Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Qupperneq 18
lö DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. 19 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Gordon Strachan. Strachan ekki með Aberdeen — gegn Akranesi á Laugardalsvellinum ídag .. ....i.L! ........ . ‘ - Skoski landsliðsmaðurinn Gordon Strachan, lykilmaður Aberdeen, hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu og ekki getað leikið með Aberdeen. Strachan lék ekki með Aberdeen gegn Jóhannesi Eðvaldssyni og félögum hans hjá Motherwell sl. iaugardag og sögðu blöð í Skotlandi að það hefði munað um minna. Sóknarieikur Aber- deen hefði ekki verið eins beittur og þegar Strachan léki með liðinu — leik- menn liðsins hefðu skapað sér fá mark- tœkifæri. Það er tvímælalaust gróði fyrir Skagamenn að Strachan leikur ekki með Aberdeen gegn þeim því að þessi litli rauðhærði miðvallarspilari er sá sem stjórnar sóknarieik liðsins. -SOS „Það verður ekkert gefið eftir” segir Hörður Helgason, þjálfari Skagamanna, sem mæta Aberdeen í dag Margir af snjöllustu knattspyrnu- mönnum Skotlands verða í sviðsljósinu á Laugardalsvellinum þegar íslands- og bikarmeistarar Akraness mæta Evrópubikarmeisturunum frá Aber- deen í Evrópukeppni bikarhafa. Róðurinn verður erfiður fyrir Skaga- menn en ef þeir ná sér vei á strik þá eiga þeir að geta velgt Ieikmönnum Aberdeen undir uggum. Sveinbjörn Hákonarson, landsliös- maöur Skagamanna sem meiddist í hné í leik gegn Þrótti, mun að öllum líkindum leika meö og þá eru allir leik- menn Skagamanna klárir í slaginn. — Strákamir eru ákveönir að gera sitt besta og það verður ekkert gefið eftir í leiknum gegn Aberdeen. Við munum leika þann leik á fullum krafti, sagði Hörður Helgason, þjálfari Skagamanna. Hörður sagði að það mætti búast við að leikmenn Aberdeen reiknuðu með Skagamönnum sem auðveldri bráð en mikiö hefur verið skrifað um það í skoskum blöðum að Aberdeen ætti aö fara létt frá leikjunum gegn Akranesi. — Við erum ákveðnir að sýna þeim að viö séum ekki auðunnir og það verður ekkert gefiö eftir í þeirri baráttu, sagði Hörður. Evrópubikarmeistarar Aberdeen komu til landsins í gær með leiguflug-- vél og meö þeim komu hundrað stuðningsmenn félagsins sem mun örugglega láta heyra vel í sér. Aberdeen leikur sinn 50. Evrópuleik á Laugardalsvellinum. Síðasti Evrópu- leikur félagsins fór fram í Gautaborg; Barcelona hefur forgangsrétt á Schuster og getur komið í veg fyrir að hann leiki með landsliði V-Þjóðverja Bernd Schuster, knattspymukapp- inn snjalli frá V-Þýskalandi, sem hefur leikið með Barcelona undanfarin ár, hefur skrifað undlr nýjan fimm ára samning við Barcelona. Nýi samning- urinn hans getur gert það að verkum að landsleikjaf erill hans með V-Þýska- landi sé búinn. — Eg get ekki leikiö meö v-þýska Bernd Schuster—f ær góðar tekjur bjá Barcelona. landsliðinu nema ég fái leyfi til þess frá Barcelona, sem hefur forgangsrétt gagnvart mér. Ef landsleikur og leikur hjá Barcelona stangast á, þá er það í höndum forráðamanna félagsins hvort ég fæ frí til aö fara í landsleikinn eöa ekki, sagði Schuster í spjalli við v- þýska blaðamenn. Schuster sagði að mörg félög í V- Þýskalandi hefðu haft samband við sig að undanfömu og boðið sér samning. — Það sem þau buðu upp á komst ekki í • hálfkvisti við það sem Barcelona hafði að bjóða, sagði Schuster. Það er vitað að knattspyrnumenn hjá Barcelona eru þeir tekjuhæstu í Evrópu, enda ekki nema von — félag sem hefur að meðaltali 103 þús. áhorf- endur á heimaleikjum sinum eins og' Barcelona getur borgað leikmönnum sínumvel. Schuster fær um 30 milljón íslensk- ar krónur fyrir hinn nýja samning sinn og em þá ekki aukagreiðslur og aug- lýsingatekjur inni í myndinni. -SOS. Evrópu- keppni bikar- hafa — þá unnu leikmenn Aberdeen sigur 2:1 yfir Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Leikurinn á Laugardalsvellinum hefst kl. 18 og má búast við f jörugum og skemmtilegum leik. Mikilla áhugi er fyrir leiknum á Akranesi og er reiknaö með að þrjú þúsund Skaga- menn mæti á Laugardalsvöllinn. -SOS ■ ■A y."\ " ' ” V* ' « 'Tf’ • , && 4* -s * ’ > . y~t ItkMíHÍZrUsk Tómas Pálsson sést hér sækja að marki Carl Zeiss Jena en HansUlrich Gropentnm marrvorour nær aó goma saouum, DV-mynd: Eiríkur Jónsson. Hættulegasti sóknarleikmaður Aberdeen: Eric Biack—miðherjinn snjalii hjá Aberdeen. Black er mesti sl kallj imaði ur Skota hefur yfir geysilegum stökkkrafti að ráða Alfredo di Stefano, þjálfari Real Madrid, var óhress með tap sinna manna gegn Aberdeen í Gautaborg — 1—2 í úrslitaleik Evrópukeppni bikar- hafa. — Þaö er aö sjálfsögðu alltaf sárt að tapa. En það er engin skömm að tapa fyrir Aberdeen. Leikmenn félags- ins eru mjög snjallir og leika góða knattspyrnu, sagði Di Stefano, sem var mjög hriflnn af táningnum Eric Biack sem skoraði fyrra mark Aberdeen. Black hefur yfir mjög miklum stökk- krafti að ráða og er snillingur að skaila boltann — og skora mörk með skalla. Þaö er sagt að enginn leik- maöur hafi haft yfir þessum hæfileikum að ráöa síðan Dennis Law, fyrrum leikmaður Manchester United og Manchester City, var og hét. — Eg var mjög hrifinn af hæfileik- um hans í loftinu. Hann stekkur mjög hátt og hefur yfir afar sjaldgæfum hæfileikum að ráða — þegar hann svífur hærra en aðrir og hangir lengur i loftinu til aö skalla knöttinn, sagði Di Stefano. Erf itt að leika gegn honum Paul Hegarty, fyrirliði Skotlands- meistara Dundee United, hefur þetta að segja um Black: — Hann hefur yfir geysilegum stökkkrafti að ráða. Þegar maður stekkur upp með honum — í skallaeinvígi, er hann enn á leið upp þegar maður lendir. Það er mjög erfitt að leika gegn honum þótt hann sé smár — skallar hans eru þeir föstustu hér í Skotlandi og oft er hann svo fljótur að sjá út marktækifæri þegar boltinn kemur fyrir markiö að hann er á leið- inni niður — eftir að hafa skallað knöttinn þegar mótherjar hans eru að stökkva upp, sagði Hegarty. Ámargt eftir ólært Margir eru á þeirri skoðun að Black sé nú þegar orðinn besti miðherji Skot- i lands. Hvað segir hann sjálfur?: — Ég hef átt mjög gott keppnistímabil en þrátt fyrir það á ég margt eftir ólært. Eg þarf að bæta mig nokkuð áður en farið er að tala um aö ég sé besti mið- herji Skotlands, sagði Black. J — Eg er alltaf að læra og ég hef trú á J því að ég sé alltaf að læra eitthvað nýtt og verð að þvi á meðan ég leik knatt- spyrnu, sagði Black, sem segir að ’ félagi hans Mark McGhee hafi veitt honum ómetanlega aðstoð — hann hefur átt margar frábærar sendingar sem ég hef þakkað fyrir með því að skora mörk. — Já, Black á eftir að verða miklu betri. Hann leggur hart að sér við æfingar — ákveðinn að verða betri og betri, segir Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Aberdeen. Tekst Bjama Sigurðssyni, mark- ’ verði Skagamanna, að koma í veg fyrir að Black skori mark? — Hvernig gengur Sigurði Halldórssyni í skalla- einvigum við Black? Svar við þessum spumingum fáum við á Laugardalsvellinum í dag. -SOS Wilkinson verður áfram á ísafirði r Isfirðingar ákveðnir íað endurheimta 1. deildarsæti sitt næsta sumar Isflrðlngar hafa endurráðið Martin Wilkinson sem þjáifara ísafjarðar- liðsins næsta keppnistímabil. — Við gengum frá ráðningu hans áður en hann hélt til Englands á sunnudaginn, sagði Halldór Jónsson, formaður knattspymuráðs ísafjarðar, í stuttu spjalli við DV i gær. Halldór sagði að engin örvænting væri í herbúðum Isfiröinga þótt þeir hefðu fallið niður í 2. deild. — Allir lykilmenn Isafjarðarliðsins eru ákveðnir i að vera áfram hjá okkur og berjast fyrir því að endurheimta 1. deildarsætiö sagði Halldór. Wilkinson kemur aftur til landsins i byrjun febrúar. Fram að þeim tíma starfar hann að knattspymuþjálfun í Englandi en hann hefur fengið nokkur boð — t.d. frá Manchester City. -sos. Marttn Wilkinson. Áttum að leggia Carl Zeiss Jena að velli” - sagði ðmar Jóhannsson, eftir að Eyjamenn höfðu gert jafntefli 0:0 gegn a-þýska liðinu íUEFA-bikarkeppninni UEFA- keppnin — Auðvitað er maður ánægður með jafntefli í Evrópuleik en við áttum að leggja Carl Zeiss Jena að velli — fengum tækifæri til þess, sagði Ómar Jóhannsson, miðvallarspilari Vest- mannaeyinga, eftir að þeir gerðu jafn- tefli 0:0 gegn Carl Zeiss Jena i UEFA- bikarkeppninni i Kópavogi. — Við börðumst vel og áttum ekkert minna í leiknum heldur en A-Þjóðverj- ar. Þeir komu mér á óvart fyrir hvað þeir vom slakir. Á góðum degi hefðum við unnið öruggan sigur á þeim, sagði Omar. Omar sagði að möguleikamir væm enn fyrir hendi að komast áfram en hann reiknaöi þó meö að Carl Zeiss Jena myndi merja sigur í A-Þýska- landi. 455 áhorfendur sáu leikinn sem var ekki beint skemmtilegur á að horfa. Hörð barátta á miðjunni og leikmenn liðanna fengu fá marktækifæri. Carl Zeiss Jena fékk fleiri marktækifæri en aftur á móti fengu Eyjamenn tvö hættulegustu tækifæri leiksins. Sveinn Sveinsson átti þrumuskot að marki A-Þjóðverja á 39. min. — knötturinn stefndi upp í markhomið en á síöustu stundu náöi hinn hávaxni Hans-Ulrich Grapenthin að verja. Grapenthin varði síðan aftur á síð- ustu stundu — skot frá Jóhanni Georgssyni frá markteig á síðustu mín. leiksins. Jóhann fékk þá sendingu frá Sigurjóni Kristinssyni. — Ef ég hefði fengið knöttinn fyrr þá hefði ég skoraö. Eg náði að spyrna knettinum aðeins með hælnum þannig að nægileg- ur kraftur komst ekki í skotið, sagöi 25 voru með 12 rétta 13. leikviku Getrauna komu fram 25 raðir með 12 rétta og var vinningur fyrir hverja röð kr. 11.065,00 en með 11’ rétta reyndust vera 474 raðir og vinningar fyrir hverja röð kr. 250.00. Sala íþróttafélaganna á getrauna- seölum hefur verið verulega meiri í haust en var sl. haust og i þremur fyrstu leikvikunum seldust 21% fleiri raöir en haustið 1982. -AA. Jóhann. Eyjamenn mega vel við una að gera jafntefli við atvinnumannalið Carl Zeiss Jena sem sýndi ekki þá skemmti- legustu knattspyrnu sem erlent félags- lið hefur sýnt hér á landi. Tómas Pálsson, Omar Jóhannsson Vestmannaeyjar — Carl Zeiss JenaO—0 og Valþór Sigþórsson vom bestir í j jöfnu liði Eyjamanna. -SOS j — Það kom á daginn sem ég var búinn að segja. Hinir sterku leik- menn Eyjaliðsins vom erfiðir viðfangs hér á Islandi, sagði Hans Meyer.þjálfariCarlZeiss Jena. — Þetta varmikillbaráttuleikur og ég er ánægður með jafnteflið. Við eigum eftir heimaleikinn og þar munum viö knýja fram sigur, sagði Meyer, sem var ánægður meðjafnteflið. Það var grelnilegt á leik Carl Zeiss Jena á Kópavogsvellinum aö leikmenn liðsins kunnu vel að meta I aðhalda jöfnu gegn Eyjamönnum. * Jóhann Georgsson sést hér spyma knettinum með hælnum að marki en Gropenthin náði að verja á síðustu stundn. DV-mynd: Eiríkur Jónsson. Kenneth Brylle. Bryiletil Eindhoven Danski landsliðsmaðurinn Kenneth Brylle, sem hefur leikið með Anderlecht, hefur nú að und- anförau staðið i samninga- viðræðum við hollenska félagið Eindhoven. Eins og DV hefur sagt frá mlssti Brylle stöðu sina til Araórs Guðjohnsen. -SOS. Ólöffórholu íhöggi íannaðsinn Ólöf Geirsdóttir, golfari úr Nesklúbbnum, bætti einni rós í hnappagatið um síðustu helgi þeg- ar hún var að leika golf á veili Keilis i Hafnarfirði. Þar fór hún holu í höggi á 11. braut og voru mörg vitni að þeim atburði. Aðeins fimm islenskar konur sem leika golf hafa náð því að fara holu í höggi, sem er draumahögg allra golfara. Olöf varð fyrst kvenna til þess hér á landi og hún er líka sú fyrsta sem leikur þann leik aftur. Benedikt fer til inga Enn fækkar stúdentunum í körfu- knattieiknum. Við sögðum frá því i gærkvöldi að Gisli Gíslason hefði gengið í raðir Skagamanna sem leika i 2. deild en Gísli hefur leikið með tS undanfarin ár og verið einn af bestu mönnum liðsins. Nú fyrir stuttu gekk Benedikt Ingþórsson, mjög efnilegur bak- vörður, til liðs við IR en hann lék með IS í fyrra. Verður ÍR-ingum örugglega fengur í Binna og verður fróðlegt að sjá hvemig hann fellur inníleiklR-liösinsívetur. -SK. íþróttir íþróttir fþróttir íþrótfir íþróttir fþróttir fþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.