Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Síða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JtJLl 1963. Dýrasti og ódýrasti bíllinn á markaðnum: 12 Trabantar fyrir einn Benz Mjög lítil sala hefur veriö í nýjum bílum aö undanfórnu. Samkvæmt upplýsingum sem viö fengum hjó hinum ýmsu bifreiöainnflytjendum er nú nánast engin hreyfing í sölu ó bilum. Fólk kemur varla lengur til aö spyrjast fyrir um nýja bíla eöa skoöa þá eins og áður. Einstaka bilasalar báru sig samt mannalega og sögöu aö nóg væri að gera þótt salan væri ekkieinsgóðogáöur. Við könnuðum það hvar hægt væri að fá ódýrasta fólksbílinn í dag — og könnuöum einnig í leiðinni hvar þann dýrasta væri aö hafa. Er þarna ótt viö venjulega fólksbila, en mikið er til af þeim á markaðnum. Þann ódýrasta fundum við hjá Ingvari Helgasyni hf. Er þaö Trabant og kostar einn slíkur 89 þús- und krónur. Er þaö langódýrasti bíll- inn, því næsta verð þar fyrir ofan er um 160 þúsund krónur. Þá upphæö þurfa menn aö eiga ef þeir vilja kaupa sér nýjan Skoda. Mikiö úrval er til af japönskum smábílum en verö þeirra er heldur óhagstætt núna miöað við áöur. Só ódýrasti sem viö fundum var Suzuki en fyrir hann þarf aö greiöa 174 þús- und krónur. Algengt verö á smábíl- um er núna um 220 til 250 þúsund krónur. Dýrari bílarnir eru ekki til á lager hjá innflytjendum hér. Þjicir of dýrt aö liggja meö þá, enda salan í þeim ekki mikil. Hægt er aö sérpanta bíla eins og Chevrolet Celebrity og Cadilac, en þá þurfa menn líka aö Tómas Andrós Tómasson, öðru nafni Tommi i Tommaborgurum. Fyrir einn svona Benz má fá 12 Trabanta. eiga vænan skilding i buddunni. Þá mó einnig sérpanta fleiri tegundir eins og t.d. Benz 500 SE, en hann kostar 1,5 milljónir. Af dýrari bílunum sem einhver hreyfing er á, er Benz 280 SE ó óska- listanum hjá mörgum. Kostar hann 1.115 þúsund krónur. Fyrir þá upphæð má aftur á móti kaupa heilan flota af Trabant-bílum, eöa 12 bíla, og eiga samt afgang fyrir bensini á þá alla til margra daga keyrslu. -klp- Trabbinn kostar 89 þúsund krónur. Nýiega var stofnað fálag um Trabantinn og heitirþað Skynsemin ræður. Fjölleikahús í Reykjavík Danskt fjölleikahús, Cirkus Arena, hefur tekið til starfa í Reykjavík. Hér er um að ræða 35 manna hóp sýningar- fólks sem mun skemmta borgarbúum meö ýmsu móti fram til 7. ágúst. Hópurinn sýnir i tjaldi á túninu milli Holtavegar og Álfheima öll kvöld vik- unnar kl. 20.00. Einnig veröa sýningar á laugardögum kl. 14 og 17, svo og á sunnudögum kl. 15. Aögangseyrir er krónur 180. Þá veröa sérstakar barna- sýningar ó miðvikudögum kl. 15 og kostar aögangur þá krónur 100. Sýningamar eru um tveggja tíma langar, en miðasala er opin alla daga frákl. 13. Cirkus Arena hefur starfaö í 30 ár og ferðast víða um á þeim tíma. I ár starfar í honum fólk frá Danmörku, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Austur- ríki, alls 35 manns. Héöan heldur hópurinn til Akureyrar þar sem hann mun skemmta dagana 9,—14. ágúst. -EA. Bankamenn segja upp samningum Samband íslenskra bankamanna hefur sagt upp gildandi kjarasamning-' um sínum og bankanna frá 24. septem- ber 1982, miðaðviö31. júlí 1983. I ályktun stjóma sambandsins, samninganefndar og formanna aöildarfélaga þess segir aö afskipti stjórnvalda af samningum milli aöila vinnumarkaðarins séu óréttlát, þó sé það engu að síður viöurkennt að lög- lega kjörin stjómvöld i landinu hafi hér beitt aöferðum, sem þeim séu tiltækar. 1 ljósi þess óréttlætis, sem umrædd afskipti stjómvalda af samningsrétti launþega séu, aö dómi Sambands islenskra bankamanna, svo og þeirrar óvissu, sem riki um afkomu launþega ó næstu mánuðum og um árangurinn í baráttunni viö verðbólguna, telji Sam- band íslenskra bankamanna rétt aö segja upp gildandi kjarasamningum miðaö viö 31. ágúst 1983, eins og samningarnir geri ráö fyrir, sbr. og 5. gr. samkomulags um kjarasamninga félagsmannaSIB. Viking bflkranar Léttir og iiðlegir kranar fyrir minni vörubíla og sendiferðabíla. Kranarnir aru mefl sjálfstœflu vökvakerfi sem er innbyggt i kranann og er vökvadnian drifin af 12 eða 24 volta rafmagns- mótor. Litill kostnaður vifl niflursetningu. Hagstœtt verfl og góðir greiflsluskilmálar. Atlas hf ÁRMÚLA 7 — SÍMI 26755 Trúðar skipa stóran sess í sýningum Cirkus Arena. Einnig or mikið um ioftfímieika og töfrabrögð sem engan œttu að svíkja. DV-mynd: Bj. Bj. Flugleiðahátíð í september Flugleiöir halda upp á tiu óra af- mæli félagsins meö hátiö á Hótel Loftleiðum helgina 17. til 18. september næstkomandi. Þó mun al- menningi gefast kostur á aö kynnast starfsemi félagsins. „Viö munum opna dymar,” sagði Erling Aspe- lund, sem er formaöur afmæiis- nefndar. Þotur félagsins munu Qjúga lágt yfir höfuðborgina þessa helgi. Þá veröur reynt að hafa flugvélar til sýnis almenningi ó Reykjavíkurflug- velli. Boöiö verður upp á sérstakt af- sláttarverð á þjónustu félagsins, far- seðlum, gistingu og mat í tilefni hátíöarinnar. A matseöli kaffiterí- unnar veröur flugvélamatur og i sölum hótelsins verður ítarleg kynn- ing á öllum þáttum í rekstri félagsins. Þá mó búast við ýmsum uppákomum. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.