Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Side 3
DV. FIMMTUDÁGUR10. NOVÉMBÉR1983.
3
Flugvél Landhelgisgæslunnar komin til ísafjarðar. Liðið um borð var flutt með lögreglubílum að hof ninni þar sem
Lóðsinnbeið. _ DV-mynd: V.J.
DV-mynd: V.J.
Vamarliðsmenn með farangur sinn.
íslenskir f jallgöngumenn:
Ætla að klífa hæsta
fjall Vesturálfu
Fjórir Islendingar hyggjast í
janúar næstkomandi klífa hæsta f jall
Vesturálfu, fjalliö Aconcagua í
Argentínu en þaö er 6950 metra hátt.
Er þetta hæsta fjall sem Islendingar
hafa reynt aö klífa hingaö til.
Fjórmenningarnir eru þeir
Hermann Valsson, Pétur
Ásbjörnsson, William Gregory og
Þorsteinn Guðjónsson. Allir eru þeir
félagar í Islenska Alpaklúbbnum og
hafa fengist viö fjallaklifur um ára-
bil. Meöal annars hafa þeir allir klif-
ið hæsta fjall Evrópu, Mont Blanc,
sem er 4807 metra hátt.
Alls er áætlað að ferðin á
Áconcagua taki um mánaöartíma
með flugferðum fram og til baka frá
Islandi. Þar af fara um þrjár vikur í
f jailgönguna sjálfa.
Stefnt er að því að leggja af stað
héðan 9. janúar og koma aftur þann
5. febrúar. Samkvæmt tímaáætlun
sem þeir fjórmenningar hafa gert
munu þeir standa á tindi Aconcagua
26. janúar ef allt gengur snurðulaust
fyrir sig.
Heildarkostnaöur viö þessa ferö er
áætlaður tæp hálf milljón króna og
munu fjórmenningarnirgreiöa hann
aö mestu úr eigin vasa. Þeir hafa
t leitaö eftir styrkjum frá fyrirtækj-
un og stofnunum en ekKi fengiö þær
undirtektir sem þeir vonuöust eftir.
Að undanförnu hafa þeir æft mjög
stíft fyrir ferðina og hugsanlegt er að
tveir þeirra fari til enn frekari
æfinga í Ölpunum í desember.
SþS
Fjallgongugarparnir f jórir sem stla að komast gangandi hærra upp í loftið
en nokkrum tslendingi hefur áður tekist. Frá vinstri: Þorsteinn Guðjónsson
22 ára, Pétur Ásbjörnsson 26 ára, William Gregory 28 ára og Hermann
Valsson 27 ára. DV-mynd Bj.Bj.
hann upp í
I AGLI
FIATHÚSINU
mm
Þú kemurogsemur
í FIAT-salnum
er miðstöð bflaviðskiptanna
FIAT-salurinn, FIAT-húsinu
[JORINi
Sífelld bílasala
Sími 77200
Sífelld þjónusta
Sfmi 77202
Opið frá kl. 9—18
Laugardaga frá kl. 10—17
EGILL VILHJÁLMSSON
SMIÐJUVEGI4C - KÓPAVOGI