Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR18. JULI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Forsetar f jögurra S-Ameríkuríkja skora á Reagan og Castro: Eriendum herstöð vum í S-Ameríku verði lokað Forsetar fjögurra Suður-Ameríku- ríkja sendu í nótt áskorun til Ronald Reagan og Fidel Castro um að allir er- lendir hemaðarráðgjafar í Suður- Ameríku veröi kallaöir heim og erlend- ar herstöðvar lagðar niður. Forsetamir tilheyra svonefndum Contadora-hópi, en þeir em forseti Mexíkó, Miguel de la Madrid, forseti Venezuela, Luis Herrara Campins, for- seti Kólumbíu, Belisario Betancur, og forseti Panama, Ricardo de la Espri- ella. A fundi sínum í gær ræddu þeir um leiðir til að koma á friði í Suður- Ameríku en fundurinn var boðaöur í skyndi eftir að stjóm Nicaragua sagðist óttast að skæruliöar sem studd- ir væm af bandarísku fé væru að undir- búa innrás í landið með stuðningi hers- ins í Hondúras. Stjórn Nicaragua telur aö skæmliðamir muni láta til skarar skríða á morgun en þá em fjögur ár liðin frá byltingu og valdatöku sandin- ista. Stjóm Hondúras hefur sakað vinstri stjórnina i Nicaragua um að leyfa birgðastöðvar fyrir sovésk vopn í landinu. Forsetar ríkjanna fjögurra sendu skeyti til Reagan og Castro strax að af- loknum fundi sínum. Auk brottköllun- ar erlendra hernaðarráðgjafa og lokunar erlendra herstöðva lögðu þeir til að hervæðing ríkja Suður-Ameriku verði stöðvuö á núverandi stigi og að komiö verði upp vopnlausum svæðum. Utanríkisráðuneyti Bandarikjanna hefur ekki viljað gefa álit sitt á til- lögum forsetanna. En að sögn embætt- ismanna mun Reagan Bandaríkjafor- seti tilkynna i dag stofnun nýrrar nefndar til ráögjafar um stefnu stjórn- arinnar gagnvart Suður-Ameríku og til að gera tillögur um stórfellda efna- hagsaöstoð. Ne&id þessi mun eiga að verða svar Reagans við gagnrýni bandaríkjaþings á hemaðaraðstoö stjórnar hans við E1 Salvador og stuðn- ing við skæruliða í Nicaragua. Ayatollah Khomeini. Sérstakt þing er nú saman komið til þess að velja eftirmann hans. Þingað um eftirmann Khomeinis Sérstakt þing trúarlegra sérfræð- inga kom saman í borginni Qom í íran um helgina, og er því ætlað aö velja eftirmann Ayatollah Khomeini.’ Þing þetta var kjörið í lok fyrra árs en kom fyrst saman í síðustu viku og var þá afhent innsigluð erfðaskrá Khomeinis, sem eigi skal opna fyrr enaðhonumlátnum. I reglum þingsins er kveöið á um aö það skuli starf a i Qom, sem er eins konar miðstöð trúarlegra iðkana i Iran, en þingið ákvað nú um helgina að það skuli eftirleiðis koma saman í höfuðborginni Teheran. 69 manns eiga sæti á þinginu en ekkí er ljóst hvort þeir muni velja eftirmann þjóðarleiðtogans Khomeini að honum lifandi eða biða átekta uns hann er allur. Þrírjapanskir fjallagarpar farast Nærri 50 fjallgöngumenn hafa farist í tímanna rás á fjallinu Nanga Parbat í Noröur-Pakistan, og í síð- ustu viku bættust þrír japanskir fjallagarpar í þann hóp. Þeir voru þátttakendur í sautján manna jap- önskum leiðangri, sem hugðist klífa þennan 8.125 metra háa tind, en lét undan síga eftir slysfarirnar. Sakharov rétti róg- beranum eymafíkju Jelena Bonner, eiginkona andófs-. lega að hún hefði grun um að sovésk Anatoly Alexandrov, yfirmaður beðið sálrænan hnekki á efri árum og mannsins Andrei Sakharovs, sagði yfirvöld hygðust koma honum fyrir á vísindaakademíunnar, kvaðst, ekki segist Jelenda hafa af því nokkrar vestrænum fréttamönnum frá því ný- geðveikrahæli. alls fyrir löngu, telja aðSakharov heföi áhyggjur að þessi ummæli Alexandrovs séu undanfari herferðar gegn manni sinum. Verði honum þá borið á brýn að vera ekki heill á geðs- munum. Jelena kvaðst hafa skrifað Alexandrov og mótmælt þessum dylgjum. Hún sagði fréttamönnunum ennfremur að Sakharov hefði fyrir skömmu orðið laus höndin og löör- ungaö rithöfund nokkum sem bar að garði heima hjá honum og vildi ræða við hann. Rithöfundur þessi, Nikolai Jakovlev að nafni, hefur gert harða hríð að þeim hjónum í bókum og blaða- greinum og ásakað þau um aö vera handbendi Bandarikjanna. Sakharov krafði rithöfundinn um af- sökunarbeiðni vegna rógskrifanna áður en þeir tækju tal saman og rétti honum síðan eymafíkju væna. Jelena og maöur hennar Sakharov eiga bæði við hjartasjúkdóm að stríða og hafa beðist lækninga en verið synjað um hana. Andrei Sakharov hlaut friðarverðlaun Nóbels á sínum tima en nýlega var honum nóg boðið og rétti rógbera sínum væna eyraafíkju. Mynd þessi var tekin af þeim hjónum áður en yfirvöld stíuðu þeim í sundur og sendu Sakharov í útlegð til Gorky. Bandaríkjaher frá Grikklandi árið 1990 — ágreiningur um túlkun nýs samkomulags ríkjanna Ríkisstjórn sósíalista í Grikklandi og Bandaríkjastjóm hafa nú komist aö samkomulagi um framtíð bandarískra herstöðva i landinu eftir niu mánaða samningaviðræður. Samkomulagið gerir ráö fyrir að bandarískar herstöðvar verði í Grikk- landi til ársins 1988 en þá verði þær fjarlægðar innan 17 mánaða. Sam- komulag þetta hefur verið gagnrýnt harölega af grískum kommúnistum, sem hafa krafist þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Grískir íhaldsmenn hafa hins vegar talið samkomulagið bera vitni um aö herstöðvarnar muni verða áfram í landinu en með þessu sé Papandreou forsætisráðherra að vinna stjóm sinni traust erlendis og fá tima til að fást við vandamál innanlands. Papandreou hefur sagt að samkomu- lagið sé sögulegt skref í átt að auknu sjálfstæöi Grikklands. „Samkomu- lagiö er vísbending um að land okkar hefur endurheimt fullveldi sitt að stórum hluta,” sagði hann. Forsætis- ráðherrann hefur áður lýst því yfir að hann álíti vamarsamning Grikklands Umsjón: Ólafur E. Friðriksson og Baldur Hermannsson og Bandaríkjanna frá árinu 1953 bera vitni um nýlendustefnu. Hið nýja sam- komulag mun verða lagt fyrir gríska þingið í haust en þar háfa sósíalistar rúmanmeirihluta. Agreiningur er þegar risinn milli ríkjanna um túlkun á samkomulaginu. Talsmenn bandaríska utanríkisráðu- neytisins segja að ákvörðun um brott- för bandaríska hersins í Grikklandi muni verða tekin af báöum ríkisstjórn- unum innan fimm ára. Talsmaður grísku stjórnarinnar segir hins vegar að samkomulagið sé endanlegt, þann 1. janúar 1989 taki samkomulagiö gildí og innan 17 mánaöa frá þeim tíma þurfi Bandaríkin ekki aðeins að hafa lokið brottflutningi herja sinna og her- gagna heldur einnig selt þann búnað sem ekki verður fluttur brott. ENN LEITAÐ AÐ TITANIC — olíukóngur frá Texas leggur í sinn þriðja leiöangur ,,Allt er þegar þrennt er,” sagði úr höfn mun verja tveimur vikum til bandaríski milljónamæringurinn þess að draga eins konar skjóiur með Jack Grimm, sem leggur þessa hafsbotninumogfreistaþannigaðná dagana út í sína þriöju leit aö upp einhverjum gripum úr skipínu farþegaskipinu Titanic. og ennfremur verður flóknum búnaði Titanic sökk eins og kunnugt er beitt til þess að finna nákvæmlega árið 1912 á sinni fyrstu ferð og fórust staðsetningu þess. með því 1.500 manns. Ekki er vitað Jack Grimm er 58 ára gamall. nákvæmlega hvar það sökk en Hann er Texasbúi og hefur auðgast á Grimm teiur sig nú hafa fundið hina oliu eins og fieiri þar í sveit. Að votu gröf þess, um þaö bil 360 sjó- loknum þessum þriðja leiðangri er mílur suðaustur af Nýfundnalandi. búist við að heildarkostnaður leitar- Leiðangur sá sem Grimm geröi út í innar veröi kominn upp í 50 milljón fyrra kom meö ljósmyndir af skips- krónur en Jack gerir sér vonir um að skrúfu á hafsbotni en myndirnar ná úr flakinu 2.500 milljóna króna þykja nokkuö óskýrar og taka ekki af virði af demöntum sem hann telur ailanvafa. veraþarfólgna. „Eg get ekki sagt með vissu hvort Jack hefur áöur gert út leiðangra þetta er Titanic, en skrúfa er þetta,” til þess að finna örkina hans Nóa og segir Grimm og er hinn brattasti. snjómanninn skelfilega í Himalaja- „Það er rétt að myndimar eru fjöllum. Hann hefur einnig grafið í heldur óskýrar en þær voru teknar á jörö niður, einhvers staöar í Norður- þeim slóðum er Titanic var á er þaö Ameríku, ljósmynd af líkani nokkru sendi út sín síöustu neyðarskeyti og af Titanic með þeim ummælum að sá þar sem björgunarbátamir fundust sem fyrstur finni myndina skuli á reki." eignast líkanið sjálft, sem er úr gulli Sá leiðangur sem nú er að leggja og kostar hálfa milljón krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.