Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 28. JUU 1983.' Margar þær hækkanir, sem nú dynja yfir fólk eru vissulega afleiðingar gamalla synda. Þær eru afleiðingar þess að árum saman hefur það veríö dulið fyrir fólki hvernig ástandið raunverulega hefur verið. Þær eru af- leiðingar þess aö stjómmálamenn vildu ekki viðurkenna fyrir fólki að kjör þjóðarinnar færu síversnandi, þeir þorðu ekki að koma fram fyrir fólk og segja því eins og var. Spam- aður í ríkisrekstri var bannorð, í skjóli síendurtekinna slagorða um að verið væri aö berjast gegn atvinnuleysi, var rammfölsku atvinnustigi haldið uppi. Þegar ríkisstofnanir römbuöu á barmi gjaldþrots var þeim bannað að selja þá þjónustu sem þær veittu á sannvirði, hvaö þá heldur að farið væri ofan í saumana á rekstri þeirra, heldur vom þær látnar taka erlend eyðslulán til þess aö sjónarspilið gæti haldið áfram. Þegar þurft hefði að draga saman ríkisrekstur til þess að mæta þeim erfiðleikum, sem við blöstu, voru ný ríkisfyrirtæki stofnuð með fjölmennu starfsliði. Þetta em allt saman staðreyndir sem við blasa, en hinn almenna laun- þega varðar sáralítið um. Það sem hann varðar um er þaö að á meðan hann vissulega leggur sitt lóð nokkurn veginn möglunarlaust á vogarskálina svo að eitthvert jafnvægi náist í efna- hagsmálunum að því honum er sagt, dynja yfir hann nýjar og nýjar kröfur ríkisins í formi síhækkaðra þjónustu- gjalda ríkisfyrirtækja. Og það sem kannski er verst — enginn virðist hafa áhuga á því að tala við hann og segja honum eins og er. Hann hefur enga ástæðu til þess að trúa því að þær hækkanir, sem nú dynja yfir hann, séu þær síðustu i bili, hann veit að jarlamir í ríkisfyrirtækjunum hafa aðeins í bili stungið frekari hækkunarkröfum niður í skúffu og þær verða ekki látnar ryk- falla þar. 20% nú, 15% næst, 12% svo, þetta er gangurinn, og svo koma 40% í lokin, þegar allt er sprungið. En að nokkuö sé dregið úr rekstrinum — nei takk, bara eitthvert röfl um að selja ríkisfyrirtæki! Orkudraugurinn magnaðastur Einn er sá málaflokkur, sem undar- leg þögn er um í allri umræðunni um efnahagsmálin. Það eru orkumálin. Skyldi maður þó ætla að einhver vildi fá skýringu á því öngþveiti sem þar ríkir á meðan orkuhækkanir dynja lát- laust yfir landslýð og orkuverð er að verða óbærilegur baggi á flestu fólki utan höfuðborgarsvæðisins. En það er eins og enginn fáist til að tala um þau mál af neinni hreinskilni. Angi af sann- leikanum togaðist að visu út úr forsæt- isráðherranum i sjónvarpsþætti fyrir nokkrum vikum, en þar við sat. Þá sagði hann þann beiska sannleika aö orkuverð okkar væru hvergi nærri samkeppnisfært við orkuverð sumra þjóða í nágrenni okkar. Þær bjóða stór- iðjufyrirtækjum miklu betri k jör en við getum gert án stóraukinnar skatt- lagningar á hinn almenna borgara. Við höfum lengi stært okkur af ódýrri orku og talið orkugjafa okkar í jörðu og á eina okkar dýrmætustu auðlind. En sannleikurinn er sá að allt slíkt tal er orðið falskt kjaftæði, eins og á málum hefur verið haldið. Nær allar okkar nýju orkuveitur hafa verið byggöar fyrir erlent lánsfé, sem þarf að endurgreiða, og sumt af því með óhagstæðum kjörum. I óðagotinu hefur hvert lánið eftir annað verið tekið undir því yfirskini að það borgi sig svo dæmalaust vel að virkja, að allar þess- ar skuldir séu gulltryggðar. Sé til langs tima litið kann aö vera að þetta sé rétt. Einhvern tímann í óræðri framtíð kunna þessar virkjanir að mala okkur gull, en um langan tima verða þær þungur baggi á herðum okkar. Um það þarf ekki að deila, því að þær sitja þar nú þegar. Þetta átti að segja fóDd miklu fyrr, en enginn fxrði að gera það. Þama eiga allir stjóm- málaflokkar sök og allir sérfræðing- arnir að auki, þess vegna verður þögn- in svona d júp. Það er ekki nóg með það að allar virkjanirnar hafi verið byggðar í skuld, heldur hefur verið ráðist í gífur- legar framkvæmdir í orkudreifingu aö auki, sem ekkert fjármagn var til fyrir. Það skyldi enginn halda að Guð, Gunnar og Hjörleifur hafi látið byggðalínum rigna yfir landiö til þess að flytja rafmagnið um það, svona rétt sem umbun fyrír það aö fólkið bjó þar. Þaö eru erlendir bankar og lánastofn- anir aðrar sem hafa fjármagnað þetta allt og vilja nú fá nokkuð fyrir sinn snúð. Þá vakna neytendur upp við þann vonda draum að þetta kostar allt gífurlega peninga, sem ekki verða að lokum sóttir annað en í þeirra vasa. Þá er gott fyrir ábyrgðarlausa stjórn- málamenn að æpa um álver og auð- hringa, en þeir sem í ráðherrastólum sitja eiga ekki annars úrkosti en að láta neytendur borga að lokum. Nú standa yfir samningar við auð- hringinn Alusuisse um orkuverð til ál- versins í Straumsvík. Vonandi ná okkar samningamenn þar fram um- talsverðri hækkun, svo að draga megi úr hinum óhóflegu byrðum, sem orku- flan undanfarinna ára hefur lagt á okkar herðar. Engu að síður er óhjá- kvæmilegt fyrir okkur að fara okkur hægt á þessu sviði á næstunni, nema því aðeins að þjóðin vilji taka á sig enn frekari kjaraskerðingu í von um hátt olíuverð um aldamótin. Magnús Bjarnfreðsson. „... það er engu líkara en núverandi ríkisstjórn hafi ekki kunnað við þann mikla meðbyr sem hún fékk. í það minnsta virðist hún staðráðin í því að reyna eins og mögulega er unnt á þolrif hins almenna borg- ara, ef hún og sérfræðingar hennar vita þá um að slíkir hópar manna eru til.” ar svo hún geti haldið leiknum áfram! Hvaöa alvara halda menn að hafi búiö á bak við gagnrýnina? Nákvæm- lega engin. „Bláa bókin" týnda Þurfa menn frekari vitna við? Gott ogvel: Hvar er úttektin, sem átti aö gera og birta um hinn voðalega viðskilnað frá- farandi ríkisstjórnar? „Bláa bókin” um hrunið? Enginn hefur séð hana. Morgunblaðið er löngu hætt að minn- A „í áhöfninni á ríkisstjórnarfleyinu eru fleiri sjálfstæðismenn en framsóknar- menn. Berti bryti er íhald og Geiri loftskeyta- maður, Sverrir í vélinni, Matti messagutti og Matti hinn og skipsjómfrúin er úr Hvöt. En skipstjórinn er framsóknarmaður og SÍS gerir út. Hver ræður þá ferðinni og hver verkar afl- ann?” ast á hana. Eina „Bláa bókin”, sem þar hefur sést, er viðhafnaruppsetning á grein Gunnars Thoroddsens um ævintýralegan árangur og skrautlega sigra fráfarandi ríkisstjórnar. Ef einhver alvara hefði búið á bak við og ef til hefði staðið aö gera slíka úttekt og gefa hana út: Hver skyldi þá eiga að annast það í nafni ríkis- stjómarinnar? Hver annar en for- sætisráðuneytið! Ráðuneyti Stein- grims! Hvemig hlæja menn hæðnishlátri á prenti? Fleiri vitnisburði? Sjálfsagt: Meðal trúaratriöa Sjálfstæðisflokks- ins í tíu ár hefur verið að leggja starf- semi Framkvæmdastofnunarinnar niður. Hverjum fól ríkisstjómin að stjóma verkinu? Tómasi Arnasyni. Man nokkur slagorðið „Báknið burt”? Nú er komin nefnd í málið. Hvernig er hún skipuð? Þrír framsóknarmenn, tveir sjálfstæðis- menn. Hver stjórnar? Eiríkur Tómas- son. Hver fer með samráð ríkisstjórnar- innar við aðila vinnumarkaðarins? Framsóknarflokkurinn og utanríkis- ráðuneytið (sic!) Hver rasður samkomutima Alþingis? Framsóknarf lokkurinn! Hver fékk á silfurfati stöðvunarvald í kjördæmamálinu? Framsóknar- flokkurinn! Völdin í hendur Framsóknarf lokksins! Fyrir kosningar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkurínn ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens fyrir ægivald það sem Framsóknarflokkurinn og kommúnistar höfðu þar. Eftir kosn- ingar jók Sjálfstæöisflokkurinn völd Framsóknar: VÖLDIN I HENDUR FRAMSÖKNARFLOKKSINS - X D. I síðustu ríkisstjóm fór sjálfstæðis- maður með verkstjóm og haföi síöasta orðið. Nú er það framsóknarmaður. I síðustu ríkisstjórn var sjálfstæðis- maður andlit ríkisstjórnarinnar inn á við og út á við. Nú er það framsóknar- maöur. 1 síöustu ríkisstjórn vom sjálfstæðis- menn verkstjórar nefnda og ráða sem vegna mikilvægis störfuðu í umboði rikisstjórnarinnar allrar. Nú verk- stýra framsóknarmenn. I síöustu ríkisstjórn gat Framsóknarflokkurinn ekki ráðið gangi kjördæmamálsins. Nú hefur hannverkstjómina! Hver verkar aflann? Það má rétt vera að í áhöfninni á ríkisstjómarfleyinu séu fleiri sjálf- stæöismenn en framsóknarmenn. Berti bryti er íhald og sömuleiðis Geiri loftskeytamaður, Sverrir í vél- inni, Matti messagutti og Matti hinn og skips jómfrúin er úr Sjálfstæðiskvenna- félaginu Hvöt. En skipstjórinn er úr Framsóknarflokknum og SIS gerir út. Hver ræður þá ferðinni og í hvers þágu er siglt? Hver skyldi verka afl- ann? Þaðerlóðið! Var það þetta sem kjósendur Sjálf- stæðisflokksins báðu um meö atkvæði sínu? Já, svarar flokksforystan með verkum sínum. Hver ju svarar þú? Sighvatur Björgvinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.