Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Síða 16
16 DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983. LYFSÖLULEYFI sem forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Húsavíkurumdæmis (Húsavíkurapótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsali hefur óskað að neyta ákvæða 2. málsgr. 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982. Lyfsöluleyfinu fylgir kvöð um breytingar í samráði við Lyfjaeftirlit ríkisins, sbr. ákvæði 3. málsgr. bráðabirgða- ákvæða lyfjalaga nr. 49/1978, er koma til framkvæmda 1. janú- arnk. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1984. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 13. nóvember 1983. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 14. október 1983. ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦4 ♦♦4 ♦♦4 ♦ ♦4 ♦ ♦4 ♦♦4 I ixs l®A EFTIRTALDIR BÍLAR ERU STAÐiMUM í DAG ♦♦4 ^♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ► ♦♦4 ► ♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ► ♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦♦♦♦♦ ►♦♦♦♦♦♦ ►♦♦♦♦♦♦ Galant árg. '77, 2 dyra, ekinn aðeins 44.000, blásanseraður, bíii i sérflokki. Galant turbo disil árg. 1982, silfurlitaður. Skipti koma tilgreina á ódýrari. Daihatsu Charmant 1600 LE, 5 gira, árg. 1982, ekinn aðeins 20 þús., fallegur bill. Skipti á ódýrari. Galant 1600 GL station árg. 1982, gullfallegur. Galant super Saloon, sjálfskiptur, vökvastýri og raf- magnsrúður, árg. 1981. Golf C, 3 dyra, árg. 1982. Skipti á ódýrari. Range Roverárg. 1980, gulbrúnn. Volkswagen 1200 L árg. 1977. Colt 1200 GL árg. 1981, Sdyra, blár. Colt 1200 GL árg. 1983, 3 dyra, hvítur. L-300 minibus árg. 1980. L-300minibus árg. 1982. Audi 100 LS árg. 1977. Mazda 929station árg. 1978. Mazda 616, 4 dyra, árg. 1977. aí TTfl ► ♦♦4 ,►♦♦4 ►♦♦4 >♦♦4 ► ♦♦< ► ♦♦< ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ffl HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 11276 ^ ►♦♦4 ► ♦♦4 ♦♦♦♦♦♦4 ♦ ♦♦♦♦♦4 ♦♦♦♦♦♦4 Sigurður Hreiðar, ritstjðri Úrvals með meiru: Sigurður hefur verið ritstjóri Úr- vals i „niu ár og einn mánuð". Ljósm. GVA. _ __ __ r FYRIR ÞA SEM HAF A LÍTINN TÍMA - en vilja fylgjast með „Urval var fyrst geflð út 1942. Þá byrjaði Gísli Olafsson á þessu. Síðan hefur þaö stöðugt komið út en af mis- munandi krafti,” segir Sigurður Hreiðar ritstjóri Urvals. „Undir 1960 kom lægð í útgáfuna. Þá keypti Hilmir hf. hana en Hilmir var eiginlega samheiti á fyrir- tæki og Hilmari A. KristjánssynL Hiim- ar skildi eftir sig æði mörg spor í ís- lenskri f jölmiðlun þegar hann hvarf til Suður-Afriku Hann byrjaði til dæmis með dagblaðið Mynd sem kam út í fá- eina daga Þaö var ævintýri sem ekki stóðst og hjó svo nærri honum þegar hann varð að hætta að hann fór utan í kjölfar þess. A hans vegum var annars Urval, Búnaöarblaðið, Mynd og Vikan. Eg held að þaö sé ekki á neinn hallað þóaö sagt sé að Urval hafi átt sitt mesta blómaskeiö fyrst eftir að Hilmar keypti það. Sigvaldi Hjálmarsson var þá rit- stjóri og var afar fundvís og smekklegur fyrir utan það að hafa vitt áhugasvið. Þá var einnig mikiö í ritið lagt á þeirra tíma mælikvarða. Ysta örkin var lit- prentuð í fjórum iitum. Urval er aö stoflii til Readers Digest. Sá hringur á stæretan þátt í efni þess og ritiö er beinlinis sett út á það. Ég hef reynt að taka greinar víöar að eftir því sem ég kemst í að rýna í þetta. Nasasjón af flestu Ef ég rekst á innlendar greinar sem mér flnnst eiga erindi í ritið falast ég eft- ir þeim og ég man ekki eftir ndnu dæmi um afsvar. Þetta á að vera úrval af efni sem áður hefur birst annars staðar. Það er ekki hugmyndin að efnið sé firum- skrifað fyrir ritið. Hugmyndin á bak við Urval er að það sé fyrir þá sem hafa lít- inn tíma en vilja fylgjast með. Það hefur verið haft að leiöarljósi í efnisvali. Með því að lesa Urval að staðaldri ættu menn að geta haft nasasjón af flestu sem er að gerast. 1 því er líka að finna afþreyingar- og skemmtiefni. Jú, það hefur verið fræðandi að sjá um þdta. Eg hef kynnst ýmsum mál- efhum fyrst við starfiö viö Urval og það hefur orðið til þess að ég hef fengið „blod pá tanden” ef svo má segja eða farið að pæla í einhver jum hlutum því í ritinu er náttúrlega engin tæmandi fræðsla. Ég er búinn að vera ritstjóri Urvals í níu ár og einn mánuð,” segir Sigurður og brosir, „og það hefur verið gaman að fást við þetta. Galli frá minum bæjar- dyrum er sá að þetta hefur alltaf veriö aukastarf. Og ég hef aldrei faigið sumarfrí frá Orvali,” segir hann og blaðamanni verður við það hugsað til þess að Orval er á hinn bóginn vinsælt lesefni í sumarfríum. Annar fkitti — hinn dó „Eg hef verið með ákveðinn hóp af þýöendum sem ég leita tiL Konan mín og ég, en hún er mín hægri og vinstri hönd í þessu, veljum í Urval efniö, þýðum sumt s jálf. Svo leitum við til ann- arra með þaö sem við komumst eldci yf- ir og til að £á meiri fjölbreytni í yfir- bragð biaðsins. Sem þýðendur eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Það er sitthvað að vera læs á tungumál og geta komið því frá sér á frambærilegu málL Eg hef lagt metnað minn í það að efnið sem í Orvali kæmi væri aö minnsta kosti ekki málskemm- andi — og kannski svolítið betra en það,” bætir Sigurður við á lægri nótun- um. „Við gerðum einu sinni losaralega könnun á því hverjir læsu Orval og það virtust vera allar stéttir og allir aldurs- hópar. Mér hefur fundist lesendahópurinn tryggur. Eg hef oft vitnaö í það og haft gaman af því að 78 eða 79 hættu aðeins tveir áskrifendur. Annar flutti lengst út í heim.Hinndó.” -GSV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.