Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Side 2
2
DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983.
Hvarfer
vöruverö
neðar?
/VIIKLIG4RDUR
MARKADUR VÐ SUND
Umfangs-
mikil leit að
flaki
þyrlunnar
TF-RÁN:
Þúst kom inn
á dýptarmæla
Svcðið undan Kvíarf jalli sem áhersla var lögð á að leita í ger. Efst til vinstri sést í VeiðHeysufjörð. Varðskipið
Oðinn er stersta skipið á myndinni, vinstra megin. DV-mynd: Einar Úlason.
Við leitina aö flaki þyrlunnar TF-
RAN í Jökulf jörðum í gær var áhersla
lögð á svæöið undan Kviarfjalli, milli
Veiðuleysufjaröar og Lónaf jarðar.
Skipverjar á leitarbátum töldu sig
um miðjan dag í gær verða vara við
eitthvað á dýptarmælum sem gæti
verið flak þyrlunnar. Þessi þúst.sem
kom inn á dýptarmæla, er á um fjöru-
tíu faðma dýpi, um eina milu frá landi.
Á svipuðum slóðum fann línubátur-
inn Orri brak úr þyrlunni um tvöleytið
í fýrrinótt. Reyndist þar um að ræða
hluta úr spöðum þyrlunnar, björgunar-
belti og hjálm.
Aðdragandi slyssins er sá að klukk-
an 22.53 í fyrrakvöld lagði þyrlan upp
frá varðskipinu Oðni, sem statt var
skammt undan Höfðaströnd í Jökul-
fjörðum, til æfingaflugs. Þremur
mínútum síðar heyrðist óljóst kall frá
henni. Varðskipsmenn urðu einnig
varir við leiftur.
Umfangsmikil leit hófst þegar.
Fiskibáta dreif að. Flugmálastjórn og
vamarliðið sendu flugvélar af staö.
Björgunarsveitir frá byggöarlögunum
við Isafjarðardjúp voru ræstar til að
ganga f jörur.
Um sumar fjörur á leitarsvæðinu í
Jökulfjörðum þótti ekki þorandi að
láta menn ganga sökum snjó-
flóðahættu.
Þyrla frá dönsku freigátunni Vædd-
eren kom til aöstoöar í gærmorgun og
leitaði meðan eldsneyti entist.
Skömmu eftir hádegi í gær flaug
Fokker-vél Landhelgisgæslunnar, TF-
SÝN, vestur á Isafjörð með starfs-
menn Loftferðaeftirlits og varnar-
liðsmenn sem höfðu meðferðis sónar-
tæki í von um að geta með því greint
sendingar neyðarsendis þyrlunnar.
Einnig voru kafarar meö í för.
Gæsluvélin lenti á Isafirði um
þrjúleytið. Hópurinn sigldi þaöan meö
Lóðsinum inn í Jökulfirði.
I gær var ennfremur ætlunin að nota
sjónvarpstökuvél, sem rækjutroll hafa
verið skoöuð með, til aöstoöar við leit-
ina.
Veður var sæmilegt í Jökulfjörðum í
gær, fremur hæg suðvestlæg átt,
skýjað og lítilsháttar súld. Skyggni var
sæmilegt. -KMU/Valur, tsafirði.
■<-------------m
Danska þyrlan, sem leitaði í gær, ný-
lent á tsaf jarðarf lug velli.
DV-mynd: V.J.
Hörmungasaga þyrlureksturs á íslandi:
TF-RÁN sautjánda þyrlan sem hrapar
Saga þyrlureksturs á Islandi er ótrúleg hörmungasaga. Frá því fyrsta þyrl-
an kom til landsins, sumariö 1949, hafa það orðið örlög sautján þyrlna að far-
ast eða brotlenda.
Eftir að Sikorsky-þyrlan TF-RAN fórst í Isaf jaröardjúpi í fyrrakvöld eru
tvær þyrlur í eigu Islendinga, Landhelgisgæsluþyrlan TF-GRO og þyrla
Albínu Thordarson, TF-FIM. Báöar eru þessar þyrlur af gerðinni Hughes 500.
Hér birtist yfirlit yfir þær þyrlur sem hrapaö hafa á Islandi.
Nr. Þyrla Eigandi öriög
1. Herþyrla NATO
2. Herþyrla NATO
3. Herþyrla USNAVY
4. Herþyrla US NAVY
5. Herþyrla USNAVY
6. TF-EIR SVFt/Lhgæslan
7. TF-LKH Þyrluflughf.
8. TF-MUN Landhelgisgæslan
Hrapaði við Hafnarfjörð í maí 1955. Flug-
maður slasaðist. Landmælingaþyrla.
Eyðilagðist á Skarðsheiði við landmælingar
sumarið 1955. Engin alvarleg slys á
mönnum.
Fórst við Kúagerði í maí 1965 og með henni
fimm menn.
Fórst undir Eyjafjöllum í júlí 1969. Einn
maður fórst. Annar slasaöist mikið.
Brotlenti við KeflavíkurflugvöU i október
1970. Engin slys á mönnum.
Eyöilagðist í brotlendingu á RjúpnafelU í
október 1971. Flugmaður og farþegi
ómeiddir.
Fórst á Kjalarnesi í janúar 1975 og með
henni sjö menn.
Skemmdist í nauðlendingu við Vogastapa
1975 er hún var í leit vegna Geirfinnsmáls-
9.TF-DIV Andri Heiðberg
10. TF-GNÁ Landhelgisgæslan
11. TF-HUG Landhelgisgæslan
17. TF-AGN Hitatækihf.
13. TF-DEV Andri Heiðberg
14. Herþyrla USNAVY
15. TF-GRÚ Landhelgisgæslan
16. TF-ATH Albína Thordarson
17. TF-RÁN Landhelgisgæslan
ins. Enginn meiddist.
Brotlenti eftir hreyfUbUun í Fáskrúðsfirði í
september 1975. Flugmaður slapp
ómeiddur.
Eyðilagöist í SkálafeUi í október 1975. Flug-
maður og farþegi ómeiddir.
Brotlenti við Kópavogshæli í febrúar 1977
eftir hreyfUbUun. Flugmaður og farþegi
sluppu ómeiddir.
Flaug í jörðina norðan Mýrdalsjökuls í aprU
1977. Flugmaður og farþegi urðu úti.
Brotlenti eftir stélskrúfubUun sunnan
Arnarvatnsheiðar i júlí 1978. Flugmaður
slasaðist og lést nokkru eftir slysið.
Hrapaði við björgunarstörf á MosfeUsheiði i
desember 1979. Þrír úr áhöfn og islenskur
læknir slösuðust. Um borð voru einnig f jórir
menn sem slasast höfðu í öðru flugslysi
skömmu áður.
Flaug á loftlínu við Búrfelisvirkjun i
nóvember 1980. Farþegi skaddaðist iitUlega
á fæti. Flugmaður ómeiddur.
Flaug á loftlinu við Sjónvarpshúsið, Lauga-
vegi, og eyðflagðist. Þrír menn sluppu
ómeiddir.
Fórst í ísaf jarðardjúpi í fyrrakvöld.
-KMU.