Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 1
 Landaverksmiðja gerð upptæk á Reyðarfirði Frá Jóni G. Haukssynl, blaðamanni DV á Egilsstöðum: Landaverksmiðja var gerð upptæk við húsleit á Reyðarfirði síöastliðið sunnudagskvöld, samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Egilsstöðum. Bruggarinn er Reyðfirðingur á þrí- tugsaldri og hefur viðurkennt að hafa bruggaö landa og jafnframt stundað söiu á honum, aðallega til fólks á aldrinum 17—21 árs. Við húsleitina fundust um 30 lítrar af landa og ósoönu bruggi. Einnig fundust um 75 kiló af sykri. Bruggverksmiöjan fannst í kjallara hússins. Svo virðist sem nokkuð sé síöan siðast var bruggaö því brugg- tækin höfðu verið aftengd. Landinn fannst á flöskum og brúsum, földum í bílhræi fyrir utan húsið. Upphaf þessa máls tengist bílslysinu i Fagradalnum síöastliöna sunnudags- nótt og sem greint hefur verið frá í fréttum. Þá óku lögreglumenn frá Egilsstöðum, sem voru aö koma af ballvakt á Fáskrúðsfirði, að pilti sem var að ná í hjálp fyrir félaga sinn. Höfðu þeir stolið japanskri bifreið og hvolft henni rétt fyrir ofan skriðumar í Fagradalnum. Þegar að var komið lá félagi hans rænulitiil og helblár af kulda við hlið bílsins. Var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Pilturínn sem lögreglan ók fram á var með landa á flöskum og við yfir- heyrslur kvað hann þá hafa verið fyrr um nóttina í partíi, ásamt þremur öðrum á Reyðarfirði, og drukku þeir þar landa. Nafn bruggarans á Reyðarfiröi kom upp við yfirheyrslur á sunnudaginn og var húsleitin síðan gerö hjá honum um kvöldið. Hann var í haldi fram á mánudag en var þá sleppt. Mun hann hafa selt þriggja pela flösku af landa, 70—80% sterkum, á 800—900 krónur. JBH. Okumaður i Fiat, sem var að stilla útvarpið i bflnum á ferð fyrir utan út- varpshúsið á Skúlagötu kl. hálfátta i morgun, var kominn ofan i grýtta fjör- una áður en hann vissl af. Hér mun hafa ráðið augnabliksyfirsjón með þessum afleiðingum. ökumanni varð ekki melnt af þessari aukaför en bíll- inn mun vera nokkuð skemmdur. DV-mynd S/-ELA. fyrir utan útvarpshúsið 11 I fmrrq S (4n Ék T ^ "T Élil- iS | Sumarminningar til DV Nú er ekki seinna vænna að menn fari að huga að þátttöku í sumar- myndakeppni DV 1983, sérstaklega þegar mesta ferðahelgi sumarsins er framundan og góð myndefni bera sí- fellt fyrir auga Þó sumarið hafi veriö votviðrasamt þá er ekki þar með sagt að sumarmynd þurfi endilega að vera tekin í sól. Ahugasamir ljós- myndarar ættu því að drífa sig út með myndavélina enda eru vegleg verðlaun í boði fyrir bestu myndim- ar sem sendar verða inn í sumar- myndakeppni DV1983. I keppninni um sumarmynd DV 1983 er keppt í tveim flokkum, flokki svart-hvítra mynda og flokki lit- mynda. Fimm verðlaun eru veitt i hvorum flokkl og eru þau hin sömu i báðum flokkum, Pentax myndavélar fyrir fyrstu tvö sætin og litfilmaút-' tekt fýrir þríöja til fimmta sæti. Verðlaunin eru frá versluninni Ljós-, myndavörur, Skipholti 31. Fyrstu verölaun í báðum flokkum eru Pentax ME Super ljósmyndavélar. önnur verðlaun í báöum flokkum eru Pentax PC35AF ljósmyndavélar og þriðju til fimmtu verölaun eru úttekt á Fuji-color litfilmum að upphæð 2000 krónur fyrlr hvert sæti. SLS. Borgarfógeti meðal skatthæstu einstaklinga — sjábls.3 * * * | Líkamsrækt skemmir heilsuna — sjá Sviðsljósið ábls. 32og33 • • • Fólk á fömum vegi spurt um skattana: Ánægðuref égfinnleiðtil aðborga: — sjá bls.4og5 • • •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.