Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Side 18
18
DV. MÁNUDAGUR18. JtlLl 1983.
©WtHMí
PURRKUR PILLNIKK - MASKÍNAN
ÓLAFUR RAGNARSSON— BLANDA FYRIR ALLA
Lítilfjöríeg lög þegar
miðað er við eldrí períur
Dr. Hook er hljómsvelt sem má
muna tímanna tvenna. Þaö var í
byrjun áttunda áratugarins sem þeir
komu fyrst fram og þá undir nafninu
Dr. Hook And The Medicine Show. Þaö
var bandaríski húmoristinn og tón-
skáldiö Shel Silverstein sem upp-
götvaöi þá og kom þeim á framfœri.
Hann var einnig sá sem samdi þau lög
sem uröu hvaö vinsælust meö þeim,
má þar nefna meðal annarra Sylvia’s
Mother og The Cover Of Rolling Stone.
Þessi lög og sérstaklega textarnir
viö þau uröu til að skapa Dr. Hook
nokkra sérstöðu innan poppheimsins.
En textar Shel Silverstein eru mjög
fyndnir og skemmtilegir og fljótlega
varð Dr. Hook mjög vinsæl á hljóm-
leikum og er það raunar enn ídag.
Eftir aö samstarf Dr. Hook og Shel
Silverstein tók enda fóru þeir sjálfir aö
semja lög en meö frekar misjöfnum
árangri en þrátt fyrir þaö hafa meö-
limir Dr. Hook haldið hópinn í gegnum
árin og verið lítið um mannabreyt-
ingar hjá þeim og enn þann dag í dag
flykkjast unglingarnir til að sjá
DR. HOOK
„gömlu” mennina á sviöi syngja snlö-
ugu lögin sem geröu þá fræga.
En þaö nægir ekki að flytja alltaf
sömu gömlu lögin. Eitthvaö nýtt
veröur að bera á borö fyrir hlustendur
og reglulega hefur Dr. Hook gefið út
plötur og heitir sú nýjasta Let Me
Drink From Your Well og það verður
aö segjast aö mikill munur er á gömlu
Shel Silverstein lögunum og þeim lög-
um sem þeir flytja á þessari plötu,
eldri lögunumíhag.
Let Me Drink From Your Well inni-
heldur tíu lög sem eru hvert öðru mis-
heppnaöra. Aö vísu eru fýrstu tvö lögin
á plötunni, titillagiö Let Me Drink
From Your Well og Animal Instinct,
nokkuö lífleg og skemmtilega flutt og
eftir aö ég haföi hlustað á þau tvö var
ég farinn aö halda að Dr. Hook væri
farin að rétta úr kútnum en sú von
brást því restin af lögunum á plötunni
er meðalmennskan uppmáluð, renna í
gegnum eyrað og jafnfljótt út um hitt
og er ekki annaö að heyra en að Dr.
Hook sé enn ein hljómsveitin sem lifir
á fomri f rægð peninganna vegna.
HK.
I,Flashdance —
Ýmsirflytjendur:
Olafur Ragnarsson nefnist piltur
nokkur sem í septembermánuöi árið
Nýjar
plötur
1981 rölti inn í Stúdíó Stemmu og tók
þar upp sex lög eftir sjálfan sig, með
aöstoö vina sinna. Loks nú, tæpum,
tveimur árum síðar, eru lög þessi
komin út, en sannast sagna heföu
alveg mátt líöa nokkur ár i viöbót.
Platan er sem sé ekki neitt til aö hrópa
húrra yfir.
Lögin sex eru keimlik, helst að
instrúmental lögin tvö skeri sig úr.
Fyrsta lagið er jafnframt hiö skásta,
en þaö nefnist Hafiö eða f jöllin. Strax i
þvi gera tveir átakanlegir gallar vart
við sig. Fyrir það fýrsta eru textar
Olafs allir slappir, sumir mjög svo, en
öllu verra er að Olaf skortir alla söng-
hæfileika. Er stundum ægilegt aö
hlýöa á piltinn, eins og t.d. í laginu En
þá.
Hulda, systir Olafs, syngur annars
aöalröddina i fyrrnefndu lagi og er
skömminni skárri, en söngsnilld er þar
engin. En i laginu Söknuöur spennir hún'
ÓLAFUR RAGNARSSON
bogann of hátt og skýtur langt yfir
markiö. Aö nokkrum skyldi detta i hug
aö láta hana syngja i þessu lagi. Lagið
sjálft er í Sveitin milli sanda-stíl og
verður eigi fjölyrt meira um það.
Undirspilið á plötunni er misjafnt,
oftast litlaust en stundum örlar á
skemmtilegum pianóleik og bassinn er
ekki slæmur. Þá er Ríkharður oft með
flott sánd i gítamum. Á móti koma
hinir hræðilegu flaututónar í En þá ...,
sem liða hlustandanum seint úr minni.
Utsetningar eru venjulegar og lítt
grípandi. Hljómurinn i lakara lagi.
Þaö er ekki mflriu viö þetta aö bæta.
Því minna sem sagt er þvi betra, en
vist er þó aö þetta einkaflipp Olafs
Ragnarssonar mun mjög fljótlega
gleymast.
Purrkur Pillnikk In Memoriam
Purrkur Pillnikk var ein merkileg-
asta hljómsveit landsins meöan hún
var og hét. Upphaf hennar má rekja til
þess aö fjórir félagar ákváöu að troða
uw» meö hljómsveit á tónlistarkvöldi í
MH. Þeir æfðu nokkrum sinnum og
komu siðan fram við ágætar undirtekt-
ir. Orskömmu seinna gáfu þeir út sína
fyrstu litlu plötu, „Tilf”. Hljómleikar
sigldu í kjölfariö og varð hljómsveitin
nær samstundis vinsæL
Purrkurinn var einstæð hljómsveit á
Islandi. Mottó hljómsveitarinnar var:
Þaö sem skiptir ekki máli aö geta
heldur aö gera. Purrkamir em ekki
PURRKUR PILLNIKK
neinir snillingar í hljóöfæraleik eöa
söng, enda hafa þeir aldrei reynt aö
halda þvi fram. En hins vegar höföu
þeir til brunns að bera frjóar
hugmyndir og þor til aö koma þeim í
framkvæmd. Þeir voru frumherjar i
íslensku rokki um margt og blésu lífi í
stöönunina. Islensk rokksaga hefur aö
geyma mörg dæmi um menn sem hafa
búið yfir miklum hæfileikum en aldrei
nýtt sér þá heldur fylgt tískubólum en
ekki reynt aö fást viö persónulega
sköpun. Auðvitað fór Purrkurinn, ærsl
og gaman e.t.v. fremur lélegra
hljóðfæraleikara Ltaugarnar á hinum
ráðsettu. En með því var bjöminn unn-
inn.
Ahorfendur kunnu vel aö meta
Purrkinn því hann var fyrst og fremst
hljómsveit augnabliksins og
stemmningarinnar. Það er því eölilegt
aö hljómplötuútgáfan Gramm sendi
frá sér úrval af hljómleikaupptökum
með Purrki Pillnikk.
Eg verö þó aö segja eins og er aö mér
finnst stemmningin sem Einar örn
skapaði með sviösframkomu sinni ekki
koma nægilega vel i gegn, kannski
ómögulegt.
Maskinan — en svo heitir hljóm-
’leikaplatan — er þó eigulegur gripur
fyrir alla þá sem hlýddu á og höföu
gaman af hljómleikum Purrksins.
Sér i lagi er mikill fengur í síöustu
upptökum Purrksins, — frá Melarokk-
inu. Þær sýna og sanna aö Purrkurinn
hætti á toppnum. Þeir heföu ekki getaö
þróast lengra i þessa átt.
Um hljóðfæraleik Piurka er það aö
segja aö enginn þeirra getur talist
öndvegishljóðfæraleikari. Ásgeir
Bragason er mjög skemmtilegur
trommuleikari og hefur sérkennilegan
stíl. Þó heföi ég gaman af því aö heyra
hann leika á bassa á ný. Friðrik
Erlingsson getur vart talist frumlegur
gitarleikari, en hann skilar sinu þokka-
lega á Maskinunni sem endranær.
Bragi Olafsson var i stööugri sókn á
sitt hljóöfæri, bassagitarinn. Hann var
ekki burðugur i bemsku Purrksins en
honum fór svo mjög fram aö hann
getur nú talist mjög frambærilegur.
Og þá á ég eftir aö minnast á Einar
örn. Hann er engum likur. Hann er
gjörsamlega raddlaus, hefur ekki einu
sinni s jarmerandi rödd. En á hinn bóg-
inn býr í honum drýsildjöfull, fullur
lifskrafts, orku og hugmynda. Og af
því veitir ekki i rokki.
Besta lag Maskinunnar: I augum
úti. és
Mættum
við fá
betra að
heyra?
Hafi einhverjum dottið í hug aö
Flashdance skipi sér á bekk með
stórmyndum rokksögunnar er rétt að
láta slíkar hugrenningar lönd og leiö
strax. Saturday Night Fever og Grease
skoluðu f jórum lögum hvor inn á topp
tiu í Bandarikjunum; þaö má merki-
legt véra ef tvö lög utan titillagsins i
þessari mynd ná svo langt i næstu
framtið. Sjálf myndin mun einnegin
vera giska ómerkilega, þrátt fyrir
góöa aðsókn vestan hafs, og þess borin
von aö hún hrífi ungmenni með sér
einsog fýrrnefndu myndirnar gerðu á
sinni tið.
Víst skartar Flashdance poppstjörn-
um nógum, en ýmist eru þær slappleik-
inn alger ellegar „langt frá sínu besta”
einsog stundum er sagt um íþrótta-
garpa. Titillagið er að sönnu heillandi,
eða var það að minnsta kosti fyrst i
staö, og Irene Cara er söngkona sem
vert er aö gefa gaum. Hennar hlut-
verki er hins vegar lokiö þegar siöustu
tónunum i Flashdance... What Á Feel-
ing sleppir; hér leikur hún ekki aöal-
hlutverk myndarinnar eins og í Fame
um áriö. Höfundur þessa títtnefnda
titillags er Giorgio Moroder, lunkinn
lagasmiöur sem samið hefur lög fyrir
marga, og hann er skrifaður fyrir
þremur öörum lögum á þessari skífu.
Þau eru nú ekki sérlega beysin
fremur en til dæmis framlag söng-
kvenna eins og Donnu Summer, Lauru
Branigan og Kim Cames. Helst er þaö
þó lag Donnu sem má hafa gaman af.
1 kjölfar vinsælda Flashdance-lags-
ins hefur annaö lag plötunnar verið
þrykkt á smáskifu og fleytt upp banda-.
ríska vinsældalistann. Þetta er lagiö
Maniac eftir Michael Sembello og i
flutningi hans sjálfs, sem stendur í
nitjánda sæti bandariska listans og lík-
legt til þess aö fara enn ofar, enda
hressilegt lag og í flestu ólikt öörum á
plötunni.
-Gsal