Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Side 40
r 40 DV. MÁNUDAGUR18. JULI1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þessi ferðalangur varð á vegi blaða- manns og ljósmyndara DV á leið til Þingvalla fyrir skömmu. Hans Chlechowitz kvaðst hann heita, frá bænum Neubeckum í Ruhr-héraði i Vestur-Þýskalandi. „Eg kom til landsins með flugvél sunnudaginn 10. júlí og er einn á ferð. Eg ætla að ferðast um á hjóli, en ég er ekki búinn að ákveða hvað ég fer langt,” sagði Hans. Hann var vel búinn, eins og nær ein- hlítt er um Þjóðverja. Tjald, svefn- poka og vistir hafði hann í vagni sínum og hjólið var greinilega flunkunýtt. „Eg var á Svalbarða í átta vikur fyrir fjórum árum. Þar fór ég um á hjóli og reyndar kajak líka. En þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Islands. ” Hans kvaöst hafa mikinn áhuga á plöntum og gróðri, en annars starfar hann sem tæknifræðingur hjá raf- eindafýrirtæki. Við spurðum hann hvernig honum fyndust islensku veg- irnir. „Það er allt í lagi með rykið, það fýkur bara burt. En það er verst hvað þeir eru hrjúfir og holóttir.” Að kvöldi dagsins ætlaði Hans aö tjalda á Þing- völlum en þaðan lá svo leiöin i Húsa- fell. Við skulum vona að ekki fari fyrir Hans Chlechowitz eins og ferðalangn- um sem gafst upp við Kirkjubæjar- klaustur á dögunum, skildi þar eftir hjól sitt og búnað með þeim orðum, að slyppi hann lifandi úr ferðinni mætti kirkjan þar eiga allt hafurtaskið. Tók hann siðan næstu rútu til Reykjavíkur! -PÁ. ókum fram á hann. Enga sólina hafði hann fengið síðan hann kom. DV-mynd: GVA. Victoria, í æfingagalla með lítt áberandi Y hálsmáli, nuddar bífurnar. jm Pam puöar Ekki veröur slakað á í umfjöllun um hinar ýmsu iíkamsræktarað- ferðir. Víðfrægar leikkonur úti í hinum stóra heimi sitja sveittar við að seinja bækur, um hveniig best er að halda sér í formi. Nú hefur Victor- ia Prineipal sú sæta og elskulega úr Dallas gefið út eina slíka. í henni er lögö aðaláhersla á æfingar sem hægt er að gera á gólfinu og öðrum stöðum ótilgreindum. Hér á myndinni sést Victoria kynna líkamsrækt þessa fyrir biaðamönnum, en gaman verður að sjá hvort hún komi til með aö veita Jane Fonda einhverja sam- keppni. Einn á hjóli Rod svínbeygður Hjónabandið breytir bestu mönnum, þar á meðal Rod Stewart. Rod gifti sig fyrir þó nokkru síöan henni Alönu sinni. Fram að því að hann batt trúss sitt hafði Rod reynt að skemmta sér eins og hver dagur væri hans síðasti, og það ekki einn, því upp á hvem dag var hann umkringdur tryggum hópi svaUbræðra sem gerðu sitt besta tU þess að sjá tíl að Rod færí ekki i ræsið einn. Þegar svo Alana kom til sögunn- ar greip hún kústinn og sópaði út þessum miður félegu kónum, og Rod stóð uppi með eiginkonu en vinalaus. Nú halda innanbúðarmenn þvi fram að málum sé svo komið að Rod þori varla að greiða sér nema ráðfæra sig við Alönu, og fleira er komið tU. Gamla manninum er harðbannað aö stinga úr einni sterkrí, heldur gutlar hann í safa þessa dagana, ennfremur tyggur hann heilsufæði í staðinn fyrir safaríkar steikur, sem hann gerði áður i glaðra vina hópi. Tóbak er algjör bannvara, og fyrir tilstiUi Alönu varð Rod að farga tóbaksbirgðum sinum. Er það nema von aö maöurinn sé veiklulegur þessa dagana? Meira til. Alana er mikið fyrir að kiikla í allskonar gervi- vísindavitleysu, og er „númerafræði” ein þeirra. Ef einhver skyldi nú ekki vita hvaða fræði þetta eru þá upplýsist þaö, að einfaldar sálir trúa þvi að dul- armáttur feUst i tölum, og Alana trúir grimmt á þetta. Þvi er nú svo komið fyrír aumingja Rod að hann má ekki einu sinni taka sér flugfar án þess aö kvinnan athugi flugnúmerið áður. Muhamed Ali eins og menn muna hannbest. Ali minnkar Vlð Slg Hnefaleikakappinn hann Muhamed Ali er ekki horfinn úr heimspressunni þó boxhanskarnir safni nú ryki. Ali var frægur á sínum tíma, meðal annars, fyrir mikla kjaftagleði, auk þess sem hann var skítsæmilegur hnefa- leikamaður. AU lýsti meðal annars tækni sinni i hringnum þannig: „Ég flýg eins og fiðrildi og sting eins og býfluga”. En hvaö um það, þessa dagana hengir AU haus og barmar sér, ekki vegna fátæktar, heldur vegna þess að hann er að sökkva í seölum. Hann sagöi í viö- taU fyrir skömmu að hann væri að gefast upp á því að lifa í lúxus, og heföi í bígerð að selja stóru viUuna sina í Chicago. „Eg hef i hyggju,” sagði hann, „að fara burt frá þessu öUu saman og kaupa mér bara lítiö hús, með einungis þrem svefnher- bergjum. Ég á nú sjö börn, en viö erum bara fjögur í heimUi þessa dagana ef maður telur konuna mína meö.” Ef hann sparkaöi henni gæti hann minnkað enn meira viðsig. „Elskan, má ég bora í nefiðámér?” Skyrveöur á Húsavík Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, frétta- ritara DV á Húsavík: Sólin skein á Húsavík á laugardag- inn var, fuglarnir sungu og engan lang- aði í heitan mat, sem sagt skyrveður. Fjölskylda fréttarítara fór upp að Botnsvatni, rétt ofan við bæinn, en þar er baðströnd Húsvíkinga. Þar voru þó nokkrar fjölskyldur að njóta veðurbUö- unnar. A leið okkar mættum við manni, sem hafði þá skoðun að heimiUslif hjá fólki sem ekki tylldi heima hjá sér hlyti að vera ömurlegt. Þó mun ekki vera svo almennt um Húsvíkinga, því fjöldi fóiks var heima við hús aö fegra garða sína. -JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.