Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Síða 6
r-*.. rr<-t Tt rnrV(t Al OTT T ^ A r’T ~rT7./P\/rT^Í vn
DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983.
ITT
lítasjánvarp
er Qárfestíng
ív-þýskum
gæðumog
fallegum
ÚRVALSEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
27022
/ Ertþú \
búinn að fara í
I jósa -
skoðunar
-ferö?
UMFERÐAR
Neytendur Neytendur Neytendur
Verðmerkingar skipta miklu máli fyrir þi viðskiptavini sem vllja bera saman verð á hinum ýmsu
vörutegundum. Viðskiptavinirnir iþessari verslun þurfa ekki að kvarta, þarna var allt verðmerkt.
VIKULEG VERÐKÖNNUN DV:
Geysilegur verð-
munur á rækjum
og ftölsku salati
Aöur en lagt var af stað í vikulega
verðkönnun síðastliðinn mánudag var
ákveðið að heimsækja sex verslanir í
Reykjavík. Þessar verslanir eru innan
svæðismarka pósthúsanna staösettar
á reit 105. Þær eru Vörumarkaðurinn
við Ármúla, Víðir Starmýri, Kjötmið-
stöðin við Laugalæk, Lækjarkjör við
Brekkulæk, Kjöthöllin viö Háaleitis-
braut og versl. Nóatún við samnefnda
götu.
Aö lokinni verðkönnun er þaö líklega
mismunandi verö á rækjum sem
stingur mest í augu og eins mikill
verðmunur á ítölsku salati.
Smjörvi, egg
I síðustu viku, þegar viö gerðum
verðkönnun, var hæsta verð á
smjörvaöskjunni það sama og nú er
eða 64,45 krónur, 300 grömmin. En þá
var lægsta verðið 62,30 krónur en er nú
Hæsta verð Lægsta verð Mismunur
Smjörvi 64,45 59,00 5,45
Egg 89,00 79,00 10,00
Kjúklingar 155,20 109,00 46,20
Epli, rauð 64,00 22,50 41,50
Epli, grœn 61,80 22,50 39,30
Rækjur 341,60 196,00 145,60
Kindahakk 130,00 j 90,35 39,65
Lambahakk 159,00 97,00 62,00
Svínakótelettur 355,00 290,00 65,00
Nýtt kjötfars 81,00 79,80 1,20
italskt salat 240,00 125,00 115,00
Mandarínur 79,50 37,00 42,50
Kr. 1.820,55 1.207,15 613,40
59 krónur. Vitað er um að smjörva-
askjan kostar í sumum verslunum yfir
68 krónur, reyndar ekki í þeim verslun-
um sem við könnuöum verðiö á í þess-
ari könnun eins og sést á meðfylgjandi
lista.
Munur á eggjakílói er nú 10 krónur á
hæsta og lægsta verði. I fimm verslun-
um af sex kostar kílóið af eggjunum 89
krónur en í einni 79 krónur.
Einn kaupmaður, sem við töluðum
viö sl. mánudag, sagði að næsta eggja-
sending í sína verslun myndi lækka
töluvert... það yrði gott innlegg í um-
ræður um eggjadreifingarstöðina
fyrirhuguðu.
Kjúklingar
Lægsta verð á kjúklingum er 109
krónur en hæsta 155,20 — mismunur
46,20 kr. Sami mismunur og í síðustu
viku en þá var lægsta kílóverð á kjúkl-
ingumll9,50kr.
Epli
Það er erfitt að gera verðsamanburð
á eplum og þó við setjum hér upp
hæsta og lægsta verð er gæðamunur á
eplunum ókannaöur, enda smekksat-
riði. En ódýrustu eplin voru falleg á að
líta.
Rækjur
Þegar munar orðiö yfir 145 krónum á
einu kílói af rækjum — hlýtur einhvers
staðar að vera brotalöm. Rækjumar
eru seldar í mismunandi umbúðum,
þar sem þær voru ódýrastar, í Kjöt-
miðstöðinni, eru þær seldar í tveggja
kílóa umbúöum. Langdýrastar eru
rækjur sem seldar eru í 250 g um-
búöum, verð á þeim er 83,15 — 85,40
kr!
Kinda- og lambahakk
Lambahakk er dýrara en kindahakk
sem skýrir sig sjálft. I sumum verslan-
anna var ekki nema annað hvort til, í
tveimur verslunum var bæði til lamba-
og kindahakk. Á lambahakkinu mun-
aði 62 krónum á kílóinu og kindahakk-
inu tæpum 40 krónum.
Svínakótelettur — kjötfars
1 síðustu viku var svínakjöt ekki meö
í verðkönnun okkar en verðmunur á
svínakjöti er alltaf töluverður á milli
verslana. Svínakótelettur eru 65
krónum ódýrari kg í Kjötmiðstöðinni
en í KjöthöÚinni eins og sést þegar litið
er á lægstu og hæstu tölur.
Rúm ein króna skilur aö lægsta og
hæsta verö á nýju kjötfarsi í verslun-
unum sex og er það minnsti verðmun-
urinn í þessari könnun.
ítalskt salat
Nokkrar undanfamar vikur höfum
við tekiö með í verðkönnunina álegg.
Komiö hefur í ljós að geysilegur verð-
munur er t.d. á hangiáleggi og lifrar-
kæfu. En verðmunur á kg verði á
ítölsku salati kemur líklega flfestum á
óvart. Yfirleitt kaupir fólk 100 g af sal-
ati og væri sjálfsagt aö aðgæta hvort
þau grömmin kosta 12,50 kr. eöa 24
krónur í næstu innkaupaferð, eða hvort
verðið er jafnvel hærra.
Vörumarkaðurinn v/Ármúla Viðir Starmýri Kjötmiðstöðin v/Laugalæk Versl. Nóaatún v/Nóatún Kjöthöilin v/Háaleitisbr. Lækjarkjör v/Brekkulæk
Smjörvi 59,00 59,80 61,45 64,30 64,45 61,75
Egg 89,00 79,00 89,00 89,00 89,00 89,00
Kjúklingar 155,20 151,50 109,00 129,00 149,00 135,00 145,00
Epli, rauð 35,00 22,50 59,00 55,00 64,00 52,00 54,95
Epli, græn 36,00 22.50 42.50 48,70 48,65 50,00 61,80
Rækjur 285,60 (1/2 kg 142,80) 310,00 (1/2 kg 155,-) 196,00 (2 kg pk). 310,00 (i lausu) 341.60 (250 gpk.) 325.60 (500 gpk.) 272,00 332,60 (250 gpk.) 250,00 (í lausu) 332,60 (250 gpk.)
Kindahakk 130,00 95,00 89,00 Lambah. 97,- Lambahakk 125,- 119,00 lambahakk 159,00 kindah. 90,35
Svinakótelettur 303,25 295,00 290,00 330,00 355,00 345,00
Nýtt kjötfars 79,30 79,30 81,00 79,30 79,80 79,30
ítalskt salat ekki til 125,00 140,00 240,00 140,00 ekki til
Mandarínur 37,00 39,50 57,60 ekki til 47,50 79,50