Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Síða 10
10
DV. MÁNUDAGUR18. JUU1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
BREYTT VIÐHORFI
GENFARVIÐRÆÐUNUM?
Afstaöa risaveldanna í viöræöun-
um um takmörkun vopnabúnaöar
hefur harðnaö vegna fyrirhugaðrar
uppsetningar bandarískra meðal-
drægra flauga í V-Evrópu, en sér-
fræðingar Nato telja sig þó merkja
þaö af nýlegum yfirlýsingum Sovét-
manna aö þeir muni endurskoða af-
stööu sína innan skamms. Á sama
tíma halda Kremlverjar þó áfram að
hóta uppsetningu fleiri eldflauga, ef
Vesturveldin hverfa ekki frá fyrri
ákvöröunum um uppsetningu Persh-
ing og Cruise eldflauga í V-Evrópu.
Sú hótun var endurtekin þegarkansl-
ari V-Þýskalands, Helmut Kohl,
heimsótti Sovétríkin í síðustu viku.
En þar á undan komu nokkrar yfir-
lýsingar, sem vestrænir fréttaskýr-
endur túlkuðu sem merki um sátt-
fýsi.
Þannig lét Andrei Gromyko, utan-
ríkisráöherra Sovétríkjanna, fylgja
árás á stefnu Bandaríkjanna áskor-
un um bætta sambúö, í ljósi þess aö
þaö skipti mestu máli aö varðveita
friðinn. Og ennfremur er þaö staö-
reynd að þó enginn árangur hafi
náöst í Genfarviðræðunum um
Evrópuflaugamar hafa Sovétríkin
fariö fram á það að sumarhléi verði
frestaö. Þetta hafa ýmsir viljað
túlka þannig aö Sovétmenn væru aö
undirbúa nýjar tillögur. En eftir sem
áöur efast vestrænir embættismenn
almennt um þaö að nokkur árangur
veröi af viöræöunum fyrr en flaugar
Vesturveldanna hafa veriö settar
upp.
Sérfræöingar Nato segja aö Sovét-
menn kunni nú aö vera að bregðast
við fréttum af því að Bandaríkja-
menn séu smám saman að breyta af-
þátt í raunhæfum viðræðum,” sagði
George Shultz, utanríkisráöherra
Bandarikjanna, i ræöu i fyrri
mánuði.
Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, og Vuri Andropov, leiðtogi sovéska
kommúnistaflokksins. i heimsókn sinni bar Kohl Andropov þau boð að af-
staða Nato-ríkjanna til meðaldrægu eldflauganna væri óbreytanleg breyttu
Sovétmenn ekki afstöðu sinni fyrst.
stöðu sinni, eftir að Reagan Banda-
ríkjaforseti hefur í tvö ár gert það að
forgangsatriði að byggja upp herafla
Bandaríkjamanna og halda uppi
gagnrýni á Sovétmenn á ýmsum
sviðum alþjóðamála. ,,Nú þegar viö
höfum hafist handa viö aö styrkja
herafla okkar reynum við að fá leið-
toga Sovétrikjanna til þess að taka
En um leið og ýjað er að breyttri
afstööu af beggja hálfu taka stór-
veldin upp harðari afstöðu í deilun-
um um eldflaugarnar. 1 síðasta mán-
uði var sú ótvíræða yfirlýsing Nato-
ríkjanna endurtekin að eldflaugam-
ar 572 veröi settar upp á þessu ári fá-
ist ekki raunhæf niðurstaða úr Gen-
farviðræðunum. Þessi boð bar
Helmut Kohl til Moskvu í síðustu
viku. Svar Andropovs var það að
gefa í skyn að Sovétmenn kynnu að
setja upp ný vopn í A-Þýskalandi svo
stjómin í Bonn stæöi frammi fyrir
„grindverki eldflauga” við landa-
mæri ríkjanna. Vestrænir vamar-
málafræðingar taka þessa hótun
Sovétleiðtogans alvarlega en segja
að þó að af yrði myndi það litlu
breyta herfræðilega þar sem Sovét-
menn hefðu þegar sett upp 250 SS-20
eldflaugar sem miöað væri á v-
evrópskar borgir.
Fréttaskýrendur hafa bent á
nokkrar staðreyndir sem kunna að
hafa fengið Sovétmenn til þess að
breyta afstöðu sinni.
Leiðtogar Sovétríkjanna hafa
komist að þeirri niðurstööu aö
Vesturveldunum er alvara með að
setja upp eldflaugamar og að hætt-
unni sem af þeim leiðir verði aðeins
afstýrt með tilslökunum við
samningaborðið.
Fyrri vonir Sovétmanna um aö
stjórnir Vesturlanda myndu láta
undan þrýstingi friöarhreyfinga
hafa brostiö og nú meta Sovétmenn
stööuna svo aö friðarhreyfingarnar
hafi náð hámarki sínu, þó svo búist
sé við mótmælaaðgerðum í haust.
Sovétmenn þarfnast sáttastefnu
gagnvart Vesturveldunum um tíma
til þess að geta stefnt f járfestingu á
neyslumarkaðinn í Sovétríkjunum
sem nú er í kröggum.
Sovétmenn telja að Reagan muni
bjóða sig fram til forseta að nýju og
að hann muni vinna, sem þýðir að
þeir verða að kljást viö hann f jögur
áríviðbót.
Og vald Andropovs er veikara en
ella fyrir sakir heilsuleysis, sem
gerir það óvíst hvort hann hefur þau
völdsemtilþarf.
Andropov, sem er 69 ára gamall, á
erfitt um gang og er talinn eiga viö
hjartveiki að stríöa, auk þess sem
hann þarf reglulega aö fara í
meöferð í nýmavél vegna nýrna-
veiki. En V-Þjóðverjar sem hittu
hann í heimsókn Kohls í síðustu viku
sögðu hann engu að síður mjög vak-
andi. Kohl sagði Andropov mjög vel
heima á flestum sviðum og varaöi
menn viö því að draga rangar
ályktanir af heilsuleysi hans. En þó
heilsa Andropovs sé betri en heilsa
fyrirrennara hans, Brezhnefs, var
undir það síðasta, en hann átti erfitt
með aö tala og einbeita sér, telja
fréttaskýrendur aö aldur og heilsa
Andropovs séu miklir áhrifavaldar í
sovéskri stefnumótun.
Nú þegar tala sumir sérfræðingar
um stjórn Andropovs sem millibils-
stjóm, sem skuli halda hlutunum
gangandi meöan Stjórnmálanefndin
er að kljást innbyrðis um völd eftir
daga Andropovs. Þessir fréttaskýr-
endur segja að innan Stjómmála-
nefndarinnar kunni að vera þrýst-
ingur fyrir því að lina afstöðu Sovét-
manna til þess að nýta tækifæri þau
sem komandi kosningabarátta i
Bandaríkjunum býður upp á.
Hæstiréttur Bandaríkjanna:
Úpólitísk valdastofnun?
Sá valdaaöili í bandarískum
stjómmálum sem líklegast ber
minnst á í fréttum erlendis er Hæsti-
rétturinn. Þaö er hlutverk Hæsta-
réttar aö túlka bandarísku stjómar-
skrána og leysa úr meiriháttar
ágreiningi um lagatúlkun almennt.
Þó Hæstiréttur sem stofnun reyni að
standa utan stjómmáladeilna sem
„þriðja valdastofnun ríkisins” em
úrskuröir dómsins oft lokaákvörðun í
málum sem eldheitar pólitískar
deilur hafa staöið um, svo sem varð-
andi rétt kvenna til fóstureyðingar.
Þegar Hæstiréttur lauk störfum
fyrir sumarleyfi fyrr í þessum
mánuöi hafði verið kveöinn upp 151
úrskurður. Mikilvægustu úrskurð-
irnir vom taldir þessir:
Aö bandaríska þingiö má ekki nota
hið hefðbundna „neitunarvald lög-
gjafans” til aö kollvarpa reglum
sem framkvæmdavaldiö hefur sett
um heilsugæslu, almannaöryggi og
fleiri málaflokka. Sérfræðingar telja
þetta einn mikilvægasta úrskurð
dómstólsins á þessari öld og aö hann
muni gerbreyta valdahlutföllum í
Bandaríkjunum. Þá kvað Hæsti-
rétturinn upp þann úrskurö aö
bandarískar konur hefðu nánast
óskertan rétt til þess aö krefjast
fóstureyðingar allt fram að sjötta
mánuði meögöngu, en þessi úrskurð-
ur var talinn mikill ósigur fyrir
Reagan og þau íhaldsöfl sem styðja
hann. Og að lokum er nefndur til sá
úrkurður Hæstaréttarins aö undir-
rétti sé ekki heimilt aö veita aftöku-
frest á síðustu stundu, nema áfrýj-
anir hins dæmda hafi augljóslega
eitthvert gildi og séu ekki gerðar af
„léttlyndi”.
Níu dómarar sitja í Hæstarétti,
skipaöir af forseta og samþykktir af
þinginu. Þeim veröur ekki vikið úr
starfi. Fjórir dómaranna veröa aö
samþykkja að taka upp mál áöur en
dómstóllinn getur formlega tekið við
því og fimm dómarar veröa að vera
sammála um niðurstöðuna. Stundum
eru dómar umdeildir, svo sem þegar
rétturinn samþykkti í þessum
mánuði meö 5 atkvæðum gegn
fjórum aö tryggingarfélögum sé ekki
heimilt aö greiða konum á eftir-
launum lægri lífeyri á þeirri
forsendu aö konur hafa lengri lífs-
líkur en karlmenn.
En sjaldan hefur úrskurður Hæsta-
réttar verið jafnumdeildur og þegar
rétturinn svipti bandaríska þingið
neitunarvaldi löggjafans, sem hefur
verið byggt inn í rúmlega 200 laga-
bálka. Með honum hafa forseta og
ríkistofnunum verið veitt mikil völd
til stjómunar og ákvarðantöku, með
þvi fororöi þó aö þingið hafi þar um
Hæstaréttardómarar samankomnir.
neitunarvald ef það kýs að beita því.
Hæstaréttardómaramir komust að
þeirri niðurstöðu að þetta neitunar-
vald þingsins gengi gegn ákvæöum
stjórnarskrárinnar um aöskilnað
valdsins. Bandaríkjaforsetar allt frá
því í tíð Herbert Hoover hafa sóst
eftir því að Hæstiréttur felldi þennan
dóm.
Þó er ekki vitað í öllum tilfellum
hver áhrif þessi úrskurður Hæsta-
réttar mun hafa. Þannig er neitunar-
vald þings faliö í ákvæöi laga um
hemaö frá 1973, en samkvæmt því
getur þingið krafist þess að forseti
kalli heri heim hafi hann sent þá til
annarra landa án samráös við
þingið. Þaö ákvæði virðist nú fallið
úr gildi, en önnur ákvæði laganna
sem setja hemil á vald forsetans
virðast enn í gildi.
Annar úrskurður Hæstaréttar,
sem talinn var áfall fyrir stjóm
Reagans, var sá að stjóm hans heföi
farið út fyrir valdsvið sitt þegar
ákveöið var að fella úr gildi lög sem
skylduðu bifreiðaframleiðendur til
þess að hafa sjálfvirk öryggisbelti
eða loftpúða í bifreiðum. Rétturinn
skipaði ríkisstjóminni aö framfylgja
reglunni nema stjómin gæti sannað
að þessara öryggisráðstafana væri
ekki þörf.
Annað dæmi um úrskurð, sem
gekk gegn stefnu stjórnar Reagans,
var samhljóöa úrskurður Hæsta-
réttar þess efnis að ríkisstjórninni
væri ekki heimilt að skipa banda-
rísku skattstofunni að veita skólum,
sem ekki hleypa lituðum nemendum
inn, skattaívilnanir. Forsetinn hafði
haldið því fram að skattstofunni væri
ekki heimilt aö neita slíkum skólum
um skattfrelsi heldur yröi þingiö að
setja sérstök lög um þaö.