Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Page 44
hverri viku 270T> AUGLÝSINGAR i SÍÐUMÚLA33 > SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA, SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 i 86611í RITSTJÓRN |" SÍÐUMÚLA 12—14 j MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 1983 SkákmótiðíBelgrad: Sahovic vann Júgóslavneski stórmeistarinn Saho- vic sigraöi á skákmótinu í Belgrad um helgina. I síðustu umferöinni, sem •tefld var í gær, átti hann í höggi við ítalska meistarann Tatai, fékk erfiöa stööu og lenti í skelfilegu tímahraki en með snerpu og harðfylgi tókst honum að „lemja sig út úr þessu einhvern veg- inn og eftir ótrúiegan barning kom hann út með unnið riddaraendatafl,” eins og Jón L. Arnason orðaði það í símtali viðDV. Jón L. gerði jafntefli í 12. umferö við Tiric og Cvetkovic í þeirri 13. og síðustu. Jóni gekk afar vel framan af mótinu, náði 5 v. úr fyrstu 7 umferðun- um en aðeins 2,5 v. úr þeim6 síðustu. Efstur varð Sahovic eins og að ofan getur; 2.-3. Marianovic og Ferenc Portisch með 8,5 v., en Ferenc þessi er bróðir stórmeistarans Lajos Portisch; 4.-7. Ivkov, Matulovic, Knezevic, Troi með 8,0 v., og í 8. sæti er svo Jón L. ásamt 4 öðrum með 7,5 v. -BH. Sauðárkrókur: Flugdagurinn gekk erflðlega Frá Gunnari Guðjónssyni, fréttaritara DV á Sauðárkróki: Ekki var unnt aö halda flugdag með því sniði sem fyrirhugað var á sumar- sæluvikunni á Sauðárkróki um helg- ina. Aðeins ein lítil flugvél kom frá Reykjavík og tvær frá Akureyri vegna slæms veöurs. A laugardag var haldið íþróttamót í 3. deild frjálsra íþrótta. HSÞ og UMSS urðu í tveimur efstu sæt- unum og leika því í 2. deild að ári. I 5. flokki í fótboltanum vann TindastóU lið frá Dalvík með 7 mörkum gegn 2. I þriðja flokki vann Fram Tindastól meö 5 mörkum gegn engu. Dagskrá sumar- sæluvikunnar verður fram haldið í dag. -ÓM. Evrópumótið íbridge: Erfið byrjun Islenska landsliðið í brídge átti erf- iða byrjun á Evrópumótinu, sem nú stendur yfir í Wiesbaden í Þýskalandi. 1 gær keppti liöið við Breta, sem sigr- uðu 17—3. 1 gærkvöld báru Tyrkir svo sigurorð af Islendingum og fóru leikar 13-7. Að sögn Guömundar Péturssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins, hafa Þjóðverjar staðið höfðinglega að öUum undirbúningi fyrir Evrópumótið. Það var sett á laugardagskvöld með glæsi- legri setningarathöfn, sem lauk með stórfenglegri flugeldasýningu. Islenska liöið keppir i dag við hiö sterka lið Itala. .jgg. - .................. Guðbjörg IS mok- ar upp fiskinum fyrir vestan — Páll Pálsson með 165 tonn eftir 2 daga AfUtogarannaaðundanfömuhefur uðurinn, þá landaöi hún 827 tonnum. stærsta var 60 tonn. Þetta var rétt verið mjög misjafn en einstaka tog- Aðrir togarar hafa einnig aflað við ísröndina og fiskurinn sem aUur ari hefur þó aflað mjög vel. Þar er vel það sem af er árinu. Má þar til fór í 1. flokk, var fuUur af loðnu. Þrír fremstur í flokki, eins og undanfarín nefna Harald Böðvarsson AK og togarar lentu í þessu, PáU, Guðbjörg ár, Guðbjörg IS en hún er komin með Breka VE. Voru þeir báðir komnir frá Isafirði og Már frá Olafsvik. Þeir yfir 3000 tonn aö landifrááramótum. meðyfír 2700 tonn nú um helgina. Þá voru þarna tvo daga en þá lokaðist Guðbjörg landaði 664 tonnum í hafa Vestfjarðatogaramir PáU Páls- svæðið. júiní og það sem af er þessum mán- son IS og Bessi IS einnig aflað vel. uði hefur hún komið tvivegis að og Þeirhafabáðirlandaðyfir2000tonn- Togarar Bæjarútgerðar Reykja- landað um 400 tonnum. Er því útlit um og Runólfur frá Grundarfirði er víkur hafa sömuleiðis veitt vel að fyriraðjúlíætUaöverðametmánuð- einnig kominn með um 2000 tonn. I undanfömu. Þar er Jón Baldvinsson ur hjá Guðbjörgu. I júlí í fyrra kom gær landaði Páll Pálsson á Isafirði hæstur með um 2700 tonn og Ottó RE Guðbjörg með 710 tonn að iandi en 165 tonnum eftir 2 sólarhringa. með um 2600 tonn. ágústmánuöur var samt besti mán- Aflann fékk hann í 8 hölum, það klp/V.J., Isafirði ^ ................................ ENNISVEGUR OPNAÐUR Ennisvegur var opnaöur til bráða- birgða fyrir almenna umferð í gær. Hér er um að ræða nýjan veg, um 2,2 km að lengd, sem lagður er í fjömnni framan við Olafsvikurenni. Verkið var boðið út í mars í vor. Lægsta tilboðið barst frá Hagvirki hf. um 36,8 milljónir króna og var það um 53% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Að viðbættri vinnu við grjótvamir var síðan samið um 40,3 milljónir króna fyrir verkið. I upphaflegum útboðsgögnum var gert ráö fyrir að vegurinn yrðí akfær 1. desember í ár. Verktaki vildi hins vegar vinna verkið mun hraðar í upphafi en taka sér síðan sumarhlé til að sínna öðm verkefnL Fram- kvæmdir hafa gengið mjög vel og í samræmi við áætlanir verktaka. Næsta sumar veröur lagt slitlag á veginn og verður þá lauslega áætlaður kostnaöur orðinn um 80—85 milljónir króna á núverandi verðlagi. -EA. Veðurstofa íslands: Byrjuð að spá þrjá daga fram f tímann Starfsmenn Veðurstofu Islands hafa aö undanfömu unniö að því að gera veðurspá um veðurfar þrjá daga fram í timann. Spá þessi hefur ekki verið gefin upp heldur færð á skýrslur á Veðurstofunni þar sem kannað verður nánar hversu ábyggileg hún er. Veðurstofan byrjaði á þessu í maí sl. Er spáin byggð á tölvuspám sem ber- ast víðs vegar úr heiminum. Eftir þeim gögnum er þriggja daga spáin síðan gerð og hún svo geymd á Veður- stofunni til nánari rannsókna. Að sögn veðurfræðings sem við töl- uðum við í morgun hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort eða hvenær þessi þriggja daga spá verður gefin út. Er eftir að rannsaka nánar hversu ábyggileg slík spá er og kemur það ekki i ljós fyrr en eftir nokkrun tíma. Samkvæmt þriggja daga spánni, sem gerð var nú um helgina, mun noröanáttin haldast fram á miðviku- dag. Þá mun aftur fara að þykkna upp hér á Suðurlandi, enda bíða lægðimar nú í röðum fyrir vestan Grænland. -klp- Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Vinnsla hafin „Við reiknum með að f rystihúsið fari aftur i gang klukkan eitt i dag,” sagði Jens Valdimarsson, stjómarformaður Hraðfrystihúss Patreksf jarðar, er DV ræddi við hann í morgun. Hraðfrystihúsið hefur, sem kunnugt er, átt í miklum fjárhagslegum erfið- leikum. I lok síðustu viku var svo komið aö ekki reyndist unnt að greiða verkafólki þar laun og hafði þaö þá ekki fengið laun sin í tvær vikur. Því var ákveðið að stöðva rekstur frysti- hússins og var fólkið sent heim á há- degi sl. föstudag. -JSS. Dýraspítalinn: Ennþá læknislaust — vilja fá enskmennt- aðan dýralækni Dýralæknar hafa enn ekki verið ráðnir að Dýraspítalanum og þar er þvl aðeins dýrageymsla en engar lækn- ingar. Að sögn Sigríðar Asgeirsdóttur í stjórn spítalans hafa staðið yfir við- ræður milli stjómarinnar og dýra- lækna en engar niðurstöður fengist. Sagði hún að stjórnin leggi áherslu á að gæðastimpli sé haldið. Meiningin með því er að hér séu stundaöar lækningar á dýrum en ekki farið eftir hagsýnis- sjónarmiðL” sagði Sigríður. Taldi hún að dýralæknamir hefði hagsýnissjón- armiöin meira að leiðarljósi, þetta væri spumingin um hvort á að lækna dýr frekar en svæfa. „Vegna þessa sjónarmiös langar okkur mikið aö fá enskmenntaðan dýralækni,” sagði Sig- ríður. JBH Sirkusinn borgar söluskatt „Nei. Ég veit ekki betur en að þessi sirkus sé fyrirtæki sem útlendingar reka og ferðast með milli landa til að sýna. Þetta er allt annar handleggur,” svaraði Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra er DV spurði hann hvort söluskattur yrði felldur niður af sirkusnum við Glæsibæ. Sú ákvöröun fjármálaráöherra að fella niður söluskatt af Tívolíinu á Miklatúni hefur vakið talsverða athygli, ekki síst fyrir þá sök að í hópi þeirra sem stóðu að fyrirtækinu er að finna tengdason Alberts og menn sem taldir eru eindregnir stuöningsmenn hans. Ráöherra var spurður hvort hann hefði orðið var við aukinn þrýst- ing á niðurfellingu söluskatts að undanförnu: „Nei, nei. Enda er þetta ekki fordæmisskapandi. Söluskatturínn var aldrei innheimtur þannig að það er ekki verið að fella niður fyrir þá sem standa fyrir þessu heldur fyrir þá sem nota þaö, bömin i bænum. Annars hefði aðgöngumiðinn orðið um 25 pró- sent dýrari. Þetta er tilbreyting í annars tilbreytingarlausu bæjarlífi fyrir börnin á stuttu sumri,” svaraði Albert Guðmundsson. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.