaðar Þessu vildi Peter Sainsbury breyta. Hann vildi leggja ineira fjármagn í myndimar og reyna að efla dreif ingar- kerf ið svo fleiri aðilar ættu þess kost að taka myndimar til sýningar. Eitt það fyrsta semSainsbury gerði var að gera samning við stéttarfélag tæknimanna sem vinnur að kvikmyndagerð um að hafi verið gerður eins samningur við félag leikara þá vom þeir yfirleitt til- búnir að vinna fyrir sömu laun og aðrir til að hjálpa til aö styrkja óháða breska kvikmyndagerð. Til að sjá um dreifingu myndanna sem BK fjármagnaði þá stofnaði Sainsbury nýja deild sem sá um alla dreifingu á myndunum. Ekki voru nú allir ánægöir með það, enda missti THE OTHER CINEMA kvikmynda- dreifingarfyrirtækiö stóran spón úr aski sínum því það hafði dreift stómm hluta af myndum BK. Eins fannst mörgum kvikmyndagerðarmönnunum sem fengu styrk frá BK þeir fá að ráða of litlu um dreifingu mynda sinna og samninga þar að lútandi. Þessi aðferð hefur þó gefiö góða raun og gert BK kleift að kynna myndir sínar um allan heim. Teiknarinn ihinnilofuðu mynd The Draughtsman's Contract. sem gerði henni kleift að fjármagna 6 myndir það árið. En þessi fjárstuðningur sjónvarps- ins getur orðið BK dýrkeyptur. Stéttar- félag tæknimanna við kvikmyndagerð hef ur lýst því yfir að BK f ái ekki lengur að njóta neinna sérstakra forréttinda lengur vegna þess að „Channel Four” sé rekið eins og hin stóru kvikmynda- dreifingarfélögin með hámarks hagnaö sem takmark. Félag atvinnuleikara hefur tekið sömu afstöðu enda hafa þeir staöiö í launabaráttu við „Channel Four” að undanfömu. Því stendur Breska kvikmyndastofnunin andspæn- is þeirri ákvörðun hvort hún eigi aö neita að veita viðtöku fjármagni frá sjónvarpinu og minnka þar með há- marks fjárveitingu til hverrar myndar eða ráða tæknilið og leikara sam- kvæmt samningum stéttarfélaganna Gullbjörninn í Berlín BURNING AN ILLUSION var gerð 1981 af Menelik Shabazz og fjallar um líf þeldökkra í Notting Hill hverfinu í London. Hún lýsir hvernig söguhetjan, ung þeldökk stúlka að nafni Pat, þrosk- ast og öðlastskýraristéttarmeðvitund. Hún vinnur á skrifstofu og leggur sig þar alla fram. Hana dreymir um að komast áfram í hinu borgaralega sam- félagi og klæðist því samkvæmt því, kaupir „réttu” hlutina og skemmtir sér með vinkonum sem allar dreymir um að giftast sem fyrst. En þessi þjóð- félagsmynd hennar verður fyrir miklu áfalli er hún kynnist Del, verkamanni, sem elskar hana á sinn hátt og reynir að opna augu hennar fyrir umheimin- um og hvernig lífið sé, sem honum tekst. Kvikmyndaframleiðendur hafa allt- af verið hálfragir við að fjármagna myndir sem fjalla um kynþáttavanda- mál og hafði gengið á ýmsu áður en Breska kvikmyndastofnunin sá sér fært að styrkja gerð myndarinnar. Líklega verður myndin ASCEND- ANCY að teljast eitt mesta afrek kvik- myndastofnunarinnar. Hún var frum- sýnd í ár á kvikmyndahátíðinni í Ber- lín og nældi þar í sjálfan gullbjörninn sem eru æðstu verðlaunin sem hátíðin veitir. ASCENDANCY, sem Edward Bennet leikstýrir, fjallar um Irland á árunum 1969-1983 og er líklega ein sú besta og jafnframt metnaðarfyllsta mynd sem stofnunin hefur staöið að. Hún segir sögu Connie Wintour sem Julie Covington leikur. Síðan bróðir hennar, sem var hermaður, dó hefur hún þjáöst af þunglyndi ~g lömun á hægri handlegg. Hún lifir í minning- unni um bróður sinn, en þegar breskur liðþjálfi kemur inn á heimilið fer hug- myndaheimur hennar að riðlast. Baldur Hjaltason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.