Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Page 2
2 DV. MÁNUDAGUR18. JOU1983. Bláa lónið: Rannsókn á lækningamætti stendur yfir Um þessar mundir standa yfir rannsóknir á vegum landlæknisem- bættisins á lækningamætti Bláa lónsins svokailaöa viö Svartsengi. DV haföi samband við Eirik Alexandersson, framkvæmdastjóra Sambands sveitar- félaga á Suöurensjum og stjórnarfor- mann Hitaveitu Suðurnesja og innti hann eftir hvað ákvöröunum liði í sam- bandi viö framkvæmdir við Bláa lónið. Eiríkur sagöi að niðurstaða þeirra kannana sem verið væri að gera yrði ekki að vænta fyrr en i nóvember og yrðu allar ákvarðanatökur um heilsu- hæli við lónið aö bíða þangað til. Hins vegar væri hafin bygging gistiaðstööu á vegum einkaaðila og væri þar um aö ræða 12 tveggja manna herbergi sem áætlað væri að risu eftir tvo mánuði. Nú sem stendur er ekki um aöra að- stöðu aö ræöa en skúr til fataskipta, án salemis, og hefðu engir aðrir leyfi til þess aö baða sig í lóninu en þeir sem hefðu til þess sérstakt leyfi frá sam- tökum psoriasiss júklinga. Sem kunnugt er stóð Hitaveita Suðurensja fyrir borun í Eldvörpum og sem stendur er sú hola látin biása og verða ákvarðanir um nýtingu teknar eftir að mælingum lýkur, en hugsan- lega verður orkan nýtt til raforkufram- leiöslu eöa höfö sem varaorka. Eirikur sagði aö ennfremur stæði til virkjun á því vatni sem rennur í lónið og er um 70 gráða heitt. Með nýjum hitaskiljum verö-i ur ennfremur hægt að nýta vatn sem er ekki eins heitt. Eiríkur sagði að lónið væri sífellt að stækka vegna kísils sem hægt og hægt þéttir botninn í því. Yrði það vatn, sem nú fer í lónið notað til raforkuframleiðslu myndi það þýða 12—16 megavatta framleiðsla til við- bótar þeim 8 megavöttum sem þegar eru framleidd. Eirikur sagði að hann hefði fariö til heilsuhælisins Bad Kreuch- nach I Þýskalandi til þess að kynna sér reksturinn og hefði hann kynnt aöilum þar aðstöðuna í Svartsengi og hefðu Þjóðverjarnir sýnt málinu mikinn áhuga. Nokkrir eru væntanlegir til þess að kynna sér aðstöðuna þar en mikill áhugi er fyrir byggingu heilsu- hælis f Svartsengi. -SLS. HEMPEIS Grétar Ólafsson yfirlæknlr og Gnðrún Briem, systir Eggerts heitins. Ættingjar Eggerts heitins Briem læknis: Færðu Land- spítalanum tæki að giöf Ættingjar Eggerts heitins Briem læknis afhentu Landspitalanum að gjöf mjög fullkomna töivustýrða vökva- og lyfjadælu hinn 25. júni síðastliðinn. 1 gjafabréfinu segir að tækið sé gefið til aö sýna Landspítalanum og starfs- fólki þakklæti og aðdáun. Við afhendingu tækisins var, auk ættingja Eggerts, viðstatt starfsfólk handlækningadeildar 11 G og gjör- gæsludeildar. Guörún Briem, systir Eggerts, afhenti tækiö og Grétar Olafs-1 son yfirlæknir þakkaöi fyrir hönd handlækningadeildar 11G. Gunnlaugur E. Briem, faðir Egg- erts, sagði í stuttu ávarpi að tækið væri gefið í þakklætisskyni við þá ágætu þjónustu sem Eggert hefði notið í langri legu sinni á Landspítalanum. Gunnlaugur þakkaði læknum, hjúkrun- arliði og öðru starfsfólki sérstaklega fyriralúð ognatni. Davíð A. Gunnarsson, forstjóri rikis- spítala, þakkaði gefendum fyrir hönd stjórnamefndar ríkisspítalanna fyrir höfðinglega gjöf. Einnig þakkaði hann starfsfólki og lýsti sérstakri ánægju meðvelunninstörf. þakmáhung. Geró f>rir skipsskrokk enboðinþérá þakmálningarverói. út úr því? Skipamálningu er ætlað aó standast særok, nudd, frost, snjó og fugladrit meó öllum þeim eyðandi efnum sem í því eru. Þess vegna teljum við að betra efni fyrirfinnist ekki á íslensk húsaþök. Soroptimistar styrkja Sunnuhlíö Á fulltrúaráðsfundi Evrópusam- bands soroptimista, sem haldinn var i Tyrklandi fyrr á þessu ári, veitti verk- efnasjóður sambandsins Soroptimista- klúbbi Kópavogs styrk til hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Styrkurinn nemur 10D00 svissneskum frönkum, eða um 130.000 íslenskum krónum. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum vegna endurhæfingar- aðstööu sem nú er verið að koma fyrir í kjallara Sunnuhlíöar. -EA. ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavik Slippbúðin P. Hjaltested Liturinn I.itaver JL-byggingavörur SB-byggingavörur Kópavogur Álfhóll BYKO Slippfé/agið íReykjavíkhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Símr 84255 IR: Grindavík Húsavík Vestmann Dráttarbrautin Trésmiöjan Borg Kaupfélas Vestmannaeyjar Kaupfélagið byggingarvörui Keflavik Oiafur Þ. Guömundsson málarameistari Egilsstaðir Fell hf. Neskaupstaður Bátastöðin . Soyðisfjörður Stálbúðin Akureyri Skipaþjónustan Hveragerði Blátindur Selfoss G.A.B. Kaupfélagið Þór Sauöárkrókur Tresmiðjan Borg ísafjörður Friöri't Bjarnason málaraineistari Stykkishólmur Skipavík Akranes Málningarþjónustan. Nýlega var hér á ferð varaforsetl Evrópusambands soroptimlsta, frú Suzy Comaz frá Sviss. Hér sést hún ásamt HOdl Hálfdánardóttur, Þorbjörgu Kristins- dóttur og Jóhönnu Norðfjörð sem allar eru í Soroptimistaklúbbi Kópavogs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.