Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Page 1
„Til hamingju, Gfslil" Kristín Bima Garðarsdóttir óskar mótherja sínum i sparaksturskappninnl, Gisla Jónssyni, til hamingju með sigurinn. Að- stoðarmaður Kristfnar, Linda Dis Guðbergsdóttir, horfir á. DV-mynd: Bj. Bj. Einvígið á hringveginum: Gísli Jénsson sigraði eftir spennandi keppni Gísli Jónsson prófessor sigraöi í Sparaksturskeppni DV og Vikunnar sem lauk á Lsekjartorgi í gærkvöld. Keppendur komu til Reykjavíkur á ní- unda tímanum í gærkvöld og var ljóst að mjótt væri á mununum. Keppend- urnir skiptust á um aö hafa forystu í keppninni. Kristin Bima Garöarsdóttir hafði forystu fyrir síöasta áfangann, haföi eytt örlitið minna bensíni næst- síöasta áfangann, Blönduós-Borgar- Tvöíslandsmet — sjá blaðauka um íþróttir nes. Gísli Jónsson tók sig svo á siöasta áfangann, Borgames-Reykjavík, vann upp forskot Kristínar Bimu og gott betur og sigraði því í keppninni. „Mér finnst eiginlega ekki vera neinn sigurvegari, munurinn var svo lítiU aö við erum eiginlega jöfn,” sagöi Gísli Jónsson er úrslitin voru kunn. , J’erðin i kringum landið gekk vel,” sagöi Siguröur G. Tómasson, dómari sparaksturskeppninnar. „Þaö sem réö kannske mestu um bensíneyðslu auk bílstjóranna voru vegimir og veörið. Bílarnir eyddu mestu þar sem vegimir vom verstir. Veðrið var ágætt allan hringinn nema á Norðurlandi, enda voru þar líka einu erfiöleikamir í keppninni. Það kom semsé í ljós aö vegna kuldans fyrir norðan dugði ekki að hafa sumarstillingu á loftinntaki. blöndungsins. Kuldinn orsakaði gang- tmflanir og óhóflega bensíneyðslu og við ákváöum þvi að fella þennan áfanga niður í einvíginu. Munum við reikna meðaleyðslu aðra áfanga inn í þennankafla.” Þar sem skilafrestur í verölaunaget- raun DV og Vikunnar er til 20. júlí verða tölur um bensíneyðslu birtar siðar. -ás. Skagaströnd: Drengur hætt kominn Frá Birgi Árnasyni, fréttaritara DV áSkagaströnd: Á laugardaginn var 13 ára drengur, Hjalti Magnússon, við veiöiskap í bliðskaparveðri á heima- smíðuðum krossviöarbáti undan bænum Bakka á Skagaströnd. Skyndilega gerði allsterkan aflands- vind og hugðist Hjalti þá taka land. Honum f ipaðist róðurinn, missti aðra árina og bátinn rak frá landi. Sjónar- vottar bmgðu skjótt við og hringdu til Skagastrandar og báðu um að- stoð. Svo heppilega vildi til að eig- endur mb. Helgu Bjargar vom um borð i bátnum og fóru þeir strax af stað og björguðu Hjalta, sem rekið haföi töluvert frá landi. Sögðu þeir Hjalta hafa staöið sig vel og hann hefði notað einu árina til þess að halda bátnum upp í báruna. Hjalta heilsaðist vel eftir atburðinn og sagðist hafa farið eftir þvi sem fólk i landi hef ði kallað til hans að gera. SLS Elliheimili meöfæðingar- aðstöðu i.4 Nokkurradaga ferð fyrir kristalsskál - sjá Neytendur og7 £fniír Tungunum Skyrveður áHúsavík - sjá Sviðsljósið á bls. 40 og 41 Líf dönsku stjórnarinnar í höndum Grænlendinga? _______________________— sjá erlendar f réttir á bls. 8 og 9__

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.