Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Page 14
14
DV. LAUGARDÁGUR15. OKTÖBER1983.
Leyndardómar
fjörnnnar
- Þad þarf ekki ad leita langt yfir skammt til ad kynnast furðum og f jölbreytileika
hinnar öspilltu náttúru.Ferð niður ínæstu fjöru gefur skemnitilega innsýn iIieim
alla vega kvikinda, jurta og plantna
Sjávarsterendur eru einhverjlr
merkilegustu staðir í heiminum; sand-
arnir, sjórinn, síbreytilegur himinn og
svipur allur. Bæði visindamenn, ferða-
menn og aðrir sem náttúrunnar vilja
njóta eru sammáia um þetta þó að
hver líti þær sínum augum. Botn f jarða
og víka, dimmur, hljóður, hnepptur
undir farg hins sikvika hafs, er ein
breiða af undarlega margiitum dýrum
og jurtagróðri. Og fjörumar og fjöru-
pollarnir þar sem tunglið rikir með lát-
lausum sjávarföllum gru kvikar af
furðulegum handaverkum náttúrunn-
ar og þar safnast og gróa með hverjum
degi nýjar lifandi myndir, heimskaut-
anna á milli, með hverju aðfalli og út-
falii.
Menn geta dvaliö dögum saman í
tómstundum og skoðað sér til gamans
mergð undursamlegra dýra og jurta í
síbreytilegum myndum. Og ekki er
ólíklegt að margir lifi þar hinar
skemmtilegustu stundir ævinnar við
unað og algerar nýjungar þessa ný-
stárlega heims. I eftirfarandi grein er
lesandanum gert kleift að skyggnast
um í lífríki fjörunnar. Til þess er valin
stórgrýtt fjara, en á slíkum slóðum er
einmitt mest um vert að hafa augun
opin hvað þetta efni varðar.
Niðandi skel/
hrúðurkalla *
Um flóð eru engir klettar sýnilegir
og engin sker, en eftir stundar bið fer
dökkt þang og votur sandur að koma í
Ijós í fjöruboröinu. Þá er liggjandinn
liðinn hjá og fariö að falla út. Ef maöur
klöngrast þá ofan eftir fjörugrjótinu
fara framverðir neöansjávarfjörulífs-
ins að láta á sér bera. Hrúðurkallar
þekja hvem stein, sem sjórinn nær til,
þó að ekki flæði yfir þá nema stuttan
tíma á hverjum degi. Þeir eru ótelj-
andi og því styttri tími sem þeir eru í
kafi því rösklegar bera þeir sig eftir
matarögnunum sem eru á floti allt í
kring um þá. Þessir litlu kastalatumar
standa svo þétt að margir þeirra ná
ekki réttri lögun en laga sig þá hver
eftir öörum eins og krystallar steina-
ríkisins. Þeir opna dyrnar og loka
þeim á víxl og ef maöur hlustar vel get-
ur maður heyrt niðandi hljóð þegar
þeir skella iokunum. Þegar síðasta
skvetta nær þeim loka þeir fellingar-
hurðunum utan um einn eöa tvo dropa
af sjó og bíöa lokaðir þangað til þeir
verða varir við að aðfallið nær þeim
aftur. Þá opna þeir upp á gátt og eru
fegnir. En til þess verða þeir að bíða
klukkustundum saman og láta sólina
baka sig eða glitra jafnlangan tíma i
tunglsljósinu.
Þjalartunga sverfur skel
Lengra úti á fjörunni kemur skel-
dýrabeltið. Þar hanga kræklingar í
skúfum eins og þeir væru ávextir.
Hver þeirra er fastur á bandi úr silki-
mjúkum þráðum, svo sterkum að mað-
ur gefst stundum upp við að slíta þá og
ná skelinni. Þessar skepnur virðast
öruggar og þeim vera óhætt við öllum
háska og þó eiga þær marga og klóka
óvini sem gera mikinn usla í liöi
þeirra. Um flæðina koma fiskar og
bryðja þær með skel og öllu saman;
f jöldi snigla veitist að þeim og sverfa
skelina miskunnarlaust í sundur með
þjalartungu sinni og bana þeim engu
síöur en fiskarnir. Stormar róta undan
þeim fótfestunni og öldumar bera þær
langt út fyrir fjöruborðið, en um f jör-
una koma mávar og aðrir ránfuglar og
beita kænsku sinni til þess að fá sér
góöan bita.
Nýjungar við hvert
fótmál
Það eru engin maurabú i sjónum, en
ef maður veltir við steini skreppur hóp-
ur af svörtum marflóm undan honum
og þjóta þær í allar áttir, alveg eins og
maurar. Þær hrökklast skjótlega burt
á hliöinni og hverfa fljótt. Það fellur
ört út og ef maður fylgir útfallinu skref
fyrir skref, koma nýjungar í ljós við
hvert fótmál og við förum að skilja að
á þessari mjóu ræmu sem er land og
sjór á víxl og yrði á landabréfi ekki
meira en hárfint strik er heill heimur
af dýralífi sem að fjölda og marg-
breytni jafnast á við lífið í hinu léttara
umhverfi, loftinu. Við klöngrumst yfir
stóra kletta sem eru svo ólíkir þeim
sem á landi eru að mann skyldi ekki
gruna að þeir væru geröir af sama
efni, en brimið hef ur slétt þá og fægt og
hrúgaö þeim upp með ýmsu móti og þeir
eru alþaktir þykku reyfi af þangi. Þar-
inn hangir í strönglum og ef við drög-
um þessi neöanjarðartjöld til hliðar,
birtast okkur réttnefnd undralönd. I
djúpum pollum þar sem sjórinn er tær
eins og krystallar og ískaldur búa kvik-
indi ýmist herfilega ljót eða yndislega
falleg, dimm eða lýsandi, ólöguleg eða
fagurlega sköpuð.
Skarlatsrauðir
sæfíflar
Fyrst tekur maöur eftir sæfíflunum.
Þeir eru eins og skarlatsrauðar eða
laxbleikar slettur innan um grænt
þangið eöa þeir þekja allan botninn á
pollinum í hundraðatali eins og lit-
mjúkur úöi af blaktandi ögnum. Þegar
sjór lækkar og þeir eru á þurru í holu-
veggjunum, draga þeir inn angafléttur
sínar, rýrna allir og limpast niður og
eru þá líkastir kjöttægjum í vatninu.
En niðri í vatninu eru þeir réttnefnd
blómdýr. Fegurðin er vel varin, falin
undir þanginu í holunni, tuttugu og
fimm fetum undir flæðarmáli eða
meira.
I þessum fögru holuskútum getum
við sett upp dýrabúr og látið þangaö
eins mörg blómdýr og við viljum. Hvar
sem þau eru látin breiða þau úr fætin-
um sem er kjötmikili líkt og á snigli og
halda sér föstum. Þar una þau lífinu
vel og bíða þess með þolinmæði að for-
sjón sjávarins láti æti berast að útrétt-
umfingrunum.
Lagardýrabúrin niðri í fjörupollun-
Það leynist undur við hvert fótmái i fjörunni. Þar er hœgt að dveija svo
iangtimum skiptir við skoðun margvíslegra kvikinda.