Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983. Bækur og bókasöinun XXII: Skólasetrtn - hornsteinar fræðanna í mfnnlngit Sabíngdr'basð tíOtS oíírvinnbugafíá jfónúngö i b rí f é 0 j o t í t>úim 28ta 3úiiiíorii tb?9. er yalbin oerbur Jjann iía *829/ bobut) af &énnurum 23 e f fa f t a ö a @Eéla. ^tjrjía og ennur bóf af Homeri Ody«sea. á 3é(eni(u útlegb of ©oeinbirnt (Sgííoftjni. <OWOiMÍW<OVN^V,»< Qiiðeoat Æíauflrt, 1829. j)rentabaraf t-og©e^agfjorb, « fofmab jBcffaftabo ©féla, fíb nflofítmí €mbceífíd • ðíetl) i Befð# |íat>« fírfju, pantt ifa $e&i\ i82p, uei*D* itc af Öfólamim ^átt'b fcaíbín i míntt* íngu Jabtrtfíar bagé uoró alírattáímgafíd átonúngs, íri'brifé 0j£tttt; tibjum bér frcí, tnel) peflu áfrb&rftt, attfcí mjúfíeða cg áfífantfega 0íólatt9 5óc- ftjóta, og <ií»ra 0íóla • vitti og Peí* Imnata, ab peir bifjí áfattti ineö ofe peffa ^átíb bnföa, <5»bt og &omutgínmtt tíl ceröugé íofs 03 betbtttð. iöefeaftcibttm/ þ. 2ann3fatt. 1829; Hér er titilblað og aftasta siða Boðsrits Bessastaðaskóla til skóla-hátíð- ar árið 1829. Að öðru leyti var ritið upphaf Odysseifs kvæðis Hómers i þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Stöðug og jöfn bókaútgáfa i Svo sem vænta mátti komu öll þau Viðeyjarrit, sem þegar hafa verið nefnd, út í umsjá Magnúsar Stephensen og voru sum þeirra raun-, ar samin af honum sjálfum að veru- legu eða öllu leyti. Hefur áður komið fram, að aUs hafi verið prentuð um 75 rit á hans dögum í Viðey og því að meðaltaU rúmlega fimm á ári. Hefur mér sýnzt við lauslega athugun, aö útgáfur þessar hafi dreifzt nokkuð jafnt á árin, sérstaklega ef haft er í huga, að bækur í undirbúningi um tíma geta augljóslega öðru hvoru færzt yfir á ákveðið útgáfuár og þannig virzt minni umsvif á hinu næsta á undan eða eftir. Rétt er þó að geta í sambandi við fyrmefnda heildartölu, að þar er hver sjálfstæð prentun taUn sérstakt rit, nema hún falU undir sama árið. Teljast þannig „Utvaldar smásögur” tvær útgáfur og „TUskipanasafn” þrjár, og á sama hátt ,JKlausturpósturinn” átta. Eru nokkur fleiri slík tilvik og því Viðeyjarrit færri aö sama skapi, ef aðeins eru taUn nöfn eða titlar rit- anna. Guðsorðið í fyrsta sæti Oft áöur hefur verið minnzt á guðs- orðabækur sem vinsælt eða a.m.k. eftirsóknaivert lesefni og því um leið áhugavert fyrir útgefendur. Lét Magnús Stephensen ekki sitt eftir liggja í þeim efnum í Viðey, þar sem mér telst til, aö á hans tímabiU hafi veriö prentaðar miUi 20 og 30 bækur þessa efnis, eða um þriðji hluti alls er útgefið var. Árnapostilla Telja verður, aö ein merkasta út- gáfa í kristnum fræðum frá Viðey hafi veriö „Helgidaga Predikanir”, samanteknar af Áma Helgasyni (1777-1869), I.—n. partur, 1822. Var höfundurinn dómkirkjuprestur í Reykjavík, en síðar stiftprófastur í Göröum á Álftanesi, hinn mesti lær- dómsmaður og predikari. Var hann tvívegis settur biskup eftir lát fyrri biskupa, auk þess sem hann gegndi kennarastörfum á Bessastöðum um tíma í sagnfræði og grísku. Um fyrr- nefnt ritverk verður hins vegar vitnað til minningargreinar eftir dr. Jón biskup Helgason, er birtist í „Skími” 1927, erliðin vom 150árfrá fæðinguA.H., enþarsegir: „Þaövar þó blátt áfram viðburður í heimi hinna kirkjulegu bókmennta vorra, er þessar „Helgidagaprédikanir árið um kring” eftir séra Árna birtust á prenti. 1100 ár hafði enginn árætt að færast slíkt í fang, því aö enginn treysti sér aö keppa við sjálfan J6n Vídalín, sem kristnum almenningi var svo hjartfólginn kennimaður, að prédikanir hans varð að endurprenta á tíu ára fresti. En Magnúsi konferenzráði fannst tími til þess kominn, að einveldi Vídalíns yröi brotið á bak aftur, og fór þess því á leit við séra Áma, sem þá mun hafa farið mest orð af allra íslenzkra kennimanna, að hann byggi til prent- unar „eina umferð” prédikana, þ.e. prédikanir til allra helgra daga kirkjuársins”. Var prédikanasafn þetta vinsælt mjög og endurprentað 1839.” Vinsælar endurútgáfur Eins og oft áður var hér um aö ræða ýmsar endurútgáfur vel met- inna eöa sígildra rita og ber þar fyrst að telja 24.-26. prentun Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar, 1820, 1825 og 1832. Þá komu „Andlegir sálmar og kvæði” Hallgríms, frá Viðey í 8. útgáfu, 1828, og enn þar, 9.-10. útg., 1834 og 1838. Sálmabókin umdeilda Áður (XIX. grein) hefur veriö rætt um sálmabókina, ,p)vangelisk-kristi- leg messu-söngs og sálma-bók”, er olli miklu fjaðrafoki í upphafi. Komu fyrstu tvær útgáfumar frá Leirár- görðum árið 1801, en næstu fjórar, 3.-6., einnig á vegum Magnúsar Stephensen í Viöey, 1819, 1823, 1832 og 1833. Þá komu þar enn tvær útgáf- ur, 7.-8., 1835 og 1837, en alls uröu útgáfurnar þrettán að lokum. Endur- útgefnar vom frá Viðey „Andlegar hugvekjur til kvöld-lestra”, svo- nefndar Stúrms hugvekjur og „Lær- Bödvar Kvaran skrifar um bækur og bökasöfnun dóms-bók í evangeliskum kristileg- um trúarbrögðum handa ungling- um” eftir Nicolai E. Balle, sem áður haföi komið í alls sex útgáfum frá Leirárgörðum á árunum 1796—1811, en kom nú enn í fjórum frá Viöey (8.—11.) á vegum M.St., á árunum 1827—32, en tveimur þar síðar, 1837 og 1842. Sést af framansögðu, að til- breytnin hefur ekki verið jafnmikil og tala prentaðra rita gat gefið til- efnitil. Útgáfa IMýja testamentisins Fljótlega verður nú staðar numið að geta guðsorðabóka, er útgefnar vom undir handleiðslu M.St. í Viöey. Ekki væri þó vel að staðið að fella niöur „Hið Nýa Testamenti Drottins vors Jesú Krists, aö nýu útlagt aö tilhlutun ens íslendska Bibh'u- félags”, fyrri-síðari partur, 1827. Nýja testamentiö var sem kunnugt er upphaflega gefið út í Hróarskeldu í þýðingu Odds Gottskálkssonar árið 1540, en það er elzta bók prentuö á íslenzku, sem varöveitzt hefur (sbr. IX. gr.). Síöan kom ritiö út á Hólum 1609, í Kaupmannahöfn 1807 og að nýju þar 1813, en nú í Viðey 1827. Lögðu þar margir lærðir og merkir menn hönd á plóginn við útgáfuna, þeirra helztir fyrrnefndur Ámi Helgason, Isleifur Einarsson (1765— 1836), yfirdómari við Landsyfirrétt- inn og síðar háyfirdómari, Jón Jóns- son (1777—1860), er nefndur var „lærði” kennari, og forstööumaður Bessastaðaskóla allt frá stofnun hans 1805 til 1846, er skólinn var flutt- ur til Reykjavíkur, eða í rúm 40 ár. Ennfremur Steingrímur Jónsson biskup (1769—1845) og Geir Jónsson Vídalín biskup (1761—1823). Skólahald á gömlum grunni Annar ritflokkur, sem ávallt mun halda Viðeyjarprenti á lofti eru boðs- rit og skýrslur Bessastaðaskóla, sem nefndur var hér rétt áður. Var hann, eins og þar segir, stofnaður 1805, en var raunar aðeins framhald af svonefndum Hólavallaskóla i Reykjavík, er haföi starfað þar frá 1786, en áöur í Skálholti. Eru ekki tök á að rekja hér sögu menntastofnana landsins, sem taldar eru eiga upptök sín í prestaskóla Isleifs Gissurarson- ar biskups í Skálholti nokkru eftir að hann tók við embætti árið 1056. Þá stofnaði Jón biskup ögmundsson skóla á Hólum í Hjaltadal eftir alda- mótin 1100 og um sömu mundir Teit- ur Isleifsson, sonur fyrrnefnds Skál- holtsbiskups, skóla í Haukadal. Hins vegar mun Sæmundur Sigfússon hinn fróöi hafa stofnað skóla í Odda nokkm áður, eða um 1076. Skólar landsins uröu hins vegar fljótlega aðeins tveir, á Hólum og í Skálholti, og er lítill vafi á, að þeir hafa mjög mótazt af stjórnendunum, biskupum landsins og helztu aðstoöarmönnum þeirra, þar sem kristin fræði til undirbúnings prestsefna vom í fyrir- rúmi. Hugað að breytingum Um miðja átjándu öld var fariö aö huga að aöskilnaði skóla og kirkju eða yfirráðum biskupsstólanna yfir hinum tveim æðri skólum landsins, latínuskólunum, er svo voru oft nefndir. Var þó fyrst í stað aðeins um að ræða fjárhagslegan aöskiinað, þar sem mjög hafði skort á, að tekjur biskupsstólanna hrykkju fyrir kostn- aði við rekstur skólahalds. Lítið gekk þó í þessum efnum þráttfjrrir skipun nefndar 1780, er falið var að gera til- lögur um fjárhagsmál beggja biskupsstólanna. Áföll biskupssetranna Nefnd þessi haföi þó tæplega geng- ið frá tillögum sínum til úrbóta, er slíkar hörmungar dundu yfir landið, að öllum stoðum var kippt undan þeim áætlunum.Kom óáran móðu- harðindanna af völdum Skaftárelda sumarið 1783 sérlega hart niöur á Hólastól, þar sem nú bættist við tjón af harðindum, mannfelli og hruni bú- fénaðar undanfarin ár. Áfall Skál- holtsstóls varö þó litlu minna þar sem dagana 14. og 16. ágúst 1784 reið yfir Suðuriand stórkostlegur landskjálfti, sem lagöi staðinn að miklu til grunna. Urðu nú skjót um- skipti í málum, sem lengi höfðu verið í athugun og lítið þokazt. Með konungsúrskurði 15. apríl 1785 var ákveöið að flytja biskupssetrið og skólann frá Skálholti til Reykjavík- ur. Var strax hafinn undirbúningur að smíði nýs skólahúss á Hólavelli og þaðtekið í notkun haustið 1786. Hólavallaskóli Ekki verður hér fjölyrt um Hóla- vallaskóla, en saga hans viröist hafa verið ömurleg frá upphafi vegna slæmra húsakynna og annars aðbúnaöar nemenda, svo og ónógs viðurværis þeirra. Kom svo aö lok- um, að ekki þótti fært að halda þessu skólahaldi áfram, enda „þá svo ástatt í skólanum, að um helm- ingur skólapiita var veikur af skyr- bjúg, nokkrir rúmfastir, en bein hungursneyð yfirvofandi sökum vistaskorts”. Lá skólinn niðri skóla- áriö 1804—1805, en varaðnýjuendur- reistur að Bessastöðum haustiö 1805. A fyrmefndu tímabili Hólavalla- skóla hafði Hólastóll verið lagður niður með konungsbréfi dags. 2. október 1801 (sbr. XII. grein) og um leiö skólinn á staðnum og var því aöeins einn „latínuskóli” starfæktur ílandinu. Bessastaðaskóli Þá eru heldur ekki tök á að gera Bessastaðaskóla aö umtalsefni, enda hér að framan vikið verulega út fyrir þann ramma, sem greinum þessum var í upphafi gerður. Skóli þessi og hinir frábæru mennta- og fræði- menn, sem þar stunduðu kennslu, og ekki síður margir hinna merku nemenda hans, er hins vegar mjög áhugavert efni. Þann fróöleik er víða að finna, en hér bent á bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar, „Bessastaöir — þætt- ir úr sögu höfuðbóls”, Akureyri 1947, en þar eru skólanum gerð góö skil og ekki síður þeim, er að honum stóðu (bls. 149-190). Rit skólans Nokkuö langur tími líður frá upp- hafi skólans, þar til hin fyrstu rit, sem jafnan eru við hann kennd, koma út. Nefndust þau í upphafi 1828, og síðan samfellt árlega til 1840, „Skóla hátíð”, þó aö undanteknum latnesku ritunum árin 1828 og 1834, er nefndust „Solemnia Scholastica”. Á umræddu tímabili voru útgáfur þessar ávallt á sama veg, þ.e. boðið til skólahátíðarinnar til þess að fagna fæðingardegi konungs á titil- blaði og öftustu síðu, en að öðru leyti var ritið saman tekið af einum kenn- aranna. Vísast nánar til mynda þeirra, er birtar eru hér af báðum umræddumsíöum. Árið 1841 verður sú breyting, að út kemur „Skírsla um Bessastaða- skóla fyrir skóla-áriö 1840—1841”, en síðan áriega til 1846 „Boðsrit til að hlusta á þá opinberu yfirheyrslu í Bessastaða skóla”. Fylgdi hverju boðsriti skýrsla fyrir skólaárið með töflum, þar sem m.a. var að finna skrá yfir árangur nemenda. Sem vænta mátti voru öll rit Bessastaða- skóla, samtals 20, prentuð í Viðey að hinum tveim síðustu undanteknum, er prentsmiðjan var flutt þaðan til Reykjavíkur. Síðara árið var jafn- framt síðasta starfsár skólans, er einnig flutti til Reykjavíkur í vegleg nýbyggð húsakynni við Lækjargötu, sem enn eru til sóma. Var honum jafnframt gefið nýtt nafn, „Hinn lærði skóli í Reykjavík”. Þætti Bessastaöarita er hins vegar ekki að fullu lokið, og verður því nánar vikiö að þeim í upphafi næstu greinar. Böðvar Kvaran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.