Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 28. JUU1983. 15 tagi löglegra form stjórnarhátta að þvi er virðist, en hinir hefðbundnu stjórn- arhættir sem svokallað lýðræði byggist á...” Síðan fer Svarthöfði eitthvað að. þvaðra um ofbeldishópa sem „skemmta sér við að sprengja fólk í loft upp” eins og þaðkomi græningjun- um eitthvað við. En það hefur löngum verið skálkaskjól fasista að visa til slíkra hópa til þess að réttlæta inn- leiðslu lögregluríkisins og oftar en ekki standa þeir sjálfir að baki þessum hryðjuverkum. Af kynfærum ráðamanna Svomælir Svarthöfði: ,,Hérá Islandi urðu nokkrar lyddur til þess að láta kúgast út af þessum hótunum teboðs- frúarinnar, sem heldur hreðjataki á einhverjum pólitískum forystumanni, sem hefur nóg áhrif til að svona vitleysu sé sinnt.” Þetta tal Svarthöfða um „teboðsfrúr”, sem haldi um kynfæri einhvers íslensks stjórnmála- manns er nánast sorglegt. En einhvem tíma var ritstjóri Spegilsins úthróp- aður sem klámhundur fyrir grínmynd úr frönsku blaði. Ekki stefnir saksókn- ari Svarthöfða, þó nærri augljóst sé, að hér á hann við einhvem þeirra karl- kyns þingmanna (ef ekki þá aila), sem greiddu atkvæði gegn því á sínum tíma að mótmæla hvalveiðibanni Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Fyrir utan klámið og fasismann í grein Svarthöfða, örlar þar á gamalgróinni kvenfyrirlitningu, sem að vísu kemur engum á óvart. Af sæluríkjum Það er í sjálfu sér merkilegt að það eina sem Svarthöfði finnur Sovétríkj- unum til málsbóta er að þar skuli þó eftir allt vera stundaöur fasismi. Þannig mætti hugsa sér Sovét sem paradís Svarthöfða ef sósíalisminn yrði þar upprættur, en fasisminn fengi að halda velli. Þessu er hins vegar öfugt farið með íslenska vinstri menn. ÁsgeirR.Helgason Þeirra ósk (aun.k. flestra sem ég þekki til), er sú aö uppræta megi fasismann í Sovét, en halda eftir sósialismanum og koma þar siðar á kommúnisma. Af aumingjum Að lokum kemur hér eitt gullkom úr grein Svarthöfða: „Á sama tíma og alþingi Islendinga ákvaö aö fækka atvinnuvegunum í þágu amerískrar kerlingar og græn- ingja, sem kunna það eitt að flýja ef á móti þeim er snúist, láta Rússar ekki óviðkomandi fólk segja sér fyrir verkum.” Eg er nú í fyrsta lagi sann- færður um að Svarthöfði myndi aldrei þora að taka þátt í þeim hetjudáðum sem grænfriðungar drýgja til vemdunar lífi á jörðinni, eða sambæri- legum aðgerðum, sinum eigin málstaö til framdráttar. Ef hann hins vegar ætti engra kosta völ, er ég hræddur um að kauði myndi kúka í buxumar er hann stæði einn á litlum dalli frammi fyrir hervaldi annars stærsta herveldis á jörðinni. Sem jafnframt er stærsta herveldið á jörðinni þegar þaö hentar Svarthöfða og Reagan þarf að bæta nokkrum nýjum kjarnakín- ver jum við í leikfangasafnið sitt. „Sem kunna það eitt aö flýja ef á móti þeim er ráðist,” bylur sá svarti. Hvílíkt eindæma rugl. Síðan er þessi „heiðurs- maður” látinn skrifa fasta dálka í annars ágætt blað og það undir dulnéfni: Má ég biðja um að því linni. P.s. Svo skemmtilega vildi til, að daginn eftir að þessi grein var skrifuð, kom um það frétt í Ríkisútvarpinu að Sovétmenn hygðust sleppa lausum grænfriðungunum sjö hið fyrsta, án þess svo mikið sem ákæra þá. Það viröist því sem Sovétparadísin hafi algerlega brugðist vonum Svarthöfða. Þetta mál virðist því ætla að springa framan í þann gamla eins og sam- særiskenningin um tilræðið við páfa hér á dögunum, sem nú er orðin að athlægi um allan heim. Ásgeir R. Helgason sálfræðinemi. Hitastig vatns: Meðvitundarley si: Dauði: 0 gráður eftir 15 mín. eftir 15—30 mín. 10 - — 15—30 mín. - 1- 2klst. 15 - - 2- 4klst. 1 05 1 co £ 20 - - 5- 7klst. 27 - 12 klst. Að vísu geta orðið hér sveiflur á eftir líkamsbyggingu og þreki hvers og eins. En eitt er víst og breytist ekki - UNDIR ÁHRIFUM ÁFENG- IS MINNKAR MOTSTÖÐUAFLIÐ I LEKAMANUM OG OHÆTT ER AÐ MINNKA LlKURNAR Á AÐ KOM- AST LlFS AF UM HELMING. Þetta eru staðreyndir, sem allir ættu að festa sér vel í minni. Það hefur löngum þótt íþrótt góð að renna fyrir fisk í ám og vötnum og siglingar um víðfeðm fjallavötnin vekja unað og kæti. En í ákafa veiði- mennskunnar og gáska stundargam- ans gleymast oft aðgæsla og sjálf- sögð ábyrgö. Veðráttan er umhleyp- ingasöm og misvinda gætir oft við fjallavötnin. Skyndilega kann að myndast kröpp vindbára svo að litl- um bátum er hætta búin. Og hafið umfram allt hugfast að islensku vötnin eru köld. Það er því að mörgu að hyggja áður en ýtt er úr vör. Hið sama gildir raunar einnig á ör- æfaleiöum, þegar þarf að komast Hannes Þ. Hafstein yfir óbrúuð straumvötn. I flestum til- vikum er þaö aöeins fært hinum reyndustu ferðagörpum og það á hinum best búnu bifreiöum. Oft hefur verið teflt á tæpasta vaöið í þessum feröum, sérstaklega hvað varðar reynslulítið ferðafólk á litlum og vanbúnum bifreiðum. Svo má heldur ekki gleyma „görpunum”, sem telja sér alla vegi og vegleysur færa, láta aldrei segjast, en sleppa meðskrekkinn. Sérstaklega munu margar ámar vera viðsjárverðar í ár og því þarf að kanna vöðin af meiri fyrirhyggju en oft áður, og enginn skyldi treysta að óreyndu að hjólför, sem liggja út í straumvötn, séu sönnun þess að ein- mitt þar sé greiðfært. Straumvötnin skipta oft um farveg og verða að skaðræðisf ljóti á skömmum tíma. A næsta leiti er einhver mesta um- ferðar- og útivistarhelgi ársins. Þús- undir manna á öllum aldri dreifast um landið og eiga vonandi eftir aö njóta hollra og góðra ánægjustunda. Landvernd á erindi til allra, göngum þvi vel um landið, minnug þess að ill umgengni, trassaskapur og hirðu- leysi eru augljósir slysavaldar, hvar svo sem er. En eitt eiga þó allir sam- eiginlegt. Að hugleiöa í upphafi ferðar, hvað fýrir kunni að koma, til þess að vera við því búnir að mæta hinu óvænta. Slysavamafélag Islands óskar ykkur góðrar ferðar og hvetur til varúðar á öllum leiðum. Hannes Þ. Hafstein, f ramkvæmdastjóri SVFÍ. ES9 Forsendur drukknana: Smábátar.—Afengi.—Engtn björgunarvesti. Fiestar drakknanir verða í lygnu vatnl og nærri landL þar sem engbm óttast hættu. 7 af 10 falla fyrir borð af smábét- um og drukkna. — 6 af 10 bafa neytt áfengis og 9 af 10 eru ekki með björgunarvesti. An björgunarvestis býður þú hættunni heim. í björgunarvestið.—Burt með bokkuna. DÖMU-OG HERRA- PERMANENT Strípur i öllum litum. Litanir, lagningar, klippingar, blástur, djúpnœring og glansskol. Erum aðeins með fyrsta flokks vörur. Vinnum aðeins úr fyrsta flokks efni. Ath. Opið fimmtu- daga til kl. 20.00. Vandlðtra val er Hárgreiðslustofa EDDU & DOLLÝ Æsufelli 6 — Sími 72910. Bolero HUSGÖGN Dugguvogi 2 simi 34190 ReyKjavik SK¥KrKTK¥K7K)K^KfK¥K?K?KfKn A'/ Notaðir fij / bílar BILAKJALLARINN F0RD HÚSINU Opiðfrá kl. 9 til 19, alla daga, einnig í há- deginu, laugardaga 10 — 5. Símar: 84370 - 85255. 2. Ford Econoline húsbílar í sérflokki á staðnum og 1 Dodge ferðabíll. 1 Combi Camp, ónotaður, á kr. 58.000. Chevrolet Camaro Z 28, svartur, ðrg. 78. Verð 320.000. Seljum í dag og fram að verslunarmannahelgi: 2 fallega Mustang, Cobra og Sia, árg. 1980. Daihatsu Runa- bout XTE, sjálfsk., m/kassettutœki. Verð 230.000, ekinn 26.000. Ford Bronco árg. 1979 ð spesverði, ca 300.000. Toyota Carina ðrg. '80, sjðlfsk., ekinn. 59.000. Verð 190.000. Honda Civic, falleg, árg. 1981. Verð 190.000. Ford Escort 3d„ XR7, sportbill, ðrg. '82, ekinn 7.000. Verð 390.000. Suzuki Alto 4d. Verð 125.000. Okkur vantar allar tegundir nýlegra bíla á sölu- skrá. Sölumenn: Jónas Ásgeirsson og Þorsteinn Kristjénsson Aðstoðarm: Kðri Eliasson. Framkvstj: Finnbogi Ásgeirsson. BÍLAKJALLARINN F0RD HÚSINU J/ vV ej/ ej/ *3/ vV *V *V vV aS/ *V vV vV *J/ *3/ vV *3/ *3/ *3/ /£• /£• /£• 1S* /£* /£• /£• /£• /£•/£•/£• /£• /£• /£• /£• /£•/£• /£• /£• /£"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.