Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 28. JULI1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur FERILL RÍKIS- STJÓRNARINNAR — í kjölfar yfirlýsinga um aðhald og sparnað Spurningin Hvernig gengur hey- skapurinn? (Bændur (Svarfaðardal spurðir) Sóley Sigtryggsdóttir, bóndi Göngu- staðakoti. Hann gengur vel í dag. Okkur hefur vantað þurrkinn undan- fariö. Atli Friðbjörnsson, bóndi Hóli. Þaö er von þú spyrjir. Hann er rétt að fara af stað en spretta er góö. Magnús Þorvaldsson, nemi, Lögbergs- götu 7 Akureyrl, skrifar: (1. hluti): Er rikisstjóm Steingríms Her- mannssonar var mynduð á vordögum var gefin út sú yfirlýsing aö nú væri upp runninn tími aöhalds og spamaö- ar, þjóöin skyldi úr fjötrum erlendra skulda hiö fyrsta og einskis látið ófreistaö til aö svo mætti veröa. Stein- grímur viöurkenndi aö slíkt væri auö- vitaö hreint ekki skemmtilegt verk, að skera niður hér og skera niöur þar, og því átti hann varla von á aö stjóm sín yrði vinsæl, en uppskuröar væri þörf hvaö sem tautaði. Dagarnir liöu og Steingrímur, ásamt samráöherrum, var andaktugur yfir hvaö gera þyrfti illa staddri þjóöinni til hjálpar og Al- bert Guömundsson gerði orð Kvenna- listans aö sínum, ríkisstjórnin yrði aö haga sér sem hagsýn húsmóöir enda málið manninum afar nærtækt, mál- gagn ráöherrans, DV, verölaunar a.m.k. eina slíka annað veifiö! Ekki leiö á löngu uns fólk fór aö kannast viö sig, árás á kjör láglaunafólks, gengis- felling og annaö í þeim dúr, allir' skyldu taka á sig auknar byröar til aö koma þjóöarskútunni frægu á réttan kjöl, eigi minna en, .efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar” var í veöi. Steingrímur var lengi vel hinn ótvíræöi fyrirliöi og málsvari hópsins, var miklum mun meira en samráö- herramir í f jölmiölum landsmanna en smám saman óx öðrum ásmegin og nöfn þeirra fóstbræðra, Alberts og Geirs, birtust æ oftar í fjöimiðlum og nutu þeir þess sýnilega aö vera enn á ný í sviðsljósi stjórnmálanna. Albert þessi er Guðmundsson sem fyrr segir og er titiaður fjármálaráð- herra ríkisstjórnarinnar. Honum virö- ist öllijm mönnum kærara að hand- fjatla fé í hvaöa mynd sem er þótt blessaöur kvarti sáran yfir galtómri ríkishirslu. Albert er sviðsljósinu van- ur eftir aö hafa veriö fótboltakappi á erlendri grund og þegar maður er þangað kominn einu sinni því skyldi maöur hopa til baka aftur? Albert spil- aöi út trompi og auglýsti rikisfyrirtæk- in föl hæstbjóðanda, ríkiö á sko ekkert aö vera aö vasast í hallarekstri og nú er einungis að bíöa og sjá hvort eitt- hvert nýtt hlutafélag vill ekki fjárfesta i einni lítilli málmblendiverksmiðju ellegar sementsverksmiðju. Albert áleit enga þörf á aö bíða mótleiks heldur setti út ný tromp, afnam sölu- skatt af misheppnuðu gróöafyrirtæki í Rvík, vill minnka til muna aðstoö viö Þjóöleikhúsiö og Sinfóníuna og boöaði stórfelldaskerðingunámslána, „fjár- austri” til LtN skyldi nú hætt. Trompin reyndust fánýt í höndum Alberts, hann var ekki maður til aö spila aö sinni, þaö var af sem áöur var þegar hann lék öllum betur, en það er annaö mál. Albert haföi oröiö þaö á aö tala áöur en hann hugsaði, en þaö er kannski ekkert nýtt þegar íhaldsmenn eiga í hlut; hver dregur dám af sínum sessunaut. A sama tíma og Albert stóö í þessu var fóstbróöir hans, Geir Hallgríms- son, fyrrverandi alþingismaöur og nú- verandi utanríkisráöherra, í óða önn aö ganga frá samningum viö herveldið í vestri um feikilega flugstöö suöur meö sjó sem einn góður maður nefnir monthöll og er nær sanni. Einar Hallgrimsson, bóndi Urðum. Hann gengur nú svona sæmilega vel. Ég er aö byrja. Þaö var uppihald í viku rétt eftir aö ég byr jaði vegna óþurrka. Gunnlaugur Sigvaldason, bóndi Hofs- órkoti. Hann gengur vel í augnablik- inu. Það hefur veriö leiðindatíö að und- anförnu og ekkert gengiö. Spáin er góð næstu daga. Þórólfur Jónsson, bóndi Hánefsstöö- um. Heyskapurinn hefur gengið stirð- lega. Heyiö er lengi að þorna, senni- lega vegna mikillar bleytu í túnum. Zophanias Jónmundsson, bóndi Hrafnsstöðum. Það má segja að hann gangi sæmilega, hann er rétt að byrja. Sprettan er sums staöar góö og annars staðarléleg. ÁLLT HEFUR VERIÐ SVIKIÐ Einstæð móðir i Breiöholti hringdi: Þannig er mál meö vexti aö ég get ekki unnið venjulega vinnu og hef undanfariö veriö á 75% tryggingabót- um. Þeir Geir og Steingrímur gáfu þau loforð að ekki yrði snert við láglauna- fóiki og ellilífeyrisþegum og öryrkjum en þaö er búiö að svikja þaö. Við feng- um þessi skitnu 8%, ég fékk 800 krónur í bætur. Steingrímur sagöi aö þeir myndu bæta okkur þetta upp meö barnabótum og hækka mæöralaunin. Mæðralaunin hjá mér hafa veriö 1800 krónur svo þetta eru tóm svik og lygi. Mig langar aö láta þessa menn svara fyrir sig og spyr því Steingrím Hermannsson hvort hann treysti sér til þess að bjóða sér og bami sínu, væri hann einn á báti eins og ég, að lifa af 8000 krónum á mánuði? Þetta skiptist svona: örorku- lifeyrir 3035, tekjutrygging 3712, upp- bót 1214, barnaiífeyrir 1553, meðlag 1553, mæðralaun 493, greitt til félags- málastofnunar 1000 (skuldabréf sem ég varö aö taka) og húsaleiga, hækkuð í 2388. Geir og Steingrímur eru kannski önnum kafnari viö aö grafa holur í sambandi viö geislavirkni en aö hugsa um sitt eigið fólk, sem ætti þó að standa þeim næst. Einstæðri móður þykir Geir og Steingrímur ekki bafa staðið við loforð sin um kjarabætur. BUNDIÐ SLITLAG Á ÞINGVALLA VEGINN Þing vallafari hrbigdi: Um síðustu helgi fór ég til Þingvalla á bíl sem ekki er í frásögur færandi. Þetta var fyrsta Þingvallaferðin á þessu ári og olli það mér miklum von- brigðum aö enn skyldi ekki hafa veriö lagt bundið slitlag á veginn alla leiö. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt vegna þess aö hér er um aö ræða fjölfama leið og um veginn fara hundruö ferða- manna á hverju surnri, jafn innlendir sem erlendir. Vegurinn var mjög þurr þegar ég fór hann svo rykið smaug inn um allar gættir. Mér finnst að menn ættu að hafa þaö efst á blaði hjá sér aö malbika veginn því það á að vera greiðfært til þessa fallegasta staöar landsins. Fyrir nokkrum árum var lagt slitlag á veginn innan sjálfs þjóðgarðsins. En leiðin austur er ennþá að stórum hluta malarvegur. Snurvoðin r I Faxaflóa I.B., Hafnarflrði, hringdi: Mig langar að minnast aöeins á snurvoðina og vil í því sambandi svara Olafi Björnssyni, útgeröar- manni i Keflavfk. Ég spyr: Er Olafur eitthvert neðansjávardýr? Af hverju fiskaði hann ekki meira en hann gerði þegar hann var sjálf- ur skipstjóri úr því hann er svona kunnugur málum í Faxaflóa? Við, þessir sem Olafur kailar sportmenn og fiskum í önnur veið- arfæri, handfæri og línu, njótum engra styrkja frá ríkinu. Þessir kallar eins og Olafur panta inn vélar og þær geta ekki verið verk- efnalausar. Svo segja þeir: Við firkum ekki meira af bolfiski en þetta. Svo kemur frétt um að fisk- salar vilji ekki ýsuna frá þeim af því að hún sé of stór. Af hverju? Af því þeir taka ekki nema stærsta fiskinn. Þaö er ekki hægt að sía neitt í gegnum snurvoöina nema þaöallrasmæsta. ——■^trCTfrw’W"'"—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.