Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 28. JÚLI1983. 5 Omar Ragnarsson: „Er ekld baraa- karl samkvœmt rikisstjórninni. Þau era ekki á ríkisstjórnaraldrinum.” Viídiborga áannanhátt Ómar Ragnarsson, fréttamaður sjón- varps: „Ég segi nú eins og Tolli í Sild og fiski, ég kvarta ekki yfir sköttunum. En ég vildi aö ég gæti greitt þó á annan hátt. Sýnist nefnilega megniö af laun- unum sem eftir er ársins fara i skatt- ana. Annars er ég meö stóra fjölskyldu, en telst því miður ekki barnakarl sam- kvæmt ríkisstjórninni þar sem þau eru öll komin yfir átta ára aldurinn. Þau eru sem sagt ekki á ríkisstjórnaraldr- inum.” Finnst þér að leggja eigi aukna áherslu á óbeinu skattana á kostnað þeirra beinu? „Já, ég er hlynntur því að ná skött- unum inn með neyslu.” Sýnist þér bruðlað með skattpening- ana? „Veit þaö ekki. Hef að minnsta kosti ekki neitt vit á þjóðarbókhlöðunni. -JGH. Skattamir Þórarinn Friðjónsson stöðumæla- vörður: „Skattarnir eru prýðilegir, þeir eru lágir.” Er skatturinn ekki miklu hærri en í fyrra? „Eg hef ekkert hugleitt breytingar frá því í fyrra. Hann var líka lágur þá.” Ert þú fylgjandi þvi að draga úr beinum sköttum en hækka óbeina ? „Það má alveg taka söluskatt af nauðsynjavörum eins og fatnaði og því sem maöur notar daglega. En hins vegar má hann vera á munaðarvörum, til dæmis fegrunarlyfjum og öðru sem maður kallar drasl.” Hvað um sjónvörp og bíla, er það munaður? ..Sjónvarpið er jú lúxusvamingur. Eg lenti nú lika í því um daginn að skrifa stööumælasekt é Playmobil. Eg lít reyndar á alla svona einkabíla sem „Playmobil”. En þú ert þá ekkert óhress með skattana? „Nei, ég er að minnsta kosti ánægður fyrirsjálfanmig.” -JBH. Upphæðin kom ekki á óvart Helga Karlsdóttir: „Sé ekkert. hrópandi bruðl í ríkiskerfinu.” Helga Karlsdóttir, vinnur á skrif- stofu veðurstof unnar: „Ja, ég er ekki óánægð. Þetta er svipað og ég átti von á og þess vegna kemur upphæðin mér ekki á óvart.” Viltu hafa öðruvísi skattheimtu, leggja til dæmis niður tekjuskattinn og auka neysluskatta? „Já, ég vil tvímælalaust láta leggja niður tekjuskattinn og leggja aukna áhersiu á óbeinu skattana.” Finnst þér bruðlað meö skattpen- ingana? „Sjálfsagt má alltaf fara betur með, en ég sé nú ekkert hrópandi bmðl í rikiskerfinu.” -JGH Sýnistbara vera taxtinn Ellert Guðmundsson skipstjóri: „Fljótt á litið sýnist mér að þetta sé taxtinn og bara eins og það eigi að vera. Þetta lítur bara svona út.” Finnst þér skattarnir óréttlátir ? „Nei, kannski ekki óréttlátir, það er ekki hægt að segja.” Hvernig finnst þér hlutfallið milli beinna skatta og óbeinna? „Beinu skattarnir eru ekkert hærri en annars staðar en þeir óbeinu eru alveg hrikalegir.” -JBH. Lækka skatta á matvörum Anna Sigtryggsdóttir verslunarmaður oghúsmóðir: „Mér leist bara vel á þá. Þetta er svipað og ég átti von á.” Var mikil hækkun frá í f yrra ? „Það er nú ekkert að miða við í fyrra, ég vann ekkert úti þá.” Hvaða skoöanir hefur þú á óbeinu sköttunum? „Það má náttúrlega lækka söluskatt á nauðsynjavörum en hækka á munaðarvörunum, til dæmis áfengi. Eg er með mikið af börnum og vil endi- lega að lækkað sé á matvörum. Mat- vörur og aðrar þannig nauðsynjar eru svo dýrar að maður verður að fara að vinnaúti.” JBH BÍLDSHÖFDA 16. SIMAR 81530 OG 83104 SELJUM (DAG Saab 900 GLE 79, S dyra, sjálfsk. + vökvastýri, dökk- Hár, akkn 57J8B. Saab M0 GLE 12. 4 dyra. ajiHxk. + vikvtýri. topf+ H»kMgler, TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ -----— í HELGARNtATlNN Allar vörur á markaðsverði. JL-PORTIÐ • NYR INNGANGUR RAFLJÓS í MIKLU ÚRVALI í RAFTÆKJADEILD ALDREI MEIRA ÚRVAL AFHÚSGÖGNUM í HÚSGAGNADEILD m#* : ,elk° rn*11 Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála Opið til kl. 81 kvöld í öllum deildum jis Jón Loftsson hf. /A AA A A, isEiuiais'sa' Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.