Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Síða 25
DV. MANUDAGUR18. JOLI1983. Iþróttir 25 íþróttir íþróttir íþróttir Skagamönnum naeeði hálftími á Víkinga — sigruðu 2-1 í stórskemmtilegum leik í 1. deild á Laugardalsvelli þar sem tækifærin komu á færibandi „Ég er mjög ánœgður með sigurinn. Ég var hrœddur við þennan leik vegna blkarleikslns við Val sl. miðvlkudag. Öttaðist að leikmenn mínir yrðu þreyttir. Við lékum vel í fyrri hálfleik og hefðum þá átt að gera út um lelkinn. En eins og leikurinn þróaðist í síðari hálfleik vorum við kannski heppnir að hljóta bseði stlgin,” sagðl Hörður Helgason, þjálfarl Skagamanna, eftir að Akranes hafði slgrað Víking, 2—1, í 1. deild í stórskemmtilegum lelk á Fögruvöllum á föstudagskvöld. Skaga- menn léku mjög vel i fyrri hélfleikn- um, sköpuðu sér góð færi og skoruðu tvívegis og ég efa að lið hafi í annan tima sýnt betri leik á Islandsmótinu í sumar. Leikurinn í heOd var opinn og oft glæsileg knattspyrna á islenskan mælikvarða sem llðin sýndu. t.siðari hálfleiknum höfðu Viklngar yfirburðl, léku oft mjög vel upp og lnn í vítatelg Skagamanna en þar brást flest hjá þelm. Eins og leikurlnn þróaðist var hrottalegt fyrlr Víkinga að ná ekkl að minnsta kosti öðru stiginu. En llð sem mlsnotar auðveldustu færi, skorar ekki, verðskuldar auðvitað ekkert. A það bættist elnnig að Bjarnl Sigurðs- son, markvörður Skagamanna, átti frábæran lelk í markinu, varði meðal annars tvivegls á hreint undraverðan hátt. ,3kagamenn léku mjög vel í fyrri hálf- leik og hefðu þá jafnvel getað skorað fjögur mörk. En samt átti Víkingur að sigra í leiknum. Eg er mjög ánægður með baráttu leikmanna liðsins i síðari hálfleik. Þeir léku mjög vel og sköpuðu sér frábær tækifæri til aö skora mörg mörk,” sagði Jean-Paul Colonval, hinn belgíski þjálfari Víkings. Kraftur í Skagamönnum Skagamenn léku móti sunnangolu í fyrri hálfleik — merkilegt hvað liðin léku miklu betur á móti golunni í leikn- um — og byrjuðu með miklum krafti. Greinilegt að þeir ætluðu að gera út um leikinn meðan úthaldið var í lagi og það tókst. Á fyrstu mín. komst Hörður Jóhannesson i færi en ögmundur Kristinsson varöi skalla hans. Rétt á eftir var Ámi Sveinsson hættulegur innan vítateigs Vikings. Spymti fram- hjá. A10. mín. komst Sigþór Omarsson í færi eftir misskilning í vörn Víkings. Nýtti það ekki en það kom ekki að sök fyrir Skagamenn. Þeir náðu knettin- um strax aftur, léku vöm Víkings grátt og Hörður skoraði fallegt mark. Hörður fékk annaö færi um miðjan hálfleikinn en skaut framhjá úr þröngu færi og á 30. mín. kom annað mark leiksins eftir fallegt upphlaup. Sigurð- ur Jónsson fékk knöttinn við vítateig- inn, sneri sér og spymti frekar laust í markhomiö, neðst. ögmundur hefði átt að verja, jafngóöur markvörður og hann er. Hörður var bókaður skömmu síöar og Siggi Jónsson var frá leik um tíma vegna meiðsla. Víkingar fóru að koma meira inn í myndina. Fengu hornspymu á 42. mín. Aðalsteinn tók spymuna, gaf vel fyrir og Sig. Aðal- steinsson skallaði knöttinn efst í mark- hornið. Bjarni varði hreint snilldar- lega. Víkingar sækja sig Oskar Tómasson kom inn sem vara- maður hjá Víkingi eftir leikhléið og leikurinn breyttist mjög til hins betra hjá leikmönnum liðsins sem mættu mjög ákveðnir. Fóru strax að sækja af krafti en Skagamenn lögðu áherslu á vörnina og treystu á skyndisóknir. Ur einni varði ögmundur vel frá Svein- bimi. A 60. min lék Oskar fallega á Arna Sveinsson innan vítateigs en Ámi sparkaöi þá í fætur Oskars sem steinlá. Vítaspyma, sem Omar Torfason skor- aði úr, 1—2, og markiö var mjög hvetjandi fyrir VQringsliöiö. Það sótti og sótti, tók mikla áhættu, því vamar- mennimir voru stundum fremstir í sókninni. Skagamenn oft með 10 manna vöm og hugsuðu ekki alltaf um 'hvert knötturinn fór. Eftir hlaupin miklu í fyrri hálfleik og erfiða leiki undanfarið fór þreytan að setjast í þá. Víkingar fengu færi eftir færi til að gera út um leikinn. Heimir spymti framhjá úr þröngu færi um miðjan hálfleikinn. Síðan stóð Aðalsteinn frír fyrir miðju marki inni á markteig. Tókst ekki að skora. Omar Torfason átti hörkuskalla í hliðarnet Skaga- marksins og Sigurður átti einnig skalla rétt framhjá. Heimir komst einn inn- fyrir vömina en Bjarni varði frábær- lega frá honum og á lokamínútu leiks- ins fékk Oskar knöttinn frír næstum inn á marklínu Skagamanna. Tókst á óskiljanlegan hátt að spyrna yfir. Skyndiupphlaup Skagamanna vom oft skemmtileg enda lögðu Víkingar litla áherslu á vamarleikinn en beint opin færi tókst þeim ekki aö skapa sér nema hvað Siggi Lár. skallaði rétt yfir eftir homspyrnu. Siöustu 12 mín. vom báðir varamenn Skagamanna settir inn á. Skemmtilegur leikur og opinn en iítið skorað úr öllum þeim færum sem gáfust. Bjami var hetja Skaga- manna, Arni lék mjög vel lengi og Sig- urður Jónsson allan leikinn. Ekki þreytumerki á þessum yngsta manni í leiknum. Sigþór skæður í sókninni, svo og Hörður og Sveinbjöm. Eftir góöan leik í f.h. var vöm liðsins hins vegar eins og gatasigti i þeim siðari. Omar Torfason bar af i Víkingslið- inu. Átti mjög góðan leik. Heimir í stöðugri sókn og mörkin hljóta að fara aö koma hjá þessum markakóng síð- asta leiktímabils. Aðalsteinn og Gunn- ar unnu vel og Jóhann Þorvarðarson mjög sterkur í s.h. Sigurður Aðal- steinsson mikill baráttumaöur og liðið styrktist þegar Oskar kom inn á. Stefán Halldórsson gat ekki leikið vegna meiðsla. Dómari Sævar Sigurðs- son og dæmdi mjög vel. Liðin vom þannig skipuö. ögmundur, Þórður Marelsson, Jóhann, Olafur Olafsson, Magnús Þor- valdsson, Gunnar, Omar, Aðalstelnn, Heimir, Sigurður og Ómar Björasson (Oskar45mín). Akranes. Bjarni, Guðjón Þórðarson, Sig. Lárasson, Slg. Halldórsson, Jón Áskelsson, Sig. Jónsson, Árnl, Sveln- björa, Hörður (Björn Björasson), Guð- björa Tryggvason, Sigþór (Júlíus Ingólfsson). Maður leiksins. Bjarai Slgurðsson, Akranesi. hsím. íþróttir Stefnir í fyrsta sigur Frakka — í grand-príx kappakstrinum Frakkinn Alaln Prost virðist nú hafa alla möguleika á þvi að verða fyrstl Fransmaðurlnn til að slgra í grand-prix kapp- akstrinum fræga en þessi keppni hófst fyrst 1950. Prost, sem er 28 ára, vann slnn þriðja sigur í keppninni í ár þegar hann varð fyrstur i breska kappakstrlnum í Silverstone á laugardag. Prost ók vegalengdina 316,15 km — 67 hringlr — á 1 klst. og 24 min. og 39,780 sek. Meðalhraði hans var 224,04 km á klukku- stund. Næstur varð Nelson Piquet, Brasiliu, á 1:24.58,941 og þriðjl Patrick Tambay, Frakk- landi. Eftir keppnina í Silverstone er Prost efstur með 39 stig. Piquet er annar með 33 stig og Tambay þriðji með 31 stig. t fjórða sæti er núverandl heimsmeistari, Finn- inn Keke Rosberg, með 25 stig. hsím. Sovéski dýf- ingamaður- inn látinn Sovéski dýfingamaðurlnn Sergei Shalibashwili, sem slasað- ist lifshættulega í dýfingakeppn- inni á stúdentaleikunum i Edmonton i Kanada á dögunum, lést á laugardag í sjúkrahúsi i Edmonton. Hann var 21 árs og komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. hsím. — þegar Fram vann, 1-0, á Siglufirði Í2. deild „Vlð áttum þennan sigur fyllilega skilinn þar sem við sóttum melra og tækifæri okkar voru betri en norðan- manna,” sagði Guðmundur Torfason, leikmaður Fram, eftir lelklnn á Siglu- flrðl í 2. deildinni á laugardag. Fram vann lelklnn, 1—0, og skoraðl Guðmundur marklð í seinni hálfleikn- um. Fram fékk aukaspyrau á 53. mín. leiksins sem Hafþór Svelnjónsson framkvæmdl. Hann sendi boltann á Halldór Arason sem framlengdl á Guð- mund og hann skoraðl af stuttu færi. Leikurinn var nokkuö harður en leik- menn Fram voru ivið ákveðnari og pressan var oft mikil að marki Siglfirð- inga. Það var ekki laust við að Siglfirðingarnir bæru nokkra virðingu fyrir leikmönnum Fram. I fyrri hálfleiknum áttu Siglfirðingar tvö sæmileg færi en Mark Duffield brenndi af í bæði skiptin. Framarar voru þó meira inni í myndinni og oft varð markvörður Siglfirðinga, Omai1 Guömundsson, aö taka á honum stóra sínum. Framarar komust í þrígang einir í gegnum vörn Siglfirðinga í seinni hálf- leiknum en alltaf brást þeim bogalist- in. Annaðhvort var Omar vel á veröi eða skotið var framhjá. Undir lokin voru Siglfiröingar svo nálægt því að jafna en Björa Ingimarsson átti tvö góð skot að Frammarkinu. Hið fyrra fór þó yfir og í seinna skiptið hitti hann aöeins hliðarnetið. Framliðið var mjög jafnt í þessum leik og enginn skaraöi framúr. Hjá Siglfirðingum ber helst að ne&ia maric- vörðinn Omar Guömundsson sem varðioftvel. -AA Guðmundur Torf.son, Fram. Guðmundur Torfa skoraði sigurmarkið TJALDBORGAR- FELLITJALDIÐ TEKUR AÐEiNS MÍNÚTURAÐ TJALDA. TJALDBORGARFELLITJALDIÐ er sérhannað fyrir íslenska veðráttu, það kostar aðeins brot af verði tjaldvagns og er jafnauðvelt í uppsetningu. Stœrð 205 x 410 cm. Stærð svefntjalds er 205 x 200. TÓmSTUnDfíHÚSIÐ HF Lougaueqi ISí-Reytiouil: »21901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.