Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 28. JOLI1883. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. I Stjómarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SiÐUMÚLA 12—14.SÍMI 8M11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar.skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Si'mi ritstjómar: 86611. Setning,umbrot, mynda-ogplötugerö: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI1». Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22 kr. Góðirgjaldeyris-refir Loðdýrarækt er skyndilega að verða meiriháttar at- vinnugrein hér á landi, einkum refarækt. Til viðbótar við þau 86 refabú, sem rokið hafa upp á sárafáum misserum, er ætlunin að koma upp 60 nýjum í haust. Færri komast þó að en vilja. Loðdýrarækt er háð leyfis- veitingum, meðal annars vegna ýmissa krafa um mann- virki og aðra aðstöðu. Margir eru á biðlista, þótt miklu þurfi til að verja.150 refa bú kostar svipað og 40 kúa fjós og hlaða. Reynslan af minknum sýnir, að búast má við, að mörg þessi nýju bú fari halloka. Loðdýrarækt er enginn skjót- fenginn gróði. Eins og allur rekstur yfirleitt byggist hún á góðri þekkingu og mikilli nákvæmni. Þekking er af skornum skammti í landinu. Hún er tæpast nógu mikil til að standa undir hinni hröðu fjölgun búa. Bændaskólarnir hafa ekki haft aðstöðu til verklegrar menntunar, en hafa þó megnað að standa vel að bóklegri. Svo mikið er í húfi í þessari nýju og spennandi atvinnu- grein, að nauðsynlegt er að tengja betur saman bókvitið og askana. Bændaskólarnir þurfa fé til verklegrar kennslu og til námskeiða fyrir loðdýrabændur. Veirusjúkdómur hefur leikið minkabúin grátt á undan- förnum árum. Svo er nú komið, að einungis tvö eða þrjú bú eru eftir af átta, sem voru starfrækt á blómaskeiði minkaræktar. Þetta sýnir, hversu þekkingin er nauðsyn- leg. Erfiðleikar minkaræktar hafa þó leitt til mikils árangurs á einu mikilvægasta sviðinu, blöndun lóðdýra- fóðurs. Tekizt hefur að finna blöndur, sem gefa svo góöa raun, að íslenzkir refir verða þyngri og skinnmeiri en aðrir. Fiskúrgangur er 65% af fóðrinu og veldur því, að fóður- kostnaður þarf ekki að vera nema um helmingur af því, sem hann er í stærsta loðdýraræktarlandinu, Finnlandi. Þess vegna ætti okkar ræktun að geta orðið einkar arðbær. Leiöbeinendur hafa oft bent á, að forskot okkar í lágum fóðurkostnaði byggist á, að loðdýrabúin séu í nágrenni fiskvinnslustöðva. Þannig sparast akstur, frystigeymslur og önnur aðstaða, sem fylgir vegalengdum og tímatapi. Því miður virðast refabúin dreifast allt of mikið, bæði inn til lands og út um öll héruð. Bezt væri að hafa þau nokkur saman í nágrenni fiskvinnslustöðva, svo að þau hafi bæði ódýrt fóður og sameiginlega aðstöðu. Hins vegar væri rétt að dreifa áhættunni. Við megum ekki einblína á blárefinn, heldur leyfa einnig ræktun á silfurref. Ennfremur þarf að efla ræktun á mink og ullar- kanínum, svo að erlendar verðsveiflur í einstökum greinum valdi minna raski. Við megum alltaf búast við tímabundinni offramleiðslu vegna sveiflna í eftirspurn. En offramleiðsla verður seint af okkar völdum, því að íslenzk framleiðsla verður aðeins dropi í heimshafið, þótt loðdýrarækt margfaldist hér. Refaskinn hafa fallið í verði um 35%. Samt er tiltölu- lega lítiö tap á mörgum refabúum, sem tóku til starfa um síðustu áramót og fengu því verðfallið í hausinn á viðkvæmasta tíma. Þetta sýnir, að afkoman getur orðið góö. Loðdýraræktun byggist hvorki á innflutningsbanni loðskinna, né á niðurgreiðslum, ríkisstyrkjum og útflutningsuppbótum. Hún er fráhvarf frá hefðbundnum landbúnaði yfir í útflutningsiðnað, sem mokar inn í landið beinhörðum gjaldeyri. Jónas Kristjánsson Enn skal höggva Það var greinilegt þegar þessi rflcis- stjórn tók viö völdum aö fólkið í land- inu vildi gefa henni tækifæri til þess að stjórna. Almenningi var ljóst aö efna- hagsmálin voru komin í slflct öng- þveiti, aö ekki yrði hjá því komist aö allir öxluöu þær byröar, sem bera þyrfti, svo aö unnt væri aö setja is- lenskt þjóðfélag á bekk meö alvöru- þjóöf élögum aö nýju. Jafnvel verulegri kaupmáttarskeröingu tók fólk eins og sjálfsögöum hlut og æsingaraddir sumra forystumanna launþegahreyf- inganna hljómuöu hjáróma og þögn- uöu fljótlega. Að reyta af sér fylgiö En þaö er engu líkara en núverandi ríkisstjóm hafi ekki kunnað viö þann mikla meöbyr sem hún fékk. I þaö minnsta virðist hún staöráöin í því aö reyna eins og mögulega er unnt á þolrif hins almenna borgara, ef hún og sér- fræðingar hennar vita þá um að slíkir hópar manna eru til. Samhliöa því að hinn almenni launþegi kyngir nokkum veginn möglunarlaust mikilli launa- skeröingu, sem aö hluta til er óneitan- lega kjaraskeröing fyrir hann, dynja látlaust yfir hann veröhækkanir, sem aö meginhluta til koma frá ríkisstofn- unum. Þessa dagana eru væntanlegar nýjar hækkanir frá þeim, og eru þær Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjamf reðsson þó vist ekld nema hluti þess sem for- ráðamenn þeirra hafa farið fram á. Hinir almennu launþegar eru ekki bara reiðir ríkisstjóminni núna. Þeir em einnig sárir og vonsviknir og þaö sem verra er — þeir hafa misst allt traust á henni. Þeir hafa enga trú á því að draga eigi neitt úr bmölinu, óhófinu og óþarfa fjárfestingunni, sem ein- kennt hefur ríkisafskipti hérlendis nú um alllangt skeiö. Þeir hlæja aö hug- myndum um að selja ríkisfyrirtæki á meðan hvert þeirra sem betur getur hrifsar til sín æ meira af hinum litlu ráðstöfunartekjum til aö byggja mar- marahallir eða kaupa ný flaggskip í bíiaflotann. Foringjar launþegasam- takanna, sem urðu hjáróma í kröfum sínum í upphafi ferils ríkisstjómar- innar, geta áhyggjulausir látiö tímann líða. Ef svo fer fram sem horfir þurfa þeir ekki að siga launþegunum út í verkfallsbaráttu á haustdögum. Þeir þurfa aö halda aftur af þeim, svo aö þeir í bræði sinni grípi ekki til vanhugs- aöra aðgerða. Gamlar syndir — og nýjar Hinn almenni launþegi hugsar um líöandi stund, þegar rætt er um kjör hans. Hafi sérfræðingar ríkisstjómar- innar ekki vitaö þaö fyrr skulu þeir upplýstir um þaö hér. Hann hugsar aö fyrra bragði ekkert um hvemig þau gætu veriö ef þetta eöa hitt heföi ekki verið gert fyrir mörgum árum og hann hefur enga ástæöu til þess að treysta því að einhverjar ráðstafanir verði geröar á næstu mánuðum til þess að rétta hlut hans, nema hann láti kné fylgja kviði í viðureign við ríkisvaldið. I X-D VÖLDIN í HENDUR FRAMSÓKNAR Sjálfstæöisflokkurinn jók fylgi sitt töluvert í siöustu kosningum. Hvað vildu kjósendur flokksins? Vom þeir að kjósa með ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar og Gunn- ars Thoroddsens eða á móti henni? Voru þeir að kjósa meö áframhald- andi samstarfi sjálfstæðismanna viö framsóknarmenn í ríkisstjóm eða gegnþví? Vildu þeir kannski helst af öllu vist- ráöa sig á Framsóknarbúið í vinnu- mennsku? Hvert er álit Sjálfstæðisflokksins á þessu? Hvaö telur forysta hans að fólkið hafi viljaö sem flokkinn kaus? Svar forystunnar Það er alger óþarfi aö velta svarínu lengi fyrir sér. Nöldur margra sjálf- stæöismanna, þingmanna og annarra, breytir engu. Forysta flokksins er búln að svara. Hún geröi það meö því hvernig hún hélt á stjómarmyndunar- viöræöunum og til hvaöa niðurstöðu hún lét þær leiða. Það svar er skýrt, ótvírætt og verður ekki vefengt. Forysta Sjálfstæðisflokksins lítur svo á að kjósendur flokksins hafi viljaö áframhaldandi stjórnarsamstarf viö Framsóknarflokkinn. Einu umtals- verðu breytingamar, sem kjósend- ur flokksins vildu gera, vom: 1. Aö segja Alþýðubandalaginu upp vistinni. 2. Að gera Steingrím forsætisráöherra ístaðGunnars. Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson 3. Aö leysa Páhna og Friöjón frá ráöherrastörfum. Þetta er meginniöurstaöan úr stjómarmyndunartilraunum forystu S jálfstæðisflokksins. Hún hlýtur aö líta svo á að niðurstaðan sé í samræmi við vilja kjósenda flokksins. Geir inn — Gunnar út Vissulega þóttust sjálfstæðismenn fyrir kosningar hafa annaö meira að athuga viö fýrrverandi ríkisstjóm en aö kommarnir væru með, Gunnar væri forsætisráöherra og Friðjón og Pálmi sætu í stjómarráðinu. M.a. réöst Sjálfstæðisflokkurinn heiftarlega á stefnu og störf Framsóknarflokksins í ríkisstjórninni og taldi þjóðarnauðsyn að framsóknarmönnum yrði komið frá völdum. En eftir kosningarnar kom í ljós aö það var ekki meginmálið. Ádeiluefnið var ekki Framsóknarsam- starfiö heldur hvaða einstaklingar stóðu að því af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins. Þegar búið var að skipta Gunnari, Friðjóni og Pálma út fyrir Geir og co var allt fallið í ljúfa löð. Það var allt og sumt! Að bíta höfuðiö af skömminni. Óbreyttum Sjálfstæðismönnum gengur auðvitað illa að skilja þetta, en þeim tjóir ekki að deila við dómarana. Forystan hefur talað. Þetta var allt, sem gerðist: Gunnarsliöar út. Geirslið- arinn. Að alvara hafi búið á bak við gagnrýnina á Framsóknarsamstarfiö fyrir kosningar? Hver vom helstu gagnrýnisefnin? T.d. að sjávarútvegsstefna Stein- gríms væri tilræði við einkaframtakið þar sem hann vísvitandi ynni að því að koma útgerðarfyrirtækjum í einka- rekstri á vonarvöl til þess að SlS gæti yfirtekið þau eitt af öðru. Setjast svo ekki sjálfstæöismenn inn i ríkisstjóm undir forsæti „þessa voöalega manns”. Bíta þeir svo ekki höfuðið af skömminni með því að skilja sjávarút- vegsmálin; gamla ráðuneytið hans Ólafs Thors; eftirí höndum Framsókn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.