Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR 28. JULI1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Tap á rekstrí Iðn- lánasjóðs í fyrra —orsökin sú að gengi erlendra mynta hækkaði um 100% meðan lánskjaravísitalan hækkaði aðeins um 64% Iðnlánasjóður var rekinn með tapi á síðasta ári og nam það 4,5 milljón- um króna. Til samanburðar má nefna að árið 1981 varð hagnaður af rekstri sjóðsins 16,6 milljónir króna. Ástæður fyrir tapinu eru fyrst og fremst sagðar vera mikil gengis-’ hækkun erlendra gjaldmiöla en f jár- magn Iðnlánasjóðs er að stórum hluta bundið þeim. Hækkun erlendra mynta sem varða sjóðinn nam 90 til 105% á fyrra ári. Hins vegar varð samsvarandi breyting á lánskjara- og byggingavísitölu ekki nema 60 til 64% é árinu. Utlán sjóðsins eru bund- in þeim. Framlag ríkissjóðs til Iðn- lánasjóðs lækkaði einnig verulega áriöl982. I ár kemur til framkvæmda lækk- un á iðnlánas jóðsg jaldi sem iðnfyrir- tæki greiða. Lækkar gjaldiö úr 0,5% af aðstöðugjaldsstofni, niður í 0,05%. Er þetta í samræmi við lög sem Al- þingi samþy kkti vorið 1982. Arið 1982 bárust 384 umsóknir um lán úr Iðnlánasjóöi. Er það 12%. aukning frá árinu áöur. ilækkun lánsbeiöna nam 67% samtals í krón- um talið. Lán, sem veitt voru á árinu 1982 námu samtals 125,1 milljón króna. Er það aðeins 34% aukning' miðað við árið á undan. En heildar- ráðstöfunarfé sjóðsins jókst aðeins um 37%áárinu. Ingi R. Helgason var formaður Iðnlánasjóðs en nýverið tók Jón Magnússon við því starfi. Fram- kvæmdastjóm annast bankastjórar Iðnaðarbankans en skrifstofustjóri Iðnlánasjóös er Gísli Benediktsson. Gísli Benediktsson, skrifstofustjóri Iðnlánasjóðs. Nýir eigendur að Húsgagna- versluninni Skeifunni Arni Björgvinsson tók ásamt Guð- upp á húsgögn af öllu tagi í 1100 fm mundi Jóhannssyni í síðustu viku við verslun, bæði innflutt og íslensk, Um rekstri Húsgagnaverslunarinnar bólstrun húsgagna eða framleiðslu Skeifunnar á Smiðjuvegi 6. Þeir yrðihins vegarekkiaðræða. kaupa reksturinn af Magnúsi Jó- Hvernig líst Ama á að fara út í hannssyni kaupmanni, sem um langt rekstur húsgagnaverslunar á óvissu- árabil rak Skeifuna sem húsgagna- tímumíefnahagsmálumeinsognú? verslun og húsgagnabólstrun, lengst „Eg hefði ekki snúiö mér að þessu af í Kjörgarði við Laugaveginn en ef ég væri svartsýnn,” svaraði Arni síðari árin að Smiðjuvegi 6. Björgvinsson. .JSIíkt þýðir ekki neitt og þrátt fyrir voðaspár ýmissa aðila, Arni Björgvinsson rak bókaversl- þá er ég bjartsýnn og tel að slæmt unina Vedu í Kópavogi um tólf ára ástand sé ekki til annars en að snúa skeið. I viðtali við DV sagði hann að því upp í gott og góða tíma. Mér líst Skeifan yrði rekin áfram á sama veláframtíðarreksturSkeifunnar og grundvelli og áður, þar yrði boðið tel bjart framundan. „Vtð erum alltaf bjartsýnlr,” leglr Guómimdur Jóhannsson sem ásamt Arna Björgvinssynl rekur Húsgagnaverslnnina Skeifnna. DV-mynd Bjarnleifur. Milliveggirínýja rafveituhúsið: Mátveggir samþykktir — með þvi sparast 6 til 8 milljónir króna Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækiö Mát hf. um framleiðslu og uppsetningu milliveggja í hið nýja skrifstofuhúsnæöi Rafmagnsveitu Reykjavíkur aö Suðurlandsbraut 34. Tilboð í verkið voru opnuð fyrir nokkru og kom þá i ljós að tilboö Máts hf. var til muna lægra en önnur tilboð sem bárust og einnig mun lægra en kostnaöaráætlun hönnuða verksins. Aætlun nam kr. 8,1 milljón króna en tilboð Máts hf.3 milljónum. Við frekari athuganir mun einnig hafa komið í ljós að tæknilega full- nægðu veggeiningar Máts hf. þeim kröfum sem gerðar eru. Samkvæmt upplýsingum Ivars Þorsteinssonar, forstöðumanns tæknideildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, er ætlunin að húsnæðið að Suðurlandsbraut 34 verði að fullu tilbúið fyrir næstu áramót. Þegar fyrirhuguðum flutningum þangaö verður lokið mun öll starfsemi Rafmagnsveitunnar í Hafnarhúsinu veröa komin þangaö og auk þess mælastöðin sem nú er til húsa við Meistaravelli. Iðnþrounarsjóður: Margir fengu af- borgunarfrest Iðnþróunarsjóður lánaði áriö 1982 til 43 aðila, samtals 81,9 milljónir króna. Einkum er um að ræöa fjárfestingar- lán til iðnfyrirtækja, samkvæmt lögum sjóðsins. 1 ársskýrslu hans, sem ný- lega kom út, segir að nokkur aukning hafi orðið á umsóknum um lán miðaö við fýrra ár. Arið 1982 voru umsóknir 49 og óskað eftir 104,5 milljónum króna en árið áður voru lánsumsóknir 35, samtals að upphæð 51,3 milljónir króna. Lán hjá Iðnþróunarsjóði eru gengis- tryggö miðað viö Bandaríkjadal. Vextir eru nú 12% p.a. en voru 13% nokkurn hluta ársins 1982. Sjóðurinn lánar almennt ekki meira en 70% af heildarfjárfestingu og sú upphæð lækkar hlutfallslega ef lán eru veitt úr öðrum sjóðum til sömu framkvæmda. Lánstími er að jafnaði 5—7 ár á lánum til vélakaupa en 10—12 ár á fasteigna- lánum. Sterk staða Bandarikjadollars áriö 1982 jók verulega greiðslubyröi af lán- um Iönlánasjóðs. Til að létta hana var allmörgum lántakendum veittur frest- ur á greiðslu afborgana á árinu. Auk fjárfestingarlána veitir sjóður- inn einnig lán til vöruþróunar og rekstrarhagræðingar. Eru þau óverö- tryggð en bera 47% vexti. Lán til þess- ara verkefna námu 2,2 miiljónum króna áriö 1982. Jóhannes Nordal er formaður stjórnar Iðnþróunarsjóðs, fram- kvæmdastjóri sjóösins er Þorvaröur Alfonsson. Þorvaröur Alfomuon, framkvcmda- •tjórí Iönþróunarsjóði. VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG f f NAHAGSMAI Vfsbending, nýtt vikurit um ef na- hagsmál Vísbending, nýtt tímarit um erlend viöskipti og e&iahagsmál, er komiö út. Fyrsta tölublaðið er dagsett 20. þessa mánaðar, annað tölublaöið kom út í gær og ætlunin er að miövikudagar hverrar viku verði útkomudagar í framtiðinni. Utgefandi er Kaupþing hf. og er útgáfan einn liður gjaldmiðils- þjónustu þeirrar sem tekin hefur verið þar upp. I fyrsta tölublaðinu er m.a. rætt um hátt og stöðugt gengi bandaríska doll- arans, sagt frá því hvemig flugfélag Freddie Lakers fór yfrum vegna geng- istaps af erlendum lánum fyrirtækis- ins. Þá er rætt um veröbólguna hér á landi. Boðað að fyrsta spá timaritsins Vísbendingar um veröbólguna árið 1984 muni birtast síðari hluta ágúst- •mánaöar. Jafnframt kemur fram að þegar er hægt að sjá fyrir að aukning hækkunar lánskjaravisitölu og framfærsluvísi- tölu mun minnka strax í ágúst og septembernk. Ritstjóri Visbendingar er Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur, en hann er jafnframt forstöðumaöur gjaldmið- ilsþjónustu Kaupþings hf. I framtíðinni er ætlunin að eftirfar- andi efnisþættir verði í Visbendingu: Tölulegar upplýsingar um gengi helstu gjaldmiðla, vexti á helstu peninga- mörkuðum, svo og reiknaðar tölur um meöalgengi, raungengi og raunvexti og yfirlit yfir verðbólgutölur, hagvaxt- ar- og framleiðslutölur. Af íslensku talnaefni má t.d. nefna gengi islensku krónunnar, verðvisitölur og spá 6 til 12 mánuði fram í tímann, ásamt tölum um vexti, meöalvexti, raunvexti og raungengi. Þá verður einnig að finna í ritinu stuttar frásagnir af atburöum og viðhorfum í alþjóðlegum efnahagsmál- um ásamt spám erlendra aöiia um framvindu í efnahagsmálum svo og ýmisiegt fræðsluefni tengt erlendum viðskiptum og efnahagsmáium. Freddie Laker tapaðl itórfé 6 óhag- stæðri gengisþróun. Viðskipti Ólafur Geirsson og Gissur SigurÖsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.