Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Side 22
22 DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983. Það er víða slátur- tíð um þessar mundir Nú er hafin sláturtíö víðar en hér í Breiðholtinu og í tilefni af þvi að nú fer verð hækkandi á kindakjöti minnkaði ég birgðir landsmanna um þrjá skrokka ekki alls fyrir löngu enda jókst kaupmáttur ráöstöfunar- tekna minna dálítið um þetta leyti þar sem fyrirtæki nokkurt niðri í bæ hætti þá að vera meðeigandi í frysti- kistunni minni. Þegar við bjuggum við þjóðveg 711 töium við ekki síður þátt í sláturgerð en aðrir og ég hvatti konuna mína dæmalaust vel til dáða í þessum efn- um í fyrsta sinn sem hún minntist á aö taka slátur en dró fremur úr því þaðan í frá því að konan mín hafði nefnilega bjargfasta trú á því að ég gæti saumaö keppi með einhverju sem hún kallaði stoppunál. Eg gat að sjálfsögðu ómögulega skilið hvernig henni gat dottið önnur eins endemis vitleysa í hug, jafn- greind kona og hún væri og hefði þar aö auki séð mig reka nagla í vegg og þar fyrir utan væri það alls ekki sæmandi afkomendum víkinganna að berjast með stoppunál og spotta viö blóömörskeppi. En ég komst ekki upp með neitt múður frekar en vant er því að saumaskapur kemur víkingum ekki hiö minnsta við, hann flokkast undir jafnrétti kynjanna ásamt uppvaski og afþurrkun sem blessaðar eiginkonurnar okkar hafa afsalað sér í hendur okkar af hjart- ans lítillæti. Eg var því fyrr en varði kominn með stoppunál af stærstu gerð í hendumar og byrjaður aö reyna að þræða seglgarnið í nálaraugað sem var að sjálfsögðu allt of lítiö og þar að auki á sífelldri hreyfingu. Þegar ég hafði dundað við þetta dágóða stund fór konan mín aö hlæja að mér og tala um klaufaskap og annað í þeim dúr og svo mikið þurfti hún að masa um þetta að ég komst varla að til að seg ja henni að þaulvön saumakona eins og hún ætti að vita að þessar stoppunálar væru gerðar fyrir tvinna en ekki þennan andskot- ans kaðal sem ég væri með í höndun- um. Fyrir einhverja slembilukku kom hún þó kaðlinum í gegnum nálar- augað og ég fór aö sauma. Ég saumaði hvem einasta kepp og vandaði mig þessi ósköp og til marks um hve vinnubrögöin vom samræmd þá láku þeir allir meö tölu, þegar búiö að setja gumsið í þá og konan mín fór að kreista þá til að jafna í þeim eins og hún kallaöi það, spraut- aðist þetta í allar áttir rétt eins og hún væri að skreyta margar rjóma- tertur í einu. Mér fannst þetta dáh'tið spaugilegt í fyrstu en ég verð hins vegar að viðurkenna það að mér var ekki beint hlátur í hug þegar ég Háaloftið Benedikt Axelsson settist við, ásamt konu minni, að bjarga því sem bjargaö varð af sláturgerðinni. Það gerðist ýmislegt fleira mark- vert í þessari sláturtíö okkar og þess vegna var það svo sem ekkert til að bæta skapið að hundar sveitarinnar átu um nóttina um það bil öll sviðin okkar sem viö höfðum sett út á tröppur til aö halda þeim köldum þar sem frystikistan var full af slátur- keppum saumuöum með kontór-i .sting. Þaö var þá sem ég lagöi til að hundahald yrði bannaðí sveitum. Þjóðlegur siður Og nú er sem sagt enn ein slátur- tíöin hafin og menn spjrja hver annan hvort þeir séu búnir að taka Sveit Sævars Þarbjörnssoniir bikarmeistari BSÍ 1983 Sveit Sævars Þorbjörnssonar frá Bridgefélagi Reykjavíkur sigraði í úr- slitaleik bikarkeppni Bridgesambands Islands, sem spilaður var sl. helgi. Andstæðingur Sævars var sveit Gests Jónssonar, sem hafði sigrað sveit Karls Sigurhjartarsonar í undan- úrslitum meö aðeins 2 impum. Sævar hafði hins vegar unniö sveit Olafs Lárussonar meö nokkrum mun. Urslitaleikurinn var sýndur á töflu og hafði sveit Sævars forystu allan leikinn. l.lota: Sævar 53—Gestur 28 2.1ota: Sævar 38—Gestur 43 Staða 91-71 3. lota: Sævar 58—Gestur 24 Staða 149—97 4.1ota: Sævar 45—Gestur 50 Heildarúrslit: Sævar 194—Gestur 147. 1 sveit Sævars spiluöu auk hans: Hörður Blöndal, Jón Baldursson, Sig- urður Sverrisson og Valur Sigurðsson. Sigurður Sverrisson er hugmynda- ríkur spilari og í spilinu í dag, sem er frá úrslitaleiknum, reynir hann að grugga vatnið fyrir andstæðingunum með frábærum árangri. Suður gefur, aUir utan hættu: Nohhur * 732 . 109875 O G764 * 9 Vf.stuk Au.'Tub * K84 Á D6 V DG63 '’2 0 Á95 0’ K108 *653 Sut>UK * ÁG1095 V ÁK4 OD32 * G8 *ÁKD10742 I lokaða salnum sátu n-s Sigurður og Valur, en a-v Gestur Jónsson og Sverrir Kristinsson. Þar gengu sagnir áþessa leið: Suður Vestur Norður Austur 1 S pass 2L! pass 2 G pass 4 S pass pass pass Sigurður fylgir skemmtilega eftir blekkisögn sinni með fjögurra spaöa sögninni, því hann telur yfirgnæfandi líkur á því, að a-v geti unnið úttekt. Varla er hægt að ásaka Gest fyrir að komast ekki í fimmlaufagame-ið, en við skulum líta á árangurinn í opna salnum. Þar spiluðu n-s Sigfús ö. Ámason og Jón P. Sigurjónsson, en a-v Jón Baldursson og Hörður Blöndal. Nú f óru sagnir nokkuð á annan veg: Suöur Vestur Noröur Austur 1S pass 1G 2L pass 3L pass 3G pass pass pass Margir hefðu eflaust sagt tvö grönd á spil vesturs í stað þriggja laufa, en austur haföi ekki áhyggjur af hálita- fyrirstöðunum og renndi sér í þrjú grönd. Engin leið er að hnekkja því spili og eftir spaðatíuútspil suðurs vann Jón fimm grönd með því að spila strax á spaöakóng. Sigurður og Valur höföu oröiö tvo niöur í lokaða salnum og tapað 100 og sveit Sævar græddi því 8 impa á spilinu. Bridgefélag Selfoss og nágr. Orslit eftir 3. umferð af Höskuldar- mótinu6. okt. 1983. 1. Vilhjálmur—Þórður Stig 379 2. Kristján—Gunnar 377 3. Eygló—Valey 355 4. Brynjólfur—Bjarai 354 5. Sigurpáll—Gunnar 348 6. Sigfús—Kristmann 347 7. Ragnar—Hannes 343 8. Hermann—Magnús 338 9. Kristján—Valgarð 334 10. Guðmundur—Jón Bjarai 330 11. Gestur-Sæmundur 315 12. Leif—Itunólfur 312 13. Clfar—Témas 309 14. Gunnlaugur—Erlingur 306 15. Bjarai—Hörður 304 16. Guðjón—Hrannar 302 17. Stefán—Þorvaldur 285 18. Sigurður—Þorvarður 284 19. Leifur—Leifur 281 20. Sigurður Reynir—Vaigcir 277 Minningarmótiö um Höskuld Sigur- geirsson er jafnframt aðal- tvímenningskeppni félagsins, og á eftir að spila tvær umferðir enn. Stóra-flórídanamótið sem haldið verður 15. okt. nk. er nú fullbókað þar sem 40 pör hafa skráð sig í keppnina. Bridgesamband íslands íslandsmót kvenna verður haldið 21. og 22. okt. Spilað verður með baromet- erfyrirkomulagi og hefst spila- mennska kl. 8, og er áætlað að keppni ljúki kl. 6 á laugardeginum. Þær konur sem hafa ekki nú þegar látið skrá sig geta skráö sig í sima 18350 í síðasta lagi á mánudag eöa hjá Bridgefélagi kvenna á mánudagskvöld. Islandsmót í blönduðum flokki (parakeppni) verður haldið 23. okt. Spilaðar verða tvær umferðir með Mitchel fyrirkomulagi, ein um daginn og önnur um kvöldið. Bæði mótin verða spiluð í Hótel Heklu. Tekið verður viö þátttöku í blandaða flokkinn til föstudags. Bikarkeppnin Þeir sem ekki hafa sent inn skýrslu um spilara í vinningssveitum eru beðnir um aö gera þaö sem fyrst. XO Bridge Stefán Guð johnsen Bridgefélag Kópavogs Eftir aðra umferð í hausttvímenningi félagsins er staðan þessi: Stig Vilhjálmur Sigurðss.- Sturla Geirsson 491 GrímurThorarensen-Guðm. Pálsson 482 Guðrún Hinriksd.—Haukur Hanness. 475 Stefán Pálsson-Rúnar Magnússon 462 Síðasta umferð verður spiluð næsta fimmtudag. Laugardaginn 8/10 var keppni milli Selfoss og Kópavogs í sveitakeppni. Sex sveitir mættu, úrslit urðu: B.S. b.k. Stig Þórður Sigurðsson- Friðjón Þórhallss. 20—0 Kristján M. Gunnarss.- Ragnar Björnsson 16—4 Valgarð Blöndal-Björn Halldórss. 0—20 Sig.Hjaltason-Sig. Vilhjálmsson 2—18 Brynjólfur Gestss.-Sig. Sigurjónsson 0—20 Sigurður Gestsson-Grímur Thorarensen 14—6 Samtals: Selfyssingar 52. Kópavogur68. TBK Aðalfundur félagsins var haldinn aö Hótel Sögu mánudaginn 10. október kl. 20.30. Meðal annars á dagskrá var verðlaunaafhending og stjómarkjör. Fráfarandi formaður, S.S., gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Núverandi stjórn er skipuð þessum mönnum: Formaður: Tryggvi Gislason. Varaformaður: Gísli Tryggvason. Ritari: KarlNikulásson. Gjaldkeri: Rafn Kristjánsson. Áhaldavörður: Bragi Jónsson. Varamennístjórn: Anton R. Gunnarsson blaðafulltrúi, Ingólfur Böðvarsson. Síöastliöinn fimmtudag var áfram haldiö hausttvímenningskeppni félagsins í Domus Medica að venju, þ.e.a.s. 2. kvöldið af 5. Spilað er í tveim 14 para riðlum. Hæstuskorfengu. A-riðill Ingóifur Böðvarss.-Bragi Jónsson 204 Þorfinnur Karlsson-Gunnl. Kristjánss. 194 Helgi Ingvarsson-Gissur S. Ingólfsson 192 B-rlðUl Sigtryggur Sigurðss.-Guðmundur Péturss. 199 Stefán Guðjohnsen- ÞórirSigurðsson 187 Benedikt Olgeirss.-Eymundur Sigurðss. 186 Meöalskor 156. Eftir tvö kvöld er staðan þessi: Stig Ingólfur Böðvarss.-Bragi Jónss. 367 Anton Gunnarss.-Friðjón Þórhallss. 366 Stefán Guðjohnsen- Þórir SÍgurðsson 364 Sigtryggur Sigurðsson- Guðm. Pétursson 358 Þorfinnur Karlsson-Gunnl. Kjartansson 354 Benedikt Olgeirsson- Eymundur Sigurðsson 350 Gunnlaugur Oskarss.-Helgi Einarss. 341 Guðrún Jörgensen-Þorsteinn Krist jánss. 332 Keppninni veröur svo fram haldiö næstkomandi fimmtudag kl. 19.30. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensen. Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokiö þremur kvöldum af fjórum í hausttvímenningi félagsins. Þessi pör eru efst og spila þau í A-riðli síðasta kvöldið: Jón Baldurss.-Hörður Blöndal 552 Guðlaugur Jóhannss.-Örn Amþórss. 547 HermannLáruss.-ÓlafurLáruss. 544 JónÁsbjörnsson-Simon'Símonars. 542 Hörður Amþórss.-Jón Hjaitas. 520 Guðmundur Sveinsson-Þorgeir Eyjólfss. 512 Helgi Nielsen-Alison Dorash 508 Jón P. Sigurjónss.-Sigfús Áraas. 508 Ásgeir Stefánss.-Jakob Kristinss. 504 Georg Sverrisson-Kristján Blöndal 501 Ásmundur Pálss.-Karl Sigurhjartars. 501 Hailgrimur Haligrímss.- Sigm. Stefánss. 495 Sigurður Sverriss.-Valur Sigurðss. 4985 Hrólfur Hjaltason-Jónas P. Erlingss. 494 Síöasta umferðin verður spiluö nk. miðvikudag 19. okt., en 26. okt. hefst aðalsveitakeppni félagsins og eru væntanlegar þátttökusveitir minntar á að skrá sig sem fyrst. Eins og kunnugt er af fréttum sigraði bandariska sveitin þá ítölsku í æsispenn- andi úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn. Sveitirnar skiptust á um forystuna þar til í lokin að aðeins skildu 5 impar. Myndin sýnir sigurvegarana hampa Bermuda- bikarnum. Talið frá vinstri: Bob Mamman, Mike Becker, Bobby Wolff, Peter Weichsel, Ron Rubin, Joe Musumeci fyririiöi, Alan Sontag. Fjórir þessara bridge- meistara spiluðu á Stórmóti Flugleiöa og Bridgefélags Reykjavíkur fyrir tveim- ur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.