Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Qupperneq 33
DV. MIÐVHÍUDAGUR14. SEPTEMBER1983 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sló sextán þúsund „tölfræðingum" við — og er í f immta bekk fornmáladeildar Menntaskólans í Reykjavík Melkorka Gunnarsdóttir tekur við verðlaununuin úr hendi Magnúsar Tryggvasonar, framkvæmdastjóra ORA, er úrslitin voru kynnt. í öðru sæti varð Sigríður Eyþórsdóttir með svarið 39876, eða 38 frá réttri Iausn og í þriðja sæti varð Einar Páll Tamimi með svarið 39900 eða 62 frá réttri lausn sem var 39838 baunir. Þeir láta ekki að sér hæða í stærð- fræðinni, nemendumir í fommáladeild Menntaskólans í Reykjavík. Einn þeirra, Melkorka Gunnarsdóttir, átján ára blómarós, sló nefnilega rúmlega sextán þúsund „tölfræðingum” við í getraun Niðursuðuverksmiðjunnar ORA á nýafstaðinni iðnsýningu. Getraunin var fólgin í því að giska á hve margar baunir væm í kúlu sem sett var upp í sýningarbás fyrirtækis- ins. Hún tók s jensinn, sagði 39861 baun, en í kúlunni vom 39838. Semsé mis- munurinn var aðeins 23 baunir. „Eg fór með f jölskyldu minni á iðn- sýninguna einn sunnudaginn og við slógum öll til og tókum þátt í getraun- inni,” sagði Melkorka er hún tók við verðlaununum, 6000 króna úttekt á vömm frá Ora á heildsöluverði. Við spurðum hvort talan 39861 væri happatalan hennar eða simanúmerið heima hjá henni. Ekki reyndist það vera. ,d2g var nú ekkert voðalega WOODY ALLEN FJÁRFESTIR Ameríski húmoristinn Woody Allen hefur grætt vel á þeim bíómynd- um sem hann hefur gert í gegnum tíðina. Til þess að koma þeim aurum í lóg keypti hann sér gríðarlega vUlu með flottu útsýni á Long Island fyrir margar milljónir. Eitthvað virðist hann vera óánægður með staðinn því hann hefur einungis dvalið þar eina nótt. Reyndar var hann ekki einn heldur var Mia Farrow með honum. Nú er stað- hæft að þau hafi í hyggju að gifta sig. Stefán og Victoria Þegar hitinn fer upp fyrir fimm stig í Reykjavík og sólargeislar stinga sér í gegnum skýin þá er það segin saga að bæjarbúar flykkj- ast niður á Lækjartorg tU að viðra sig og mæna þar á aðra. Heldur yrði vistin þar daufleg ef ekki kæmi tíl nærvera lífskúnstnerins Stefáns frá Möðrudal sem þenur þar Victoriu sina bæjarbúum til yndisauka í blíðunni. SLS/DV-mynd Helgi. vísindaleg en gaf mér þó að kúlan væri um tíu lítra og að fjórar baunir væru á hvern millilítra. Síðan giskaði ég út frá því.” Melkorka var í sumar í Þýskalandi. Vann þar á bóndabæ og lét sér líða vel í sólinni. Gleymdum að spyrja hvort hún hefði komið við hjá „Baunum” á leiðinni heim en það kom þó fram hjá henni að hún tíndi lítilsháttar af baun- um við sveitastörf sín í Þýskalandi. Við óskum þessari eölisfræðilega þenkjandi máladeildarstúlku í fimmta bekk MR til hamingju með vinninginn og töluna 39838. -JGH. Kalli grínarí Charles Bretaprins er sagður manna fyndnastur því þegar hann opnar munninn og segir eitthvað kímið þá hristast Bretar af hlátri. Ein sagan af honum er höfö eftir matselju sem starfar í Buckinghamhöll. Auðvitað snerist sú saga um mat, I þessu tilviki um súpu. Frásögninerþannig: „Tilað gera Margréti prinsessu til hæfis þá lagði ég mikla vinnu í aö búa til „klass- íska” bragðmikla súpu. Eg spurði Charles hvemig honum líkaði og hann sagöi aö sér fyndist súpan stór- skemmtileg.” Við lá að matseljan félli í öngvit af hlátri. Hin sagan sem sögð er gerðist við opinbera gestamóttöku. Breskir póst- burðarmenn á eftirlaunum stóðu í langri röö að heilsa upp á prinsinn, og er hann önnum kafinn við að hrista á þeim spaöana þegar hann allt í einu snarstoppar, lítur á fætur þess sem hann er að heilsa og segir: „Jæja, ég sé að þú ert í Weliington stígvélum.” Að sögn féllu póstburðarmennirnir hver um annan þveran organdi af hlátrL Garbo fúl Kvikmyndaleikkonan fræga, Greta Garbo, hefur fjralngi forð- ast ljósmyndara og blaðamenn elns og pestina. Það er þó ekkl vegna þess að áðumefndir menn séu einhverjir pestargemsar heldur hefur hún kosið sér það hlutskipti að forðast sviðsljósið algcrlega. Þaö hcfur ckki gengiö átakalaust fyrir sig því cins og með aðrar frægar persónur þá má hún ekkl stíga út fyrir húss- ins dyr án þess að vera umkringd hnýsnu f jölmlðlafólki. Fyrir skömmu skrapp hún í fri til Grikklands og fylgdu ljós- myndarar henni eftir hvert sem hún fór. Að lokum varð hún svo leið á því að hún pantaði næsta far heim til Ameriku og sagði þetta sina siðustu heimsókn til Grikklands, ekki á þessu ári, heldur um alla framtíð. Málsháttur dagsins Fátt óttast ofurhuginn og fíflid. Rithöfundur á felgunni Hlnn frægi ameríski rit- höfundur Truman Capote var fyrir nokkru handsamaður þegar hann var að rembast við að keyra dauðadrukkinn. Karlinn var um- svifalaust dreginn fyrir dómar- ann og hefði það mál gengið átakalaust fyrir sig hefði rithöf- undurinn ekki tekið upp á því að mæta i réttinn iklæddur stuttbux- um og það sem verra var þá hafði honum láðst að fara i sokka áöur en hann smeygði sér í skóna. Fyrir þetta siðlausa athæfi fékk hann stóra sekt fyrir að sýna rétt- inum titilsvirðingu auk þess sem hann fékk risastóra sekt fyr- ir að keyra fullur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.