Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 21. MAI1983. 21 Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Melilla er fallegur lítill bær i Marokkó. áttina tilmín. Þegar ég kemst héðan út er ekkert sem aftrar mér frá að verða maðurinn hennar. Ef ekki gefst annaö þá mun ég hlaupast á brott með henni.” Kvöld eitt tveim vikum síöar sást María ekki í garðinum. Pedro var niðurbrotinn en huggaði sigmeð því að ef til vill hefði hún farið meö f oreldrum sínum í bæinn eða þá að hún lægi í rúm- inu með inflúensu. En næsta kvöld kom María heldur ekki í garðinn og ekki þar næsta kvöld heldur. Viku síðar var Pedro á barmi örvæntingarinnar. Hann gerði sér fáránlegustu hugmynd- ir um hvað hefði komið fyrir hana og þrátt fyrir að aðeins vika var eftir af fangelsisvistinni þá gat hann ekki haldiðþaöút. örvæntingarfull flóttatilraun Einn morguninn þegar fangavörður- inn kom með morgunmatinn stökk Pedro á hann, sló hann niður og hljóp út úr klefanum. Hann varð að komast að því hvað hent hefði Maríu. A gang- inum fyrir framan hristi hann af sér tvo fangaverði sem höfðu ekki roð við honum í því æði sem á hann var runnið. Hann komst út úr fangeisinu og hljóp sem óður væri í átt að útgönguhliði her- búðanna. En við hliðið var hann stoppaður af tveim vopnuöum vörðum og þar gafst hann upp. I spænsku útlendingaherdeildinni er ekki minni agi en í þeirri frönsku og viku síðar var Pedro dæmdur fyrir herrétti í eins árs fangelsi fyrir flótta- tilraun. En yfirmenn hans voru þó ekki gjörsneyddir mannlegum tilfinning- um. Liðsforinginn, sem var verjandi hans fyrir herréttinum, sagði við réttarhöldin að hann hefði heimsótt Maríu Cortes því að hann hefði vitað að eitt ár í algerri óvissu hefði riðið Pedro aö fullu. Liðsforinginn sagöist hafa fundið Maríu í húsi í hinum enda bæjarins þar sem hún bjó undir nafninu María Suarez. Hún var nú gift ungum lög- fræðingi. „Faðir minn hef ur í lengri tíma álitið að Manuel, sem ég er gift, væri rétti eiginmaöurinn handa mér,” sagði María við liðsforingjann. „Fyrir stuttu ákvað hann sig endanlega. Hann sagði við mig að nú væri kominn tími til fyrir mig að staðfesta ráö mitt, gleyma her- manninum og gifta mig. Ég elskaði ennþá Pedro en það er tilgangslaust að setja sig upp á móti fööur sínum. Auð- vitaö var ég neydd til að hlýða. Ég gift- ist Manuel fyrir tveimur vikum. Mér virðist ég þegar vera farin að gleyma Pedro. Liklega kem ég til með að elska Manuel,” sagði María. ,dín gafstu Pedro ekki merki um að þú ætlaðir að giftast honum?” spurði liðsforinginn. Afdrifaríkur misskilningur „Nei, svaraði María. „Ég reyndi hins vegar að gafa honum til kynna meö bendingum að nú ætti ég aö giftast öðrum. Ég hélt að hann hefði skilið mig og að hann væri að gefa mér til kynna með látbragði sínu að hann óskaöi mér bara gæfu og gengis. ” Pedro brotnaði saman pegar liðsfor- inginn greindi frá þessu samtali. Stuttu síðar heyrði hann dóminn kveð- inn upp: eins árs fangelsi. I margar vikur lá Pedro Rullan á fleti sínu í klefanum, sagði ekkert og svaraði ekki þegar á hann var yrt. Það var með naumindum að hann fékkst til að borða en sökk stöðugt dýpra niður í þunglyndi. En að lokum braust harð- neskja hermannsins aftur upp í hon- um. Lífið hafði verið of homótt við hann til að hann gæfist upp við þetta áfall. Nótt eina braust æðið í gegnum þunglyndiö. Þessar vikur hafði hann alið með sér stjórnlaust hatur og hefni- girni. I huga hans komst ekkert annað að en að ná sér niðri á föður Maríu. Pedro skellti allri skuldinni á fööurinn. En að þessu sinni ætlaöi hann ekki aö reyna vonlausan flótta sem endaöi á þann eina hátt að hann yrði stöðvaður af vopnuðum vörðum. Að þessu sinni ætlaði hann að undirbúa flótta sinn bet- ur. Þessi undirbúningur tók hann tvo mánuði. Vinir hans, Juan og José, smygluöu þjöl inn í klefann til hans og smám saman tókst honum að sarga sundur rimlana fyrir glugganum á salerni fangelsisins. Hann gekk þó þannig frá þeim að ekkert sást. Siðan sáu vinir hans til þess að hann fengi langan nælonkaðal inn í klefann. Það hefði verið auðveldur leikur fyrir vanan afbrotamann að flýja frá fangelsinu í herbúðunum í MelÚÍa. En Pedro var enginn fagmaður á þessu sviði og því gekk hann til verka meö mikilli varúð. Leikurinn jafnaður En eina nóttina lét hann til skarar skríöa. Hann tók sundursargaöa járn- rimlana úr glugganum, batt kaöalinn fastan og henti hinum endanum síðan út um gluggann. Svo tróð hann sér út og las sig niður eftir kaðlinum. Fimm metrum neðar hafnaði hann á þaki við- byggingar. Hann hljóp yfir það, hopp- aöi þaðan yfir múrvegginn og lenti í garði foreldra Maríu. Hann hljóp upp að húsinu, fann bakdymar og hrinti þeim upp. Þær voru ekki læstar. Þegar inn í eldhúsið kom leitaði hann að stórum brauðhníf. Með hann í hönd- unum leitaði hann að svefnherbergi hjónanna. Fáum mínútum síðar stóð hann yfir Hector Cortes með hnífinn. Kona hans var ekki í húsinu. Pedro kveikti ljósið og horföi á lögreglustjór- ann sem hann hataði svo mjög. Pedro greip um hálsinn á Cortes og þegar hann opnaði augun horfði hann beint í hatursfullt augnaráð hermanns- ins. Pedro reiddi upp hnífinn. En á sama augnabliki braust lögreglustjór- inn æðislega um til að bjarga lífi sínu. Það var sem hann fengi einhvem ofur- kraft. Honum tókst að snúa hnífinn af Pedro og veitti honum djúpt sár í mag- ann með honum. En Pedro náði hnífn- um aftur og greip sterkum höndum um háls Cortesar. Nokkrum mínútum síðar var lögreglustjórinn látinn. Ataður í blóöi gekk Pedro út úr hús- inu og til herbúðanna. I hliðinu var hann umsvifalaust handtekinn og sett- urafturífangelsið. Við réttarhöldin í júlí 1966 kom fram að Pedro Rullan haföi tvö önnur morð á samviskunni. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þannig getur farið þegar hermaður verðurástfanginn af gullfugli. Faðir Mariu, Hector Cortes lögreglustjóri. Smurbrauðstofan BJÖRNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 “"VIDEO” OPtÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 . 8.1 XMgumgllfVMttn. I VMtnwy)um m opM M. 14- VtDEOKLÚBMHHMN 20 «n um hflflfr Id. 14—18. .VIDEO, HÚSBYGGJENDUR - FRAMKVÆMDAMENN háfell Leigjum út belta- og hjólagröfur, jarðýtur, vibróvaltara o.fl. Tökum að okkur alla jarðvinnu, gröfum grunna, útvegum fyllingarefni. Tilboös- og tímavinna. HÁFELLSF. Bitdshöfða 14 — Simi 82616 HÚSBYGGJENDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- ! arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Aðrar söluvörur: Glerull —- Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pjpueinangrun: frauð- plast/glerull. Borgamesi simi93-737Ö~11 Kyöjdsimi og helgarslmi 93—7355 BORGARPLAST HF II AUGLÝSENDUR VINSAMLEGAST ATHUGIÐ Vegna siaukinnar eftirspurnar eftir aug/ýsingarými í DV verðum við að fara ákveðið fram á það við ykkur að panta og skila ti/ okkar auglýsingum fyrr en nú er. LOKASK/L FYRIR STÆRRIA UGL ÝSINGAR: ________Vegnamánudaga: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna þriðjudaga: FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA Vegna miðvikudaga: FYRIR KL. 17 MAIMUDAGA Vegna fimmtudaga: FYRIR KL. 17 ÞRIÐJUDAGA Vegna föstudaga: FYRIR KL. 17 MIDVIKUDAGA Vegna Helgarblaðs I: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna Helgarblaðs II: (SEM ER EIIVIA FJORLITABLAÐIÐ) FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA NÆSTU VIKU A UNDAN AUKALITIR ERU DAGBUNDNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.30. A uglýsingadeild Síðumú/a 33 sími27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.