Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Side 8
DV. FOSTUDAGUR 3. JUNI 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Grikkland: RÍKISSTJÓRN ÞRENGIR VERKFALLSRÉTT Gríska þingiö samþykkti í nótt um- deilt lagafrumvarp, sem gerir verka- lýösfélögum erfiðara fyrir aö koma á verkföllum. Samkvæmt hinum nýju lögum verður aö halda almenna at- kvæðagreiðslu í hverju verkalýösfé- lagi og þarf meirihluti félagsmanna aö samþykkja verkfallsboðun áöur en hún öölast gildi. Taliö er aö um milljón fé- lagar í verkalýöshreyfingunni hafi í gær tekið þátt í sólarhringsverkfalli til aö mótmæla lagafrumvarpinu. Stjóm sósíalista segir aö lögin muni gera verkalýösfélögin lýðræöislegri en áöur var. Þegar kom til atkvæöagreiöslu í þinginu, greiddi meirihluti sósíalista (Pasok) atkvæði meö frumvarpinu en hinn íhaldssami Nýi lýðræðisflokkur gegn því. Hinir þrettán þingmenn kommúnista gengu af þingfundi áöur en kom til atkvæðagreiðslunnar og sögöust ekki reiðubúnir að taka þátt í lagasetningu sem hefti rétt verka- manna til verkfalla. Þeir segja aö ákvæði um almenna atkvæðagreiðslu innan félaganna fyrir verkfallsboðun muni gera verkföll svo erfið í skipu- lagningu og dýr aö menn veigri sér viö þeim. Til þessa hafa kommúnistar veigraö sér viö aö gagnrýna ríkisstjórn sósíal- ista því þeir hafa óttast aö það myndi aðeins þjóna hagsmunum íhaldsafl- anna. Þetta er í fyrsta sinn sem slær í alvarlega brýnu milli vinstriflokkanna tveggja á stjórnartíma Papandreou. Frumvarpiö kemur til síðustu umræðu á mánudaginn en ekki er búist viö að aðstæður breytist fyrir þann tíma. —hörð mótmæli á þingi og utan «C Andreas Papandreou, forsætisráð- herra Grikkja. Hann hefur nú fengiö samþykkt lög sem þrengja mjög rétt verkalýðsfélaga til verkfalla. Fyrr í vikunni geröu skæru- liðar í Perú árásir í höfuð- borginni sjálfri, Lima, sem aldrei hefur áður gerst. Lýst hefur verið yfir neyðar- ástandi þar i 60 daga og sett á útgöngubann í borgum eftir sólarlag. Eins og sést er ekki tekið með vettlingatökum á þeim sem brjóta útgöngu- bannið. ELSalvador: Bandarfskir her- læknar sendir til að þjálfa innfædda Reaganstjómin í Washington hefur samþykkt aö senda 25 lækna til E1 Salvador, til þess aö þjálfa herlækna í stjórnarher E1 Salvador og til þess að skipuleggja umbætur á heilsugæslu- kerfi landsins. Talsmenn stjórnvalda í Washington segja aö tilkoma lækn- anna muni ekki breyta neinu um þau takmörk sem sett heföu veriö á f jölda hemaðarráðgjafa frá Bandaríkjunum í E1 Salvador en því hefur verið lýst yfir aö þeir muni ekki veröa fleiri en 55 talsins. Segja talsmenn stjórnvalda í Washington, að hlutverk læknanna veröi aö gegna mannúðarstörfum. Nú þegar mun hluti læknahópsins hafa fariö til E1 Salvador í bandarísk- um herflugvélum til þess aö meta aö- stæður og leggja á ráöin um þjálfun lækna í E1 Salvador. Utgöngu- banníPerú Bretland: Hagur kosningabandalags vænkast Hagur kosningabandalags jáfnaö- armanna og f rjálslyndra í Bretlandi vænkast nú óöuni ef marka má skoö- anakannanir og veldur þaö andstæö- ingum þeirra nú áhyggjum. Verka- mannaflokkurinn á nú i miklum örö- ugleikum og fréttaskýrendur telja aö kosningabandalagið kunni að fara fram úr Verkamannaflokknum fýrir kosningadaginn sem er 9. júní nk. Ihaldsflokkur forsætisráðherrans Margrétar Thatcher hefur enn for- skot samkvæmt skoðanakönnunum en engu aö síður gætir þar nokkurs spennings. Sir Keith Joseph mennta- málaráðherra sagði að „þessir síö- ustu dagar færu illa með taugarnar. Þetta gæti enn hruniö. Allt getur gerst. . .oggerirþaölíklega”. Verkamannaflokkurinn lítur nú á kosningabandalagið sem helstu ógn- unina og Michael Foot formaöur flokksins, sem einbeitt hefur sér aö Ihaldsflokknum til þessa, úthúöaöi í gær formanni Frjálslynda flokksins, David Steel, sem hann kallaöi „popp- stjðrnu”. Samkvæmt nýjustu tölum úr skoöanakönnunum nýtur Verka- mannaflokkurinn nú 28% fylgis og hefur fylgi hans ekki verið minna í kosningabaráttunni tii þessa. Ihalds- flokkurinn nýtur samkvæmt sömu könnun 47% fylgis sem er 2% minna en í síðustu viku, meðan kosninga- bandalagiö hefur bætt við sig 5% og hefurnú23%fylgi. Skömmu áöur en kosningabarátt- an hófst haföi Ihaldsflokkurinn 49% fylgi, Verkamannaflokkurinn 31,5% og kosningabandaiagiö 17,5%. Umsjón: Ólafur Bjarni Guðnason og Sigurður Þór Salvarsson Bandaríkin: Alelda flugvél nauðlendir —23 farþegar farast Flugvél af gerðinni DC-9 varð að nauðlenda á flugvelli við borgina Cincinnati í Ohio ríki í Bandaríkjun- um í nótt. þegar eldur kom upp í flugvélinni. 23 farþeganna munu hafa látist. Flugvélin var í áætlunar- flugi milli Toronto í Kanada og Dall- as í Texas þegar eldur kom upp í aft- urhluta hennar. Talsmaöur flugumferöarstjórnar í Cincinnati sagöi aö flugvélin hefði haft 41 farþega og 5 manna áhöfn. 18 manns voru fluttir á spítala strax eftir nauölendinguna. Vitni viö flug- völlinn í Cincinnati sögðu aö flugvél- in heföi veriö alelda þegar hún lenti og tók klukkutíma aö slökkva eldinn en flugvöllurinn var lokaöur fyrir allri flugumferð í tvo tíma eftir slys- ið. Fyrst eftir aö eldurinn kom upp í flugvélinni sendi flugstjórinn út neyðarkall tii flugvallarins í Indiana- polis en síðan reyndist styttra að fljúga til Cincinnati, en flugstjórinn haföi samband við flugvöllinn þar þrettán mínútum áöur en flugvélin lenti. Ekki er vitaö af hverju kvikn- aöi í vélinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.