Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Page 9
DV p LAUGAíSÐAGUfHö.' OKTOBER1983. 9 « Þátturinn „Já, ráðherra” hefur vakið athygli. Alþingi kom nýlega saman. Ættum við að íhuga hvað felst í forsjá ríkisins? Alþingi kom saman og fjármála- ráðherra lagði fram fjárlagafrum- varp sitt. Við erum ekki einir um að kalla það sparnaðar- eða aðhalds- frumvarp. Jafnvel Karvel Pálma- son, þingmaður Alþýöuflokksins, segir í sjónvarpsviðtali, að frum- varpið væri að vissu leyti „tíma- mótafrumvarp” því að reynt væri að spara. Standist frumvarpið, verður í fyrsta sinn í þrjátíu ár um minnkun ríkisumsvifa að ræða. En ekki er allt semsýnist. Afnema hefði átt niðurgreiðslur á verði landbúnaðarafuröa og útflutn- ingsuppbætur, svo að eitthvað sé nefnt. Draga hefði átt úr vexti kostn- aðar við „yfirstjóm ráðuneyta”, svo að eitthvað sé nefnt. Greiöum við ekki nú þegar nóg kaup mannskapn- um, sem segir ,,já, ráðhera”, en eins. og í sjónvarpsþáttunum hefur kannski öll völd ráðherra í höndum sér? Grátkórinn Samt er það tímamótafrumvarp,' sem fjármálaráðherra leggur fram nú. I því felst, að svokölluð „sam- neyzla”, það er ríkisgeirinn, minnkar. Nú reynir á, að ráðherra standist verkefnið. Þingmenn verða undir þrýstingi frá þrýstihópum, hver í sínu kjördæmi. Þingmenn stjórnarandstöðu freistast, eins og fram hefur komið, til þess aö taka þátt í grátkómum og hrópa: „Meira í þetta, meira í hitt”. Nú reynir á. Margir munu hyggja, aö forsjá ríkisvaldsins sé góð og gegn. Og margir, sem venjulega em ekki með í grátkómum, sem biður um meira frá ríkinu eða sveitarstjórnum, munu vera með í að heimta meira. Ekki mun skorta sjálfstæðis- og framsóknarmenn í þann hóp, sem næstu vikur og mánuöi mun biöja um meira fjármagn en í frumvarpinu greinir. Hvorki sjálfstæðis- né framsóknarmenn hafa hér á landi samþykkt í reynd, að einkafram- takið sé bezt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allajafnan veriö fulltrúi for- sjár ríkisins eins og hinir. Eg hlýddi í fyrradag á ágætt erindi Hannesar H. Gissurarsonar hjá stofnun Jóns Þorlákssonar. Nú mætti ætla, að þarna hefðu íhaldssamir sjálfstæðismenn komið saman til þess aö harma, aö Sjálf- stæðisflokkurinn væri ekki sá flokkur frjálshyggju sem þeir vildu. Svo var ekki. „Þröngi kjóllinn" I erindi sínu sagði Hannes, að erfitt væri að frelsa heiminn. Hann vitnaði i erindi skáldsins góðkunna, Steins Steinarr: „Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól í stóru veitinga- húsi og kalla út í salinn: Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól. Og öllum er ljóst, að þessi maður er galinn.” Hannes sagöi um stofnun Jóns Þor- lákssonar: „Einhverjir kunna að spyrja. Hefur þessi stofnun ekki neina stjómmálastefnu? Er hún ófiekkuö af allri snertingu við veru- leika stjórnmálanna? Tvennu er hér til að svara. 1 fyrsta lagi finnst okkur mörgum, að bezta stjómmálastefn- an sé engin stjómmálastefna, en í því felst, að við lítum ekki á það sem Frá þingsetningunni. — Eru þlngmenn iíka blekktir? Kjósandinn er blekktur Haukur Helgason adstodarritstjórl verkefni okkar að smala mönnum saman í eina hjörð og stefna síðan með hana í eina átt, hvort sem hún er til hægri eða vinstri heldur að leyfa einstaklingunum að hafa hverjum sina stefnu í lifinu, láta þá í friði, þannig aö tilveran sé lifandi hring- iða. I öðm lagi verður reynt að rann- saka mál af fyllstu óhlutdrægni.” Nú munu margir segja, aö stofnun Jóns Þorlákssonar renni stoðum undir Sjálfstæöisflokkinn. En hlustum á, hvað þeir haf a fram að f æra. Hannes Hólmsteinn gat réttilega um það i erindi sínu í fyrradag, að ríkið heföi hér á landi stöðugt þrengt að markaðnum. „Þröngi kjóllinn” væri ríkið. Þrengt hefði verið á síðustu áratugum að nauðungar- iausri samvinnu einstaklinganna, án þess að bersýnilegt væri, að vib værum einhverju bættari. Hin mikia staðreynd stjórnmáianna á tuttug- ustu öld hefði verið vöxtur ríkisins. Það hefði skipt litlu máli, hvort stjórnmálaflokkar þeir, sem hefðu haft ríkisvaldið, hefðu verið „hægri” eða „vinstri”. Ríkið hefði haldið áfram að vaxa þrátt fyrir öll ólík víg- orð stj ómmálamanna. Hver bað um það? Svo segir Hannes H. Gissurarson, en gerir hann sér fyllilega grein fyrir því? Við vitum, að Hannes hefur látið til sín taka undir merki Sjálf- stæðisflokksins. Væntanlega skilur hann, ef marka má orð hans, hve víðs fjarri Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið því marki, sem hann gjarnan lýsir yfir, að hann stefni að. Það er rétt hjá Hannesi, að við höfum ekki beðið um þennan vöxt ríkisins. Þótt fjárlagafrumvarp Alberts Guðmundssonar sé sparnað- arfrumvarp, felst í því miklu meiri ríkiseyðsla og því miklu meiri skatt- heimta en við viljum. Hver bað um það, aö skatttekjur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, yxu ir 25 pró- sentum í 45—47 prósent af þjóðar- tekjum á nokkrum áratugum: Nei, enginn okkar, sem skattana greiðum, hefur beðið umþað. Hvað segir Hannes um það? Hann segir: „Vöxtur ríkisins hefur ekki orðiö, af því að menn hafi kosiö hann. Viö vitum af daglegri reynslu okkar, að flestir kjósa lægri skatta og víð- tækara frelsi til að velja. Islendingar segja ekki svo frá upphafi sínu, að þeim hafi þótt skattar fulllágir í Noregi og því numið land í Norður- Atlantshafi. Berlínarmúrinn var ekki reistur til þess aö takmarka að- ganginn að Austur-Þýzkalandi, þar sem ríkiö er miklu, miklu stærra en í Vestur-Þýskalandi. Ekki hefur heldur borið á miklum vandræðum vegna þess, að menn reyni að flytjast frá Bandaríkjunum til Kúbu eða frá Hong Kong til Kínaveldis. Menn hafa á öllum öldum veriö aö greiöa atkvæði með fótunum, og í þeirri at- kvæðagreiðslu hefur frelsiö alltaf veriö tekið fram yfir valdið.” Flokkarnir piata Hvað eru menn að k jósa? Fólk kýs þá, sem hafa hæfileika til að afla sér atkvæða. Mál hafa ekki verið lögð fyrir það meö réttum hætti. Allir stjórnmála- flokkar segja okkur, hvar ;ræða megi á ríkisafskiptum, enginn, hvað ríkisafskiptin kosta okkur hvert og eitt. Stjómmálaflokkarnir setja ekki rétt verð á mál sín. Þeir plata. Alhr segja þeir, hvað þeir geti gert, fái þeir umboð og forræði fyrir fjármálum okkar, vel aðmerkja. Fólk heldur, að þaö geti með því að ganga inn í kjörklefann, útvegað sér ókeypis hádegisverð, sagði Hannes. Húsmóðirin, sem kaupir inn, fær miklu betri upplýsingar um ávinn- inginn af ríkisafskiptum en um kostnaðinnaf þeim. Stjórnmálamennimir fá ekki heidur hlutlausar upplýsingar. Sér- hagsmunimir, þrýstihópamir, öskra að þeim, en almannarómur er sem hvísl í samanburði. Sérhagsmunimir hafa stofnanir og talsmenn, en al- mannahagsmunir ekki. Og svo eru embættis- mennirnir sem segja ,já, ráðherra" Hér hefur verið vitnað drjúgt í Hannes Hólmstein Gissurarson. Flest sem hann sagði í erindinu í fyrradag, er rétt. Kannski koma nýir tímar. Kannski þýðir fjárlagafrum- varpið, aö raddir almúgamanna, sem biðja ekki um sósialisma, heldur afnám rangláts tekjuskatts hafi hljómgrunn hjá ráðamönnum, þótt það sjáist ekki i stóm þessu sinni. Von er um betri tíð. Almúga- mönnum, þeim með „bognu bökin” eins og fjármálaráðherra talar um, yrði meiri akkur í afnámi tekju- skattsins, sem þeir greiða en margir hinna ríku að litlu leyti, en þeim væri i einhverjum óljósum „félagsmálapökkum”. Látum stofnun Jóns Þorlákssonar sýna. aö hún hafi eitthvað gagn- merkt til mála að leggja. Látum hana hafa áhrif á öll okkar, ef marka má það, sem kom frá henni í fyrradag. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.